Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 24
24 lögMannaBlaðið tBl 04/10 foRmaðuR l.m.f.Í., Brynjar níelsson hrl., ritaði grein í 3. tbl. lögmannablaðsins 2010 undir fyrirsögninni „laganám“. Ástæða er til að taka undir þau sjónarmið Brynjars, sem fram koma í greininni, að standa beri vörð um gæði laganáms hér á landi, ekki síst grunnnámsins. okkur kann hins vegar, eins og rakið verður síðar, að greina á um hvernig það verði best gert. Virkt eftirlit með gæðum laganáms. að sögn Brynjars er hann áhugamaður um að gerð verði úttekt á gæðum laganáms hér á landi enda hafi slíkt úttekt, svo honum sé kunnugt um, ekki farið fram. lagadeild Háskólans í Reykjavík (HR) hefur á undanförnum árum farið í gegnum þrjár gæðaúttektir, sem framkvæmdar hafa verið af sérfræðingum utan HR (ytra gæðamat). Þá er ekki talin með skýrsla Ríkisendurskoðunar frá júní 2007 um kostnað, skilvirkni og gæði háskólakennslu en í henni var m.a. leitast við að bera saman nokkur atriði er vörðuðu kennslu í lögfræði í Háskólanum á akureyri, Háskólanum á Bifröst, Háskóla Íslands og HR. um þá skýrslu hefur verið þegar verið fjallað ítarlega í fjölmiðlum og ekki ástæða til færa þá umræðu á síður lögmannablaðsins. fyrsta eiginlega gæðaúttektin fór fram á árinu 2007, í framhaldi af setningu nýrra háskólalaga, sbr. 3. gr. laga nr. 63/2006 og var hún hluti af mati og viðurkenningu á félagsvísindasviði HR. Í niðurstöðum matsins, sem birtust í janúar 2008 og eru aðgengilegar á vef mennta­ og menningarmálaráðuneytisins (http:// www.menntamalaraduneyti.is/haskola_ visindamal/mat­og­uttektir), var m.a. lýst yfir ánægju með hæfniskröfur við nýráðningar og framgang akademsískra starfsmanna, innra gæðakerfi vegna kennslu og rannsókna og námsmarkmið vegna einstakra námskeiða og námsins í heild. Ánægjulegt var hversu jákvæða umsögn akademískir starfsmenn lagadeildar HR fengu en þeir voru sagðir „well –qualified to deliver high quality teaching and reserach“. lagadeild HR fékk á árinu 2009 heimild til að bjóða doktorsnám og var heimildin veitt að undangengnu ítarlegu ytra gæðamati. niðurstöður matsins frá arpíl 2009 eru aðgengilegar á vef mennta­ og menningarmálaráðuneytisins. niðurstöðurnar eru um margt afar jákvæðar og undirstrika m.a. góða akademíska stöðu deildarinnar og verulegan rannsóknarstyrk með áherslu bæði á innlendar og aþjóðlegar birtingar. ég veit að óþarfi er að minna lesendur lögmannablaðsins á mikilvæg tengsl kennslu og rannsókna og hvernig gæði í þessum höfuðþátttum háskólastarfsins eru samtvinnuð. Á yfirstandandi ári hefur á vegum mennta­ og menningarmálaráðuneytisins farið fram mjög umfangsmikil úttekt á gæðum kennslu og rannsókna við allar íslensku lagadeildirnar, sbr. nánar reglur um eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna í háskólum nr. 321/2009. Úttektin hefur m.a. náð til tengsla rannsókna og kennslu, breiddar og dýptar námsins, umfangs þess og nýtingar, alþjóðlegs samanburðar, kennsluhátta, námskrafna og námsmats, þróunar námsins og framtíðasýnar og hvernig nemendum hefur vegnað að námi loknu. lagadeildir háskólanna hafa af þessu tilefni samið og lagt fyrir matsnefndina ítarlegar sjálfsmatsskýrslur auk þess sem nefndin hefur heimsótt allar deildirnar og átt fundi og samtöl við fulltrúa nemenda, kennara og annarra starfsmanna. niðurstöðurnar eru væntanlegar í lok þessa árs eða snemma á næsta ári og verða þær gerðar opinberar. Í allri umræðu um úttektir á háskólastarfi og gæði þess verður að hafa í huga að háskólarnir eru allir með virkt innra gæðakerfi. Þannig skiptist gæðakerfi HR í fjóra hluta þ.e. nám og kennslu, rannsóknir, akademíska starfsmenn og stoðþjónustu. Kerfið var endurskoðað og skjalfest í núverandi mynd 2009. of langt mál yrði að lýsa þessu gæðakerfi í stuttri blaðagrein en svo dæmi sé tekið til skýringa þá er gæðakerfi náms og kennslu, hvað lagadeild HR varðar, ætlað að tryggja gæði náms við deildina með reglubundnu mati, úttektum og eftirliti. Áhersla er lögð á nýsköpun í kennslu, fjölbreytni í kennsluaðferðum, mat á kennslu og mat á frammistöðu nemenda. lykilferli í gæðakerfi kennslu eru ferli fyrir samþykkt nýrra námsbrauta, reglubundið kennslumat í öllum námskeiðum (tvisvar á önn) ásamt eftirfylgni, kennsluþjálfun Aðsent efni ÞórðUr s. GUnnArsson forseti lAGAdeildAr Hr um gæði laganáms

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.