Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 16
16 lögMannaBlaðið tBl 04/10 Aðsent efni anum, eru innlend eign og (b) að allir víxlar og skuldabréf gefin út af íslenska ríkinu eða af stofnunum þess eru innlendar eignir. Þetta eru þær eignir sem skipta um hendur á aflands­ markaðnum í viðskiptum erlendra aðila en þær eru alla jafna geymdar af erlend­ um fjármála fyrirtækjum á vörslu reikn­ ingum fyrir hönd endanlegra eigenda. Samkvæmt þessu er það rangt að tala um þessar krónur eins og þær séu staðsettar erlendis eins og Seðlabanki Íslands hefur gert í framkvæmd. Þær eru staðsettar hér á landi í skilningi laganna. 3.5. af þessu leiðir jafnframt að innlendur aðili sem skiptir við erlendan aðila á innlendri eign framkvæmir ekki „fjár­ magnshreyfingu“ í skilningi laga um gjaldeyrismál. Slíkt felur einfaldlega ekki í sér „flutning á fjármunum milli landa“. t.d. má íslenskur aðili selja erlendum aðila hlutabréf í skiptum fyrir krónu­ inneign erlenda aðilans í íslenskum banka. Seðlabankinn getur ekki tak­ markað viðskipti sem þessi með stoð í bráðabirgðaákvæðinu. 3.6. Samkvæmt þessu liggur fyrir að Seðlabankinn getur ekki kvaðabundið krónuinneign erlendra aðila. til þess hefur bankinn ekki lagastoð. Slíkt gæti jafnframt gengið í berhögg við lög um gjaldmiðil Íslands nr. 22/1968 sem fela í aðalatriðum í sér að íslenska krónan er lögeyrir á Íslandi og gjaldgeng í öllum viðskiptum hér á landi með fullu ákvæðisverði. Þá yrði væntanlega hér gengið nærri eignarréttarvernd 72. gr. stjórnarskrárinnar ef takmarka ætti notkun einstaklinga og lögaðila (þótt erlendir séu) á lausafé þeirra í krónum. almenn túlkunarsjónarmið 4.0. við þau túlkunaratriði sem eru rakin hér að ofan verður svo að hafa í huga að vafi um skýringu bráðabirgða­ ákvæðisins verður meðhöndlaður þannig að ákvæðið verður fremur talið fela í sér minni takmarkanir en meiri. 4.1. Í því samhengi verður að hafa í huga að ákvæði 2. gr. laga um gjaldeyrismál stendur óhreyft. Þar segir að fjár magns­ hreyfingar og gjaldeyris viðskipti vegna þeirra skuli vera óheft. Þetta er meginregla laganna og undantekningar frá henni, eins og bráðabirgðaákvæðið, verða því túlkuð þröngt og takmörk unum á fjár­ magnshreyfingum og gjaldeyris­ viðskiptum verður því aðeins beitt að slíkar takmark anir eigi vafalaust við. 4.2. Jafnframt verður að hafa í huga að bráðabirgðaákvæðið er verulega íþyngjandi, eins og reyndar kemur fram í greinargerð með frumvarpinu. Það takmarkar t.d. ráðstöfunarrétt manna yfir eignum sínum og felur þannig í sér takmörkun á eignarrétti. Þess vegna verður vafi um skýringu ákvæðisins ávallt túlkaður þannig að ákvæðið feli frekar í sér minni takmarkanir en meiri, sbr. m.a. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Jafnvel yrðu mjög íþyngjandi takmarkanir á meðferð krónueignar hugsanlega taldar brjóta í bága við þetta ákvæði, einkum ef þær byggðust eingöngu á því að þær væru varslaðar hjá erlendum banka. Slíkar takmarkanir gætu þannig hugsan­ lega aldrei verið heimilar. Sérstaklega þarf í þessu að horfa til jafnræðisreglu 65. gr. gr. stjórnar skrárinnar. 4.3. Síðan má nefna, að refsiábyrgð verður ekki byggð á þessum ákvæðum nema fullnægt sé skilyrðum um skýrleika refsiheimilda, sbr. 69. gr. stjórnar­ skrárinnar. Það hefur vitaskuld sömu áhrif. Reyndar má í því samhengi nefna, að telja má verulegar takmarkanir á heimild löggjafans til að framselja vald til að setja refsireglur til annarra stjórn­ valda en ráðherra. Hefur meira að segja verið talið að staðfesting ráðherra á reglum undirstofnunar dugi ekki til að slíkar reglur geti verið gild refsiheimild. Sjá Hrd. 2004, bls. 4438. Hér má einnig vísa til Hrd. 1985, bls. 1544, og Róbert Spanó, Stjórnarskráin og refsiábyrgð, tímarit lögfræðinga, 2005, bls. 46. Þegar af þessari ástæðu mun tæpast unnt að gera mönnum refsingu fyrir brot á reglum Seðlabankans sem settar eru með heimild í bráðabirgða ákvæðinu. 4.4. Hér er ekki vikið að alþjóðlegum skuldbindingum sem ríkið hefur undir­ gengist vegna gjaldeyrisviðskipta. Slíkar reglur virðast hins vegar fremur til þess fallnar að styðja þær ályktanir sem settar eru hér að framan, a.m.k. ganga þær ekki á sveig við það sem hér segir. aðgerðir seðlabanka íslands 5.0. fyrstu reglurnar sem Seðlabanki Íslands setti með heimild í þessu ákvæði eru reglur nr. 880/2009 um gjaldeyrismál. Þær virðast hafa staðið í þokkalegum efnistengslum við þann lagaskilning sem er rakinn hér þótt texti þeirra og uppbygging hafi verið óskýr og reikul í mörgum atriðum. Það er hins vegar við síðari reglusetningu bankans sem hann virðist fara endanlega út af sporinu. 5.1. með reglum nr. 880/2009 frá 30. október 2009 leggur Seðlabanki Íslands í vegferð sem enn stendur og felur í sér verulegar takmarkanir á viðskiptum innan íslenska efnahagskerfisins. Bankinn ákvað þá m.a. í 2. gr. að „fjármagnshreyfing“ skyldi teljast hvers kyns „yfirfærsla eða flutning milli innlendra og erlendra aðila“. afleiðingin af því var sú að lokað var fyrir tiltekin viðskipti milli innlendra og erlendra aðila sem væru gerð upp í krónum. Á því voru reyndar gerðar nokkrar veigamiklar undantekningar, einkum í 3. mgr. 2. gr. og víðar í reglunum. 5.2. Það eru vandfundnar skýringar á því af hverju Seðlabankinn taldi sig þess umkominn að gera jafn veigamikla breytingu á reglum um gjaldeyrismál án þess að sækja til þess sérstaka lagastoð. Í því samhengi má nefna að 1. apríl 2009 hafði Seðlabankinn gert tillögu um sér­ staka lagasetningu til að skylda út­ flytjendur að gera reikninga í krónum. Síðan virðist bankinn telja 30. október 2009 að engar auknar heimildir hafi þurft af hálfu löggjafans til setningu nýju reglnanna þótt þær hafi á margan hátt breytt eðli gjaldeyrishaftanna mun meira en breytingin 1. apríl 2009, einkum varðandi krónur í eigu erlendra aðila, og gengið mun lengra en til var stofnað

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.