Vísbending


Vísbending - 21.12.2015, Qupperneq 10

Vísbending - 21.12.2015, Qupperneq 10
10 Á Íslandi hefur aldrei geisað stríð í hefðbundinni merkingu orðsins. Vopnaburður er óþekktur, heragi framandi og sagt um innbyggjara að þeim sé fyrirmunað að ganga í takt. Frá því snemma á 20.öld var samt barist á Íslandi. Stéttaátök teygðu sig um allan hinn vestræna heim og víglínan hlykkjaðist um samfélögin, þræddi kjallaratröppur og breiðstræti og skipti fólki í fylkingar. Framan af notuðu menn heiti eins og verkalýður eða öreigar annars vegar og valdastétt eða borgarastétt hins vegar til þess að greina fylkingar að. Svo kom alvörustríð í formi seinni heimsstyrjaldarinnar og eftir það kólnaði stríðið og það sem eftir lifði 20. aldar geisaði kalt stríð á Íslandi. Þá voru notuð heiti eins og kommar, hægrimenn, sósíalistar, borgarastétt eða fasistar til þess að merkja menn eftir stöðu þeirra á vígvellinum. Það var barist á síðum dagblaðanna, á öldum ljósvakans og það var barist á fundum verkalýðsfélaga, flokka og almennra félagasamtaka og í verkföllum. Það var barist um hylli fólks, fylgi þess við ólíka hugmyndafræði. Alræði öreiganna gegn kapítalistum. Vinstri gegn hægri. Þjóðviljinn gegn Morgunblaðinu. MÍR gegn Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna. Sósíalistaflokkurinn/Alþýðubandalagið gegn Sjálfstæðisflokknum. Samtök herstöðvaandstæðinga gegn Varðbergi, Vörðu landi og NATO. Moskvits gegn Chevrolet. Almenna bókafélagið gegn Máli og menningu. Ólafur Thors gegn Einar Olgeirssyni. Rautt eða blátt. Austur eða vestur. Afskaplega margir börðust í þessu kalda stríði. Þeir tóku sér stöðu og vörðu sína menn, sínar hugsjónir og sinn heimshluta án þess að hvika. Þeir skráðu niður nöfn, fylgdust með athæfi manna, skipuðu sína menn og konur í stöður innan félaga, fyrirtækja, stofnana og komu þeim í embætti þar sem þau gátu staðið sína vakt fyrir sitt fólk og sinn málstað. Allt þetta breyttist þegar Berlínarmúrinn féll og hin risavöxnu Sovétríki liðu undir lok. Þá fannst mörgum sem hinu kalda stríði væri lokið og kapítalisminn, frelsið og kóka kóla hefði farið með sigur af hólmi. Á leiðinni til hins hrunda múrs voru margir áfangar sem reyndu á trúfestu og þolgæði þeirra sem stóðu sinn vörð vinstra megin hryggjarins. Margir lögðu tregir niður vopn og fannst allt þeirra stríð undir einum grjótkletti hafa verið fyrir gýg unnið meðan aðrir kættust. Síðan hafa aðrir straumar annars konar frelsis skolast yfir land míns föður og margir misst fótanna í brimlöðri hins frjálsa markaðar og fáir eftir lengur sem sjá heiminn í tveimur litum. viku! - fyrir þann flokk, en hvarf síðan til starfa í utanríkisþjónustunni og var sendiherra Íslands fyrst sem aðalræðismaður í Winnipeg í Kanada, síðar í Svíþjóð 2001 til 2005 og Danmörku 2005 til 2009 þegar hann kom heim og settist í helgan stein að mestu. Svavar var ráðherra í alls fjórum ríkisstjórnum á árunum 1978 til 1991. Sjálfsævisaga Svavars, Hreint út sagt, kom út hjá JPV forlagi 2012 og þar rekur Svavar ævi sína, mótunarár og stjórnmálastarf af kostgæfni og talsverðri stílsnilld. „ÉG ER MIKIÐ FEGINN AÐ ÉG LENTI ÞAR“ Íslenskur útilegumaður eins og myndhöggvarinn Einar Jónsson sá hann fyrir sér fyrir rúmlega öld. PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON BLAÐAMAÐUR Svavar Gestsson rifjar upp kaldastríðsárin og baráttuna í stjórnmálum og flokksstarfi. Sveitastrákur og sendiherra Einn þeirra sem tók virkan þátt í stríðinu kalda heitir Svavar Gestsson. Hann var blaðamaður 1964 og síðar ritstjóri á Þjóðviljanum frá 1971 til 1978. Hann starfaði fyrir Alþýðubandalagið og Samtök hernámsandstæðinga 1966-67. Hann var fyrst kjörinn á þing fyrir Alþýðubandalagið frá 1978 til 1995, síðan fyrir Alþýðubandalag og óháða frá 1995 til 1999. Þegar flokkar á vinstri vængnum sameinuðust undir nafni Samfylkingarinnar náði Svavar skammri þingsetu – í eina

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.