Lögmannablaðið - 01.03.2010, Page 31

Lögmannablaðið - 01.03.2010, Page 31
LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2010 > 31 og meðalstórra þrotabúa, einkum nú eftir hrun. Að síðustu var því velt upp hvort fyrirtækjamenning væri það karllæg að konum liði ekki eins vel á vinnustaðnum og vænta mætti. Engum blöðum er um það að fletta að lögmannastéttin hefur til skamms tíma talist meðal helstu karlastétta samfélagsins. Ljóst er þó að miklar breytingar hafa átt sér stað í stéttinni frá því t.d. að frumkvöðlarnir Auður Þorbergsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Guðrún Erlendsdóttir voru að stíga sín fyrstu spor í lögmennsku á Íslandi en þær voru heiðraðar á eftirminnilegum fundi FKL 16. mars 2007 og sögðu af því tilefni frá reynslu sinni úr starfi. Þörf rannsókna á eðli, aðstöðu og þróun vinnuumhverfis Af þeirri umræðu sem fram fór á fundinum má ráða að fjölda spurninga er enn ósvarað og væri verðugt að athuga til dæmis ástæður þess að aukning útskrifaðra kvenna úr lagadeildum háskólanna skili sér ekki betur í raðir félagsmanna LMFÍ. Hér þarf að kanna hvort kerfislægar ástæður hafi áhrif eins og tiltekin viðhorf innan stéttarinnar eða starfsmenning fyrirtækjanna. Bandarískar kannanir hafa sýnt að á vinnustöðum þar sem karlar eru í meirihluta hafa konurnar kvartað yfir því að erfitt sé að koma til móts við ríkjandi hæfiskröfur þar sem mismunandi kröfur séu gerðar til kynjanna og minna svigrúm sé fyrir konurnar til að misstíga sig. Skoða verður hvort möguleikar kvenna í lögmennsku til frama innan síns starfssviðs og vinnustaðar ákvarðist af hæfni þeirra eða öðrum gildum svo og hvort og hvernig aðrar stofnanir samfélagins hafi áhrif á starfsumhverfið. Við nýlegri fyrirspurn á Alþingi kemur til dæmis fram að ekki var farið að jafnréttislögum við skipun skilanefnda Landsbankans, Glitnis og Kaupþings banka af hálfu ríkisvaldsins og Fjármálaeftirlitsins og látið hjá líða að beina þeim tilmælum til þeirra aðila sem nefndirnar skipa að fara að jafnréttislögum við skipan í stjórnir fyrirtækja og dótturfyritækja. Skoða verður hvort tryggt sé að kynin sitji við sama borð við úthlutun þrotabúa eða hvort önnur sjónarmið ráði úthlutun þeirra. Athuga þarf hvort takmörkun gjafsóknar eða lækkun þóknunar til verjenda- og réttargæslumanna komi mismunandi við starfandi lögmenn eftir kynferði og hvort kyn lögmanns hafi áhrif á ákvörðun dómara um þóknun til þeirra. Skortur á faglegum rannsóknum kemur í veg fyrir að unnt sé að svara þeim spurningum sem hér hefur verið varpað fram með nægilegri vissu. Margir hafa haldið því fram að konur séu almennt vannýtt auðlind í íslensku samfélagi. Á sama tíma hefur verið viðurkennt að bestu stjórnirnar samanstanda af báðum kynjum; - konur sjái hlutina öðruvísi en karlar og þær standi fyrir öðrum gildum en þeir. Katrín Theodórsdóttir formaður Félags kvenna í lögmennsku. F.v. Helga Leifsdóttir, guðlaug b. ólafsdóttir, bjarnveig Eiríksdóttir, ingibjörg bjarnardóttir, Helga maría Pálsdóttir, ingibjörg björnsdóttir, Þyrí Halla Steingrímsdóttir, Þorbjörg inga jónsdóttir, berglind Svavarsdóttir, Vigdís ósk Sveinsdóttir, margrét gunnlaugsdóttir, Katrín theodórsdóttir, Hildur Friðleifsdóttir og ...??? Hafdís jónsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnurekstri, fjallaði um konur í stjórnum fyrirtækja og mikilvægi þess fyrir fyrirtæki og samfélagið að einsleitni í stjórnum líði undir lok.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.