Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Blaðsíða 11
Fréttir 11Mánudagur 15. október 2012 Þessir fara best með peningana Frjálsi lífeyrissjóðurinn í fyrsta sæti n Kemur framkvæmdastjóranum ekki á óvart F rjálsi lífeyrissjóðurinn hefur síðastliðin þrjú ár verið kos­ inn besti lífeyrissjóður á Ís­ landi af erlenda fagtímaritinu Investment Pension Europe svo þetta kemur mér ekkert sérstak­ lega á óvart,“ segir Arnaldur Lofts­ son, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyr­ issjóðsins. DV gaf 20 stærstu lífeyrissjóðum landsins stig eftir því hvernig þeir stóðu sig árið 2011 og fékk Frjálsi líf­ eyrissjóðurinn flest stig. Þeir þætt­ ir sem voru hafðir til hliðsjónar voru rekstrarkostnaður og fjárfestingar­ gjöld sjóðanna árið 2011, rauná­ vöxtun sama árs og tryggingafræði­ leg staða þeirra. Í samtali við DV segir Arn aldur að rekstur og eignastýring Frjálsa lífeyr­ issjóðsins hafi gengið vel á undan­ förnum árum. Það sama gildi um árið 2011. „Góður árangur hefur haft það í för með sér að þeim sjóðfélögum sem hafa ákveðið að greiða í sjóðinn hefur fjölgað umtalsvert,“ segir hann. Aðspurður um hvað skýri þenn­ an góða árangur segir hann að skyn­ samleg fjárfestingarstefna sem stjórn sjóðsins hafi sett sér sem og farsæl­ ar eignastýringarákvarðanir hafa leitt til góðrar ávöxtunar. Það hafi haft góð áhrif á tryggingafræðilega stöðu sjóðsins. Sjóðfélögum sem greiði í sjóðinn hafi jafnframt fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum Þegar Arnaldur er inntur eftir því hvort hann geti gefið fólki einhver ráð sem sé að hugsa um í hvaða líf­ eyrissjóð það eigi að greiða segir hann mikilvægt að skoða langtíma­ ávöxtun sjóðanna og skoða árang­ ur þeirra yfir lengra tímabil ásamt því að skoða tryggingafræðilega stöðu þeirra. „Einna mikilvægast er þó að fá upplýsingar um uppbyggingu lífeyr­ issjóðanna. Flestir sjóðir ráðstafa öllu skylduiðgjaldinu í samtryggingar­ sjóð en sumir sjóðir, eins og Frjálsi lífeyrissjóðurinn, skiptir skylduið­ gjaldinu í samtryggingarsjóð og sér­ eignarsjóð. Sá hluti sem ráðstafað er í séreignarsjóð er erfanleg eign sjóð­ félaga og um séreignarsjóðinn gilda frjálsari útgreiðsluheimildir heldur en um samtryggingarsjóðinn. Ráð­ stöfun hluta skylduiðgjalds í sér­ eignarsjóð felur það í sér að svig­ rúm getur myndast til að minnka við sig eða hætta fyrr í starfi og/eða að fá hærri lífeyrisgreiðslur fyrri hluta ellilífeyrisáranna heldur en seinni hlutann,“ segir Arnaldur. Það sé því mikilvægt að fólk kynni sér mismunandi uppbyggingu lífeyr­ issjóða og ákveði hvers konar upp­ bygging uppfylli markmið þeirra um erfanleika lífeyrissparnaðar, trygg­ ingavernd og fyrirkomulag lífeyris­ greiðslna eftir starfslok. n Ekki hissa á góðri útkomu Í samtali við DV segist Arnaldur Loftsson, fram- kvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins að það komi honum ekki á óvart að Frjálsi hafi lent í fyrsta sæti í úttekt DV. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 19 18 16 20 17 Frjálsi lífeyrissjóðurinn Íslenski lífeyrissjóðurinn Lífeyrissjóður verslunarmanna Almenni lífeyrissjóðurinn Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Lífeyrissjóður bankamanna Gildi lífeyrissjóður Festa lífeyrissjóður Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Stafir lífeyrissjóður Sameinaði lífeyrissjóðurinn Stapi lífeyrissjóður Lífeyrissjóður bænda Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar Eftirlaunasjóður FÍA Lífeyrissjóður verkfræðinga Lífeyrissjóður Vestfjarða Lífeyrissjóður Vestmannaeyja Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga Lífeyrissjóður Rekstrarkostnaður Stig Tryggingafræðileg staða Stig Raunávöxtun Stig Stig alls 118.259.000 kr. 14.352 kr. á hvern sjóðsfélaga 52.772.508 kr. 8.493 kr. á hvern sjóðsfélaga 207.675.000 kr. 28.696 kr. á hvern sjóðsfélaga 175.349.000 kr. 17.723 kr. á hvern sjóðsfélaga 352.803.000 kr. 36.424 kr. á hvern sjóðsfélaga 130.804.000 kr. 176.762 kr. á hvern sjóðsfélaga 602.152.000 kr. 18.280 kr. á hvern sjóðsfélaga 135.248.000 kr. 57.139 kr. á hvern sjóðsfélaga 317.851.000 kr. 22.484 kr. á hvern sjóðsfélaga 236.483.000 kr. 18.690 kr. á hvern sjóðsfélaga 44.603.000 kr. 79.365 kr. á hvern sjóðsfélaga 108.127.000 kr. 37.247 kr. á hvern sjóðsfélaga 97.178.000 kr. 59.111 kr. á hvern sjóðsfélaga 53.593.000 kr. 111.885 kr. á hvern sjóðsfélaga 197.846.000 kr. 31.752 kr. á hvern sjóðsfélaga 507.023.000 kr. 19.350 kr. á hvern sjóðsfélaga 240.391.000 kr. 27.258 kr. á hvern sjóðsfélaga 614.631.000 kr. 22.329 kr. á hvern sjóðsfélaga 117.258.000 kr. 41.581 kr. á hvern sjóðsfélaga 178.676.000 kr. 69.040 kr. á sjóðsfélaga -0,4% 3,6% 1,8% 2% -2,3% 2,8% -4,5% 4,2% -4% 3% -4,8% 4,4% -4,9% 2,7% -6,6% 1,8% -9,9% 3,6% -8,6% 2,2% -6,6% 1,9% -7,5% 0% -12,3% 2,9% -41,8% 1,7% -22,9% 3,2% -10,2% 2,4% -6,8% 0,9% -9,2% -0,5% -99,4% 0,9% -64,3% 1,6% 19 af 20 19 af 20 18 af 20 20 af 20 20 af 20 9 af 20 17 af 20 18 af 20 13 af 20 10 af 20 16 af 20 19 af 20 11 af 20 17 af 20 15 af 20 6 af 20 20 af 20 13 af 20 18 af 20 7 af 20 9 af 20 12 af 20 10 af 20 10 af 20 6 af 20 2 af 20 3 af 20 14 af 20 6 af 20 11 af 20 4 af 20 4 af 20 1 af 20 5 af 20 4 af 20 2 af 20 2 af 20 5 af 20 14 af 20 15 af 20 12 af 20 7 af 20 13 af 20 18 af 20 13 af 20 9 af 20 8 af 20 5 af 20 7 af 20 14 af 20 6 af 20 3 af 20 11 af 20 8 af 20 8 af 20 1 af 20 4 af 20 1 af 20 16 af 20 15 af 20 56 49 43 38 23 19 30 48 41 38 21 17 28 45 41 31 20 10 9 26

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.