Vísbending


Vísbending - 21.12.2015, Qupperneq 12

Vísbending - 21.12.2015, Qupperneq 12
12 Átökin um Ólaf Ragnar Grímsson Voru þá átökin í Alþýðubandalaginu ekki milli fylkinga gamalla kommúnista og sósíalista? „Þau átök sem þú vísar til á seinni árum Alþýðubandalagsins snerust ekki um stjórnmálastefnur. Þau snerust í tíu ár um Ólaf Ragnar Grímsson og ekkert annað. Hann notaði þau mál sem hentaði til þess að lyfta sjálfum sér. Það var aldrei málefnalegur ágreiningur milli okkar - aldrei nokkurn tímann. Hann kallaði þetta átakakenninguna og ég man vel eftir því þegar ég heyrði þetta fyrst. Við vorum að ganga niður stiga á Hverfisgötu eftir fund með Öddu Báru Sigfúsdóttur og henni brá svo að hún var nærri dottin þegar Ólafur Ragnar notaði þetta orð eins og átökin væru sjálfstæð stefna eða einhver sérstakur happafengur. Ég og margir aðrir voru aldir upp við það að vinstrihreyfingin þyrfti umfram allt að standa saman og gera lítið úr innri ágreiningi út á við, en Ólafur var á annarri skoðun.“ Prinsípfast barn og undarlegt Ég undirbjó mig undir þetta viðtal meðal annars með því að lesa sjálfsævisögu þína. Þar sést glöggt að þú mótast ungur af sveitalífinu og lífsbaráttunni þar. Svo kemur þú til borgarinnar til náms en rekst ekki reglulega vel í fyrstu í hinum borgaralega MR. Mér fannst hálfpartinn á henni að þú hefðir allt eins getað orðið Framsóknarmaður. Getur það verið rétt? „Ég hefði getað orðið hvað sem var. Ég var ákafur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins á aldrinum 9-12 ára. Ég neitaði að borða með föður mínum af því að hann kaus ekki Friðjón Þórðarson árið 1956. Svona var ég prinsípfast barn og undarlegt. Það tók að vísu enginn eftir þessum mótmælum mínum, en mér var alveg sama. Ég var undir miklum áhrifum frá Steinunni á Breiðabólsstað þar sem ég gekk í eins konar skóla og lærði undirstöðufög. Ef ég hefði haldið áfram hjá henni er ekki að vita hvar ég hefði lent. Mér heyrist þú vera að gera að því skóna að ég sé eins konar vinstri landsbyggðar Framsóknarmaður og rétt að gangast við því að á sínum tíma gekk ég í félag ungra Framsóknarmanna hér í Reykjavík og skrifaði meira að segja blaðagrein sem átti að birtast í Tímanum. Ég finn hana hins vegar ekki á timarit.is en hún var til stuðnings flokknum í kjördæmamálinu 1959. Feginn að ég lenti hjá Einari Svo fór ég í Menntaskólann í Reykjavík og þar átti ég stóran vinahóp. Þar var Atli Magnússon þýðandi og stórsnillingur, María Kristjáns- dóttir leikstjóri og Ólafur Einarsson Olgeirssonar sem varð einn af mínum nánustu vinum. Ég var dreifbýlisstrákur bjó hjá frænku minni og fannst það ekki alltaf gaman. Þar vildi ég ekki vera alltaf og dvaldi því langdvölum í Tjarnargötu 20 þar sem Einar Olgeirsson uppfræddi ungt fólk. Þar tók ég þátt í leshringjum og mín pólitísku örlög voru ráðin. Ég er mikið feginn svo ég bregði fyrir mig sunnlensku að ég lenti þar. Hér á ég heima.“ Í ævisögu Svavars er því fagurlega lýst hvernig ungt fólk sat við fótskör Einars sem talaði án afláts í hálfan annan tíma í senn á leshringjum, greip leiftursnöggt bækur úr hillum og opnaði þær á réttum stað máli sínu til stuðnings þegar hann var heimsóttur. Þarna var Einar um sextugt og eyddi laugardögum í að tala við börn um pólitík „tággrannur með ótrúlega langar neglur sem beygðust fram yfir fingurgómana“ svo vitnað sé til bókar. Þarna voru auk þeirra sem þegar hafa verið nefndir: Guðrún Hallgrímsdóttir verkfræðingur, Ingibjörg Haraldsdóttir skáld, Haf- steinn Einarsson lögfræðingur, Jón Sigurðsson sem síðar leiddi Gæti gengið betur næst Vísbending sótti Svavar heim í Mávahlíð síðla hausts og með kaffi og kleinum var skrafað um fortíðina sem manni getur vel þótt áhugaverðari en nútíminn. Hann segist reyndar aldrei hafa fundið þennan helga stein sem nefndur var í innganginum. Um þessar mundir er Svavar á kafi í alls konar félagslegum verkefnum, fararstjórn og ritstjórn Breiðfirðings. Ég byrjaði á því að vísa til endurtekinna orða ónefnds fræðimanns sem oft kallar til íslenskra vinstri manna að þeir eigi eftir að „gera upp“ fortíð sína. Hvað finnst honum um þess háttar kröfur? „Ég virði rétt hans til þess að segja þetta, en mér finnst þetta samt óttaleg vitleysa og veit ekki almennilega hvað átt er við. Mér finnst að þeir eigi að gera upp sína fortíð og frjálshyggjuna sem setti Ísland á hausinn fyrir fáeinum árum. Þessi fræðimaður sem þú vilt ekki nefna er Hannes Hólmsteinn Gissurarson og hann er kannski einn mesti áhrifavaldur í íslenskum stjórnmálum síðari áratuga þegar allt kemur til alls gegnum áhrifin sem hann hafði í gegnum Davíð Oddsson,“ segir Svavar við mig í Mávahlíð þetta síðdegi og rennir hönd gegnum grátt hárið sem er jafn úfið og það var jafnan meðan það var svart. Kannski er verið að kalla eftir því að menn geri upp afstöðu sína til þeirrar samfélagstilraunar um sósíalisma sem mörgum fannst líða undir lok og hafa mistekist með endalokum kalda stríðsins. „Þessi samfélagstilraun um sósíalisma hefur ekkert mistekist. Það sem hrundi var valdakerfi Sovétríkjanna, kerfið sem átti að bera uppi heimsvaldastefnu Rússlands. Ég tel ekki að hugsjón sósíalismans hafi beðið skipbrot. Þótt það hafi tekist illa til þarna þá getur vel verið að það takist einfaldlega betur til næst – á öðrum stað og tíma. Ég hef oft sagt að ef þessi tilraun hefði verið gerð annars staðar, t.d. í Þýskalandi, þá hefði eflaust farið á annan veg. Rússland var afar vanþróað ríki og vonlítið að koma þar á lýðræðislegu þjóðskipulagi. Þýskaland var hins vegar tiltölulega þróað land um það leyti sem sovéska byltingin var gerð og studdist við ýmsar hugmyndir sem lýðræðislegar geta talist og lýðræðislegt stjórnkerfi að nokkru leyti. Þar voru sósíaldemókratar mjög sterkir og þótt kommúnistar væru erfiðir í samstarfi mætti vel hugsa sér, að hefðu þeir náð saman með krötum eftir fyrri heimsstyrjöldina, þá hefði mátt halda Hitler og félögum hans frá völdum. Þess má geta að þetta var ein af eftirlætiskenningum Einars Olgeirssonar og hann hélt þessu oft fram en ég er ekki alveg viss um að það sé rétt.“ Vil ekki láta kalla mig kommúnista Þú segir í ævisögu þinni að þú viljir ekki láta kalla þig kommúnista. „Ég hef ekki mikinn áhuga á því. Samt líður varla sá dagur að ég sé ekki kallaður kommúnisti eða kommi og mér er í sjálfu sér sama um þann merkimiða. En ég vil ekki láta samsama mig með stjórnkerfi Sovétríkjanna og því sem þar viðgekkst; lýðræðisleysi og alger miðstýring í efnahagsmálum sem að lokum varð þeim að falli. Ég kalla mig sósíalista og hika hvergi við að halda því fram.“ Voru félagar þínir í Alþýðubandalaginu sáttir við að vera kallaðir kommúnistar? „Við kölluðum okkur sósíalista en komma í góðlátlegum tón. En bæði Æskulýðsfylkingin og Þjóðviljinn kenndu sig við sósíalisma og það var sú kenning sem menn aðhylltust. Þjóðviljinn var „málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis“ eins og stóð í haus blaðsins í 23 ár.“

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.