Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Blaðsíða 8
Lét sig hverfa og fLúði tiL ísLands 8 Fréttir 15. október 2012 Mánudagur R úmenskur viðskiptajöfur að nafni Cristian Sima lét sig hverfa í byrjun október og hafði með sér gífurlegar fjár- hæðir í eigu viðskiptavina sinna. Ekkert spurðist til Sima í tæpar tvær vikur þar til rúmenskir fjölmiðl- ar greindu frá því um helgina að hann væri í felum á Íslandi og hefðist við í leiguíbúð í Reykjavík. Málið hefur vakið mikla hneykslan og er sagt áfall fyrir rúmenskt viðskiptalíf. Sima er einn þekktasti viðskipta mógúll Rúm- eníu auk þess að vera forseti næst- stærstu kauphallar landsins, Sibex, sem sérhæfir sig í afleiðuviðskiptum. Hann er sagður hafa haft milljónir evra af viðskiptavinum sínum í gegn- um félagið WBS Holding sem skrásett er á Bresku Jómfrúreyjum. Óttast valdamikla viðskiptavini „Þeir kúnnar sem ég starfaði fyrir voru mjög voldugir, þess vegna er ég hræddur um líf mitt,“ sagði Sima þegar hann tjáði sig loks við rúm- enska fjölmiðla á föstudaginn. Í við- tali við fréttamiðilinn Realitatea sagð ist Sima hafa yfirgefið Rúmeníu vegna ótta við valdamikla og óþolin- móða viðskiptavini. Þá vísaði hann á bug ásökunum um að hann hefði stolið fé viðskiptafélaga sinna og sagði það hafa glatast vegna slæmra fjárfestinga. „Eins og ég hef áður sagt, þá tap- aði ég öllum peningunum. Ég tók enga peninga með mér þegar ég fór frá Rúmeníu og ég á enga peninga í felum. Þær eignir sem ég á eru eign- ir sem eru uppgefnar til skatts. Aðrar upplýsingar eru rangar og búnar til af fjölmiðlum. Ég þurfti að fara úr landi vegna kvíða út af því sem á undan hafði gengið. Ég hef tapað tveim- ur milljónum evra og tveimur millj- ónum dollara vegna slæmra fjár- festinga. Ég er hræddur um líf mitt.“ Öruggari á Íslandi „Ég er hræddur af því að þegar þú tapar peningum þeirra sem þú starfar fyrir þá vilja þeir hefnd. Ég tapaði peningunum. Ég fjár- festi glannalega, eftir eigin höfði, ég reyndi dag eftir dag að bjarga því sem hægt var að bjarga, en það gekk ekki,“ segir Sima sem kýs að dveljast á Íslandi öryggis síns vegna. Í landi eins og Íslandi sé mun erfiðara að komast upp með glæpi en í Rúmeníu og því hyggist hann vera hér um tíma. „Landið er svo lítið að það er minni áhætta fyr- ir mig að vera hér en í Rúmeníu. Ég er öruggur hér.“ Áður en Sima kom til Íslands varði hann nokkrum tíma í Sviss. „Ég gat verið í Sviss en heimilis- fang mitt þar er öllum kunnugt. Ég er viss um að ef þeir vilja finna mig þá munu þeir gera það, en ég er ör- uggari á Íslandi en í Rúmeníu.“ Fyrrum fjármálaráðherra hlunnfarinn Margir áberandi einstaklingar úr stjórnmála- og viðskiptalífi Rúm- eníu voru í samstarfi við Sima í WBS Holding. Einn þeirra, Daniel Dãianu, er fyrrum fjármálaráðherra Rúmeníu og hefur setið á Evrópu- þinginu frá árinu 2007 fyrir hönd Frjálslynda þjóðarflokks Rúmeníu. Dãianu staðfesti á laugardaginn að hann hefði tapað umtalsverð- um fjárhæðum fyrir tilstilli Cristian Sima. Hann setti fjármagn inn í fé- lagið og það sama gildir um nokkra aðra þjóðþekkta Rúmena. Dãianu hefur hvatt Sima til að snúa aftur til Rúmeníu. Reiðarslag fyrir Rúmena Fréttirnar af flótta Sima eru mikið reiðarslag fyrir rúmenskt viðskipta- líf. „Það eru tvær mögulegar út- skýringar á framferði Sima: Annað hvort að hann hafi einfaldlega tap- að peningum viðskiptafélaga sinna og flúið eða að hann hafi hreinlega tekið peninga þeirra og hlaupist á brott. En báðar skýringarnar eru slæmar fyrir fjármálamarkað Rúm- eníu, þar sem traust er einn mikil- vægasti þátturinn sem fjárfestar líta til,“ segir rúmenski fjármálasér- fræðingurinn Cristian Barsan við vefmiðilinn Balkan Insight. Barsan segir hlutabréfamarkað landsins ekki sérlega burðugan en á síðasta ári var nokkur lækkun á verði rúmenskra hlutabréfa. Ríkis- stjórn landsins hugðist selja hlut í fyrirtækjum í orku- og samgöngu- geiranum í kauphöllinni en þau áform hafa nú verið sett á ís um óákveðinn tíma. Rúmenska lögreglan hefur hafist handa við rannsókn málsins. Ekki fengust upplýsingar frá alþjóða- deild ríkislögreglustjóra um það hvort leitað hefði verið til íslensku lögreglunnar. n n Rúmenskur viðskiptajöfur er á flótta n Felur sig í leiguíbúð í Reykjavík„Þeir kúnnar sem ég starfaði fyrir voru mjög vold- ugir, þess vegna er ég hræddur um líf mitt Fjárglæframaður í felum Einn þekktasti viðskiptajöfur Rúmeníu, Cristian Sima, yfirgaf landið skyndilega í byrjun október. Að hans eigin sögn var það vegna ótta við valdamikla og óþolinmóða viðskiptavini. Auglýst eftir íbúð í Reykjavík Þann 5. október síðastliðinn birtist aug lýs ing í nafni Cristian Sima á vefnum Sublet.com þar sem óskað var eftir leigu- íbúð í Reykjavík og bíl í að minnsta kosti þrjá mánuði. Orðrétt stóð í auglýsingunni: „Ég er fyrrum verðbréfasali, 51 árs gamall og vil leigja íbúð og bíl í að minnsta kosti þrjá mánuði. Ég er staddur í Reykjavík núna svo þið getið haft samband við mig ef þið viljið sýna mér íbúð.“ Þetta er merkilegt í ljósi þess að það var ekki fyrr en viku síðar sem rúmenskir fjölmiðlar komust á snoðir um að Cristian Sima væri staddur í Reykjavík og hefði leigt sér íbúð. DV getur þó ekki staðfest að auglýsingin sé komin frá Sima í raun og veru. Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is Evrópuþingmaður svikinn Daniel Dãianu, fyrrum fjármálaráðherra Rúmeníu, er einn þeirra sem tapað hefur háum fjár- hæðum fyrir tilstilli Cristian Sima.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.