Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Blaðsíða 22
„Ég vona bara
að fólk fatti að
þetta var djók“
22 Fólk 15. október 2012 Mánudagur
Tómas fór á flandur
n Sjónvarpshundurinn Tómas endaði á lögreglustöðinni
B
olabíturinn Tómas sem sló
rækilega í gegn í þáttunum
Andri á flandri, fór einsamall
á smá flandur á dögunum og
endaði ferðalagið á lögreglustöðinni
á Suðurnesjum, sem er þó skammt
frá heimahögum hans. Sprellarar
hjá lögreglustjóraembættinu notuðu
tækifærið, tóku mynd af hundinum
við stýrið lögreglubíl og birtu á fés-
bókarsíðu lögreglunnar á Suðurnesj-
um. Vakti myndin að sjálfsögðu mikla
lukku hjá fésbókarvinum lögreglunn-
ar. Tómas hafði heldur ekki mikið á
móti uppátækinu og virðist allur hinn
spenntasti af myndinni að dæma.
Var það árvökull bæjarbúi í Njarð-
vík sem kom með Tómas á lögreglu-
stöðina því hann taldi hann hafa
strokið að heiman. Svo reyndist þó
ekki vera en eigandi Tómasar skrifaði
ummæli við myndina og sagði hann
hafa verið á ferðinni í þeim tilgangi að
merkja sér staura til að halda bæjar-
rökkunum frá. Eigandinn sagðist jafn-
framt í framtíðinni ætla að hafa betra
auga með honum.
Andri Freyr Viðarsson, umsjónar-
maður þáttanna Andri á flandri, og
Tómas náðu mjög vel saman þegar
þeir ferðuðust saman um landið
á húsbíl við gerð þáttanna. „Ég og
Tómas erum orðnir miklir vinir eftir
ferðalagið. Ég svaf með honum í hús-
bílnum, því ekki gat hann verið einn,“
sagði Andri um félaga sinn í viðtali í
DV á síðasta ári. n
Þ
að er mikilvægt að taka sig
ekki of hátíðlega og geta
brosað yfir hlutunum. En
um leið þarf að taka því
alvarlega sem ber að taka
alvarlega. Sem sagt engar öfgar –
og svo er um að gera að hafa það
svolítið skemmtilegt,“ segir Freyja
Haraldsdóttir sem gerði grín að
sjálfri sér og viðhorfunum í samfé-
laginu í Hraðfréttunum á fimmtu-
daginn.
Freyja ætlar að gefa kost á sér á
lista Bjartrar framtíðar fyrir alþing-
iskosningarnar í vor en í Hraðfrétt-
unum virtist hún hætt við fram-
boðið. „Það gengur ekkert upp
að við séum að fara að fá öll vor-
kunnaratkvæðin út af mér og ekki
hinir. Svo er náttúrulega ekkert að-
gengi þarna upp í pontuna á Al-
þingi. Ég yrði bara að bíða fram á
gangi. Ég vil ekki gera kröfur um að
breyta því. Það er svo dýrt,“ sagði
Freyja í „fréttatímanum“.
Með gríninu segist hún hafa
viljað ögra þeim hefðbundnu
viðhorfum sem eru ríkjandi gagn-
vart fötluðu fólki. „Og um leið gera
grín að mér og mínu hlutverki. Ég
er auðvitað alltaf að æsa mig yfir
hlutunum.“
Freyja segir grín í tengslum við
fatlað fólk, sem og alla aðra, vand-
meðfarið. „Það skiptir rosalega
miklu máli á hvaða forsendum það
er gert. Ég hef engan húmor fyr-
ir því þegar fötlun er notuð sem
niðurlægjandi aðhlátursefni en ég
er mikill aðdáandi þess að nota
húmor til að koma ádeilu til skila.
Og slíkt verður alltaf sterkast þegar
sjálfur hópurinn gerir það.“
Freyja segir brandarana í Hrað-
fréttunum vissulega tekna úr raun-
veruleikanum. „Ég hef ekki komið
inn í alþingishúsið en maður sér
það alveg í sjónvarpinu að þetta
er þröngur salur og það eru tröpp-
ur upp að pontunni auk þess sem
sjálft púltið er svo hátt. Fólk í hjóla-
stól mun hverfa þarna á bak við.
Ég fann líka viðhorfið gagnvart
mér þegar ég bauð mig fram til
stjórnlagaþings. Oft lá það í orðum
og gjörðum fólks að ég væri annað
hvort rosaleg hetja fyrir að leggja
þetta á mig eða hálfgert krútt. Það
virtist koma mörgum á óvart að ég
hefði skoðanir, og hvað þá á öðru
en málefnum fatlaðs fólks. Þótt við
eigum erfitt með að viðurkenna
það eru rótgrónar hugmyndir um
það að fatlað fólk sé ekki hæft til
að láta til sín taka í samfélaginu
og hafa áhrif. Það er frekar gert ráð
fyrir að við séum bara heima að
horfa á sjónvarpið allan daginn.
Fötluðu fólki er líka almennt
vorkennt. Ég lendi alveg í því í
hverri viku að fólk klappar mér úti
á götu eins og Labrador-hundi og
segi við mig hvað það sé sorglegt
að vera svona eins og ég er. Þess
vegna fagnaði ég því þegar strák-
arnir í Hraðfréttum höfðu sam-
band og voru til í að gera viðtalið
með þessum hætti. Ég vona bara
að fólk fatti að þetta var djók.“ n
indiana@dv.is
n Freyja Haraldsdóttir tekur sig ekki of alvarlega
Kölluð hetja og krútt
Freyja segir það koma
mörgum á óvart að hún
hafi skoðanir og hvað
þá á öðru en málefnum
fatlaðs fólks.
„Ég lendi alveg í því í hverri
viku að fólk klappar mér úti
á götu eins og Labrador-hundi og
segi við mig hvað það sé sorglegt
að vera svona eins og ég er
Spenntur Myndin af
Tómasi er óborganleg
og vakti mikla lukku
hjá fésbókarvinum
lögreglunnar á
Suðurnesjum.
L
inda Pétursdóttir er hugsi yfir
því hvort það megi ekki breyta
klukkunni á Íslandi til þess að
bæta heilsu landans. Þessu velti
hún fyrir sér á Facebook eftir við-
tal við veðurfræðinginn Sigga Storm
sem ræddi um skammdegisþung-
lyndi á Stöð 2. „Það er dimmt úti svona
í morgunsárið. Er hugsað til viðtals-
ins á Stöð 2 við Sigga Storm í gær,
sem mér finnst hreint frábær
að koma fram og tala um
skammdegis þunglyndi,
það þarf kjark til þess.
Og sérfræðingurinn
sem talað var við sem
sagði að í raun væri
klukkan hér hjá okkur
á Fróni tæpum 2 klst. á
undan sólar klukkunni
yfir veturinn, þannig
að þegar við förum á
fætur um 7 á morgn-
ana væri klukkan í
raun 5:15. Hvernig
væri að breyta klukk-
unni og huga að and-
legri heilsu landans?
Er það ekki upplagt?
Það finnst mér í það
minnsta.“
Linda Pé vill
seinna á fætur
n Vill breyta klukkunni
Fékk lögreglu-
fylgd á völlinn
Grét á fundi
n Jón Gnarr vildi gera betur
8
49 dagar. Það eru 610 dagar eftir,“ sagði Jón
Gnarr í viðtali í þættinum Harmageddon spurð-
ur um tímann í stól borgarstjóra og sagð-
ist meðvitaður um tímann. „Þetta
hefur verið einstök lífsreynsla í
alla staði. Þetta hefur verið bæði mjög
óvenjulegt, skemmtilegt og á köflum
skelfilegt.“ Jón Gnarr sagðist í viðtalinu
hafa grátið á fjölmennum fundi í Þjóð-
menningarhúsinu. „Meira að segja
fór ég að grenja einu sinni á fjöl-
mennum fundi í Þjóðmenningar-
húsinu vegna þess að mig langaði
svo að reyna að hafa yfirsýn yfir
þetta allt. Mér fannst ég þurfa að
vita alla hluti og skilja allt. Hvað
gerir maður þá, maður fer að
grenja.“
M
agnús Már Einarsson, rit-
stjóri vefsíðunnar Fótbolti.
net, var staddur í Albaníu
síðastliðinn föstudag til að
fylgjast með leik Íslands og Albaníu
í undankeppni HM. Hann lýsti upp-
lifuninni úr stúkunni fyrir leikinn á
Twitter-síðu sinni. „Fékk lögreglu-
fylgd í blaðamannastúkuna. Held
að 95% af lögreglumönnum Albaníu
séu mættir á völlinn, flestir reykjandi
að störfum.“ Svipar þessari lýsingu
hans að vissu leyti til ummæla sem
fyrirliði íslenska landsliðsins, Aron
Einar Gunnarsson, lét hafa eftir sér í
viðtali við Fótbolti.net á fimmtudag.
Þar sagði hann Albana vera glæpa-
menn upp til hópa og að þjóðin væri
ekki „upp á marga fiska“. Fyrirliðinn
baðst þó afsökunar á orðum sínum í
yfirlýsingu á Twitter-síðunni sinni á
föstudag.
n Ritstjóri sagði frá reykjandi lögreglumönnum
Fannst hann
þurfa að skilja
allt „Hvað gerir
maður þá, maður
fer að grenja.“