Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 17
lögMannaBlaðið tBl 04/10 17 Aðsent efni af lög gjaf anum í upphafi. Þetta er óskiljanlegt. 5.3. nýju takmarkanirnar í reglum frá 30. október 2009 skortir lagastoð, enda takmarkar bráðabirgðaákvæðið í lögunum ekki viðskipti hér á landi innan íslenska efnahagskerfisins þótt erlendir aðilar eigi þar hlut að máli. Það er erfitt að skilja af hverju stefnubreyting á borð við þessa hafi verið tekin án þess að frumvarp til breytinga á lögum hafi verið lagt fram á alþingi. málið varðar gríðarlega fjár­ hagslega hagsmuni og lagaramminn sem var fyrir hendi var ljóslega ekki sniðinn með þetta í huga. Það er með eindæmum að opinberir embættismenn telji sig hafa umboð til breytinga af þessum toga. 5.4. Hér skal einnig nefnt að í þeim texta reglna Seðlabanka Íslands sem var birtur í B­deild Stjórnartíðinda kom hvergi fram að bankinn hafi fengið „samþykki efnahags­ og viðskiptaráð herra“ fyrir setningu reglnanna eins og bráðabirgða­ ákvæðið þó áskilur. Úr því varð ekki bætt fyrr en með auglýsingu 26. október 2010 nr. 843/2010 þótt texti samþykkisins hafi reyndar ekki verið birtur. nú má vera að slíkt samþykki hafi legið fyrir einhvers staðar í tilviki fyrri reglnanna. Hins vegar má draga verulega í efa að slíkt samþykki geti verið bindandi að landslögum meðan það er óbirt. Sjá hér 8. gr. laga um Stjórnartíðindi og lög­ birtingarblað og 27. gr. stjórnar skrárinnar. af þessum sökum má efast verulega um gildi allra reglna Seðla bankans um gjaldeyrismál fram til 26. október 2010. Í öllu falli er ljóst að á þeim verða tæpast byggðar refsingar. 5.5. með þessum gagnrýnisverða hætti voru aflandskrónur svonefndar (sem eru í raun ekkert annað en venjulegar krónur varslaðar af erlendum aðilum) útilokaðar frá margvíslegum viðskiptum án lagaheimildar. 5.6. loks verður ekki komist hjá því að nefna að reglur Seðlabankans um gjaldeyrismál eru illa læsilegar. Þannig getur lesandinn, eftir því hvernig hann er stemmdur þann daginn, ýmist lesið reglurnar þannig að allt sé heimilt eða allt sé bannað. Því miður bendir margt til þess að starfsmenn Seðlabankans séu fremur á því að allt sé bannað. Það ber vott um skilningsleysi á þeirri gildu reglu að íþyngjandi reglur eigi að lesa borgunum í hag. 5.7. Seðlabankinn hefur leitast við að bæta úr þeim vanda, að reglurnar eru óskiljanlegar, með því að gefa út svonefndar „leiðbeiningar“ við reglur um gjaldeyrismál. Þá eru leiðbeiningarnar settar án allrar lagaheimildar, en eina heimild Seðlabankans til setningar leiðbeininga er í 2. mgr. 8. gr. laga um gjaldeyrismál sem á ljóslega ekki við hér. Þar fyrir utan hafa leiðbeiningarnar ekki verið birtar í Stjórnartíðindum. Þær hafa því ekkert gildi, a.m.k. ekki ef þær takmarka heimildir sem borgararnir hafa samkvæmt reglum um gjaldeyrismál. fyrst þegar slíkar leiðbeiningar voru gefnar út var það án lagaheimildar og þær því marklausar per se. 5.8. Í umræddum leiðbeiningum hefur hins vegar Seðlabankinn leitast við að takmarka ýmsar viðskiptaheimildir sem þó er að finna í reglunum. Sem dæmi má nefna að Seðlabankinn ákvað að gefa út leiðbeiningar þann 14. ágúst 2010 sem þrengja verulega heimildir til viðskipta í 3. mgr. 2. gr. reglna um gjaldeyrismál. Í þeim leiðbeiningum var ákveðið að einu eignirnar sem unnt væri að kaupa fyrir aflandskrónur væru tiltölulega þröngt skilgreindir flokkar markaðsskuldabréfa. með þessu eru settar takmarkanir á viðskipti með leiðbeiningum sem eru ekki einu sinni birtar í Stjórnartíðindum og styðjast ekki við neinn lagabókstaf. Þetta stenst að sjálfsögðu enga skoðun. 5.9. Samkvæmt því sem hér er rakið eru mikil óefni uppi í gjaldeyrismálum þjóðarinnar. Stjórnvaldsfyrirmæli eru gerð án lagaheimilda, áskilin samþykki liggja óbirt (ef þau liggja fyrir) og á meðan eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir undir. Ríkisstjórn og alþingi verða að láta málið til sín taka. Við vinnum aðeins fyrir sjóðfélaga Eingöngu sjóðfélagar í stjórn Sjóðfélagar kjósa stjórnarmenn Betri barnalífeyrir Skráðu þig á www.almenni.is Verið velkomin í Borgartún 25 sími 510 2500 – www.almenni.is Verið velkomin í Borgartún 25 sími 510 2500 – www.almenni.is Verið velkomin í Borgartún 25 sími 510 2500 – www.almenni.is Verið velkomin í Borgartún 25 sími 510 2500 – www.almenni.is Verið velkomin í Borgartún 25 sími 510 2500 – www.almenni.is Lán til sjóðfélaga

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.