Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 24. október 2012 leynst í fötum og öðrum hlutum úr húsinu. Þau prófuðu því að flytja út aftur. Það voru hæg heimatökin þar sem þau ráku gistihús á sömu lóð og gátu því dvalið þar. „Í það skiptið skildum við eftir sængurnar og allt dótið. Við fundum mjög fljótt mikinn mun og einkennin fóru að hverfa,“ segir Alda. „Í fyrra skiptið sem við fluttum út hafði ég alls ekki hugsað út í að myglugró gætu verið í öðru en húsinu og hafði því tekið það sem ég vildi með yfir. Einnig hafði ég hlaup- ið örstutt inn í eldhús eða stofu til að sækja eitthvert smotterí á meðan við vorum „í útlegð“. Ég var með klút fyr- ir nefi og munni og reyndi að halda í mér andanum, ég taldi að ég gæti bara fundið fyrir því sem ég andaði að mér, ekki hvarflaði að mér að eitt- hvað gæti sest í fötin mín.“ Veggirnir þaktir myglu að innan Nokkrum dögum áður en átti að ráð- ast í að opna veggina í kringum bað- herbergið til að sjá hvort myglu væri þar að finna sprakk vatnsrör sem hafði greinilega tærst í gegn á löng- um tíma, og byrjaði vatn að leka í gegnum veggi og loft. „Vatnsleiðslan lá frá þvottahúsinu, með loftinu og inn í baðveggina. Myglan fylgdi leiðslunni þá leið og var mikil mygla undir loftfjölum og innan í öllum baðveggjum. Þegar veggirnir voru rifnir frá voru þeir þaktir myglu að innan, alls staðar í kringum baðher- bergið,“ segir Alda og segir augljóst að myglan hafi dafnað þar til lengri tíma og það sé sennilega ástæðan fyrir því hversu fljótt þau hafi veikst. Keyptu nýja búslóð Fjölskyldan flutti alfarið út úr hús- inu en skildi nánast allt dótið eftir og keypti nýtt. Erfitt er að ná gróum úr öllu með svampi og holrými, eins og sófum og rúmum. Rafmagnstæki er nánast ógerlegt að flytja með sér þar sem þau soga til sín ryk og blása því frá sér aftur. Einnig losuðu þau sig við allan fatnað. Alda segist þakka fyrir að sem betur fer hafi þau verið í nokkuð góðri stöðu, þau hafi ekki átt húsið og skulduðu ekkert. Einnig hafi þau lengi safnað í sjóð til þess að geta keypt nýtt hús í framtíðinni. Ekk- ert tryggingafélag borgar skemmdir af völdum myglusvepps og því tölu- vert fjárhagslegt tjón sem þau lentu í. „Við stóðum vel þannig séð en auð- vitað var þetta erfitt. Við þurfum að kaupa allt nýtt – ný húsgögn, föt og allt saman. Við tókum ekki séns- inn á að kaupa notaða hluti af ótta við að þeir kæmu úr myglu- sýktu húsnæði,“ segir Alda. Hún finnur enn fyrir einkennum ef hún fer inn í húsið eða önnur hús þar sem myglusvepp er að finna. Einnig finnur hún einkenni þegar hún er í kringum hluti úr húsinu. Búið er að gera við húsið en fjölskyldan mun þó ekki flytja inn í það á ný. „Það bjó fjölskylda í húsinu í sumar og fann ekki fyr- ir neinu því að það er búið að taka veggina, loftin og lagnirn- ar með myglunni og laga allt. Við gætum samt ekki búið þarna strax því við mæðginin finnum enn fyrir einkennum, enn eru einhver gró þarna, bæði í húsinu sjálfu og í dótinu sem var í hús- inu. Samkvæmt því sem ég hef lesið eiga þessi gró að vera hættulaus öðr- um sem hafa ekki veikst af völdum sveppsins og eru með ónæmiskerfið í lagi,“ segir Alda. Fyrst reið út í læknana Alda segist fyrst um sinn hafa verið reið læknum fyrir að vilja ekki kann- ast við mygluvandann. Eftir á að hyggja segist hún þó skilja það. „Ég var fyrst reið yfir hve lítið læknar tóku undir þetta en það er í raun alls ekk- ert skrítið. Þeir geta ekki rennt stoð- um undir eitthvað sem þeir hafa ekki vísindalegar sannanir fyrir. Það væri í raun óeðlilegt að læknar færu að kveða upp úrskurði vegna einhvers sem væri eingöngu byggt á persónu- legri upplifun fárra einstaklinga. Það eru ekki áreiðanleg vinnubrögð og myndu eflaust grafa undan trausti til lækna, því þeir væru þá að opna svo ógnarstórar dyr fyrir öllu mögu- legu. Það eru aðrar stéttir sem geta leyft sér slíkt svigrúm sem lækn- ar hafa ekki, eins og hómópatar. En þeir eru þess vegna mjög umdeild- ir, þar sem ekki eru alltaf fyrirliggj- andi „sannanir“ hvað varðar þeirra aðferðir.“ Alda bendir á að hingað til hafi ekki verið hægt að sýna fram á skaðsemi myglu á heilsu manna að öðru leyti en því sem tengist öndunarfærasjúkdómum en nú séu sífellt að koma fram fleiri atvik sem sýna að myglusveppur í húsum geti valdið heilsubresti hjá fólki. Upplýsandi rannsókn Í nýlegri rannsókn frá Helskinki-há- skólanum sem birt var í september síðastliðnum, fundu vísinda- mennirnir að baki rannsókninni eitr- ið í húsamyglunni og hvernig það hefur áhrif á menn. Eitrið er í litl- um peptíðum sem hafa slæm áhrif á hjartað, öndunarveginn og tauga- frumurnar. Inn í peptíðunum er há kalsíumsamþjöppun en fyrir utan þær er hún lág. Ef jafnvægið þarna á milli raskast hefur það slæm áhrif. Fólk fær eitrið í sig við innöndum og getur eitrið valdið alls kyns truflunum svo sem vandamálum með ónæm- iskerfið líkt og Alda og Davíð lentu í. Í rannsókninni kom það einnig í ljós að ekki sé hægt að lækna sjúkdóma sem myglan veldur með lyfjum heldur er eina ráðið sem dugar að þrífa hús- næðið svo eitraði sveppurinn hverfi. Sé það ekki gert verður fólk stöðugt viðkvæmara fyrir eitri sveppsins. Þó virðast ekki allir vera viðkvæmir fyr- ir þessu eitri og einungis sumir sem finna eitrunareinkenni, líkt og í tilfelli fjölskyldu Öldu, en konur og börn eru talin viðkvæmari fyrir eitrinu. Á Facebook má finna síðuna Myglusveppur þar sem eru gagnlegar upplýsingar um myglusvepp í híbýl- um. n Rifið burt Myglu var að finna í öllum veggjum í kringum baðherbergið og í loftinu líka. Mygla Hér sést brot af vegg sem var fjarlægð­ ur. Svört myglan huldi veggina að innanverðu. „Ég hafði alltaf átt mikið af ilmkertum en var hætt að þola ilminn af þeim. W OW air, félag Skúla Mogensen, hefur keypt rekstur Iceland Express af Pálma Haraldssyni. Í þessu felst að WOW air yfirtekur áætlunarflug, leiðakerfi, vörumerki og viðskiptavild félagsins en Iceland Express verður lagt niður. „Við höfðum daðrað aðeins við þetta í svolítinn tíma en við settumst ekki niður fyrir neina alvöru fyrr en fyrir svona viku,“ segir Skúli Mogensen í samtali við DV og bætir við: „Þá gerð- ist þetta mjög hratt.“ Hann segist vera ánægður með samkomulagið. Í tilkynningu frá Pálma Haralds- syni er fullyrt að engar breytingar verði á þeim ferðum sem bókaðar hafa verið á næstunni og staðið verði við allar skuldbindingar við farþega Iceland Express. Skúli Mogensen verður áfram forstjóri hins sam- einaða félags en kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Uppsagnir í vændum „Óhjákvæmilegt er að segja starfs- fólki upp störfum en gert er ráð fyr- ir að hluti þess, og þar á meðal margir af lykilstarfsmönnum félags- ins, muni fylgja verkefnum Iceland Express yfir til WOW air,“ segir Pálmi Haraldsson í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á þriðjudag. Þar kem- ur jafnframt fram að félagið muni á næstunni leita samninga við birgja og samstarfsaðila um uppgjör krafna og ljúka í kjölfarið starfsemi sinni. „Það er mikið af hæfu og reynsl- umiklu fólki hjá Iceland Express og það er mikill fengur í því,“ segir Skúli. „Við munum leggjast í mikla vinnu við það á næstu dögum að átta okkur á hversu margir munu koma yfir og hversu margir hafa áhuga á því.“ Stríðsöxin grafin Skemmst er að minnast þess að í sumar komu upp deilur milli WOW air og Iceland Express. WOW air kærði Pálma Haraldsson og Iceland Express fyrir viðskiptanjósnir og fjall- aði DV um málið þann 4. júlí. Þá kom fram að fyrr í sumar voru forsvars- menn WOW upplýstir um að starfs- menn Iceland Express stunduðu hleranir á svokallaðri tetra-rás á Keflavíkurflugvelli. Viðurkenndi Björn Vilberg Jónsson, rekstrar- stjóri Iceland Express, sama dag að með þessum hætti aflaði Iceland Express sér upplýsinga um farþega- tölur og annað sem snéri að starf- semi WOW. Ekki væri þó um njósnir að ræða enda væri rásin í eigu félags- ins. „Þegar þetta kom fram þá brustu eiginlega forsendur málsins,“ segir Björn Vilberg sem býst við því að málið heyri sögunni til. Valdamikill í viðskiptalífinu Með kaupunum á rekstri Iceland Express eykur Skúli Mogensen um- svif sín til muna. Skúli hefur ver- ið áberandi í íslensku viðskiptalífi eftir bankahrunið enda græddi hann milljarða á sölu hugbúnaðarfyrir- tækisins Oz sömu helgi og íslenska fjármálakerfið hrundi. Skúli keypti stóran hlut í MP banka í gegnum fjárfestingarfélagið Títan í fyrra, en þá hafði hann aldrei komið að rekstri fjármálafyrir tækis, hvorki á Íslandi né annars staðar. Í ljósi þess líkti Sigrún Davíðsdótt- ir, pistlahöfundur Spegilsins á RÚV, kaupunum við það þegar Björg- ólfsfeðgar keyptu Landsbankann. Sama ár og Skúli náði undirtökum í MP banka stofnaði hann WOW air og óhætt er að fullyrða að hann sé einn valdamesti maður íslensks við- skiptalífs um þessar mundir. Þegar rætt var við hann um stöðu hans var hann hinn hógværasti og sagð- ist fyrst og fremst vilja byggja upp öflugt og traust félag með frábærum hópi fólks. „Ég hef það að markmiði að efla íslenska ferðaþjónustu,“ sagði Skúli Mogensen að lokum. n n Skúli kaupir Iceland Express n Uppsagnir óhjákvæmilegar „Höfðum daðrað aðeins við þetta“ „Ég hef það að markmiði að efla íslenska ferðaþjónustu. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is Skúli Mogensen Einn valdamesti maður íslensks viðskiptalífs um þessar mundir. Pálmi Haraldsson Selur samkeppnis­ aðilanum Iceland Express.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.