Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Blaðsíða 16
Níels Ársælsson Sæl Ólína.
Byrja á því að þakka þér fyrir
hvað þú hefur staðið þig vel í
baráttunni fyrir breytingum á
kvóta kerfinu þrátt fyrir mikla andúð og
mótlæti sem þú hefur mátt þola. Ætlar,
þú að berjast áfram?
Ólína Þorvarðardóttir Takk fyrir
það. Já, ég mun berjast áfram -
sókn er besta vörnin :-)
Katrín Bjarney Jónsdóttir
Hvenær á að leggja VEGI um
Hrafnseyrar og Dynjandis-
heiði?
Ólína Þorvarðardóttir Sam-
kvæmt nýsamþykktri samgöngu-
áætlun hefur Dýrafjarðargöngum
og Dynjandisheiði verið flýtt til
ársins 2015 með verklokum 2018 í
síðasta lagi, það varmikilvægt að
ná því fram.
Gísli Jónsson Ekki heyrist
lengur rödd þín sem hefur
boðað aðskilnað veiða og
vinnslu, hvað veldur? Og eins með að
allur fiskur fari á markað.
Ólína Þorvarðardóttir Ég er enn
sömu skoðunar, og er að beita mér
í málinu. Hef formlega lagt fram
tillögur um þetta í tengslum við
heildarendurskoðun fiskveiðikerf-
isins, og er að puða við að ná þessu
fram.
Bjarni Jónsson Þetta segir í
stjórnarsáttmála: f) Heimila
frjálsar handfæraveiðar
smábáta yfir sumarmánuðina. Í bréfi til
mín, þá hyggstu leggja fram breytinga-
frumvarp þitt nú í haust? Hvenær?
Ólína Þorvarðardóttir Frumvarp
mitt um breytta skipan strand-
veiða var lagt fram fyrr í þessari
viku. Það tekur á svæðaskipt-
ingunni og eignarhaldinu. Um
magnið sem fer í strandveiðarnar
þarf að fjalla umleið og stóra
frumvarpið.
Brynjólfur Tómasson Sæl
Ólína, ég hef stundum haft
gaman að því hvað þú ert hörð
fram í þínum hjartans málum en hvernig
er það með framhaldið. Hefur þú t.d í
huga að taka á verðtryggingunni með
þínum flokki?
Ólína Þorvarðardóttir Brynjólfur
– ég tel rétt að skoða leiðir til
þess að afnema neikvæð áhrif
verðtryggingar, en gleymum því
ekki að verðtrygging virkar bæði
fyrir lántakendur og innistæðu-
eigendur. Breytingar á áhrifum
verðtryggingar útheimta mikinn
aga við stjórn efnahagsmála.
Friðjón Sigurðsson Ætlar þú
að bjóða þig fram sem
for maður Samfylkingar? Hvað
er það sem þú telur að Samfylking hafi
staðið sig best í að gera fyrir almenning?
Ólína Þorvarðardóttir Ég er eins
og aðrir stjórnmálamenn tilbúin að
taka að mér trúnaðarhlutverk og
ábyrgðarverkefni fyrir minn flokk
og kjósendur, en allt hefur sinn
tíma. Það eru aðstæðurnar sem
kalla fram forystumenn ekki þeirra
eigin vilji :-)
Brynjólfur Tómasson Hefur
þú eitthvað spáð í for-
manns sæti eða vara-
formannssæti eftir að Jóhanna hættir?
Ólína Þorvarðardóttir Hef
ekki spáð mikið í mína stöðu
hvað þetta varðar - varafor-
mannskjör útiloka ég ekki.
Sigurður Arnfjörð Styður þú
hækkun á vaski á gistingu upp í
25,5%,
Ólína Þorvarðardóttir Ég styð
að ferðaþjónustan sitji við sama
borð og aðrar atvinnugreinar - er
almennt á móti sérlausnum fyrir
einstakar atvinnugreinar. En ég tel
sanngjarnt að veita rýmri aðlögun
að fyrirhugaðri hækkun.
Valur Njáll Magnússon
Hvernig kemur veiði-
leyfagjaldið, sem þú barðist
fyrir, við minni útgerðir á Vestfjörðum?
Ólína Þorvarðardóttir Þær
breytingar voru gerðar á veiði-
leyfafrumvarpinu í vor að taka
tillit til skuldastöðu einsakra
fyrirtækja vegna kvótakaupa.
Veiðileyfagjaldið á því ekki að
íþyngja skuldsettum fyrirtækjum
Vestfjörðum.
Hólmfríður Bjarnadóttir
Hvað líður frumvarpinu um
Vísindaveiðar við Ísland - rann-
sókn á stærð fiskistofna við Ísland
sambærilegri þeirri sem gerð var í
Barentshafinu fyrir nokkrum árum?
Ólína Þorvarðardóttir Ég lagði
fram það frumvarp fyrir tveimur
árum - það var ekki afgreitt á því
þingi. Er að hugsa um að leggja það
fram að nýju, þó ég sé vondauf um
að það nái fram að ganga.
Sigmundur Sigmundsson
Finnst þér að ríki og kirkja eigi
að vera aðskilin?
Ólína Þorvarðardóttir Ég er
þjóðkirkjukona.
Birgir Birgisson Hvenær á að
samþykkja nýju dýra-
verndunarlögin?
Ólína Þorvarðardóttir Þau voru
afgreidd út úr þingflokkum stjórn-
arflokkanna fyrr í þessari viku og
koma væntanlega inn í þingið á
næstu dögum. Ég tek undir að það
þarf að ganga frá þessu máli.
Guðjón Jónsson Hvernig er
með loforð um að fyrna
kvótakerfið á 20 árum, verður
ekki að gera kröfu til ykkar á þingi að við
þetta sé staðið?
Ólína Þorvarðardóttir Annar
stjórnarflokkurinn er ekki hlynntur
fyrningarleið, og því var sú stefna
tekin að „innkalla og endurút-
hluta“ aflaheimildum á tuttugu ára
tímabili. Svokölluð samningsleið
varð ofan á í vinnu starfshóps sem
fjallaði um þetta í 18 mánuði, og
síðan hefur verið unnið út frá því.
Ég tel mestu varða að markmiðin
um jafnræði og atvinnufrelsi
nái fram að ganga – ekki hvað
leiðirnar heita. Fiskurinn í sjónum
er þjóðarauðlind í eigu þjóðarinnar,
og arður af nýtingunni á að renna
til samfélagsins. Það skiptir mestu.
Einar Ásgeirsson Hvað finnst
þér um núverandi lífeyrissjóðs
kerfi, sanngjarnt eða
ósanngjarnt ?
Ólína Þorvarðardóttir Það
má margt bæta í lífeyrismálum
landsmanna – einn lífeyrissjóður
fyrir alla landsmenn er mín fram-
tíðarsýn.
Tómas Sigurðsson Geturðu
hugsað þér samstarf við
Sjálfstæðisflokkinn, eftir
næstu kosningar?
Ólína Þorvarðardóttir Ég tel ekki
tímabært að afhenda stjórnar-
taumana Sjálfstæðisflokknum á
ný eftir það sem gerðist í Hruninu.
Jafnaðarmannastjórn er það sem
ég vil sjá. En auðvitað skiptir mestu
að ríkisstjórn sé starfhæf.
Hrafn Guðbrandsson Sérð þú
einhverja lausn á alvarlegu
skuldastöðu heimilanna?
Ólína Þorvarðardóttir Fjölþætt
nálgun er lykilorðið í mínum huga,
þ.e. að bæta hag heimilanna með
ýmsum hætti, hækkun barnabóta,
húsnæðisbótum, hækkun fæð-
ingar orlofs, vaxtabótum o.fl. sem
stjórnvöld hafa verið að gera og
skýrsla þjóðmálastofnunar sýnir
að þessar aðgerðir hafa verið að
virka. En betur má ef duga skal –
þessu verkefni er ekki lokið.
Aðalsteinn Agnarsson Gætir
þú hugsað þér að koma með
frumvarp um að auka
hand færaveiðar á kostnað dreginna
veiðarfæra en 300.000 þorsktonn
vantar upp á eðlilegan þorskafla af
völdum togveiðarfæra.
Ólína Þorvarðardóttir Ég hef
lagt til frjálsar handfæraveiðar
við strendur landsins, enda eru
handfæraveiðar vistvænustu
veiðar sem völ er á.
Ástasigrún Magnúsdóttir
Ætlar þú að gefa kost á þér í
komandi kosningum?
Ólína Þorvarðardóttir Já, ég hef
þegar tilkynnt um framboð mitt
fyrir Samfylkinguna í Norðvestur-
kjördæmi fyrir næstu Alþing-
iskosningar?
Aðalsteinn Kjartansson
Magnús Orri Schram, félagi
þinn í Samfylkingunni, skrifar í
nýrri bók sinni að flokkurinn hafi þurft
að vinna með vinstrimönnum. Eru
jafnaðarmenn ekki vinstrimenn?
Ólína Þorvarðardóttir Ég lít á
jafnaðarmenn sem félagshyggju-
fólk á miðju stjórnmálanna – það
er oft erfitt að skilgreina hvar þessi
miðja liggur. Trúlega liggur mín
miðja lengra til vinstri en ýmissa
annarra.
Rósanna Andrésdóttir Hver
eru þín helstu baráttumál fyrir
utan breytingu á kvótakerfinu?
Ólína Þorvarðardóttir Atvinnu-
mál og samgöngur eru mér mjög
hugleikin, en líka umhverfismál,
lýðræðisumbætur og menntamál.
Aðalsteinn Kjartansson
Hvern vilt þú sjá sem næsta
formann Samfylkingarinnar?
Ólína Þorvarðardóttir Get ekki
svarað því að svo stöddu, þar sem
ekki er enn ljóst hverjir gefa kost á
sér.
Einar Sigurðsson Veikir það
Samfylkinguna að þínu mati
að missa Jóhönnu úr stóli
formanns?
Ólína Þorvarðardóttir Jóhanna
hefur unnið gríðarlega gott og
mikið starf fyrir Samfylkinguna og
samfélagið. En allt hefur sinn tíma.
Í Samfylkingunni er gott mannval
fólks sem er kjörið til forystu
fyrir flokkinn. En vitanlega verður
erfitt að feta í spor Jóhönnu – það
komast fáir með tærnar þar sem
hún hefur haft hælana.
Sigurður Þorleifsson Ólína
átt þú heima lengur í
Sam fylk ingunni. Samfylkingin
hefur allstaðar gefið eftir; kvótinn,
heimilin, verðtryggingin.
Ólína Þorvarðardóttir Ég er
jafnaðarmaður í hjarta mínu og
stefna Samfylkingarinnar er sú
stefna sem höfðar best til mín.
Sverrir Bollason Hvaða mál
telur þú að eigi að setja á
oddinn á þessu þingi? Hver er
þín forgangsröðun?
Ólína Þorvarðardóttir Nýtt og
betra fiskveiðistjórnunarkerfi,ný
stjórnarskrá, bætt lífskjör al-
mennings og stöðugleiki við stjórn
efnahagsmála er það sem mestu
skiptir fyrir fólkið í landinu núna.
Almar Kristjánsson Finnst
þér mikil þörf á rýmri
rann sóknarheimildum
lög reglu? Er ekki hætt við að þær beinist
gegn almennum borgurum?
Ólína Þorvarðardóttir Þetta er
alltaf erfitt að meta. Við viljum jú
stemma stigu við að glæpasamtök
vaði hér uppi. Ísland er opið og
viðkvæmt fyrir ásókn erlendra
glæpasamtaka. Við viljum auðvit-
að geta verndað almenning fyrir
slíku, án þess að það komi niður á
friðhelgi fólks og einkalífi.
Fundarstjóri Telurðu þessar
heimildir geta nýst til að
njósna um mótmælendur og
skipuleggjendur mótmæla, eins og
Björn Bjarnason hefur sagt? Hann telur
að hægt verði að fyrirbyggja
fjöldamótmæli.
Ólína Þorvarðardóttir Ég tel
mikilvægt að heimildum af þessu
tagi sé ekki misbeitt í pólitískum
tilgangi – það verður að vera
tryggt í löggjöfinni að lýðfrelsi
og tjáningarfrelsi líði ekki fyrir
varnaðaraðgerðir gegn glæpum.
Hildur Lilliendahl
Viggósdóttir Sæl Ólína. Hvers
vegna erum við ennþá í NATO?
Ólína Þorvarðardóttir Góð spurn-
ing – ég get ekki svarað henni.
Fundarstjóri Viltu að Ísland
hætti í NATO?
Ólína Þorvarðardóttir
Einu sinni var ég áköf baráttu-
manneskja um það – en hug-
sjónahitinn hefur dofnað varðandi
þetta.
Finnbogi Vikar Sæl Ólína og
takk fyrir hetjulega baráttu
þína fyrir betra fiskveiðistjórn-
unarkerfi. Hvað eru áætlaðar tekjur af
veiðigjöldum núna 12/13 og hvað er
áætlað að verði mikið veitt í afslátt eða
lækkun í krónum?
Ólína Þorvarðardóttir Mig
minnir að um sé að ræða 6,5
milljarða á þessu ári – þar af 2,5
milljarða sem eiga að fara til stórra
samgönguframkvæmda. Er samt
ekki með þessar tölur fyrir framan
mig. Ég meina árið 2012 eftir
breytingarnar s.l. vor, og 2,5 millj-
arðar í samgönguframkvæmdir á
næstu 3 árum, svo allt sé rétt.
Birgir Olgeirsson Ertu
sammála því að jöfnun
flutningskostnaðar sé
mikilvægasta aðgerð stjórnvalda fyrir
landsbyggðina?
Ólína Þorvarðardóttir Já.
Ástasigrún Magnúsdóttir
Hvaða ríkisstjórnarsamstarf
villt þú sjá eftir komandi
kosningar?
Ólína Þorvarðardóttir Óbreytt.
Salómon Erlendsson Sæl
Ólína, finnst þér unga fólkið í
dag fylgjast almennt of lítið
með stjórnmálum? Og hvernig væri
hægt að vekja áhuga?
Ólína Þorvarðardóttir Ég hef
lengi haft áhyggjur af stjórn-
máladeyfð ungs fólks. Þann 20.
október gefst almenningi kostur á
að kjósa um tillögur að nýrri stjórn-
arskrá. Það gefur heimilum lands-
ins tækifæri til þess að ræða við
ungt fólk um inntak stjórnarskrár-
innar, sem er grundvöllur annarra
laga. Kynningarbæklingurinn
kveikir vonandi stjórnmálaumræð-
ur á heimilum landsins. Þetta er
einstakt tækifæri.
Vigfús Ásbjörnsson Með
þessu nýja frumvarpi þínu um
strandveiðar, ertu ekki bara að
reyna að færa allar strandveiðar á
Vestfirði og kaupa þér atkvæði í
leiðinni?
Ólína Þorvarðardóttir Það er af
og frá – enda snertir þetta mál
fleiri en Vestfirðinga. Ég er jafnað-
armaður og berst gegn ójöfnuði
hvar og hvernig sem hann birtist.
Guðjón Jónsson Er
Sam fylk ingin ekki búin að gefa
eftir öll sín meginmálefni sem
voru á loforðalistanum eingöngu til að
friða Steingrím og til að halda völdum?
Eru stefnumálin búin að víkja fyrir VG?
Ólína Þorvarðardóttir Ég er ekki
sammála því. Við höfum á þessu
kjörtímabili verið að vinna að stór-
um og mikilvægum stefnumálum
okkar. Ég nefni aðildarumsókn
að ESB, Stjórnarskrármálið,
fiskveiðistjórnunarmálið beitingu
velferðarkerfisins og skattkerfisins
í átt til aukins jöfnuðar á lífskjörum
fólks, rammaáætlun um vernd og
nýtingu náttúruauðlinda og margt
fleira.
Aðalsteinn Kjartansson Áttu
þér fyrirmynd í stjórnmálum?
Ólína Þorvarðardóttir
Já, meðal annars Nelson Mandela
og Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég er
auk þess hrifin af ýmsum skörung-
um sem of langt mál yrði upp að
telja.
Hildur Lilliendahl
Viggósdóttir Hvaða starfandi
íslenskan stjórnmálamann
utan Samfylkingarinnar heldurðu mest
upp á?
Ólína Þorvarðardóttir Erfitt að
nefna einn, því það er svo misjafnt
hvað höfðar til manns. Allir hafa
bæði kosti og galla. Ræðusnilld
Steingríms J. hefur oft vakið
aðdáun mína – Siv Friðleifs er
málefnaleg.
Ástasigrún Magnúsdóttir Ef
til þess kæmi, hvaða ráð-
herra stól myndir þú vilja fá?
Ólína Þorvarðardóttir Innanríkis-
eða atvinnuvegaráðuneytið – en
ég myndi líka standa mig vel sem
menntamálaráðherra.
Gísli Páll Guðjónsson Hvað
finnst þér að leigupottur
ríkisins ætti að vera stór í
tonnum eða % af heildarkvóta?
Ólína Þorvarðardóttir Ég tel
algjört lágmark 20 þúsund tonn
sem upphafsstöðu og síðan þarf
að tryggja góða vaxtarmöguleika
eftir það. Leigumarkaður með
aflaheimildir þarf að vera a.m.k.
þriðjungur af heildinni, þar af vildi
ég sjá a.m.k. 20% í leigupotti – en
þetta eru nú bara mínar óskir. Ég
efast um að ég nái þessu fram, ef
marka má stöðuna.
Salka Sigurðardóttir Er
innganga Íslands í Evrópu -
sambandið forgangs mál hjá
þér? Eftir næstu kosningar, finnst þér
Samfylkingin geta gengið aftur í
ríkisstjórnarsamstarf við flokk sem er á
móti inngöngu Íslands í ESB?
Ólína Þorvarðardóttir Það er
forgangsmál í mínum huga að ljúka
aðildarviðræðunum svo við getum
sem þjóð tekið upplýsta ákvörðun
í þjóðaratkvæðagreiðslu um það
hvort við viljum ganga í ESB að
viðræðum loknum. Samfylkingin
er eini stjórnmálaflokkurinn sem
hefur aðild að ESB á sinni stefnu-
skrá, þannig að ef við ættum að
útiloka samstarf við þá sem ekki
eru sama sinnis, hefðum við ekkert
val. Aðalatriðið er að þjóðin ákveði
þetta sjálf í þjóðaratkvæða-
greiðslu - og að því er nú stefnt.
Helgi Eyjólfsson Myndirðu
skilgreina þig sem
náttúruverndarmanneskju,
Ólína?
Ólína Þorvarðardóttir Ég virði
náttúruna, og tel að hún eigi sinn
rétt á eigin forsendum, að nýting
náttúrugæða þurfi að vera sjálfbær
og ekki sé sjálfgefið að nýta bara
vegna þess að það er hægt. En ég
er hófsemdarmanneskja í þessu
sem öðru. Siðræn umgengni um
náttúrugæði og almannahagur
skipta hér mestu.
„Já ráðherra. Láttu
bara klámvæðinguna
í landinu afskipta-
lausa. Klámiðnaðurinn hefur
engan áhuga á þér eða öðrum
þeim nýpúritönum sem eru
með klám á heilanum. Því
síður hafa klámneytendur
minnsta áhuga á því hvað þér
finnst um klámið þeirra.“
Eva Hauksdóttir við frétt um
grein sem Guðbjartur Hannesson
ritaði um klámvæðingu á Íslandi.
„Hef bara aldrei heyrt
neinar kjaftasögur
um þennan Akureyr-
ing en það eru víst kosningar
í nánd, fínt að fá smá athygli
en Sigmundur fær ekki mitt
atkvæði og getur hrært í sínu
rauðvínsglasi fyrir mér.“
Stefán Sturla Svavarsson
segist ekki hafa heyrt kjafta-
sögurnar sem Sigmundur Ernir
Rúnarsson sór af sér í viðtali í helgarblaði
DV.
„Nú verða margir
brjálaðir út í Þór,
en mér finnst hann
kjarkaður að segja það sem
mörgum finnst, en þora
ekki af ótta við pólitíska
rétthugsun. Eins og staðan
er nú, þá erum við komin
að þolmörkum, með 600
þúsund ferðamenn. Það er
líka rétt hjá honum að benda
á þá gullgrafara stemningu
sem hefur myndast í kringum
þetta.“
Stefán Þórsson er,
ólíkt mörgum, sammála
Þór Saari um að hér á
landi séu of margir ferðamenn.
„Eins gott að þetta
var ekki á Vesturgöt-
unni :)“
Einar Örn Einarsson undir frétt
um mann sem var handtekinn
á Hverfisgötunni árla laugar-
dagsmorguns fyrir að stilla sér upp
fyrir framan fjölda fólks, draga út á sér
getnaðarliminn og sýna tilburði til þess
að fróa sér.
„Hann hættir ekki
fyrr en Kögunarmálið
verður rannsakað
að fullu. Gerum honum þann
greiða og fáum um leið hlut-
lausa úttekt á einkavæðingu
gömlu bankanna.“
Jóhannes Björn um frétt af
Gunnlaugi Sigmundssyni sem
segir ráðist á sig vegna sonar
síns, þingmannsins Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar. Meiðyrðamáli Gunn-
laugs gegn Teiti Atlasyni var vísað frá
dómi af Hæstarétti fyrir helgi.
„Fékk sjokk ... hélt
að það ætti að fara
heim til hennar og
taka af henni flatskjáinn ... þá
hefðu allar lýs dottið af mér
líklegast!“
Guðlaug Smáradóttir um frétt
af brotthvarfi Sigrúnar Stef-
ánsdóttur sem bar fyrirsögnina:
„Átti að taka af henni sjónvarpið“
16 Umræða 15. október 2012 Mánudagur
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV.is í vikunni
13
37
44
M
y
N
d
iR
S
iG
TR
y
G
G
U
R
A
R
i
Vill óbreytt stjórnarsamstarf
36
12
Ólína Þorvarðardóttir svaraði spurningum á Beinni línu á föstudag. Mikið var spurt um kvótakerfið.
12
Nafn: Ólína Þorvarðardóttir
Aldur: 54 ára
Starf: Þingmaður