Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 19

Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 19
lögMannaBlaðið tBl 04/10 19 Pistill forMAnns maRGt BendiR til þess að umburðarlyndi í íslensku samfélagi sé á flótta. fjölmiðlar verða vart opnaðir án þess að einhverjir séu með upphrópunum að krefjast þyngri refsinga og að slakað verði á sönnunarkröfum í sakamálum. Gjarnan eru þetta samtök eða hópar sem kenna sig við mannréttindi og lýðræði, en eru í raun pólitísk samtök sem bera lítið eða ekkert skynbragð á reglur réttarríkisins. eiga þessir hópar jafnvel til að klæða þessar pólitísku skoðanir sínar í búning fræða og vísinda. með skipulegum hætti leggja þeir svo gífurlegan þrýsting á dómstóla til að ná markmiðum sínum. verður ekki betur séð samkvæmt nýjustu tölum en að þeim hafi orðið nokkuð ágengt með hjálp fjölmiðla. virðist sem dómstólar hafi túlkað þessa háværu umræðu fámennra hópa sem kröfu almennings um þyngri refsingar. auðvelt er að skilja kröfur um þyngri refsingar. Það er mannlegt að reiðast þegar við fáum upplýsingar inn í stofu á hverjum degi þar sem lýst er með nákvæmum hætti afleiðingum brots. Í reiðinni er ekki nóg að krefjast þyngri refsingar heldur göngum við alltaf að því sem vísu, að sá sem grunaður er, sé sekur. verður þá oftar en ekki ótímabær umfjöllun um viðkomandi, sem jafnvel er mjög meiðandi fyrir þann grunaða og fjölskyldu hans. Góð dæmi um þetta er hið fræga mál um fríðleikshundinn lúkas og þær rannsóknir sem nú standa yfir vegna bankahrunsins. Það eru ekki aðeins uppi hugmyndir um að þyngja refsingar og að slaka á sönnunarkröfum, heldur vilja sumir taka upp ýmis nýmæli svo hægt verði að refsa fleirum. eitt af þessum nýmælum eru kröfur um refsingar fyrir brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar og hafa einhverjir af nýkjörnum þingmönnum stjórnlagaþingsins talið það mikilvægast við gerð nýrrar stjórnarskrár. Þá má vænta ákæru á 63 þingmenn ef samþykkt verðalög sem talin eru brjóta í bága við stjórnarskrána. auðvitað fallast manni hendur í umræðu af þessu tagi enda er þetta gaspur og lýðskrum af verstu gerð. Hugmyndir um þyngri og meiri refsingar bera keim af reiði og hefnd. Það er ekki vænlegt til árangurs ef hefndin verði allsráðandi í refsipólitík. Það er kominn tíma til að kveðja víkingaöldina í þessum efnum. Refsipólitík á að taka mið af hagsmunum samfélagsins. fullyrða má að 10 ára fangelsisdómur yfir ungum mönnum með engan sakarferil, sem reyna að framleiða eða flytja inn fíkniefni, er ekki til hagsbóta fyrir samfélagið. fíkniefnaneysla er fyrst og fremst heilbrigðisvandamál og það er mikill misskilningur að slík vandamál verði leyst með þyngri refsingum. Það er engum til góðs að fylla hér öll fangelsi af slíkum mönnum til vistunar í lengri tíma. líklegra er að löng refsivist geti valdið miklum skaða. auðvitað eiga menn sem fremja brot að finna til ábyrgðar og varnaðaráhrif refsinga er alltaf einhver. mjög þungar refsingar leiða hins vegar til skipulagðrar brotastarfsemi sem kallar á meira ofbeldi. Það er kominn tími til vitrænnar umræðu um refsingar og refsipólitík í stað upphrópanna og pólitísks lýðskrums. refsingar BrynjAr nÍelsson Hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.