Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 9

Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 9
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/14 9 UMFJÖLLUN Ósanngjarnt að sifjamálin séu undanskilin Þau mál sem undanskilin eru í réttaraðstoðar­ og málskostnaðar­ tryggingu varða skilnað og sambúðarslit, forræði barna og umgengnisrétt. Þá eru sakamál undanþegin, mál sem eru í tengslum við atvinnu og sem varða fjárhagslegar ráðstafanir sem eru óvenjulegar eða óvenju umfangsmiklar fyrir einstakling. Einnig mál þar sem vátryggður gengur í ábyrgð fyrir aðra, mál sem varða skaðabætur eða aðrar kröfur vegna saknæms brots, innheimtumál gegn vátryggðum þar sem krafa er óumdeild og ef ekki eru fyrir hendi réttmætir hagsmunir af því að fá dóm í málinu. Þyrí Steingrímsdóttir hrl., sem mikið sinnir sifjamálum, segir það verulega ósanngjarnt að þau mál séu undanskilin í málskostnaðartryggingunni: „Ég hef aldrei skilið hvaða eðlismunur er á sifjamálum og öðrum málum hvað þetta varðar. Skilmálar málskostnaðartrygginga eru venjulega alveg skýrir með það að tryggingarnar taka ekki til máls­ meðferðar hjá stjórnsýslunni heldur bara hjá dómstólum. Ég gæti alveg fellt mig við það í sifjamálunum en ég hef aldrei skilið hvaða rök standa til þess að undanskilja heilan málaflokk úr málskostnaðartryggingu,“ sagði hún. Þyrí sagði ennfremur að á ráðstefnu um gjafsóknarmál, sem haldin var í Reykjavík nýlega, hafi lögmenn frá Norðurlöndum talað á þann veg að málskostnaðartryggingar væru algengari og „sterkari“ en hér þekkist: „Finnski lögmaðurinn sagði að yfir 80% einstaklinga í Finnlandi væru með slíka tryggingu og að það væri skilyrði fyrir veitingu gjafsóknarleyfis þar í landi að búið væri að ganga úr skugga um að viðkomandi gæti ekki fengið greitt úr sinni tryggingu. Þetta er umhugsunarvert.“ Í lokin Málskostnaðartryggingar skipta oft sköpum fyrir einstaklinga sem ná þurfa fram rétti sínum fyrir dómstólum og það er mikilvægt að lögmenn sem og almenningur séu meðvitaðir um tilvist slíkra trygginga. Þá eru skilmálar málskostnaðartrygginga keimlíkir milli tryggingarfélaganna og frekar mismunur á tryggingavernd eftir flokkum en félögum. Eyrún Ingadóttir Ásbjörn Jónsson hrl. Jón Eysteinsson hrl. Unnar Steinn Bjarndal hdl. Garðar K. Vilhjálmsson hdl. Snorri Snorrason hdl. Ásta Björk Eiríksdóttir hdl. Theodór Kjartansson hdl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.