Vísbending


Vísbending - 21.12.2015, Síða 43

Vísbending - 21.12.2015, Síða 43
43 Á 12. og 13. öld höfðu margir Íslendingar farið til útlanda í ýmsum erindum, námsferðum, vígsluferðum eða pílagrímsferðum. Þeir kynntust evrópskri bókmenningu og höfuðrit um sögu Evrópuþjóðanna hafa ekki farið fram hjá þeim. Þetta hefur vakið löngun þeirra til að semja sams konar verk um land sitt og þjóð, segja frá uppruna landsmanna, stóratburðum og merkismönnum. Erlendra áhrifa og fyrirmynda gætir að einhverju leyti í öllum íslenskum miðaldaritum, en þau eru gjarnan aðlöguð innlendum hefðum. Sum þessara erlendu rita voru sögubækur sem fjölluðu um framferði norrænna manna á Bretlandseyjum og á meginlandi Evrópu á 9., 10. og 11. öld. Varla þarf að efast um að lestur þeirra hefur haft áhrif á Íslendingana og orðið þeim ærið umhugsunarefni. Ætla verður að margir þeirra hafi þekkt hina miklu kirkjusögu Adams frá Brimum sem rituð var um 1070. Þar segir berum orðum að norrænir menn kalli sjóræningja (pyratae) víkinga (Wichingos). Hafi Íslendingar ekki þekkt orðið á heimaslóðum, var úr því bætt eftir lesturinn. Kannski er það einmitt ástæðan fyrir því hve íslensku víkingarnir í fornsögunum eru flatir og óspennandi að þeir eru „innfluttur varningur“; hafa aldrei verið til á Íslandi nema á bókfellinu svo vitnað sé í Hermann heitinn Pálsson. Fornkappar Íslendingasagna eru á hinn bóginn litríkir og margbrotnir einstaklingar, vafalaust vegna þess að hugmyndin að baki þeim á rætur í landinu sjálfu og norrænni menningu; þeir eru sprottnir úr ættarsögum, þjóðsögum og ljóðum á vörum landsmanna. Eftir höfðinu dansa limirnir Í sumar sem leið efnt til víkingahátíðar á Austurvelli í Reykjavík, Ingólfshátíð var hún nefnd í höfuðið á landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni. Erlendis eru slíkar samkomur algengar og íburðarmeiri en hér og sækir þær mikill fjöldi fólks. Ég átti leið framhjá og virti af forvitni fyrir mér tjaldbúðirnar og fólk á ýmsum aldri í fornlegum búningum. Í fjarska voru sumir vígalegir með sverð og spjót og skildi. Þegar nær var komið voru andlitin vinaleg og engin ástæða til að vera smeykur. Gat ég ekki annað en dáðst að þessu framtaki, eldmóði þátttakenda og þeim sögulega áhuga sem þetta tilstand allt var til vitnis um. Hér vildu menn halda Íslandssögunni til forna lifandi. Það á að hrósa fólki fyrir það. En af hverju þurfa allir hinir fornu landar okkar að heita víkingar nú á dögum? Ekki hefði þeim sjálfum þótt sómi að því. En almenningi er svo sem vorkunn. Fræðimenn okkar hafa verið heldur linir við að taka á þessari merkingarbrenglun sem er þó miklu verri í íslensku en erlendum málum vegna málhefðar okkar og bók- mennta. Kannski gildir hér líka eins og víðar að eftir höfðinu dansa limirnir; í nýlegu erindi til heimsminjanefndar Unesco, Menningar- málastofnunar Sameinuðu þjóðanna, kallar mennta- og menningar- málaráðuneytið fornleifar á Þingvöllum „víkingaminjar.“ Hræddur er ég um að ekki hefði verið gerður góður rómur að þeim málflutningi á Lögbergi til forna. Samtök iðnaðarins senda landsmönnum öllum jólakveðjur og vonast eftir farsælu komandi ári. ** * * ** * * * * ** * * * *** * * ** * ** * * *** * * ** * * Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Gleðileg jól og farsælt komandi ár frá SFF. Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár! Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári V

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.