Hagskýrslur um skólamál - 01.01.1923, Page 11

Hagskýrslur um skólamál - 01.01.1923, Page 11
Barnafrædsla 1916—20 9 í farskólunum eru aðeins 3—5 % af nemendunum undir skóla- aldri, en í föstu skólunum eru það tiltölulega fleiri, 8—13 °/°. F}r,*r ofan skólaaldur eru aðeins örfá börn. Ef gert er ráð fyrir, að þau börn, sem eru með ótilgreindum aldri, sjeu öll á skólaaldri, þá hafa árið 1915—16 verið 6477 börn á skólaldri, sem nutu opinberrar kenslu, en í árslok 1915 voru alls á aldrinum 10—14 ára 9219 börn á öllu landinu. Hafa þá 70 3 °/o af börnum á þessum aldri notið opinberrar barnafræðslu. Næsta ár á eftir hefir hlutfallið verið líkt, en lækkað mikið árið 1917—18, niður í tæp 60 %, vegna þess að skólahald fjell þá sumsstaðar niður vegna dýrtíðarerfiðleika. Tvö næstu árin hækkar hlutfallið aftur nokkuð. Tölu barnanna á skólaaldri, sem nutu opinberrar fræðslu árið 1919 — 20, má bera saman við aldursflokkana í manntalinu 1. des. 1920. Reyndar var það haldið ári siðar, svo að börnin voru þá orð- in einu ári eldri, og verður því að taka þar til samanburðar börn á aldrinum 11 —15 ára. Verður sú tala heldur lægri heldur en tala allra barna á skólaaldri árið á undan, því að nokkur af þeim hafa dáið á árinu, en miklu munar ekki um þá skekkju. Þessi saman- burður sjest á eftirfarandi yfirliti. Börn á skólaaldri alls er nutu opinb. fræðsl Reybjavík 1 550 1 145 73.7 »/o Aðrir kaupstaðir 1 090 741 68 o - Verslunarstaðir 1 102 905 82,i — Sveitir 5 845 3 386 57.9 — Samtals 9 587 6 177 64.4 »/0 Smærri verslunarstaðirnir (með 100—300 íbúum) eru hjer taldir með sveitum. Ef borin eru saman á sama hátt hin einstöku aldursár, þá sjest, að hluttakan í barnafræðslunni er töluvert misjöfn eftir aldrinum. Af 10 ára börnum tóku þátt í henni. 55 3 °/o — 11— — — — - — .. 70.2 — — 12 — — — — - — .. 76 2 — — 13— — .. 69 8 — — 14— — .. 44 3 — Hluttakan er þannig minst á yngsta og elsta árinu, einkum þvi elsta„ Nokkuð mun þetta stafa af því, að sum börn taka fullnað- arpróf 13 ára, ef þau hafa þá fengið þá kunnáttu, sem til þess er krafist, og losna þá við skólagöngu síðasta árið. En það virðist líka svo sem sum börnin byrji að taka þátt í skólafræðsiu ári síðar en ráð er fyrir gert.

x

Hagskýrslur um skólamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um skólamál
https://timarit.is/publication/1133

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.