Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 18
Viltu kropp eins og Vergara? n Einkaþjálfari Sofiu Vergara leysir frá skjóðunni L eikkonan Sofia Vergara hefur um árabil þótt sú heitasta í bransanum og situr iðulega á toppnum yfir kynþokkafyllstu konur heims. Vergara heldur sín- um kvenlegu línum með hjálp sænska stjörnueinkaþjálfarans Gunnars Peterson. Gunnar þessi hefur hjálpað stjörnum á borð við Angelinu Jolie, Matthew McCon- aughey og Jennifer Lopez að kom- ast í sitt besta form og því ekkert skrítið að kólumbíska leikkonan hafi leitað til hans. Í viðtali við InStyle-tímaritið deildi einkaþjálfarinn helstu leyndarmálum Sofiu í tengslum við líkamsrækt með lesendunum. „Sofia er svokallað stundaglas og heldur þeirri lögun með endalaus- um hnébeygjum. Ef sú vitneskja er ekki nóg til að fá þig til að bæta hnébeygjum inn í æfingaplanið þitt þá veit ég ekki hvað getur það,“ segir þjálfarinn og bætir við að þótt Sofia sé dugleg að gera maga- æfingar séu slíkar endurtekningar ekki nægar ef ætlunin sé að fá grjótharða magavöðva. „Það er ná- kvæmnisvinna að fá svona fallegar línur eins og Sofia er með. Þetta snýst ekki bara um miðjuna. Við leggjum áherslu á axlirnar til að ýta undir grannt mittið og svo not- um við æfingar sem reyna á fleiri en einn vöðvahóp. Þannig náum við betri árangri.“ Peterson ítrekar að það erfið- asta við líkamsræktina sé að halda sér við efnið. „Ég bý til nýja æfingu fyrir hvern einasta dag fyrir hvern einasta kúnna. Æfingarnar eru því alltaf ferskar svo hvorki hugur né líkami fær leið þar á. Að auki bæti ég alltaf smá fíflagangi inn í því þetta verður að vera skemmtilegt.“ 18 Lífsstíll 24. október 2012 Miðvikudagur Greiðslur fyrir 10 þumla M ér fannst vanta almenni- lega bók sem kenn- ir hárgreiðslu og hár- umhirðu á markaðinn, segir Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack sem gefur ráð um hárumhirðu og 70 einfaldar upp- skriftir að hárgreiðslum í nýrri bók sinni, Hárið. Theodóra er hárgreiðslukona að mennt og nemi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Undan- farin ár hefur hún unnið sem hárgreiðslukona á Rauðhettu og úlfinum, en er sem stendur í fæðingarorlofi. Kúnnar í vandræðum með hárið „Ég var með svo mikið af kúnnum með sítt hár sem voru í vandræð- um með hárið. Ég eyddi alltaf mikl- um tíma í að kenna þeim greiðslur, svara spurningum um umhirðu og kenna þeim að flétta og krulla á sér hárið. Svo komu þær aftur og voru búnar að gleyma leiðbeiningun- um,“ segir hún og hlær. „Ég leitaði að bókum með leiðbeiningum fyrir þær en fann engar. Það er enda- laust mikið til af förðunarbókum en enginn virðist hafa lagt í að gera hárgreiðslubók.“ Einfaldar greiðslur fyrir allar konur Theodóra leggur áherslu á að all- ar uppskriftirnar í bókinni séu ein- faldar og fyrir alla að leika eftir. „Ég eyddi miklum tíma í að einfalda hárgreiðslurnar svo að allir gætu skilið leiðbeiningarnar. Ég tók mið af greiðslum sem ég hef sankað að mér í gegnum árin og nokkrar sem ég hafði séð. Svo er ég líka með nokkrar uppskriftir að barnahár- greiðslum fyrir foreldrana að læra. Greiðslurnar eru bæði fyrir konur með tíu þumalfingur og fyrir þær flinku. Allt frá einföldum fléttum og upp í fínar uppgreiðslur,“ segir Theodóra. Vill vitundarvakningu Theodóra leggur mikið upp úr fræðslu um hár og umhirðu þess og vonast til þess að hún geti kom- ið af stað vitundarvakningu um hár umhirðu. „Allir ættu að þekkja vel hár sitt og hvaða hárvörur henta hárgerðinni. Ég hvet fólk til að greina á sér hárið og leita réttra lausna. Hárið er okkur heilmikið tilfinningamál og það er þess virði að hugsa vel um það. Okkur finnst við oft breyta um persónuleika við að klippa á okkur topp og fallegt og vel hirt hár eykur sjálfstraustið. Mér finnst alltof margar konur taka ráð- leggingum um hárumhirðu um- hugsunarlaust. Þær ættu að skoða hár sitt vandlega sjálfar og þess vegna legg ég mikið upp úr fræðslu í þessari bók. Hugsa sér hvað margar konur eyða ógrynni fjár í rangar hárvörur sem henta þeim alls ekki!“ Mikið af hæfileikafólki kom að gerð bókarinnar. Ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir sá um að taka þær fimm hundruð myndir sem prýða bókina og förðunarmeist- arinn Ísak Freyr Helgason farðaði fyrir sæturnar sem eru allar þekktar fyrirsætur sem hafa slegið í gegn. „Stúlkurnar hjá auglýsingastofunni Undralandinu sáu svo um útlit og uppsetningu bókarinnar og ég er verulega ánægð með bókina að öllu leyti,“ segir Theodóra stolt af afrakstrinum. kristjana@dv.is n Hárið skiptir höfuð máli Útkoman Einföld greiðsla en lagleg. Mynd: Saga Sig Förðun: ÍSaK FrEyr Kvenleg Sofia Vergara er allt annað en horuð. Hún er með ávalar og fallegar línur og er stolt af þeim. Spurningar og svör: Umhirða hárs Vex hárið á mér hraðar ef ég klippi það? Nei, hárið er ekki lifandi og því hefur klipping ekki áhrif á vöxt þess. af hverju fer ég úr hárum? Til eru ótal skýringar á hárlosi en þær algengustu eru árstíðaskipti, brjóstagjöf, lyfjameðferðir, stress, vöðvabólga, áföll og margt fleira. Ef um óstjórnlegt hárlos er að ræða er gott að leita til læknis. Hvernig get ég endurheimt rak- ann sem eitt sinn var í hárinu en hefur dofnað vegna aldurs? Með aldrinum verður hárið þurrara og viðkvæmara vegna náttúrulegrar olíuminnkunar í hársverði. Góð lausn á þessu vandamáli er að nota rakasjampó og rakanæringu. Er í lagi að hafa djúpnæringu í hárinu yfir nótt? Sum djúpnæring eru hönnuð þannig að hún nær hámarki sínu eftir vissan biðtíma og er því nauðsyn- legt að fara eftir þeim leiðbeiningum. Þá næringu sem hefur engan sérstakan biðtíma er í lagi að hafa yfir nótt og gerir hárinu gott. Hárið á mér er alltaf fitugt. af hverju? Það geta legið margar ástæður að baki því. Rangt mataræði, vitlaust val á sjampói og hárnæringu, ofnotkun kemískra efna og margt fleira. Hvað gerir kókosolía fyrir hárið? Hún gefur hárinu raka og gljáa, er bakteríudrepandi, sveppadrepandi og er frábært úrræði gegn flösu, exemi og sóríasis. Slítur það hárið að greiða það blautt? Þegar hárið er blautt er það mun teygjanlegra en þegar það er þurrt og slitnar því frekar. Því þarf að fara mjög varlega þegar hárið er greitt og nota til þess mjög grófar greiður eða bursta með mjúkum hárum. Heit olía og sýrunæring Heitar olíur hafa verið vinsælar í hárumhirðu síðustu misseri. Í bók Theodóru kemur fram að hvað hárnæringu varðar séu þær með áhrifaríkasta sem hægt er að nota. Þessar olíur eru fyrir þurrt hár sem þarfnast mikillar umönnunar. Góð- ar leiðbeiningar fylgja oftast og er nauðsynlegt að fara eftir þeim. Þá bendir Theodóra á kosti styrkjandi næringar fyrir hár sem þarfnast uppbyggingar vegna slæmrar meðferðar. Sýrunæring er næring sem inniheldur 3,5 í pH- gildi sem kemur jafnvægi á hárið og styrkir „hydrogen“-bönd keratínsins í hárinu. Keratínið er ríkt af prótín- um, olíum, rakagefandi gerviefnum og fleiri efnum. Næring af þessum toga hentar öllum hárgerðum. Skiptu hárinu í tvennt, þvert yfir hvirfil og settu lágt hliðartagl í neðri hlutann. Skiptu efri hluta hársins lóðrétt í tvennt. Krossaðu lokkana yfir teygjuna sem heldur utan um hliðartaglið. Krossaðu lokkana undir taglið og aftur yfir. Gerðu þetta til skiptis niður taglið. Settu litla gúmmí- teygju í endann. 1 2 3 4 5 6 Snúið um tagl Einfaldar leiðbeiningar prýða bók Theodóru. Þjálfari stjarnanna Gunnar Peterson hefur þjálfað Angelinu Jolie, Matthew McConaughey og Jennifer Lopez.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.