Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 8
Í þarsíðustu viku bilaði eitt af þremur hjartaþræðingartækj­ um á hjartaþræðingardeild Landspítalans þegar sjúklingur var í aðgerð. Skipta þurfti um varahlut í tæk­ inu og var það gert næsta dag en sjúklingurinn var færður yfir í aðra stofu þar sem aðgerðinni var haldið áfram með öðru tæki. Sjúklingurinn sem um ræðir var í aðgerð þegar tækið bilaði og lést en þó er ekki talið að bilun tækis­ ins hafi valdið dauða sjúklingsins. Þegar bilunin kom upp var hann færður yfir í annað tæki. „Vissulega er þetta þó bagalegt,“ segir lækn­ ir á spítalanum. Einn viðmælenda DV segir það tímaspursmál hvenær tæki klikki á ögurstundu. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk sem rætt hefur verið við er orðið langþreytt á ástandinu. Tækið helst ekki notað í neyð Tækið sem um ræðir er 15 ára gam­ alt. Tvö önnur tæki eru á deildinni, annað 10 ára og hitt 4 ára. Nýtt hjartaþræðingartæki kostar um 150 milljónir króna en samkvæmt upp­ lýsingum DV þá er talið æskilegt að endurnýja slík tæki eftir um 7–8 ára notkun. „Gömul tæki bjóða upp á ákveðna hættu, til dæmis geislahættu. Við notum venjulega ekki þetta tæki sem bilaði þarna, við notum það bara í rútínutengda hluti, helst ekki í neyð. Þarna vildi svo til að ann­ að aðaltækið var upptekið vegna annars sjúklings og það var ákveðið að byrja á þessum sjúklingi í gamla tækinu og það stoppaði,“ segir Ragn­ ar Daníels son hjartalæknir um þetta tiltekna tæki sem bilaði. Hann var þó ekki sjálfur í aðgerðinni en þekk­ ir til atviksins. Hann segir tækja­ kost deildarinnar vera lélegan. Tæk­ in séu orðin gömul og úr sér gengin. „Myndgæðin og annað sem við vinn­ um með, þau eru því miður ekki eins og myndgæði sem við sjáum þegar við erum á hjartaþræðingarstofum erlendis, nema kannski nýjasta tæk­ ið okkar, það er það skásta. Það er bara kominn tími á endurnýjun, ef á að sinna þessari starfsemi áfram þá þarf að endurnýja það sem fyrst. Þó það verði lappað upp á það núna – aftur enn eina ferðina – með kannski nýjum röntgenlampa þá er tækið sem slíkt löngu úrelt, miðað við það sem gerist árið 2012.“ Þörf fyrir endurnýjun Davíð O. Arnar, yfirlæknir á hjarta­ deild Landspítalans, segir tækin vera komin til ára sinna en þeim sé þó vel haldið við. „Þau eru ekki í lélegu ásigkomulagi vegna þess að þeim er mjög vel við haldið. Hins vegar er eitt tækið komið dálítið til ára sinna og það er verið að leggja drög að því að kaupa nýtt.“ Aðspurður hvort fáist fjármagn til þeirra kaupa segir hann að það sé verið að reyna að afla fjár­ magns til þess. „Góð spurning, það er verið að afla fjármagns til þess að það verði keypt innan skamms, hvað sem það þýðir nákvæmlega. Það er bara þörf fyrir eðlilega endurnýjun á þessum tækjum með nokkurra ára millibili og við erum bara að vinna að því,“ segir hann. Haldið saman með plástrum Spítalinn hefur þurft að þola mik­ inn niðurskurð undanfarin ár. Tæki hafa lítið sem ekkert verið endur­ nýjuð en þeim er haldið við af tækja­ deild spítalans. „Það er staðreynd almennt á spítalanum að það hefur verið trassað árum saman að sinna eðlilegri endurnýjun á tækjum. Þetta er ekki ástand sem byrjaði bara út af hruninu, þetta var svona fyrir hrun líka. Þetta er ríkisspítali, hann er rekinn á fjárlögum og hugmynd­ ir fjárveitingavaldsins og þeirra sem ráða þar eru gjörsamlega óraunhæf­ ar hvað varðar fjármuni til að fjár­ magna tæki á spítalanum sem er aðalspítali landsins. Fjármögnun á þessum spítala hefur aldrei verið í samræmi við það hvernig staðið er að tækjaendurnýjun á öðrum há­ skólaspítölum í nágrannalöndun­ um. Það er ekki venjan annars stað­ ar að vera með svona gömul tæki eins og Landspítalinn hefur komist upp með. Björn Zoëga hefur nú sjálf­ ur sagt að sumum tækjum sé haldið saman með plástrum. Það er nærri lagi og jafnvel rétt,“ segir Ragnar. Fagleg óánægja Ragnar segir læknana ekki vera ánægða að vinna við þennan tækja­ kost. „Læknum sem standa þarna og framkvæma hjartaþræðingar dags­ daglega er náttúrulega ekki vel við að standa í að reyna að taka mynd­ ir og vinna inni í kransæðasjúkling­ um án þess að sjá með fullnægjandi hætti hvað þeir eru að gera,“ segir hann. Aðspurður hvort læknar séu ekki orðnir langþreyttir á ástandinu segir Ragnar starfsfólkið aðlaga sig ýmsu. „Það er ótrúlega seigt í okkur en við erum samt sem áður orðin lang­ þreytt, ég er búinn að vinna þarna í 20 ár og það er búið að keyra óvenju hart vegna fjárhagsaðhalds undan­ farin ár. Við erum ýmsu vön en það veldur ákveðinni faglegri óánægju að vinna með svona gömul tæki. Við erum mjög meðvituð um að reyna að forðast ákveðnar gildrur sem hægt er að lenda í. Við reynum að velja sjúklingana á tækin samkvæmt okkar bestu vitneskju og þekkingu.“ Hann segist ekki vita til þess að upp hafi komið krítískt ástand vegna tækjabilunar sem sett hafi líf sjúklings í hættu. „Ekkert sem ég get sagt sem hefur ekki verið leyst á staðnum. Þetta var verra hér áður fyrr þegar við vorum bara með tvær þræðingarstofur, þá gat komið upp sú staða að eitt tæki var bilað og annað notað, ef það stoppaði vorum við með tvö tæki stopp. Nú erum við fræðilega með þrjú þó að eitt tæki sé yfirleitt ekki notað í þetta.“ Ekki hægt að skera meira niður „Ég tek undir með forstjóranum sem segir að það sé ekki meira hægt að skera niður þarna. Það er búið að ganga mjög hart og nærri starfsfólk­ inu, það vinnur gríðarlega mikið undir miklu álagi við mjög erfiðar að­ stæður, það er miklu fórnfúsara starf en hefur nokkurn tímann verið gefið út í fjölmiðlum. Við höfum ekki verið að flíka því út á við, fólk gengur bara til sinna verka. En lengi má manninn reyna, stendur einhvers staðar,“ seg­ ir hann og segir það svo sannarlega vera raunina á spítalanum. DV fékk ábendingu um að geisla­ magn frá röntgentækjunum væri talið yfir hæfilegum mörkum. Það reyndist hins vegar ekki rétt sam­ kvæmt upplýsingum frá forstjóra Geislavarna ríkisins, Sigurði M. Magnússyni, en um þessar mundir fer fram eftirlit á hjartaþræðingar­ tækjum deildarinnar á vegum Geislavarna ríkisins. Það er gert til þess að athuga hvort að sjúklingum eða starfsmönnum beinist hætta af geislum úr tækjunum. Að sögn Sig­ urðar hefur ekkert komið fram sem gefur ástæðu til að ætla að sjúklingar eða starfsfólk verði fyrir óeðlilega mikilli geislun við notkun tækjanna. Við síðasta eftirlit, í nóvember 2009, voru gerðar kröfur um minniháttar breytingar og lagfæringar á gæða­ áætlun deildarinnar og að geisla­ skammtamælir á einni deildinni yrði lagfærður en hann virtist vera bilað­ ur þegar eftirlitið fór fram. Kröfum Geislavarna var mætt innan tilskil­ ins tíma samkvæmt Sigurði. n Hjartaþræðingartæki bilað í hjartaaðgerð n Tæki á Landspítalanum úr sér gengin n Mikil þörf á endurnýjun tækja Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Gömul tæki bjóða upp á ákveðna hættu, til dæmis geislahættu „Við reynum að velja sjúklingana á tækin samkvæmt okk- ar bestu vitneskju og þekkingu. Erfitt ástand Þeir sem DV ræddu við segja tækjabúnað á spítalanum lélegan. Í síðustu viku bilaði hjartaþræðingartæki í aðgerð. myndin TEngisT FréTTinni Ekki bEinT Þörf á endurnýjun Davíð O. Arnar segir að verið sé að leggja drög að kaupum á nýju hjartaþræðingartæki. 8 Fréttir 24. október 2012 miðvikudagur Í mál vegna Viðskiptablaðsins: „Ég gat ekkert rifið í hann“ „Þetta var mjög óþægilegt,“ sagði Pétur Gunnlaugsson, stjórnar­ formaður og útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag þar sem aðalmeðferð í meiðyrðamáli hans gegn ritstjóra og útgáfufélagi Við­ skiptablaðsins fór fram. Pétur höfðaði mál vegna skrifa um hann sem birtust í dálknum Huginn og Muninn í Viðskiptablaðinu í fyrra. Þar var því haldið fram að Pétur hefði í átakaumræðu við þingmann­ inn Björn Val Gíslason um Ices­ ave­málið á Útvarpi Sögu, þann 11. apríl 2011, rifið í þingmann­ inn eftir að hafa kastað öllu laus­ legu af borðinu sem þeir sátu við ásamt Arnþrúði Karlsdóttur út­ varpsstjóra sem stýrði þættinum. Samkvæmt skrifunum sem birtust í Viðskiptablaðinu mánuði eftir umræddan útvarpsþátt kom fram að ástæða þess að Pétur missti stjórn á skapi sínu var að Björn Valur gaf í skyn að Pétur væri „handbendi Davíðs Odds­ sonar en ekki fulltrúi sinna eigin skoðana.“ Í skýrslu sinni fyrir dómi sagði Pétur að vissulega hafi eldfimt málefni verið til umræðu og tekist hefði verið á með orðum en hann hafnaði því algjörlega að hafa lagt hendur á þingmanninn. „Ég gat ekkert rifið í hann enda sat hann hinum megin við borðið,“ sagði Pétur og bætti við að kannski væru einhverjir menn sem yrðu svona reiðir yfir því að vera kall­ aðir handbendi Davíðs Oddsson­ ar en hann kannaðist nú ekki við að vera einn þeirra. Gagnrýndi hann vinnubrögð Viðskipta­ blaðsins harðlega enda hefði ekki verið haft samband til að stað­ festa frásögnina áður en hún var birt. Tæknimaður Útvarps Sögu, Jóhann Kristjánsson, sem var einn þeirra fjögurra sem staddur var í hljóðverinu þegar umrætt atvik var sagt hafa átt sér stað, sagðist fyrir dómi ekkert kannast við hina meintu árás eða nokkuð sem fram kom í Viðskiptablaðinu. Þátturinn hafi verið með hefð­ bundnu sniði. Dópaður á stolnum bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæð­ inu stöðvaði ökumann aðfaranótt þriðjudags vegna gruns um að hann væri undir áhrifum vímu­ efna. Við nánari athugun kom í ljós að bifreiðin sem hann ók var stolin. Voru ökumaðurinn og farþegi í bílnum handteknir og vistaðir í fangageymslum lögreglu. Aðfaranótt þriðjudags var tíð­ indalítil hjá lögreglu fyrir utan að tilkynnt var um eitt innbrot í versl­ un á Langholtsvegi. Sáust tveir menn hlaupa frá versluninni en þeir náðust ekki og þá liggja ekki fyrir upplýsingar um hverju var stolið í innbrotinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.