Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 24. október 2012 Miðvikudagur Götudanseinvígi í Breiðholtinu Þann 10. nóvember næstkomandi verður haldin fyrsta keppni í götu- dansi á Íslandi. Keppnin verður haldin í íþróttahúsi Seljaskóla í Breiðholti og keppt verður í hip hop-dansi, breikdansi, waacking, popping og top rock. Þá keppa hópar um besta dansinn. Að erlendri fyrirmynd er dans- að í einvígi – maður á móti manni – og dómarar velja þann betri með aðstoð áhorfenda. Allir dansarar í lokaumferð fá í hendurnar persónulegt bréf frá dómurum sem inniheldur ráð og uppbyggilega gagnrýni. Dómar- ar og aðstandendur keppninnar eru Brynja Pétursdóttir, Natasha Royal, Grétar Berg, Ragna Þyrí og Sandra. Benni B-Ruff skemmtir gestum með tónlist. Frægur hand- ritshöfundur Á föstudaginn verður sýnt verk- ið Bastards í Borgarleikhúsinu. Verkið er samið af þeim Gísla Erni Garðarssyni og Richard LaGra- venese. Richard er heimsfrægur hand- ritshöfundur en á meðal þekkt- ustu frumsamdra verka hans eru Fisher King og Living Out Loud. Þá hefur hann gert hand- ritin að myndum á borð við Water for Elephants, Rude Awakening og Bridges of Madison County. Richard er fjölhæfur og vinnur einnig sem kvikmyndaleikstjóri, hann hefur vakið mikla athygli fyr- ir síðustu myndir sínar, Freedom Writers, P.S. I Love You og síðustu mynd sína, Beautiful Creatures. Hreinsun komin í kvikmyndahús Myndin Purge er byggð á sam- nefndri metsölubók eftir Sofi Oksanen og verður frumsýnd í Bíó Paradís á föstu- dag. Leikstjóri myndarinnar er Antti Jokinen. Bókin kom út á íslensku árið 2010 undir nafn- inu Hreinsun og naut mikillar hylli íslenskra lesenda. Hreinsun er meðal umtöluðustu skáldverka undanfarinna ára. Leik- ritið var frumflutt í finnska þjóð- leikhúsinu árið 2007 og í kjölfar- ið skrifaði höfundurinn skáldsögu upp úr efni þess sem farið hefur líkt og eldur í sinu um Evrópu, víða orðið metsölubók og sankað að sér verðlaunum. Þjóðleikhúsið sýndi leikrit byggt á bókinni á síðasta leikári og tóku áhorfendur og gagn- rýnendur því einkar vel. Hreinsun er einstaklega áhrifa- mikil saga um ást, grimmd og svik, og örvæntingarfulla baráttu mann- eskjunnar fyrir því að lifa af ofbeldi og niðurlægingu og verða heil að nýju. F jölmargar rannsóknir hafa sýnt dvínandi áhuga íslenskra barna og unglinga á bóklestri. Á sama tíma gefa rannsóknir til kynna góð áhrif bóklesturs á þroska barna. Bóklestur eykur sam- kennd og hæfileika barna til þess að lifa sig inn í aðstæður og greina at- burðarás eða röksemdafærslu. Allt eiginleikar sem gagnast vel í lífinu. Börn sem lesa ekki bækur eru hins vegar líklegri til að missa af þessum þroska. DV ræddi við rithöfundana Bryn- hildi Þórarinsdóttur, Þórarin Eldjárn og Arndísi Þórarinsdóttur um gagn- semi lesturs, hvernig Íslendingar standi sig sem bókmenntaþjóð í því að ala börn til bókar, hvað við getum gert til að gera börnin okkar bókelsk og hvaða árangurs við getum vænst. Lesturinn hefst heima Brynhildur starfar sem dósent við Há- skólann á Akureyri og er formaður stjórnar Barnabókaseturs. Markmið setursins er meðal annars að fram- kvæma rannsóknir á lestri barna. Í sumar var framkvæmd rannsókn á ungum lestrarhestum og niðurstöð- urnar komu skemmtilega á óvart. „Eitt það allra athyglisverðasta var að feður lestrarhestanna voru óvenju virkir í lestraruppeldinu,“ segir hún. „Það sannaðist í þessari rannsókn sem hefur komið fram í ýmsum öðr- um rannsóknum að lestraráhuginn hefst heima, að börn sem lesa mikið hafa alist upp við lestur og eiga les- andi fyrirmyndir og það er það sem vegur þyngst. Við ákváðum að læra af þeim börnum sem hafa áhuga á lestri. Tekin voru viðtöl við unga lestrar- hesta í þriðja og fjórða bekk sem sóttu sumarnámskeið á Amtsbókasafninu á Akureyri. Það voru þær Kristín Heba Gísladóttir og Þorbjörg Ólafsdóttir, nemendur við Háskólann á Akureyri, sem tóku viðtölin. Þær tóku einnig viðtöl við samanburðarhóp á íþrótta- námskeiði og börn sem ekki voru í neinu sumarstarfi og tóku eftir því að bæði feður og mæður lesa helst fyrir lestrarhestana en mæður fyrir börnin í samanburðarhópnum.“ Bóklestur eykur samkennd Brynhildur er sannfærð um að bók- lestur auki á samkennd og styrki sjálfsmynd barna. „Bóklestur eykur á samkennd og styrkir sjálfsmyndina. Eykur tilfinningu þeirra fyrir ýms- um óskráðum reglum í samfélaginu sem annars er erfitt að átta sig á. Það er sagt að börn og unglingar sam- sami sig frekar persónum en fullorðn- ir, upplifun þeirra sé sterkari, það er þess vegna sem það er svo auð- velt að kenna þeim svo margt með lestri bóka. Þau læra ómeðvitað ým- islegt um lífið og tilveruna. Við getum til dæmis notað barnabækur miklu meira í skólakerfinu.“ Hún segir áberandi að börn séu óvön því að tala um lestur, lestur þyki ekki sérlega fín afþreying. „Það sló okkur hversu óvön börnin voru að tala um lestur og bækur, hvort sem þau voru lestrarhestar eða ekki. Þau sem lásu mikið virtust ekki hafa sterka sjálfsmynd sem lesendur. Það þarf að styrkja þau, gera lestrarhesta að já- kvæðum fyrirmyndum. Sú hugmynd að lestur sé alvöru tómstundastarf er ekki nægilega viðurkennd.“ Ekki píslarvættir Þórarinn Eldjárn rithöfundur seg- ist halda að Íslendingar standi sig ekki alveg nógu vel í því að ala börn- in til bókar. „Við þurfum að gefa okkur betri tíma til að lesa fyrir þau og halda að þeim bókum,“ segir hann. Honum finnst þó óþarfi að halda bóklestri að börnum með hörðu. „Verið augljós- lega bókelsk sjálf án þess að vera sí- fellt að tala um það í umvöndunar- og píslarvættistón.“ Hann segist ekki vita hvaða ár- angurs mætti vænta af auknum bók- lestri. „Ég veit það ekki. Að vonandi verði unninn bugur á allri einsleitni.“ Foreldrar ala börnin til bókar Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur segist halda að þótt margt sé vel gert, mætti margt gera betur. „Til dæmis að efla skólabókasöfnin, hlúa betur að ritun íslenskra barnabóka og nýta barna- og (ekki síst) unglingabækur meira í kennslu. En þegar allt kem- ur til alls held ég að „þjóðin“ ali ekki börn til bókar heldur foreldrarnir. Það er lesturinn inni á heimilunum sem skiptir máli, að börnin læri það frá unga aldri að leita í bókina. Með því að lesa með börnunum okkar tengjum við ljúfar tilfinningar við lestrarupplifunina frá upphafi, það hefur mikil áhrif. Ég held líka að fyrirmyndin sé mjög mikilvæg, börn sem alast upp við að allir á heimil- inu lesi sér til ánægju eru líklegri til að lesa sjálf.“ Lýðræði og lesskilningur Hún bendir á að lesskilningur sé mik- ilvægur og nauðsynlegur í íslensku samfélagi. „Mikilvægi lesskilnings verður ekki vanmetið. Kannski virð- ist það einkennilegt að hrópa á það að börn lesi skáldsögur sér til skemmtunar, en kjarninn er sá að ef þau lesa ekki skáldsögur er ólíklegra að þau geti lesið nokkuð annað sér til gagns. Lítum til nýlegrar þjóðar- atkvæðagreiðslu – henni fylgdi all- nokkuð lesefni þar sem hvert orð skipti máli. Það var ekki hægt að vera með í umræðunni, ekki hægt að vera með í lýðræðinu, ef maður hélt ekki þræði í textanum sem atkvæði voru greidd um.“ n kristjana@dv.is Börnin bókelsk ef pabbi les líka n Rannsókn á ungum lestrarhestum n Bóklestur eykur samkennd Samantekin ráð n Feður taki virkan þátt í lestri fyrir börn sín n Lesið sé fyrir börnin á hverjum degi n Lesið sé fyrir framan þau n Að vera bókelsk n Að tala ekki í umvöndunartón um bækur n Að leyfa börnum að lesa sér til Uppáhald Þórarins „En hvað það var skrýtið, eftir Stefán Jónsson.“ Uppáhald Arndísar „Öll Skrímsla-serían eftir Áslaugu Jónsdóttur og Kalle Güettler og Rakel Helmsdal eru mikil snilld.“ Uppáhald Brynhildar „Bróðir minn Ljónshjarta er ein bók þar sem ég get upplifað sömu tilfinn- ingarnar aftur og aftur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.