Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Blaðsíða 2
Hundruð milljóna skuldir flokkanna 2 Fréttir 15. október 2012 Mánudagur S jálfstæðisflokkurinn hef- ur greitt tvær greiðslur af sjö vegna umdeildra styrkja sem flokkurinn fékk rétt áður en ný lög um fjár- mál stjórnmálaflokka tóku gildi. Upp komst um styrkina árið 2009 og í kjölfarið ákvað flokkurinn að endurgreiða þá, án vaxta og verð- bóta. Styrkgreiðslurnar námu sam- tals 55 milljónum króna og voru frá FL Group, sem í dag heitir Stoðir, og Landsbankanum. Bjarni Benedikts- son, formaður flokksins, sagði í kjöl- far ákvörðunar um að endurgreiða ætti styrkina að þeir yrðu greidd- ir á sjö árum. Fyrsta greiðslan nam tæpum sjö milljónum króna og var greidd 2009. Skilaði tapi á síðasta ári Samkvæmt upplýsingum um fjármál Sjálfstæðisflokksins kemur fram að flokkurinn skilaði tapi á síðasta ári. Tapið nam átta milljónum króna, sem er umtalsvert betri afkoma en árið áður, þegar tap flokksins nam 110 milljónum króna. Eiginfjárstaða flokksins er þó mjög góð miðað við það sem fram kemur í úrdrætti úr reikningum flokksins sem birtur er á vefsíðu Ríkisendurskoðunar. Þar segir að flokkurinn eigi 557 milljón- ir króna í eigið fé, sem er þó talsvert hærra en árið 2010 þegar eigið fé var 466 milljónir. Skuldir flokksins jukust á milli áranna 2010 og 2011, samtals um 21 milljónir króna. Kosningar á næsta leyti Dýrt ár er framundan hjá flokknum en kosningar eru á næsta leyti og er kosningabarátta stjórnmálaflokkum yfirleitt fjárhagslega erfiðar. Ljóst er að lægri styrkir ríkisins til flokks- ins í kjölfar kosninga 2009 og styttri tími en venjulega á milli kosning- anna 2007 og 2009 hefur haft áhrif á flokkinn. Endurgreiðsla 55 milljóna króna styrkja hefur líka að öllum lík- indum slæm áhrif á fjárhagsstöðu flokksins þrátt fyrir að ekki hafi ver- ið gert ráð fyrir nema 7,8 milljóna króna endurgreiðslu á ári að jafnaði. Sama staða er uppi á tengingun- um hjá fleiri flokkum þó þeir hafi ekki þurft að endurgreiða jafn háar fjárhæðir og Sjálfstæðisflokkurinn. Fjárhagsstaða Framsóknarflokks- ins er dökk samkvæmt yfirlitinu hjá Ríkisendurskoðun en flokkurinn skuldar 222 milljónir króna og eigið fé er neikvætt um 76 milljónir. Fjár- hagsstaða flokksins batnaði lítið á milli áranna 2010 og 2011 en styrkir til flokksins lækkuðu einnig. Flokk- urinn skilaði þó tæplega 4,5 millj- óna króna hagnaði árið 2011 sem er viðsnúningur frá árinu á und- an þegar taprekstur var hjá fram- sóknarmönnum. Ríkisstjórnarflokkarnir í plús Bæði Samfylking og Vinstri græn- ir skiluðu hagnaði á síðasta ári. Hagnaður Samfylkingarinnar nam 16 milljónum króna en flokkurinn tapaði sjö milljónum árið áður. Vinstri grænir skiluðu hagnaði af rekstri annað árið í röð og var hagnaðurinn árið 2011 30 milljón- ir króna. Skuldir flokkanna eru þó talsverðar. Eigið fé Vinstri grænna er neikvætt um 10 milljónir króna og skuldirnar 74 milljónir. Samfylk- ingin skuldaði hinsvegar 106 millj- ónir en eigið fé flokksins er jákvætt um 39 milljónir. Samfylkingin fékk hærri styrki en samstarfsflokkurinn en styrkir til flokksins námu samtals 138 milljónum króna. Þar af voru langhæstu styrkirn- ir frá ríkinu. Vinstri grænir fengu hins- vegar 98 milljónir í styrki á síðasta ári, þar af 78 milljónir frá ríkinu. n n Fjórflokkurinn berst við skuldir n Kosningabarátta framundan Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Neikvæður rekstur Sjálfstæðisflokkurinn skuldar hundruð milljóna króna og skilaði tapi á síð- asta ári. Bjarni Benedikts- son er formaður flokksins. MyNd SigtRygguR ARi Eignir og skuldir Hér má sjá yfirlit yfir skuldir og styrki til fjórflokkanna miðað við upplýsingar um fjár- hagsstöðu flokkanna sem skilað var til Ríkisendurskoðunar. 250 m.kr. 200 m.kr. 150 m.kr. 100 m.kr. 50 m.kr. 0 237,9 m.kr. 153,6 m.kr. 222,4 m.kr. 76,7 m.kr. 105,6 m.kr. 138,1 m.kr. 74,1 m.kr. 98,7 m.kr. n Skuldir n Styrkir 400 milljónir frá opinberum aðilum Flokkarnir skulda samtals 467.054.631 krónur miðað við stöðuna eins og hún var í árslok 2011. Ríkið styrkti þá á síðasta ári um 331.531.136 krónur og sveitarfélögin um 35.328.361. Rétt er að taka fram að aðeins er fjallað um stjórnmálaflokka sem eiga bæði fulltrúa á þingi og í sveit- arstjórnum. Það eru Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Framsókn og Vinstri grænir. Réðst á foreldra sína Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var send að heimili í Hlíðahverfi í Reykjavík um klukkan þrjú að- faranótt sunnudags en þar hafði rúmlega tvítugur maður veist að foreldrum sínum. Þegar lögreglu- menn komu á vettvang reyndi hann að berja þá með húsmunum, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar kemur ennfremur fram að þegar verið var að handtaka manninn náði hann að koma höggi í andlit lögreglumanns sem þurfti í kjölfarið að leita sér aðstoð- ar á slysadeild en hann var blóð- ugur og bólginn á eftir. Maðurinn gistir nú fangageymslur lögreglu og verður hann yfirheyrður þegar hann verður í ástandi til þess. Tryggvi tekur slaginn Tryggvi Þór Herbertsson hef- ur staðfest að hann ætli að taka slaginn við Kristján Þór Júlíusson um efsta sætið á lista sjálfstæð- ismanna í Norðausturkjördæmi í prófkjöri sem fram fer í janú- ar. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til fyrsta sætis í NA-kjördæmi í opnu prófkjöri flokksbundinna sjálfstæðismanna sem fara mun fram í janúar næstkomandi,“ seg- ir Tryggvi Þór í tilkynningu sem hann sendi á fjölmiðla. „Frá því að ég settist á þing hef ég verið fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í efnahags- og viðskiptanefnd (áður efnahags- og skattanefnd) og iðnaðarnefnd en sit nú í alls- herjar- og menntamálanefnd. Jafnframt sit ég sem fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í nefnd um gjald- eyrishöft, í veiðigjaldanefnd og nefnd um endurskipulagningu háskólastigsins. Á kjörtímabilinu hef ég látið mig efnahags-, skatta- og atvinnu- mál varða auk málefna sem sér- staklega snerta NA-kjördæmi.“  Slasaðist í Esjunni Maður á fertugsaldri var sóttur í Esjuhlíðar á laugardagskvöld. Björgunarsveitir Slysavarna- félagsins Landsbjargar á höfuð- borgarsvæðinu voru kallaðar út um sex leytið. Samferðamaður mannsins lét vita af þeim, en þeir voru þá staddir austan við hefðbundna gönguleið. Maðurinn hafði fallið og komst ekki sjálfur niður hlíð- ina. Að sögn Landsbjargar virð- ist hann ekki alvarlega slasaður en talið er að hann hafi farið úr axlarlið. Vel gekk að finna mennina, það tók aðeins um hálftíma. Þeir voru hins vegar á erfiðum stað í fjallinu og því ekki hægt að bera þann slas- aða. Hann var því settur á bör- ur og látinn síga niður um tíu metra, þó ekki alveg lóðrétt. Af þessum sökum tók um tvo tíma að flytja manninn að sjúkrabíl, en að sögn Landsbjargar gekk allt vel. Farið var með hann á Landspítalann. 74,1 milljón Flokkur Steingríms skuldar minnst af flokkunum fjórum. 222,4 milljónir Framsóknarflokkurinn er skuldum vafinn. 105,6 milljónir Samfylkingin skuldar helmingi minna en Framsóknarflokkurinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.