Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Blaðsíða 6
Leiddur út 6 Fréttir 15. október 2012 Mánudagur Þ ar síðasta föstudag voru gerð upptæk pókerborð og fleiri munir í Kojack pókerklúbbn- um í Ármúla vegna gruns lögreglu um að þar færi fram ólöglegt fjárhættuspil. Sigurpáll Jó- hannesson, fasteignasali og fyrrum eigandi klúbbsins, var handtekinn í kjölfarið og færður niður á lögreglu- stöð í járnum. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu var Sigurpáll handtekinn vegna framkomu hans við lögreglumenn á staðnum. Lög- fræðingur Sigurpáls segist ekki skilja handtökuna. Rak staðinn fyrir þrotabúið Staðurinn sem um ræðir heitir Kojack og var til húsa í Ármúla fyrir ofan Vitaborgara, en þar var einnig rekinn veitingastaður og bar. Lög- reglan lokaði ekki staðnum sjálfum en gerði upptæk pókerborð og fleiri muni tengda pókernum. Sigurpáll átti staðinn þar til hann var tek- inn til gjaldþrotaskipta en rak hann á vegum þrotabúsins þegar lög- reglan ruddist þar inn. Lögfræðistof- an Skuldaskil var með umsjón yfir þrotabúinu en skiptastjórinn, Egg- ert Ólafsson, hafði falið Sigurpáli að reka staðinn. Að sögn skiptastjór- ans, hafði Sigurpáll ætlað að reyna koma staðnum á rétt ról til þess að fá meira upp í kröfur kröfuhafa í þrota- búinu. Skiptastjórinn lét hins vegar loka staðnum eftir að lögregla stöðv- aði það sem hún telur hafa verið ólöglegt fjárhættuspil í gróðaskyni. „Hann átti þetta þegar þetta var úr- skurðað gjaldþrota og það var hann sem ætlaði að ná samningum við kröfuhafana þannig að hann gæti haldið áfram rekstrinum,“ segir Egg- ert. Hann segist ekki hafa vitað af því hvers konar starfsemi ætti sér stað þarna. „Ég vissi að þetta væri spila- klúbbur en ég kom ekki þarna fyrr en seint og síðar meir þegar var ver- ið að láta verðmeta húsmuni þegar ljóst var að þetta gat ekki gengið, að hann væri ekki að ná samning- um. Hann fullyrti að tekjurnar væru af veitingasölu og menn væru bara að spila þarna. Ég var búinn að loka þessu þegar fyrrverandi eigendur komu inn í þetta með honum og þeir ætluðu að reka þetta saman til þess að ná sem bestum samningum við kröfuhafa.“ Kannaðist fyrst ekki við handtökuna Þegar DV hafði samband við Sigur- pál vegna málsins kannaðist hann í fyrstu ekki við að hafa rekið stað- inn né að hafa verið handtekinn og leiddur út í járnum. „Nei, ég er ekki eigandi. Ég var bara þarna að að- stoða,“ sagði hann. Er það rétt að þú hafir verið handtekinn og leiddur út í járnum? „Nei, það eru alls konar sög- ur komnar um þetta. Þetta var í raun- inni ekkert, þeir komu þarna inn og stoppuðu þetta og síðan er staðurinn ennþá opinn sem bar. Þeir tóku ein- hver borð og eitthvað. Þetta var ekk- ert stórmál,“ sagði Sigurpáll. Stuttu seinna hafði þó lögmaður hans, Saga Ýrr Jónsdóttir samband við blaðamann og staðfesti það að hann hefði verið handtekinn umrætt kvöld en taldi það ekki réttmæta að- gerð hjá lögreglu. Sigurpáll hringdi svo í kjölfarið og baðst afsökunar á því að hafa logið að blaðamanni. Málið hefði legið þungt á honum en hann væri ekki maður sem lygi. Pókermótin ekki í hagnaðarskyni „Hann rak staðinn en á hann ekki eftir að hann varð þrotabú,“ segir Saga, lögmaður Sigurpáls. Aðspurð um það hvað hafi gerst umrætt kvöld segir hún: „Ég veit ekki allt sem lög- reglan veit en það sem ég veit er að lögreglan lokaði staðnum af því að það hafði farið fram pókermót þarna. Lögreglan er að skoða það sem meint fjárhættuspil. Staðreyndin er hins vegar sú að þarna er rekinn bar og það hafa verið seldar veitingar þarna líka. Pókermótin hafa ekki ver- ið í hagnaðarskyni. Þetta er í raun bara til að trekkja fólk inn á staðinn. Hagnaðurinn sem kemur inn hefur verið notaður strax aftur í aukavinn- inga og annað. Það eru peningar frá þeim sem taka þátt hverju sinni. Þetta er þannig að þú kaupir þér spilapeninga og það er keppt og svo vinnur einhver pottinn. Peningarn- ir fara allir aftur til keppendanna og staðurinn fær ekki neitt. Það er nátt- úrulega hagnaður fyrir staðinn að fá fólk inn á hann,“ segir Saga. „Ég sé ekki ástæðu til þess að það hefði átt að handtaka hann þetta kvöld. Við vitum alveg að á Íslandi eru margir klúbbar sem eru með póker. Þetta er ekki eins og áður þegar þetta var underground og enginn vissi af tilvist þeirra,“ segir hún. Lögregla telur sig hafa sannanir Lögreglan er ekki á sama máli og tel- ur að starfsemin sem þarna fór fram hafi verið ólögleg. „Við fórum þarna og lögðum hald á spilaborð sem þarna voruð notuð vegna þess að við teljum ólöglegt að hafa þetta á opinberum veitingastað,“ segir Árni Vigfússon hjá Lögreglunni í Reykjavík. Hann segir það hafa legið fyrir í smá tíma að ráðist yrði í þessar aðgerðir á staðnum enda hafi þeir haft grun um það að þarna færi fram ólöglegt fjárhættuspil í hagn- aðarskyni. „Ástæðan fyrir því að verið var að leggja hald á þetta er að þessi starfsemi er ekki samkvæmt lögum. Það er töluverður munur á þessu eða því að þú sért með lokaðan klúbb fyr- ir ákveðna aðila sem vilja koma saman og spila. Þarna er þetta bara opinber veitingastaður,“ segir hann og seg- ir það hafa staðið til um tíma að loka klúbbnum. „Það hefur svo sem ver- ið vitað í svolítinn tíma að þetta færi fram, en þarna var ákveðið að láta slag standa eftir að búið var að fá úrskurð um að fara þarna í þessar aðgerðir.“ Hann segir ekki hafa staðið til að handtaka Sigurpál en það hafi ver- ið gert vegna viðbragða hans við að- gerðum lögreglu. „Hann reyndi að koma í veg fyrir að lögreglumennirnir gætu gert það sem þeir vildu á staðn- um. Það var semsagt ástæðan fyrir því og líka vegna rannsóknar málsins,“ segir hann. Þegar blaðamaður ber undir hann fullyrðingar lögmanns Sigurpáls um að pókermótin hafi ekki verið í hagnaðarskyni þá gefur hann lítið út á það. „Mér kemur það ekk- ert á óvart að hann haldi því fram að hann hagnist ekki á því en við teljum okkur hafa sannanir fyrir því. Það er kannski varla við því að búast að þeir vilji viðurkenna það.“ Rannsókn málsins stendur enn yfir. n „Þetta var ekk ert stórmál Sigurpáll Jóhannesson n Pókerklúbbi lokað með lögregluvaldi n Grunur um ólöglegt fjárhættuspil Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Þetta er ekki eins og áður þegar þetta var under ground og enginn vissi af tilvist þeirra Saga Ýrr Jónsdóttir Pókerklúbburinn Kojack pókerklúbburinn var starfræktur í Ármúla á annarri hæð. Lögreglu grunar að þar hafi verið ólögleg starfsemi en sá sem rak staðinn segir pókerinn ekki hafa verið í gróðaskyni. Mynd SigtRygguR ARi Skilur ekki handtökuna Saga Ýr Jóns- dóttir, lögmaður Sigurpáls, segist ekki skilja handtökuna. Hún segir pókerinn sem spilað- ur var á staðnum ekki hafa verið ólöglegan og Sigurpáll hafi ekki hagnast af honum. í járnu Endurkjörin formaður Anna Stefánsdóttir fyrrverandi hjúkrunarforstjóri Landspítal- ans var endurkjörin formaður Rauða krossins á Íslandi til næstu tveggja ára á framhaldsaðalfundi félagsins sem haldin var í Reykja- vík á laugardag. Ragna Árnadótt- ir, aðstoðarforstjóri Landsvirkj- unar, var kjörin varaformaður til fjögurra ára.  Gunnar Frímannsson, Rauða krossinum á Akureyri, lætur af starfi varaformanns og hætt- ir í stjórn félagsins ásamt Esther Brune, Fáskrúðsfirði, og Sigríði Magnúsdóttir, Þingeyri. Ráðstefna um klám Næstkomandi þriðjudag, 16. október, verður haldin ráðstefna um klám út frá lagalegu og sam- félagslegu sjónarmiði í Háskóla Íslands. Að ráðstefnunni standa innanríkisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og velferðarráðuneytið í samvinnu við lagadeild Háskóla Íslands. Heiti ráðstefnunnar er: Klám: Lög, kynferði, (ó)menning, sjálfs- mynd og nánd. Meginefnið snýst um spurninguna hvert sé hlut- verk löggjafans og stjórnvalda og hvernig skilgreina eigi klám. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra setur ráðstefnuna og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, slítur henni. Skráning fer fram með því að senda póst á netfangið skraning@irr.is og ráðstefnan er öllum opin. Leiðrétting Í úttekt í helgarblaði DV um „hrunverja“ sem sækjast eftir endurkjöri var Mörður Árna- son sagður einn þeirra. Mörð- ur var ranglega flokkaður í úttektinni því hann var ekki í ríkisstjórnarflokki á árunum fyrir hrun, eins og gefið var til kynna. Þá var sagt um Eygló Harðardóttur að hún hefði sest á þing rétt fyrir hrun en rétt er að hún settist á þing rétt eftir hrunið, í nóvember 2008. DV biður þau bæði velvirðingar á rangfærslunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.