Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 23
fréttir frÁ félAGsdeild nýtt þátttökumet á námskeiðum löGmannafélaG ÍSlandS heldur árlega 20­25 námskeið fyrir félagsmenn sína. Stjórn námssjóðs ákveður hvaða námskeið eru haldin hverju sinni en dagleg verkstjórn er í höndum starfsmanns félagsdeildar. Árið 2010 sóttu 393 þátttakendur námskeiðin sem er nýtt þátttökumet en alls eru félagsmenn lmfÍ um 870. námskeið haustannar fóru seint af stað að þessu sinni. alls voru auglýst níu námskeið en eitt var fellt niður vegna dræmrar þátttöku. Síðustu ár hefur námskeið um skipti þrotabúa verið haldið reglulega og að þessu sinni eru tæplega 40 þátttakendur. Svipuð þátttaka var á námskeiði um árangursríkan málflutning þar sem Sigurður tómas magnússon, ingveldur einarsdóttir og Gestur Jónsson miðluðu af reynslu sinni úr réttarsalnum. heimasíða og félagatal Heimasíða félagsins er mikið notuð af almenningi sem leitar sér lögmanns­ aðstoðar og er hlutverk hennar marg­ þætt. Í fyrsta lagi koma nöfn allra starfandi lögmanna fram á leitarvélum í gegnum síðuna en ekki einungis þeirra sem eru með eigin heimasíður. Í öðru lagi auðveldar lögmannalistinn á heimasíðunni leit almennings að lögmanni eftir málaflokkum en lögmenn þurfa að skrá sig sérstaklega á hann. Kostnaður við hvern skráðan yfirflokk er kr. 1200,­ á ári fyrir meðlimi félagsdeildar, en kr. 1600,­ fyrir aðra lögmenn, svo ódýrari auglýsingu á þjónustu lögmanna er vart hægt að fá. Í þriðja lagi eru dómstólarnir tengdir við félagatal lmfÍ með rafrænum hætti þannig að dómarar sækja þangað upplýsingar um lögmenn sem eru með virk réttindi. Því skiptir miklu máli að allar upplýsingar í félagatali, s.s. símanúmer og netföng séu rétt. nýjar bækur á bókasafn erlendar bækur hafa ekki verið keyptar inn á bókasafn lmfÍ frá árinu 2008 vegna óhagstæðs gengis en nú hefur verið gerð bragarbót á. Á öðrum stað hér í blaðinu er listi yfir á sjötta tug nýrra erlendra bóka sem safnið hefur nú keypt inn en til stendur að gera aðra stóra pöntun á vorönn. félagsmenn eru hvattir til að nýta sér aðstöðu bókasafnsins. Þeir geta m.a. fengið aðgang um helgar til að stunda fræðin en öðrum, lögfræðingum og laganemum, er velkomið að nota safnið á opnunartíma skrifstofu. félagsdeild óskar lögmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Eyrún Ingadóttir Ár Fjöldi þátttakenda 2006 158 2007 203 2008 222 2009 348 2010 354 Rannsókn á misferli Fjársvik og misferli af ýmsum toga er oft fylgifiskur breytilegs viðskiptaumhverfis og er ógn við heilbrigð- an fyrirtækjarekstur. KPMG aðstoðar skiptastjóra og lögmenn við rannsókn á meintu misferli. Nánari upplýsingar veitir: Helga Harðardóttir s. 545 6204, hhardardottir@kpmg.is kpmg.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.