Vísbending - 21.12.2015, Side 15
15
STASI, hinnar alræmdu leyniþjónustu sem vakti yfir hverju skrefi
samborgaranna þar austur frá. Hverju varstu að leita að?
„Mig langaði til þess að vita hvort til væru einhver skjöl um mig og
svarið var já, það fannst lítill miði. Ég fór í Stasi-safnið og þar reyndust
hafa verið skjöl um svokölluð umferðarmál, sem þýðir á mannamáli
að haldin var skýrsla um ferðir mínar aðallega til Vestur-Berlínar. Svo
var þarna spjald með ýmsum táknum og skammstöfunum. Þegar lesið
var úr því kom meðal annars fram, að menn töldu að ég hefði verið
að vinna fyrir bandarísku leyniþjónustuna sem mér finnst enn dálítið
skemmtilegt. Svo fór ég á þýska skjalasafnið DBA eða Deutsches
Bundesarkiv og þar var talsvert af bréfum og bréfaskiptum milli
íslenskra aðila og þýskra um marga ólíka hluti, meðal annars málefni
íslenskra námsmanna fyrir austan.
Íslenskir námsmenn þar eystra voru ýmist sendir af flokknum eða
Alþýðusambandinu og þarna voru t.d. mikil samskipti milli Hannibals
Valdimarssonar og þýskra embættismanna út af einhverjum sem
Alþýðusambandið hafði sent. Undir lokin átti menntamálaráðuneytið
meira að segja rétt á einhverjum plássum.
Þetta eru aðallega bréf um einstök persónuleg mál. Einhvern
vantar húsnæði, annar borgar ekki það sem hann á að borga, einhver
hefur tapað persónulegum eigum sínum í hendur óheiðarlegra manna.
Svona uppáfallandi vandamál er rakin með bréfaskiptum milli
ábyrgðarmanna heima, þýskra embættismanna, tengiliðar þýskra í
hópi námsmanna, allt rakið af þýskri nákvæmni og samviskusemi og
satt að segja alveg voðalega ómerkilegur tittlingaskítur. Til dæmis
man ég eftir bunka tengdan málarekstri vegna þess að ung kona
íslensk við nám í Þýskalandi tapaði ýmsum „kvenlegum vörum“ sem
ófáanlegar voru austan við tjald og taldi að þeim hefði verið stolið.
Þarna var verið að þrasa um sokkabandabelti, nælonsokka og sitthvað
fleira.
Ég man að ég sótti um marga skóla áður en þetta varð, meðal annars
í Manchester og naut við það atbeina Ólafs Ragnars Grímssonar sem
var við nám þar og vildi endilega að við kæmum. Við Nína, fyrri
kona mín, vorum komin með eitt barn þegar þetta var. Ég fékk já frá
öllum skólum sem ég sótti um, en svo fór ég að telja í veskinu og það
var óttalega þunnt að vanda. Þá datt okkur í hug að reyna að komast
austur og ég fór og talaði við Einar Olgeirsson. Hann hristi höfuðið
og sagði að þetta væri heldur seint, því það var liðið talsvert á sumarið
1967. En þetta gekk nú samt, aðallega vegna þess að Einar skrifaði
bréf um mig þangað austur. Þvílíka lofrollu hef ég aldrei séð og roðna
enn þegar ég hugsa um þetta. En þetta bréf fann ég meðal annarra í
skjalasafninu góða.
Þarna voru auðvitað líka afrit af öllum bréfum varðandi praktísk
atriði þessa máls um ferðir, húsnæði, styrki og þess háttar sem send
spurðu mig hvort Alþýðubandalagið vilji ekki taka upp flokkspólitísk
tengsl við sovéska kommúnistaflokkinn. Ég nefni þetta sem dæmi um
hvernig menn voru í raun algerlega úti á túni til þess dags er múrinn
hrundi yfir þá og allt þetta skipulag.
Ég tel að við innan Alþýðubandalagsins höfum ekki þaggað niður
gagnrýni á fortíðina heldur þvert á móti leyft henni að blómstra og
gert hana að flokksstefnu. Við reyndum að halda umræðunni
málefnalegri, fara í málefnið en ekki manninn. Hins vegar var alveg
ljóst að nokkrir menn eins og Lúðvík og Einar voru á andstæðri skoð-
un við flokkslínuna og við þögguðum það niður af algeru miskunnar-
leysi.
Við Kjartan lásum yfir hvert einasta orð sem birtist í Þjóðviljanum
á þessum árum, meira að segja minningargreinar, en það kom aldrei
svo langt að við fengjum greinar þar sem því var haldið fram að
flokkurinn ætti aftur að taka upp samstarf við flokka austan tjalds. Þú
mátt kalla þetta bæði ritskoðun og skoðanakúgun ef þú vilt.“
Í ævisögu þinni segir þú að ýmsir forystumenn Alþýðubandalags-
ins hafi „geipað um menn og málefni“ við austur-þýska erindreka.
Ég býst við að þessi samtöl Einars og Lúðvíks séu það sem þú ert að
vísa til?
„Það er svo já. Ég er enn agndofa yfir sumu sem þeir létu sér um
munn fara í þessum viðtölum. Ég fór með öll skjöl úr minni eigu
á Þjóðskjalasafnið haustið 2013. Þar á meðal er diskur með öllum
skjölum sem ég tók afrit af á þýska skjalasafninu og þar geta menn
lesið vild sína.“
Menn sem stóðu á verði fyrir ásælni að austan
Þú nefnir í ævisögu þinni að Hjörleifur Guttormsson, Kjartan
Ólafsson og Hjalti Kristgeirsson hafi alltaf verið sérstaklega á verði
gagnvart auknum samskiptum við austurblokkina. Hvernig stóðu þeir
þann vörð?
„Sovéska fréttastofan APN var lengi vel inni á gafli á íslenskum
blöðum. Við hentum þeim út. Hjalti varð stundum var við „drauga-
gang“ sem bent gæti til þess að austanmenn vildu taka aftur upp
samskipti við flokkinn. Þá skrifaði hann ávallt greinar í Þjóðviljann
gegn slíkum áformum. Austurland var kjördæmi Hjörleifs og sterkasta
vígi flokksins á landsbyggðinni. Þar var Neskaupstaður höfuðborgin
og þar réðu menn sem skildu ekkert í andúð okkar á tengslum við
Sovétríkin og vildu gjarnan taka upp nánara samstarf. Hjörleifur stóð
alltaf gegn því.
Þessir menn eru allir um 10 árum eldri en ég. Þeir sáu kommúnista-
flokka í Evrópu rísa hátt eftir að hafa tekið þátt í að frelsa álfuna
undan oki nasismans. Sá tími vakti víða von í hugum ungs fólks
víða um álfur og þess vegna hefur þetta eflaust horft við þeim með
öðrum hætti en mér. Ég sá aldrei heimskommúnismann sem eitthvert
takmark og átti erfitt með að taka slíkar umræður alvarlega.
Ég var tólf ára Framsóknarmaður vestur í Dölum þegar byltingin í
Ungverjalandi varð og þegar ég fór til Austur-Þýskalands til náms þá
datt mér aldrei í hug að ég væri að fara þangað til að kynnast einhverju
sérstöku sæluríki.“
Gramsað í skjalasöfnum Stasi og víðar
Svavar var við nám í Austur-Þýskalandi 1967-68 og fetaði þar í
fótspor allmargra annarra íslenskra sósíalista sem sóttu þangað í nám.
Honum varð fljótlega ljóst að námið var í sjálfu sér gagnslaust og
margt sem við blasti í samfélaginu í Austur-Þýskalandi ekki honum
að skapi.
Löngu seinna þegar múrinn var hruninn og samfélagsgerðin
með lá leið hans austur til Berlínar til þess að rannsaka skjalasöfn
Einar Olgeirsson var
óvenjulega glæsilegur
pólitískur leiðtogi, fæddur
kennari, snjall skipuleggjari.