Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 14
14 lögMannaBlaðið tBl 04/10 1.0. Í KJölfaR BanKaHRunSinS fékk Seðlabanki Íslands heimild til að setja á gjaldeyrishöft. Hér er sýnt fram á að sú heimild getur einungis takmarkað fjármagshreyfingar sem fela í sér útflæði gjaldeyris. af því leiðir að heimildin getur ekki takmarkað: • fjármagnshreyfingar sem fela í sér innflæði á gjaldeyri eða • fjármagnshreyfingar sem fela í sér kaup og sölu innlendra eigna í skiptum fyrir krónur. 1.1. Þrátt fyrir þetta hefur Seðlabanki Íslands leitast við að hneppa fjármagns­ hreyfingar af þessum toga í fjötra. er þar einkum átt við takmarkanir á nýfjárfestingu og takmarkanir á nýtingu erlendra aðila á krónum sem þeir eiga hér lendis (svonefndar aflandskrónur). Á þessari viðleitni bankans eru veruleg vandkvæði en nefna má eftirtalin fjögur atriði sem þau helstu: • Í fyrsta lagi er þetta gert án heimildar í bráðabirgðaákvæðum laga um gjaldeyrismál sem heimila Seðla­ bankanum að setja tímabundnar takmarkanir á gjaldeyrisviðskipti með samþykki ráðherra. • Í öðru lagi er vafasamt að reglur Seðlabankans um gjaldeyrismál geti verið gild refsiheimild þar sem takmarkanir eru á heimild löggjafans til að framselja vald til setningar refsiheimilda til annarra en ráðherra. Sjá 2. gr. og 69. gr. stjórnarskrár. • Í þriðja lagi hefur birting reglna Seðlabankans um gjaldeyrismál lengst af, a.m.k. til 26. október 2010, verið ófullkomin og því verður þeim ekki beitt fyrir þann tíma, sbr. 8. gr. laga um Stjórnartíðindi og lögbirt ingar blað og 29. gr. laga um stjórnarskrá. • Í fjórða lagi hefur Seðlabankinn sett leiðbeiningar án lagaheimildar sem hafa ekki verið birtar með lögform­ legum hætti og sem takmarka ýmis viðskipti umfram það sem leiðir af reglum bankans. Slíkt stenst vitaskuld enga skoðun og er best lýst sem markleysu. Hér verður nánari grein gerð fyrir þessu auk þess sem bent verður á ýmsa ágalla á reglusetningu Seðlabankans. innstreymi gjaldeyris heimilt 2.0. með lögum nr. 134/2008 var bætt við lög um gjaldeyrismál 87/1992 bráðabirgðaákvæði sem heimilaði Seðlabanka Íslands að gefa út reglur, að fengnu samþykki ráðherra, sem takmarka eða stöðva tímabundið tiltekna „flokka fjármagnshreyfinga og gjaldeyrisviðskipti sem þeim tengjast“ ef slíkar hreyfingar fjármagns til og frá landinu valda að mati Seðlabankans „alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis­ og peningamálum“. Á grundvelli þessa ákvæðis voru settar reglur um það sem í daglegu tali er nefnt gjaldeyrishöftin. 2.1. Það liggur fyrir að markmið laganna var að hefta streymi gjaldeyris út úr íslenska efnahagskerfinu. Í frumvarpi til laganna kom t.d. fram að ákvæðið var sett til að sporna við „fjármagnsflæði úr landi“. Þetta var sagður liður í áætlun stjórnvalda til alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem fól í sér að beitt væri „tímabundnum takmörkunum á gjaldeyrisviðskipti vegna fjármagnsviðskipta“ en það væri einmitt efni frumvarpsins. Síðan sagði í greinargerð um bráðabirgðaákvæðið að heimilt væri að beita ákvæðinu ef líkur væru á að neyðarástand kynni að skapast „vegna mikils útflæðis á gjaldeyri“. 2.2. markmiðið var þannig greinilega ekki að hefta streymi gjaldeyris inn í landið eða viðskipti innan lands. ferlið við setningu laganna styður það enn frekar. má þar nefna að efnahags­ og viðskiptanefnd gerði tillögu til breytinga á ákvæðinu, eins og það var upphaflega lagt fyrir, til að tryggja að bráða birgða­ ákvæðið myndi ganga framar ákvæði 9. gr. laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri sem heimilar erlendum aðilum sem hafa fjárfest hér á landi að selja eignir sínar og kaupa gjaldeyri fyrir andvirðið. efnahags­ og viðskiptanefnd taldi hins vegar enga ástæðu til að kveða á um að bráða birgðaákvæðið gengi framar ákvæði 8. gr. laga um fjárfestingu erlendra aðila sem heimilar erlendum aðilum að koma með gjaldeyri til landsins í þágu fjárfestingar. af þessu má ljóslega draga þá ályktun að ekkert í bráða­ birgðaákvæðinu hafi átt að hindra innflæði gjaldeyris. 2.3. Rétt er að taka fram, að í laga­ framkvæmdinni hefur verið talin sérstök ástæða til að horfa til markmiðs löggjafar sem veitir stjórnvöldum matskenndar reglusetningarheimildir. Það á sérstaklega við þegar slíkt leiðir til þrengingar á seðlabanki íslands leggur á fjötra án heimilda reiMAr PétUrsson Hrl., ll.M., esq. Aðsent efni

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.