Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 15
Þær eru frjálsar Ég sendi inn lag Jaroslava Davíðsson segir ekkert vændi stundað á Goldfinger. – DVLeoncie vill komast í Eurovision. – DV Skyggnilýsingarfundir í Valhöll Spurningin „Ánægður með sumt, óánægður með annað. T.d. þjóðkirkjuákvæð- ið. Það hefði mátt missa sín.“ Árni Freyr Helgason 18 ára nemi „Ég er bara býsna ánægð með þetta.“ Guðbjörg Kristjánsdóttir 65 ára umönnunarkona „Ég veit það ekki alveg. Sjálfur er ég ekki kominn með kosningarétt.“ Haraldur Garðarsson 15 ára nemi „Ég er hæstánægður með allt nema þjóðkirkjuákvæðið.“ Þorgeir Helgason 20 ára flugþjónn „Ég er bara þokkalega sáttur.“ Guðmundur Eggert Finnsson 57 ára háskólanemi Ertu sátt/ur við niðurstöðu kosninganna á laugardag? 1 Bryndís rekin frá Fríkirkjunni Safnaðarráð stofnaði nefnd til að rann- saka deilur en rak prestinn í staðinn. 2 Segja Monster-orkudrykkinn hafa dregið fimm til dauða Foreldrar stefna framleiðanda drykkjarins í Bandaríkjunum. 3 Nýtt hús! Britney Spears keypti glæsivillu í Los Angeles á dögunum. 4 Grunur um mannsal á nudd-stofu Kona segist hafa unnið í 4 ár fyrir 6.500 krónur í mánaðarlaun. 5 „Hann vill að allir labbi eða hjóli milli kaffihúsa í kvart- buxum“ Siguður G. Guðjónsson er harðorður í garð Gísla Marteins Baldurssonar. 6 Selur enn gamla Cocoa Puffs-ið Jón Gerald Sullenberger, eigandi Kosts, segir morgunkornið ekki ólöglegt. 7 Segir „ljóta umræðu“ hafa dregið úr trúverðugleika sín- um Pétur Gunnlaugsson í meiðyrða- mál vegna skrifa Viðskiptablaðsins. Mest lesið á DV.is U ndanfarna daga hafa sprottið fram miðlar með aðsetur í Val­ höll, eins konar nútímavölvur sem hafa þann einstaka hæfileika að geta lesið hug og jafnvel tilfinningar þeirra sem mættu ekki á kjörstað. Þess­ ir miðlar hafa boðið þjóðinni upp á alvöruskyggnilýsingarfundi í fjölmiðl­ um og hafa jafnvel náð þeim árangri í þessari einstöku næmni sinni að geta túlkað vilja 50% þjóðarinnar sem kusu með rassinum en ekki á kjörstað, en eiga þó samkvæmt völvum Sjálfstæðis­ flokksins jafn mikinn rétt og þeir sem nýttu sér borgaraleg réttindi sín með því að mæta á kjörstað og sýndu í verki vilja sinn. Þingmenn Hreyfingarinnar gagn­ rýndu formenn meirihlutans þegar þeir beinlínis lögðu til við stuðningsfólk sitt að mæta ekki á kjörstað í kringum Icesave­þjóðaratkvæðagreiðsluna og við gagnrýnum formenn stjórnarand­ stöðunnar fyrir að gera lítið úr þjóðar­ atkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Við munum gagnrýna alla þá sem reyna að gera lítið úr lýðræðislegum rétti al­ mennings til að láta í ljósi vilja sinn, og afskræma þetta ferli með flokkpólitísk­ um skyggnilýsingum. Þau okkar sem fengu traust til að vera fulltrúar á lög­ gjafarþingi ættum frekar að hvetja til kosningaþátttöku svo við megum vita með afgerandi hætti hver þjóðarviljinn er þegar boðað er til atkvæðagreiðslu af þessu tagi. Það eru mikil forréttindi að sitja á löggjafarþingi og fá svona skýra leiðsögn frá þeim sem mæta á kjörstað. Ég er einstaklega þakklát þeim sem mættu á kjörstað. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki gædd skyggnigáfu og því hef ég ekki hugmynd um af hverju það var ekki 100% þátttaka. Hvorki ég né sér­ fræðingar í þjóðarvilja getum eða eigum að túlka það á þann hátt að það skipti einhverju máli varðandi niðurstöðu þessara atkvæðagreiðslna né annarra slíkra. Flokkar eiga ekki atkvæði, þing­ menn eiga ekki atkvæði, enginn á at­ kvæði nema sá sem nýtir sér kosninga­ rétt sinn. Þeir sem mættu ekki fyrirgerðu rétti sínum til að vilji þeirra yrði tekinn með í reikninginn. Þingið getur orðið við þjóðarvilja strax Ég ætla ekki að eyða meira púðri í skyggnilýsingar í Valhöll og einbeita mér að því sem mér stendur næst. Það voru nefnilega nokkur atriði sem komu mjög skýrt fram hjá þeim sem mættu á kjör­ stað og það er hægt að verða við þeim þjóðarvilja strax ef samþingmenn mín­ ir vilja. Gleymum því ekki að löggjafar­ samkundan hefur í auknum mæli sýnt að þingmannafrumvörp eru ekki lengur látin safna ryki í nefndum heldur hafa fjölmörg slík frumvörp og ályktanir ver­ ið samþykktar á vinnustað mínum. Mér finnst það mjög jákvæð þróun. Því ætti ekki neitt að verða því til fyrirstöðu að Alþingi verði strax við þeim eindregna vilja sem kom fram í þjóðaratkvæða­ greiðslunni varðandi persónukjör og jafnt vægi atkvæða? Ein af helstu niðurstöðum þjóðar­ atkvæðagreiðslunnar þann 20. október var að rúmlega 78% landsmanna vilja persónukjör í alþingiskosningum. Ekki er nauðsynlegt að breyta stjórn­ arskránni til að breyta kosningalögum til að hægt sé að bregðast við þessu. Það þarf bara einfaldan meirihluta á Al­ þingi til að samþykkja slíkar breytingar. Spurningin er bara hvort vilji sé fyrir hendi meðal alþingismanna. Gott að­ hald almennings gæti gert gæfumuninn. Valgerður Bjarnadóttir lagði fram frumvarp um persónukjör sem var mælt fyrir nýlega. Sambærilegt frumvarp var lagt fram fyrir tæpum 30 árum af hinum merka alþingismanni Vilmundi Gylfa­ syni. Það ætti ekkert að verða því til fyrirstöðu að afgreiða þetta frumvarp svo að hægt verði að bregðast við ákalli almennings um að geta kosið þvert á flokka það fólk sem það treystir best til að stjórna landinu hverju sinni. Tveir þriðju hlutar þjóðarinnar vilja síðan að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt. Þingmenn Hreyf­ ingarinnar lögðu fram frumvarp um skiptingu þingsæta milli kjördæma fyrr í þessum mánuði sem endurspeglar þennan vilja. 17. júní 2013 Að lokum vil ég taka heilshugar undir með þeirri sýn sem forsætisráðherrann setti fram á Alþingi og vona að þinginu beri gæfa til þess að taka höndum saman um að klára þetta þing á söguleg­ um og reisnarlegum nótum. Til þess að það sé hægt þarf að ná samkomulagi í þinginu um vinnubrögð og tímaramma. Flokkadrættir og klækir stjórnmála­ manna verða að víkja í þeirri vinnu. Þjóðin getur þar með kveðið upp end­ anlegan dóm í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða næstu þingkosningum. Stefn­ um á að ný stjórnarskrá taki gildi þann 17. júní 2013. Út með það nýja Unnið er hörðum höndum þessa dagana við að rífa hálfbyggt hús við Mýrargötu sem reist var á hápunkti góðærisins, árið 2007. Hönnunin þykir ekki henta fasteignakaupendum dagsins í dag. Mynd Sigtryggur ariMyndin Umræða 15Miðvikudagur 24. október 2012 Það var allt klárt Eyþór Ingi bað kærustunnar í Eiffel-turninum. – DV Kjallari Birgitta Jónsdóttir „Þeir sem mættu ekki fyrirgerðu rétti sínum til að vilji þeirra yrði tekinn með í reikninginn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.