Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Blaðsíða 23
Lífsstíll 23Mánudagur 15. október 2012 Verndandi vinabönd Október er bleikur mánuður og af því tilefni hefur listakon- an Hildur Hafstein hannað þessi fall egu vinabönd til sölu til styrkt- ar Krabbameinsfélaginu og bar- áttunni við brjóstakrabbamein. Böndin eru úr ítölskum ónyx, silfri og silfurhúðuðum málmi, bundin upp á bleikan þráð. Ítalskur ónyx á að veita vernd og jákvæðni. Vina- böndin eru til sölu á vinnustofu Hildar, Laugavegi 20, Klapparstígs megin. Verðið er 5.000 krónur. Gagnsætt og kynþokkafullt Glærar kápur og fylgihlutir úr PVC eru meðal heitustu tísku- strauma haustsins. Á pöllunum þóttu kápur Emilio Pucci sérlega glæsilegar með hvítum út- saumi. Hjá Pazzarro sáust glærar og kvenlegar útgáfur af hinni klassísku „trench“-kápu og Betsey Johnson hefur sent frá sér stutta plastjakka úr bleiklituðu efni og liturinn minnir á bleikar tyggjó- kúlur. Þá hafa tísku- hús Burberry, Chanel og Furla öll stokkið á vagninn og sent frá sér flíkur og fylgihluti úr glæru PVC-efni. n Varaðu þig á megrunarfæðinu n Leiðindi og stress halda þér feitri/feitum Þú borðar of mikið af hollustusnarli Hnetur, heilhveitipasta, ólífuolía og dökkt súkkulaði eru náttúrulegt og heilsusamlegt snarl. En mjög hita- einingaríkt. Það þarf því að varast að borða óhóflega mikið af þessari fæðu ef þú ætlar þér að léttast. Full skál af hnetusnarli er til dæmis óhóf. Þú borðar ekki morgunmat Að sleppa morgunmatnum er alltaf slæm hugmynd. Líkaminn bregst við með því að ríghalda í fitu- forðann og bæta á hann. Þú borðar of stóra skammta Borðaðu þar til þú ert orðinn södd/ saddur. Lærðu á líkamann og nærðu hann. Skammtaðu þér minna á diskinn og fáðu þér aðeins meira ef hungrið sverfur enn að. Þú borðar standandi Ekki borða standandi við ís- skápinn eða á ferð, í bílnum eða á ferð og flugi í hádeginu. Best er að taka sér góðan tíma til málsverðar og hafa það huggulegt á meðan. Þú sefur ekki nóg Að taka sér tíma til líkamsræktar merkir stundum að þú færð minni tíma til svefns. En það er hins vegar afar mikilvægt að fá nægan svefn ef markmiðið er að grennast sér til heilsuauka. Það þarf orku í ræktina og vanti svefninn þá vill líkaminn gjarnan krefjast orkutapsins í gegn- um aukna inntöku á hitaeiningum og eykur hormónaframleiðslu sína. Þú misskilur merkingar Það margborgar sig að fara varlega í neyslu fæðu sem er aug- lýst sem fitulaus. Hún inniheldur oft þeim mun meira af sykri eða auka- efnum sem leiða til þyngdaraukn- ingar. Er ísinn fitulaus? En hvað inni- heldur hann mikið af sykri? Skoð- aðu vel allar merkingar. Þá er það svo að margir vilja neyta fæðis sem inniheldur lítið magn sykurs og fitu í mjög miklu magni sem leiðir einnig til þyngdaraukningar. Þú borðar ekki nógu mikið grænmeti Að borða fimm til sjö skammta af ávöxtum og grænmeti á dag er mjög mikilvægt fyrir alla, en þeir sem eru í megrun ættu að hafa í huga að borða minna af ávöxtum en meira af grænmeti. Þeir sem bæta heilsu sína og borða mikið af grænmeti eru lík- legri til að grennast hraðar og halda þyngdinni og betri heilsu lengur. Þú reynir ekki nógu mikið á þig Þér finnst ef til vill nóg að ganga í vinnuna eða fara út að ganga með hundinn. Það kostar mun meiri átök að bæta heilsuna og laga línurnar. Það þarf að minnsta kosti 30 mínútna hreyfingu á dag og hjartað þarf að slá hraðar. Farðu í spinning, fjallgöngur eða lyftu lóðum. Þú ert ekki hætt/ur að drekka gos Gos inniheldur enga næringu og það að halda áfram að drekka gos í heilsuátaki vinnur beinlínis gegn þér. Jafnvel þó þú drekkir sykur- snauða drykki. Enda sýna rannsókn- ir að þeir sem drekka tvö eða fleiri glös af sykursnauðu gosi á dag, hafa meira mittismál (50% meira mittis- mál) en þeir sem drekka ekki slíka drykki. Þú átt ekki maka sem styður þig Makinn þinn getur haft mikil áhrif á mataræðið. Jákvæð og neikvæð. Ef makinn vill lítið annað en skyndi- bitafæði og nöldrar reglulega yfir heilsuátakinu þá er líklegt að ár- angurinn verði minni en ella. Fáðu makann með þér í lið. Þú drekkur ekki vatn Vatnsdrykkja stuðlar að þyngdartapi. Drekktu glas af vatni áður en þú borðar máltíð. Borðaðu einnig fæðu sem inniheldur mikið vatn, svo sem grænmeti. Slíkt fæði á að vera meira seðjandi. Lítil rann- sókn gaf til kynna að það að drekka kalt vatn geti hraðað efnaskiptum og minnkað löngun í sætindi. Þér leiðist Streita hefur mikil áhrif á þyngd. Sértu stressuð/ aður þá framleiðir líkaminn meira af horm- ónum sem valda löngun í sykraðan og feit- an mat. Hvíldu þig og skemmtu sér, besta leiðin til þess að losa um streitu er að hreyfa sig og hlæja sig máttlausan með góðum vinum. Þú borðar úti í hádeginu Þeir sem fara út að borða í há- deginu á vinnutíma eru þyngri en aðrir. Þeir eru líklegri til að gera of vel við sig en þeir sem taka með sér hollt að borða í vinnuna. Þú borðar ekki áður en þú ferð í ræktina Ef þú stundar reglulega líkamsrækt án þess að fá þér að borða áður, ertu í slæmum málum. Þegar þú æfir á tóman maga, brennir þú hitaeining- um frá vöðvum en ekki úr fitu. Þú gerir aðeins loftháðar æfingar Ef þú þraukar á hlaupabrettinu en gerir lítið annað þá nærðu ekki góð- um árangri í ræktinni. Lyftu lóðum og finndu muninn. Efnaskiptin taka stökk. Þú gengur í of víðum fötum Víð föt eru þægileg en að ganga í slík- um fatnaði dags daglega getur haft þau sálrænu áhrif að við leyfum okkur meiri munað. Þeir sem vilja ná árangri í rækt- inni ættu að prófa að skella sér í aðsniðinn leikfimigallann fremur en víða heimagall- ann eftir vinnu. n kristjana@dv.is 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 200 hita- einingar Eftirfarandi magn af grænmeti inniheldur 200 hitaeiningar:  n 1 bolli af brokkólí n 1 bolli af blómkáli n 1 bolli af gulrótum n 1 bolli af kúrbít n 1 bolli af agúrku n 1 bolli af spínati n 1 bolli af papriku n 1 bolli af tómötum n 1 stór portobello sveppur sextán stærstu mistökin í megrun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.