Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 6
6 lögMannaBlaðið tBl 04/10 uM síðustu áraMót flutti norræna sakfræðiráðið (nordisk samarbejdsråd for kriminologi, nsfk) aðsetur sitt til íslands. nsfk var stofnað árið 1962 og er markmið þess að efla norrænar rannsóknir á sviði afbrotafræði, refsiréttar og skyldra greina sem og að veita stjórnvöldum á norðurlöndum upplýsingar til að byggja á stefnu í löggjöf og afbrotavörnum. nSfK flytur aðsetur sitt á milli aðildar­ ríkjanna á þriggja ára fresti. Ragnheiður Bragadóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, er annar Íslendingurinn sem veitir ráðinu forstöðu en Hildigunnur Ólafsdóttir afbrota fræðingur veitti því forstöðu 1995­1997. að sögn Ragnheiðar eru norrænir fræðimenn í refsirétti og afbrotafræði í miklu samstarfi en nSfK veitir meðal annars styrki til rannsókna og stendur einnig sjálft fyrir rannsóknum: „nú eru starfandi sérfræðingahópar um ýmis rannsóknarverkefni, m.a. efnahags­ brot og skipulagða brotastarfsemi, spillingu, umhverfisbrot, meðferð og úrræði fyrir brotamenn eftir að fang­ elsisvist lýkur og áhrif kreppu á samfélög á mismunandi tímum. fræðimenn frá öllum norðurlöndunum taka þátt í þessum verkefnum. auk þess stendur nSfK fyrir ráðstefnum til skiptis í aðildarlöndunum sem hafa það markmið að koma á tengslum milli fræðimanna og þeirra sem vinna í réttarkerfinu. Ráðið gefur út erindi frá öllum ráð­ stefnum sem það stendur fyrir og skýrslur um niðurstöður rannsóknarhópa. einnig gefur það út tímaritið Journal of Scandinavian Studies in Criminology and Crime Prevention, þar sem birtar eru norrænar fræðiritgerðir á ensku og loks fréttabréfið nordisk Kriminologi, sem kemur út mánaðarlega, en þar eru m.a. upplýsingar um nýja löggjöf, rannsóknir og útgáfur. Þá heldur ráðið nú úti öflugri heimasíðu: www.nsfk. org. Þar er gríðarlega mikið af heimildum sem lögfræðingar og allir þeir sem starfa á þessum vettvangi geta nýtt sér.“ hve margir sitja í ráðinu? „Það eiga 15 fulltrúar sæti í ráðinu, þrír frá hverju landi en þar af eru tveir fræðimenn og einn frá dómsmálaráðuneyti hvers lands. Ráðið var stofnað af dóms­ málaráðuneytum danmerkur, finnlands, Íslands, noregs og Svíþjóðar árið 1962. fulltrúar Íslands nú eru Helgi Gunn­ laugsson, prófessor í félags­ og mann­ vísindadeild Háskóla Íslands, og Kristrún Kristinsdóttir, skrifstofustjóri í dómsmála­ og mannréttindaráðuneytinu, auk mín. Síðan höfum við einn starfsmann í hverju landi, auk Grænlands, sem við köllum “kontaktsekretær”. Þeir eru tengiliðir landanna við skrifstofu ráðsins milli ráðsfunda. Skrifstofa ráðsins hefur aðsetur í því landi sem formaðurinn kemur frá. Hún er nú á 3. hæð í lögbergi og skrifstofustjóri er Íris Björg Kristjáns­ dóttir, mannfræðingur.“ ávinningur ómetanlegur Með hvaða hætti hefur starfsemi norræna sakfræðiráðsins þýðingu fyrir íslenskan refsirétt? „fræðasamfélagið hér á Íslandi er mjög fámennt og því er samstarf við erlenda kollega grundvallaratriði. Íslensk lögfræði byggir á sama grunni og réttur hinna norðurlandaþjóðanna og þetta eru þær þjóðir sem eru líkastar okkur. norræn samvinna í refsirétti og afbrota­ fræði er mjög mikil og við njótum góðs af því öfluga rannsóknarstarfi sem unnið er á norðurlöndum með þátttöku okkar í nSfK. Sem dæmi má nefna að nú í haust voru kynntar niðurstöður rann­ sóknar sem gerð var í öllum löndunum á afstöðu almennings til refsinga. niðurstaðan þar er m.a. sú að fólk telur refsingar vera vægari en þær eru í raun og einnig að þær refsingar sem fólk telur eðlilegar fyrir einstök brot eru vægari en dæmdar refsingar raunverulega eru. Þetta eru mjög merkar niðurstöður og ekki í samræmi við það sem oft er norrænar rannsóknir í afbrotafræði hafa mikla þýðingu fyrir ísland rAGnHeiðUr BrAGAdóttir Prófessor UMfjöllUn

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.