Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 6
„Eðlilegar gengisvarnir“ n Björgólfur Thor Björgólfsson sver af sér stöðutöku B jörgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir segir að móðurfélag Landsbankans, Samson, hafi stundað „eðlilegar gengisvarnir“ á árunum fyrir hrun. Í síðasta tölublaði DV var fjallað um gengisvarnir Samson á árunum 2007 og 2008 þar sem fram kom að þessar varnir hafi verið svo miklar að um stöðutöku gegn krónunni hafi verið að ræða. Meðal annars kom fram í greininni að félagið hefði tapað tæplega 16 milljörðum króna árið 2007 vegna þess að krónan hélst sterkari en stjórnendur félagsins töldu og að nærri 19,5 milljarða hagnaður hefði verið á fyrstu sex mánuðum ársins 2008 þegar krónan hrundi í verði. Í báðum tilfell- um var tapið og hagnaðurinn sem um ræddi afleiðing af gengisvörnum fé- lagsins sem Samson hafði gert með af- leiðusamningnum. Björgólfur Thor er hins vegar ósáttur við þessa túlkun. Athugasemd hans er birt orðrétt hér fyrir neðan: „Í grein DV á mánudag 22. október, þar sem eðlilegar gengisvarnir voru ítrekað kallaðar stöðutaka gegn krón- unni, studdist blaðamaður við rangar forsendur við útreikninga sína. Gengisvarnir Samson náðu há- marki í árslok 2007 og náðu þá til um 75% af eigin fé félagsins, að teknu tilliti til þáverandi markaðsverðs eignarhluta Samson í Landsbankanum. Á árinu 2008 fór eigið fé Samson lækkandi vegna lækkandi hlutabréfa- verðs. Félagið dró þá úr gengisvörnum til samræmis, keypti krónur og seldi evrur. Þrátt fyrir kaup Samson á krón- um lækkaði gengi krónunnar skarpt. Þetta voru réttnefndar gengisvarn- ir en ekki staða gegn krónunni. Eignin var í íslenskum krónum en lánin voru í erlendum myntum. Að hluta til var það vegna þess að eigendur Samson vildu fjármagna félagið að stórum hluta er- lendis, en ekki í íslenskum bönkum, og erlendir bankar lánuðu ekki í krón- um. Þetta sést berlega þegar skoðað er hverjir voru kröfuhafar Samson þar sem íslensku bankarnir voru í minni- hluta.“ n ingi@dv.is 6 Fréttir 24. október 2012 Miðvikudagur V erktakafyrirtækið Hanza- eignir, sem meðal annars var í eigu fjárfestanna Brynjars Harðarsonar og Róberts Me- lax, stefnir í tæplega sextán milljarða króna gjaldþrot. Þetta kem- ur fram í ársreikningi félagsins, sem í dag heitir Laugarakur, fyrir árið 2011. Fyrirtækið byggði fjölbýlishús með um 300 íbúðum á Arnarneshæð í Garðabæ á árunum fyrir hrun. Félagið var fjár- magnað af Glitni sem átti 35 prósenta hlut í félaginu á móti nokkrum fjárfest- um. Miðengi, dótturfélag Íslandsbanka, tók félagið yfir eftir hrunið 2008. Stærsti hluthafi Hanza-eigna, eignarhalds- félagið Hanza-hópurinn var tekið til gjaldþrotaskipa fyrr á árinu. Þekktir hluthafar Eigendur Hanza-hópsins voru eignarhaldsfélög í eigu Róberts Melax, sem var einn af stofnendum lyfjaversl- unarinnar Lyfju, Brynjars Harðarson- ar, fyrrverandi handboltakappa, Dav- ids Ball, bresks lögmanns, og Guðna Bergssonar, lögmanns og fyrrverandi fótboltamanns. Þessir menn sátu allir í stjórn félagsins auk Sigrúnar B. Þor- grímsdóttur. Einstaklingar úr sama hópi komu einnig að öðrum fasteignafélögum á Íslandi og erlendis fyrir hrunið, með- al annars Valsmenn ehf. og City Center Properties sem keypti fasteignir í Nor- egi með fjármögnun frá Glitni árið 2007. Rekstrarhæfið brostið Í skýringu í ársreikningnum segir að rekstrarhæfi félagsins sé brostið og að félagið geti ekki staðið við skuld- bindingar sínar: „Líkt og fram kemur í skýrslu stjórnar er rekstrarhæfi félags- ins brostið. Tap varð af rekstri félagsins að fjárhæð 1.776 milljónir á árinu og er eigið fé neikvætt um 15,9 milljarða. Ljóst er að félagið getur ekki staðið við skuldbindingar sínar. Stjórnendur telja líklegt að félagið verði tekið til gjald- þrotaskipa á árinu 2012.“ Segir bankann hafa blekkt Brynjar Harðarson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Hanza-eigna, segir að Glitnir hafi fengið hluthafa Hanza- hópsins til að koma inn í félagið á móti bankanum eftir að bankinn tók þær af fyrri eiganda, eignarhaldsfé- laginu Phoenix. „Að nafninu til eign- uðumst við 65 prósent í þessu. Þetta er mjög löng og flókin saga. Fljótlega kom í ljós að þetta leit allt öðrvísi út en bankinn hafði sagði okkur. Skuldirnar voru miklu meiri en þeir sögðu okkur, til dæmis voru ógreidd gatnagerðar- gjöld upp á hálfan milljarð og fjár- magnskostnaður var miklu meiri en talið var. Þetta endar örugglega í stóru gjaldþroti.“ Brynjar segir hluthafana í Hanza- eignum ekki hafa lagt fram eiginfjár- framlag í viðskiptunum heldur hafi bankinn lánað þeim í formi skulda- bréfs. Hann segir að bankinn hafi tek- ið veð í byggingarreit sem félagið átti í Hafnarfirði og að bankinn hafi síð- an leyst þá eign til sín. „Á endanum töpuðum við heilmiklu á þessu. Þetta var gjörsamlega vonlaust allt frá ár- inu 2007. En bankinn vildi ekki taka á neinu því þá hefði það komið niður á hlutabréfaverðinu hjá þeim. Saga þessa fyrirtækis er að mörgu leyti saga hrunsins í hnotskurn: Ljóst var að íbúðaverðið var allt af hátt en það mátti ekki lækka verðið því það hefði komið niður á eignasafni bankans,“ segir Brynjar. 546 milljóna eignir Félagið á einungis 546 milljóna króna eignir á móti skuldum sem nema 16,5 milljörðum króna. Afskriftir vegna fé- lagsins munu því nema um sextán milljörðum króna. Í ársreikningi fé- lagsins segir að langtímaskuldirn- ar við Íslandsbanka nemi tæpum 11 milljörðum króna, skuldir við Íbúða- lánasjóð nema tæplega 153 milljón- um króna og skuldir við aðra lánveit- endur tæpum 800 milljónum. Þar að auki eru skammtímaskuld- ir inni í félaginu sem nema meira en 4 milljörðum króna. Stærsti hluti þeirr- ar skuldar, tæpir fjórir milljarðar, er vegna framvirkra gjaldmiðlaviðskipta sem félagið stundaði við Glitni árið 2008. „Meðal skammtímaskulda er skuld við Glitni Banka hf. að fjárhæð 3.947 milljónir króna sem mynd- aðist vegna samninga um framvirk gjaldmiðlaviðskipti sem Laugarakur ehf. gerði við Glitni Banka hf. á ár- inu 2008. Samningarnir gjaldféllu á uppgjörsdegi í október 2008, og eru skuld í íslenskum krónum frá þeim tíma sem ber dráttarvexti.“ Félagið stofnaði því einnig til skulda sem ekki verða beinlínis raktar til fasteignavið- skipta. n n Fasteignafélagið Hanza-eignir stefnir í gjaldþrot Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Skilja eftir Sextán milljarða Skuldir Einn eigandinn Einn af eigendum Hanza-eigna var Róbert Melax, fjárfestir sem meðal annars stofnaði Lyfju á sínum tíma. Félagið skuldar rúma 16 milljarða króna. Tókust á um fargjald Leigubílstjóri og tveir farþegar tók- ust harkalega á í Reykjanesbæ á dögunum og þurfti lögreglan að skakka leikinn. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að leigubílstjórinn hefði sagt að túrinn myndi kosta um sjö þúsund krónur. Síðan sagðist hann hafa mismælt sig, því gjaldið yrði ekki ofangreind upphæð heldur 10.000 krónur. Þegar kom- ið var á ákvörðunarstað krafði hann svo farþegana um 12.500 krónur samkvæmt gjaldmælin- um. Farþegarnir buðu þá 10.000 sem bílstjórinn tók og vildi að þeir borguðu sér tvö þúsund og fimm hundruð krónur til viðbótar. Þá brugðust þeir illa við og vildu þá fá þrjú þúsund krónur til baka frá bílstjóranum, þannig að fargjaldið yrði sjö þúsund krón- ur eins og upphaflega hefði verið samið um. Lögregla benti viðkom- andi á að ef yrðu eftirmál af þess- um flókna ágreiningi væri hægt að leggja fram kæru á næsta virka degi á næstu lögreglustöð. Búnaður til snjóbræðslu verður lagaður Nú í vikunni verður unnið að við- gerð á snjóbræðslu og hellulögn á gatnamótum Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Af þessum sökum verður að takmarka umferð um gatnamótin frá klukkan 9–16 í dag, miðvikudag, og á fimmtudag. Miðvikudaginn 24. október verður lokað fyrir umferð niður Laugaveg og Skólavörðustíg við Bergstaðastræti. Fimmtudaginn 25. október verður lokað fyrir akstur niður Bankastræti við Ing- ólfsstræti. Opið verður fyrir umferð um Ingólfsstræti báða dagana, en ökumenn eru beðnir um að sýna aðgát við framkvæmdasvæðið. Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á truflunum sem af framkvæmdum kann að stafa og verður opnað á ný eins fljótt og mögulegt er. Á sama tíma verður einnig unnið við smáviðgerðir á Skólavörðustíg fyrir framan Hegn- ingarhúsið. „Stjórnendur telja að líklegt verði að félagið verði tekið til gjaldþrota- skipa á árinu 2012 Segir Samson hafa keypt krónur Björgólfur Thor segir ekki rétt að Samson hafi tekið stöðu gegn krónunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.