Vísbending


Vísbending - 21.12.2015, Qupperneq 21

Vísbending - 21.12.2015, Qupperneq 21
21 á Bandaríkjaþing, en hafa ekki rétt til þátttöku í forsetakjöri í Banda- ríkjunum. Margar mögulegar framtíðir Ísland var á áhrifasvæði Englendinga frá því á öndverðri fimmtándu öld og fram á miðja sextándu öld, þegar Danakonungur náði hér fullu forræði í krafti siðaskipta og einokunarverslunar. Héldu enskir fiskimenn þó áfram að sigla á Íslandsmið. Ísland komst aftur á áhrifasvæði Breta eftir Napóleonsstríðin, enda var þá mestallur máttur úr Danaveldi. Sem fyrr var áhugi Breta á Íslandi þó „neikvæður“: Þeir kærðu sig ekki um að stjórna landinu sjálfir, en vildu hlutast til um, hverjir aðrir stjórnuðu því. Þess vegna vildu þeir eflaust ekki, að Svíar fengju Ísland árið 1814, þótt engin gögn finnist um það, og þess vegna reyndu þeir eftir megni að koma í veg fyrir, að Þjóðverjar fengju hér ítök, þegar Norðurálfuófriðurinn mikli, eins og fyrri heimsstyrjöld var fyrst kölluð, skall á 1914. Þá flýttu þeir sér að senda hingað ræðismann, Eric Cable, sem hafði næstu fjögur árin sterk ítök með breska flotann að bakhjarli. Strax og ófriðnum lauk, hvarf Cable á brott, og í Lundúnum tók sama tómlæti við um Ísland og áður. En þegar dró aftur til ófriðar, fengu Bretar á ný áhuga á Íslandi og hernumu landið 1940, ekki síst til að koma í veg fyrir, að Þjóðverjar gerðu slíkt hið sama. Nú var Ísland líka orðið hernaðarlega mikilvægt vegna nýrrar tækni, kafbáta, flugvéla og ekki síst veðurathugana. Þótt hugmyndin um að kaupa Ísland hefði verið hlegin niður á Bandaríkjaþingi 1868, tóku Bandaríkjamenn fúsir að sér hervernd Íslands sumarið 1941, og var landið eftir það á áhrifasvæði þeirra til haustsins 2006, þegar þeir hurfu þegjandi og hljóðalaust héðan í þeirri barnalegu trú, að átökum á Norðurslóðum væri nú lokið að fullu og öllu. Eftir það seig Ísland í sitt gamla far: „Enginn vildi eiga það,“ eins og Eggert Ólafsson kvað. Umkomuleysi landsins varð bert í hinni alþjóðlegu lánsfjárkreppu 2008, þegar Bandaríkjamenn komu öllum öðrum Norðurálfuþjóðum, sem þess þurftu, til aðstoðar með rausnarlegum gjaldeyrisskiptasamningum, þar á meðal Svíum og Svisslendingum, sem aldrei höfðu stutt þá á alþjóðavettvangi, jafnvel ekki þegar mest á reið í seinni heimssstyrjöld og kalda stríðinu. Íslendingum, sem siglt höfðu með fisk til Bretlands í stríðinu og lagt land undir herstöð í kalda stríðinu, var hins vegar neitað um slíka fyrirgreiðslu. Hvað sem því líður, er fróðlegt að velta fyrir sér, hvað hefði orðið um Íslendinga, hefðu einhver þau kaup gengið eftir, sem rætt hefur verið um í aldanna rás. Líklegast er, að land þeirra hefði orðið eins konar norrænt Hjaltland hefði Danakóngum tekist að pranga landinu inn á Hinrik VIII. Það hefði orðið afkimi, jaðarsvæði, þar sem íbúar hefðu tekið upp ensku og misst öll sín sérkenni. Þeir hefðu þá gengið úr sálufélagi við þá Egil Skallagrímsson og Snorra Sturluson og aðra þá, sem hugsað hafa og mælt á íslensku í rösk ellefu hundrað ár. Svipað hefði gerst, hefðu Hansakaupmenn keypt Ísland: Það hefði orðið verstöð frekar en sjálfbjarga land með eigin menningu. Hugsanlega hefði gegnt öðru máli, hefðu Bretar framkvæmt hugmynd Sir Josephs Banks um að leggja Ísland undir sig. Hann gerði þá ráð fyrir, að Ísland fengi svipuð landsréttindi og Guernsey, sem er sjálfstjórnarsvæði, undir bresku krúnunni, en ekki stjórninni í Lundúnum. Þá mætti jafnvel ímynda sér, að Ísland hefði farið svipaða leið og Guernsey, orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð, sem notaði íslenskt pund, jafngilt ensku pundi. Hefði mörgum þótt það ákjósanlegt, enda eru lífskjör óvíða betri en í Guernsey. En hvað hefði gerst, hefði Bandaríkjastjórn keypt Ísland af Dönum (og Danir verið fúsir til að selja þeim landið, sem er vitanlega alls óvíst)? Þá væru að minnsta kosti tveir kostir til. Ísland hefði getað orðið ríki í Bandaríkjunum, eins og Alaska, eða sjálfstjórnarsvæði eins og Bandarísku Jómfrúreyjar. Hér skal þeirri tilgátu kastað fram, að Bandaríkjamenn hefðu litið sömu augum á Grænland og farið eins með það og Dönsku Vestur-Indíur. Þeir hefðu gert það að sjálfstjórnarsvæði, en ekki talið það nógu fjölmennt eða sterkt af sjálfu sér til að verða ríki. Ísland hefði hins vegar orðið 51. ríkið í Bandaríkjunum. Þetta er alls ekki fráleitt: Þegar Alaska varð ríki árið 1960, voru íbúar þar aðeins 226 þúsund, en íbúar á Íslandi sama ár voru 174 þúsund. Um þetta verður þó ekkert fullyrt. Hið eina, sem við vitum líklega með vissu er, að íslenska þjóðin væri ekki til, hefði orðið úr þeim hugmyndum, sem rætt var um í fúlustu alvöru úti í Kaupmannahöfn árið 1785, að flytja alla Íslendinga burt af landinu. Helstu heimildir: Anna Agnarsdóttir, Eftirmál byltingarinnar 1809: viðbrögð breskra stjórnvalda. Saga, 27. árg. 1989, bls. 66–101. Anna Agnarsdóttir, Ráðabrugg á dulmáli: Hugleiðingar um skjal frá 1785. Ný saga, 6. árg. 1993, bls. 28–41. Banks, Sir Joseph. Ýmis skjöl, frá Önnu Agnarsdóttur úr væntanlegri bók um Sir Joseph. Björn Þorsteinsson, Tíu þorskastríð, 1415–1976. Reykjavík: Sögufélag, 1976. Dyer, B., Robert J. Walker on acquiring Greenland and Iceland. The Mississippi Valley Historical Review, 27. árg. 2. hefti, 1940, 263-6. Gísli Gunnarsson, Upp er boðið Ísaland: Einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602–1787. Reykjavík: Örn og Örlygur, 1987. Guðbrandur Vigfússon, Um sjálfsforræði. Ný félagsrit, 21. árg. 1861, bls. 102–117. Halldór K. Laxness, Íslandsklukkan, Eldur í Kaupinhafn. Reykjavík: Helgafell, 1946. Hannes Finnsson, Mannfækkun af hallærum, 2. útgáfa. Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1970. Hannes H. Gissurarson, Ísland verðlagt. Vísbending, 33. árg. 39. hefti, 2015, bls. 3. Peirce, B. M., A report on the resources of Iceland and Greenland. Washington: Government Printing Office, 1868. Sólrún B. Jensdóttir, Ísland á bresku valdsvæði. Reykjavík: Menningarsjóður, 1980. Sverrir Kristjánsson, Skjöl um skipti á Íslandi og Norður-Slésvík árið 1864, Andvari, 89. árg. 1964, bls. 62–74. Þór Whitehead, Ófriður í aðsigi. Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1980. Þór Whitehead, The Ally Who Came in From the Cold: A Survey of Icelandic Foreign Policy 1946– 1956. Reykjavík: Alþjóðamálastofnun, 1998. Þráinn Eggertsson, Háskaleg hagkerfi: Tækifæri og takmarkanir umbóta. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2007. Hinrik VIII Englandskonungur. Kristján III Danakóngur. Sir Joseph Banks, forseti Vísindafélagsins breska. William H. Seward utanríkisráðherra Bandaríkjanna. V

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.