Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 29

Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 29
lögMannaBlaðið tBl 04/10 29 UMfjöllUn Þýðing dómsins fyrir íslenska lögmenn Reglan um trúnaðarsamband lög manna og skjólstæðinga er lögfest með 1. mgr. 22. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn. Þá taka ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 68. gr. og b­liðar 2. mgr. 119. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála til haldlagningar á gögnum í vörslum lögmanns. Það hefur lítið sem ekkert reynt á túlkun á inntaki meginreglunnar fyrir íslenskum dómstólum. Álitaefnið kom þó til kasta Hæstaréttar í máli 80/2009 en þar segir dómurinn aðeins að […Ekki hefur verið sýnt fram á að umrædd skjöl hafi að geyma trún­ aðarupplýsingar skjólstæðings til lögmanns um einkahagi sína. Er því ekki fyrir hendi sú aðstaða sem um ræðir í b. lið 2. mgr. 119. gr. laga nr. 88/2008. Þá verður heldur ekki talið að tilvitnuð ákvæði stjórnarskrár standi þessari niðurstöðu í vegi.]. Reglan um trún­ aðarsamband lögmanna og skjól stæðinga er hins vegar rótgróin í rétti flestra evrópuríkja þar sem það hefur einnig verið skilgreint nákvæmlega hvort að innanhússlögmenn njóti sömu verndar við haldlagningu gagna og sjálfstæðir lögmenn. Þess má geta til fróðleiks að í noregi hefur inntak reglunnar verið mótað af dómaframkvæmd og eru gögn bæði innanhússlögmanna og sjálfstæðra lögmanna undanþegin haldlagningu við húsleit norskra yfirvalda. Skilyrðið er að gögnin eigi rót sína að rekja til ráðgjafar lögmanns til skjólstæðings og ekki t.d. starfa lögmanns sem stjórnar­ manns í fyrirtæki eða fasteigna sala. Hafa norskir dómstólar því lagt meiri áherslu á hvaða skyldum lögmaðurinn gegndi þegar honum var trúað fyrir þeim gögnum sem eru andlag haldlagningar í stað þess að draga mörkin við það hvort að gögnin séu milli sjálfstæðra lögmanna og skjólstæðinga þeirra, eða innanhússlögmanna og skjólstæðinga þeirra. Þegar eSa aftur á móti rannsakar meint brot norskra fyrirtækja á sam­ keppnisreglum eeS­samningsins mun eSa taka mið af niðurstöðu evrópu­ dómstólsins í akzo­málinu og leggja hald á gögn milli innanhússlögmanna og fyrirtækisins. Íslensk samkeppnislög miða að því að koma á sama samkeppnisumhverfi á Íslandi og er á öllu eeS­svæðinu. Samkvæmt 22. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 er eSa heimilt að framkvæma vettvangsskoðun hér á landi, enda sé fylgt þeim reglum sem settar eru í bókun 3 og 4 með samningnum um eftirlits­ stofnun og dómstóla efta, um störf og valdsvið eSa á sviði ríkisaðstoðar og samkeppni. við vettvangsskoðun eSa á Íslandi gilda því málsmeðferðarreglur eSa. Þær reglur endurspegla málsmeð­ ferðarreglur framkvæmdastjórnarinnar. mun eSa því hafa hliðsjón af niðurstöðu dómstólsins í akzo málinu ef íslenskt fyrirtæki ber fyrir sig að gögn séu undanþegin rannsókn vegna þess að þau falli undir trúnaðarsambandið. við rannsókn eSa á meintu broti íslenskra fyrirtækja á samkeppnisreglum eeS­ samningsins mun eSa því ekki leggja hald á gögn sem falla undir trúnaðar­ samband sjálfstætt starfandi lögmanns og skjólstæðings hans að því gefnu að gögnin tengist rétti skjólstæðings til þess að halda uppi vörnum á máli. að lokum verður að undirstrika mikilvægi þess að fyrirtæki setji sér skýrar leiðbeiningarreglur í þeim tilgangi að vera viðbúin húsleit sam keppnis­ yfirvalda. leiðbeiningarnar verða að taka til eftirfarandi: Í fyrsta lagi verður fyrirtækið að krefjast upplýsinga um það á hvaða grundvelli húsleitin sé gerð, þ.e. hvort það sé eSa og/eða Samkeppniseftirlitið sem framkvæmir húsleitina. Þetta getur haft afgerandi áhrif við mat á því hvort að ákveðin gögn séu undanþegin haldlagningu eða ekki. Í öðru lagi er mikilvægt að halda aðgreindum gögnum sem stafa frá samskiptum við sjálfstæða lögmenn og gögnum sem stafa frá samskiptum við innanhússlögmenn. Í þriðja lagi er mikilvægt að fulltrúar fyrirtækisins krefjist þess að gögn, sem vafi leikur á hvort að séu undanþegin haldlagningu eða ekki, séu lögð í innsiglað umslag án þess að fulltrúar samkeppnisyfirvalda fái að lesa yfir gögnin. Síðan skal leita úrlausnar dómstóls um það hvort að umrædd gögn séu undanþegin haldlagningu. 1. mál C­550/07 P frá 14. september 2010. 2. mál 155/79 frá 18. mai 1982. 3. Sameiginleg mál akzo nobel Chemicals ltd. og akcros Chemicals ltd. gegn framkvæmdastjórninni t­125/03 og t­253/03. Sjá umfjöllun höfundar um málið í 4. tbl. lögmannablaðsins 2007. –Höfundur er lögmaður á sviði samkeppnis­ og Evrópuréttar hjá norsku lögmannsstofunni Thommessen.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.