Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Blaðsíða 17
Algengt verð 260.4 kr. 262.6 kr. Algengt verð 260.1 kr. 262.4 kr. Höfuðborgarsvæðið 260.0 kr. 262.3 kr. Algengt verð 260.3 kr. 262.6 kr. Algengt verð 262.4 kr. 262.7 kr. Melabraut 260.1 kr. 262.4 kr. Eldsneytisverð 14. október Bensín Dísilolía fæðubótarefni vinnur á slitgigt Neytendur 17Mánudagur 15. október 2012 Hjálpsamur lyfjafræðingur n Lofið fær Reykjavíkurapótek. „Ég fór með dóttur mína til læknis og var hún sett á lyf við magabólgum. Sótt var um lyfjaskírteini fyrir hana, hún átti að taka 20 mg töflur í 6 vik­ ur. Ég fór strax með lyfseðilinn í Reykjavíkurapótek, lyfjafræðingur­ inn þar sagði mér að 20 mg pakkn­ ingarnar skilgreindust sem lausa­ sölulyf og lyfjakortið yrði sennilega ekki samþykkt. Svo hringdi hann í Sjúkratryggingar til að fá grun sinn staðfestan og hringdi svo í lækn­ inn sem sótti um lyfjaskírteinið og breytti umsókninni í 10 mg töflur sem flokkast ekki undir lausasölu­ lyf. Ef lyfjaskírteinið hefði ekki verið samþykkt hefði ég þurft að borga um 37.000 krónur fyrir lyf­ in fyrir dóttur mína. Ég er nokkuð viss um að ef ég hefði farið í annað apótek þá hefði lyfjaskírteinið aldrei verið sam­ þykkt.“ Hópurinn borðaði ekki saman n „Ég pantaði borð fyrir nokkuð stóran hóp á Fiskfélaginu í hádegi. Þegar við komum gátum við ekki setið öll saman sem er í raun skilj­ anlegt. Það sem við vorum ósátt við var að annað borðið fékk þjón­ ustu mikið fyrr, pöntun var tekin og komið með drykki töluvert á und­ an, þrátt fyrir að borðin hafi verið hlið við hlið. Helmingur hópsins var búinn að borða þegar hinn helmingurinn fékk matinn.“ DV hafði samband við veitingastaðinn. „Ég hef í raun ekkert að segja um þetta last nema það á fullan rétt á sér. Það sem gerist þarna er að 15 manns fara á tvö borð, hlið við hlið. Annað borðið fer allt í kalda rétti, sushi og salöt en hitt í heita rétti. Þarna var mikill erill eins og yfirleitt í föstudags hádegi og all­ ir nánast í sushi. Kalda borðið fór semsagt aftast í þá röð en borðið sem fer í fiskinn fer strax í af­ greiðsllu og borðið sem var með sushi og salöt fékk matinn um 5–8 mínútum síðar. Biðin eftir matnum var þó ekki óvenjulöng hjá kalda borðinu, hitt var bara óvenjufljótt að koma. Við lærum af þessu lasti og pöss­ um uppá þetta næst.“ sagði Þorbjörn hjá Fisk­ félaginu. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is É g hef þjáðst af brjóskvanda­ málum og hef góða reynslu af þessum vörum,“ segir Stein­ ar B. Aðalbjörnsson, næringar­ fræðingur sem hefur neytt fæðubótarefna frá þýska fyrirtækinu Berry um tíma og finnur fyrir talsverð­ um mun. Hefur sýnileg áhrif Steinar hefur aðallega notað gel­ ið Aktiv en það inniheldur kollagen hydrolysate sem hjálpar til við endur­ uppbyggingu á brjóski. Hann seg­ ir það líklega geta hjálpað þeim sem glíma við slitgigt eða brjóskeyðingu. Hann bendir þó á að það eigi eft­ ir að rannsaka þetta betur. „Það er ákveðinn gerjunartími þegar eitthvað nýtt kemur fram. Það þarf að sýna fram á það aftur og aftur áður en vís­ indasamfélagið tekur við sér. Það er þó fínt að vita að þó það sé ekki búið að sýna fram á jákvæð áhrif á heildina þá sé þetta að virka vel fyrir einstakl­ inga eins og mig. Það er hægt að sjá á myndum úr segulómun að neyslan hef jákvæð áhrif.“ Hann segist sjálfur vera mjög gagnrýninn á svona vör­ ur en munurinn á þessu og mörgum öðrum heilsuvörum sé sá að fólk þarf í raun ekki að breyta neinu. „Þú borðar þann mat sem þú ert vanur og hreyf­ ir þig eins og áður. Þetta er bara fæðu­ bótarefni en árangurinn er til staðar, að minnsta kosti hjá mér.“ Aðalatriðið er að ef þú ert með vandamál getur þetta hjálpað þér til að líða betur. íslendingar í lykilstöðu Önnur tegund kallast Yumi en í henni eru brúnþörungar. Elstu heim­ ildir um nytjar matþörunga koma frá Kína og eru yfir 2000 ára gamlar. Hins vegar eru elstu skráðu heimildir í Evrópu frá Íslandi. „Sem næringar­ fræðingur er ég mjög hrifinn af brún­ þörungum,“ segir Steinar. Brúnþör­ ungar hafi alla tíð haft jákvæða ímynd en við Íslendingar höfum þó nær hætt neyslu á þeim síðustu 100 árin. „Við erum með þarann og þangið allt í kring um landið en til dæmis hafa menn giskað á að 1 milljón tonna af þara og þangi megi finna í Breiða­ firðinum. Það má því segja að við Ís­ lendingar séum í lykilstöðu þegar kemur að því að nýta sjávarþörunga.“ En vörurnar eru frá Kanada en rann­ sóknir sýna að þörungar við strend­ ur Íslands koma jafnvel betur út. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa sýnt því áhuga að kaupa þörunginn héð­ an. Steinar segir að Íslendingar sitji á auðlind sem finna má allt í kringum landið. „Það sem gerir þörunginn okkar einstakan er að hann vex við mjög erfiðar aðstæður og er þar af leiðandi sterkari lífvera og oftar en ekki með meiri lífvirkni.“ Mikið rannsakaður Niðurstöður mýmargra rannsókna um mögulegar heilsubætur brúnþör­ ungsins hafa verið gefnar út nú þegar og vísindamenn úti um allan heim eru að rannsaka möguleika þessa ótrúlega sjávarfangs. Ef farið er inn á síðuna pubmed.org sem heyrir undir bandarísk heilbrigðisyfirvöld og birt­ ir rannsóknir í læknisfræði, má finna fjöldann allan af rannsóknum á brún­ þörungum. „Ég hef stundum velt því fyrir mér og spurt mig þeirrar spurn­ ingar hvort ástæða offitu okkar sé sú að við neytum ekki eins mikilla sjávar­ afurða og áður. Í þessum þörungum er joð sem hefur áhrif á skjaldkirtil­ inn en hann er það líffæri sem stjórn­ ar að miklu leyti brennslugetu líkam­ ans. Menn eru að reyna að finna þessa tengingu við þörunginn og ef til vill á eftir að finna tenginguna,“ segir Stein­ ar en bendir á að allt sé þetta einstakl­ ingsbundið og fleiri rannsóknir þurfi að framkvæma. Það bendi þó allt til að brúnþörungurinn hafi bólgueyðandi áhrif og sé sterkur andoxari. Vill láta fólk vita Heimir Karlsson er einnig einn þeirra sem neytt hefur gelsins vegna slitgigt­ ar og ber því góða söguna. Hann hafi frétt af vörunni í gegnum vinnufélaga og vegna góðra áhrifa af neyslu henn­ ar vilji hann láta fólk vita af henni. „Ég ákvað að fara ekki fram með þetta í æsingi heldur ýta þessu aðeins inn á fagfólk í heilbrigðis­ og næringar­ fræðigeiranum sem hefur tekið þessu vel. Sem dæmi má nefna að sjúkra­ þjálfari hefur prófað vöruna frá Berry á þremur sjúklingum með góðum árangri. Þetta er nú aðeins farið að spyrjast út en fáir vita af þessu ennþá.“ Vörurnar sem um ræðir eru í gelformi en sú aðferð sem notuð er við fram­ leiðsluna var fundin upp fyrir 40 árum af Þjóðverjanum Dr. Oetker en hefur ekki verið notuð fyrr en nú. Gelið er á skammtaformi sem veitir góða upp­ töku í líkamanum. neytendanet Kaup á vörunum virkar á þann hátt að viðskiptavinurinn kaupir sig inn í fé­ lagið og fær þar með vörurn­ ar á afslætti en því fylgja engar kvaðir, hvorki að selja vöruna né að fá nýja viðskipta­ vini. „Það má segja að þetta sé afsláttar­ kerfi. Ég vil kynna þetta sem neyt­ endanet frekar en sölunet því þú ræð­ ur hvort þú selur eitthvað áfram. Ef þú vilt það þá er það bara bónus. Það eru margir sem eru viðkvæmir fyrir því að selja og mér skilst að meirihluti þeirra sem kaupa vörurnar geri það einung­ is til að nota þær sjálfir.“ segir Heimir og vill taka fram að þeir sem hafa hins vegar áhuga á að selja vörurnar áfram fái úthlutaða heimasíðu sem fyrirtæk­ ið ber ábyrgð á. engin töfraefni Rainer Ludaescher stofnaði fyrirtæk­ ið ásamt bróður sínum Armin fyr­ ir þremur árum. Hann er staddur hér á landi vegna alþjóðlegrar ráð­ stefnu um vöruna sem haldin var um helgina. Hann segir í samtali við DV að þeir bræður komi upphaflega úr viðskiptageiranum. Þeir hafi séð mörg fyrirtæki með svipaðar vörur sem gengu ekki og því hafi þeir sest niður og reynt að finna út hvað það væri sem gerði fyrirtækin ólífvæn­ leg. Þeir hafi á endanum ákveðið að vinna með efni sem hafa verið rann­ sökuð og samþykkt af vísindamönn­ um eftir rannsóknir. „Við höfum ekki fundið upp neitt töfraefni. Þetta eru allt efni sem hafa verið rannsökuð og samþykkt af vísindasamfélaginu. Við ákváðum einnig að fara ekki af stað með látum því við vitum að fyrirtæki gengur einungis ef varan gagnast við­ skiptavinum. Ef það eru engir við­ skiptavinir, þá er enginn grundvöll­ ur fyrir starfseminni. Við höfum því byggt upp vöruna á niðurstöðum og rannsóknum auk þess sem við höf­ um einblínt á að fá góðan vitnisburð viðskiptavina.,“ segir hann og bend­ ir á að sjö af þýsku keppendum á Ólympíuleikunum í sumar noti vörur frá Berry. n Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is 6 tegundir Gel tegundirnar eru 6 talsins með mismunandi innihaldi: Yumi – Viðbótar orkuskotið fyrir hraust ónæmiskerfi Aktiv – Daglegi liðanæringarpakkinn fyrir sterka og heilbrigða liði Pulz – Hollusta fyrir æðakerfið Berry – Daglegur skammtur af andox- andi berjum, ávöxtum og plöntum Cal+ – Daglegt boost af kalsíum, magnesíum, vítamínum og míkrónær- ingarefnum Lyné – Öflug innihaldsefni úr náttúrunni fyrir heilbrigða þyngdarstjórnun Mikil andoxunarvirkni í þörungum Á heimasíðu Matís má finna upplýsingar um brúnþör- unga en þar segir að þeir innihaldi fjölfenól sem hafa mikla lífvirkni, meðal annars andoxunarvirkni. Magn fjölfenóla mælist mun meira í brúnþörungum saman borið við rauðþörunga og grænþörunga, sérstaklega í bóluþangi, sagþangi og klóþangi. Mikil fylgni sé á milli magns fjölfenóla og andoxunarvirkni þörunganna. Fyrstu vísbendingar bendi einnig til að bóluþang hafi blóðþrýstingslækkandi áhrif. Ljóst sé að markaður fyrir andoxunarefni sé gífurlega stór og aukin eftirspurn sé eftir náttúrulegum andoxunarefnum. Íslenskir þörungar og fjölfenólar einangraðir úr þeim eigi því góða möguleika á að skapa sér sess á heilsuvörumarkaði vegna áhugaverð- ar næringarefnasamsetningar og hollustuímyndar. n Gelið er talið geta haft áhrif á hjarta- og æðakerfið og þyngdarstjórnun Heimir Karlsson Segir Berry gelið hafa hjálpað sér mikið. steinar B. aðalbjörnsson Næringarfræðingur sem hefur trú á brúnþörungum. Yumi Þessi tegund inniheldur kanadíska þörunga en unnið er í því að nota íslenska.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.