Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 2
Fárveik vegna
myglusvepps
2 Fréttir 24. október 2012 Miðvikudagur
F
ljótlega eftir að við fluttum fór
ég að finna fyrir einkennum,
kannski 2–3 vikum eftir að við
fluttum inn. Fyrst tengdi ég
þetta bara við álag en svo fóru
einkennin alltaf að verða meiri og
meiri og ég varð veikari. Það var þó
ekki fyrr en sonur minn veiktist líka
að ég fór að hugsa hvort þetta gæti
tengst húsinu en hans einkenni voru
lík þeim sem fyrrverandi íbúi í húsinu
hafði verið með,“ segir Alda Björg Lár
usdóttir sem veiktist mikið af völdum
myglusvepps stuttu eftir að hún flutti
ásamt fjölskyldu sinni. Fjölskyldan rak
gistiheimili rétt fyrir utan Egilsstaði og
íbúðarhúsið, sem er timburhús, voru
þau með á leigu.
Læknar ráðþrota
Alda hafði ekki kennt sér meins fyrr
en hún flutti inn í húsið og það tók
nokkra mánuði fyrir hana að finna
orsakavald veikindanna. Í fyrstu grun
aði hana ekki að veikindin gætu verið
af völdum myglusvepps. Níu ára sonur
hennar veiktist líka mikið en var með
önnur einkenni en móðir hans. Eig
inmaður hennar var hins vegar al
gjörlega einkennalaus og því var erfitt
í fyrstu fyrir þau að finna út af hverju
veikindin stöfuðu. Læknar voru ráð
þrota og mæðginin voru rannsökuð í
bak og fyrir án þess að ástæða veikind
anna fyndist.
Öndunarerfiðleikar
Fyrstu einkennin sem Alda fór að finna
fyrir voru öndunarerfiðleikar. „Ég fann
oft fyrir því að ég náði ekki andanum.
Mér fannst eins og hálsinn lamaðist og
ég náði ekki kyngja. Ég náði svo ekki
að draga inn andann. Þetta varði mjög
stutt í einu, kannski 2–3 sekúndur í
senn. Síðan fékk ég mjög skringilegan
hjartslátt, það var eins og það væru
aukaslög og takturinn ruglaðist í smá
stund. Þetta fór að hafa áhrif á nætur
svefninn og ég svaf illa og leið mjög
illa. Öndunarerfiðleikarnir og hjart
sláttaróreglan lét sig ekki vanta á næt
urnar og ég vaknaði nánast á hverri
nóttu með drukknunartilfinningu. Ég
var komin í vítahring og dauðkveið
því að fara að sofa vegna þessa, en var
þó alltaf mjög orkulaus og þreytt. Á
þessu hafði gengið í nokkrar vikur en
læknarnir fundu ekkert að mér og ég
fór að ímynda mér allt mögulegt – að
ég væri að missa vitið, að ég væri að fá
hjartaáfall og svo framvegis. Ég vakti
manninn minn ítrekað á næturnar og
bað hann að vaka með mér, svo bara
grét ég og mér leið illa,“ segir Alda.
Ýmis önnur einkenni hrjáðu Öldu.
Til dæmis dofnaði hún upp í vinstri
hluta líkamans, þá aðallega í andliti og
niður í fingur. Fyrst varði dofatilfinn
ingin í stuttan tíma í senn en varð svo
stöðug innan nokkurra vikna. Einnig
fékk hún „skringilegan fjörfisk“ undir
hársvörðinn og við gagnaugu, eins og
hún lýsir því, höfuðverk, mikinn þurrk
í hálsi og munni, mikinn svima, ójafn
vægi og minnisleysi. Hún varð líka
viðkvæm fyrir mikilli birtu og var farin
að ganga mun oftar með sólgleraugu
vegna þess. Hún varð einnig viðkvæm
fyrir ýmiss konar lykt og sonur henn
ar líka.
Grét og öskraði
Einkenni Davíðs sonar hennar voru
ólík hennar. „Okkur virtist sem hann
fengi eitthvað í líkingu við maga
krampa. Viðbrögð hans voru mjög
öfgakennd, hann fékk þetta oftast á
kvöldin, en með tímanum fór hann
að vakna á nóttunni líka og einstaka
morgnar voru erfiðir. Hann svitn
aði köldum svita, ef hann stóð þegar
verkirnir hófust gat hann alls ekki
lagst eða sest, ef hann sat gat hann
ekki staðið eða legið. Hann vildi alls
ekki breyta um stellingu og stífnaði
upp. Hann vildi alltaf fara í kulda, sem
var oftast inni á baði því þar var opnað
vel út. Þar stóð hann og grét og stund
um öskraði hann. Við máttum ekki
snerta hann, en samt kallaði hann á
okkur „mamma … pabbi … hjálpið
mér“, en við gátum ekkert gert nema
bíða, standa hjá honum og reyna að
segja honum að þetta væri að verða
búið. Ekki máttum við knúsa hann og
ekki gátum við læknað hann. Þetta er
það ömurlegasta sem ég hef upplifað,
og við bæði sem foreldrar. Hann fékk
að auki mikla verki í fætur, í leggi og
hné, og var þurr í hálsi og munni,“ seg
ir Alda og augljóst að ástandið hefur
tekið á fjölskylduna.
Fyrrverandi íbúi veiktist líka
Alda leitaði til lækna á Egilsstöðum
eftir hjálp, bæði þegar hún fór fyrst
að kenna sér meins og svo með Dav
íð eftir að hann veiktist. Þeir læknar
sem hún talaði við töldu ekki líkur á
að þetta gæti stafað af einhverju í hús
inu. „Það voru allt önnur einkenni
hjá okkur mæðginum og þess vegna
vildu læknar ekki tengja þetta saman.
Davíð var sendur í blóðtöku og skoð
aður í bak og fyrir. Barnalæknir taldi
hann vera með óþol og mælti með
að hveiti og mjólkurvörur yrðu tekn
ar úr mataræði hans. Þessi ráð læknis
ins minntu Öldu á það sem sagt hafði
verið við fyrrverandi íbúa hússins sem
glímt hafi við heilsubrest. „Það sem
læknirinn sagði um Davíð, var nánast
orðrétt það sem konan sagði mér að
læknirinn hefði sagt við hana. Hún tók
mataræðið sitt vel í gegn og fannst sér
stundum líða betur, en leið þó mest
megnis illa. Undir lok veru þeirra í
húsinu var hún mikið heima vegna
veikinda og leið virkilega illa. Henni
batnaði ekki fyrr en hún flutti úr hús
inu,“ segir Alda.
Allt leit vel út
Það fór að sækja á Öldu sterkari
grunur um að hér gæti verið um
myglusvepp að ræða. Hún las sér til
á netinu og í leit sinni fann hún síð
una husogheilsa.is sem Sylgja Dögg
Sigurjónsdóttir líffræðingur heldur
úti. Þar var listi yfir þau einkenni sem
fólk gæti fundið fyrir væri það veikt af
völdum myglusvepps. „Það var ótrú
legt hve mörg einkenni pössuðu við
hjá okkur, bæði hjá mér og stráknum,
en það voru listar yfir einkenni hjá
fullorðnum og börnum.“
Fjölskyldan ákvað að prófa að
flytja úr húsinu tímabundið til þess
að athuga hvort það myndi slá á ein
kennin. „Við fluttum yfir í næsta hús
en tókum bara með okkur okkar dót,“
segir hún. Þau fundu ekki mikinn
mun og Alda reyndi að útiloka að um
myglusvepp væri að ræða. Þetta hlyti
bara að vera eitthvað annað en hún
vissi þó ekki hvað. Hugsunin var þó
alltaf til staðar og á endanum fengu
þau Sylgju til að koma og skoða hús
ið sem þau bjuggu í en enga sýnilega
myglu var þar að sjá nema myglu utan
á einu vatnsröri í þvottahúsinu. „Hún
kom austur til okkar til að rakamæla
í veggjum í húsinu. Þegar þarna var
komið sögu var ég frekar komin á það
að losa mig við þessa grillu að mygla
væri aðalvandamálið. Það var engin
raka, fúkka eða myglulykt í húsinu,
allt var nýmálað og fínt, og húsið leit
vel út, að undanskildu baðherberginu
sem var orðið lúið. Þegar Sylgja kom
mældi hún raka og sá að einhver raki
var í kringum sturtubotn og í vegg
við vaskinn. Hún ráðlagði okkur að
athuga inn í veggi hvort væri að sjá
svarta myglubletti, og ef svo væri þyrfti
að laga það og setja ný efni. Hún sá að
það var smá mygla í gluggum en ekk
ert sem hún taldi óeðlilegt,“ segir Alda.
Gróin fylgdu með
Þau sögðu Sylgju frá því að þau hefðu
flutt úr húsinu en ekki fundið mik
inn mun. „Þá spurði hún okkur hvort
við hefðum skilið dótið okkar eftir í
húsinu. Við gerðum það ekki held
ur tókum bara sængurnar okkar og
föt með. Það áttum við ekki að gera
heldur skilja allt eftir,“ segir Alda, en
það er vegna þess að sveppagró geta
Eitrunar-
einkenni
Einstaklingsbundið hvaða einkenni
koma fram og hversu sterkt. Ef þessi
einkenni koma fram án eðlilegra
skýringa þá er mögulegt að um eitrun af
völdum myglusvepps sé að ræða.
Fullorðnir
Einkenni – koma ekki öll fram –
einstaklingsbundið
n Þreyta, eða sífelldur höfuðverkur, stundum eins
og mígreni.
n Ennisholubólgur, óþægindi og síendurteknar
sýkingar.
n Hósti, þurrkur eða sviði í hálsi, eða sviði í
lungum, hrotur.
n Tíð þvaglát, tíður niðurgangur eða aðrar
meltingartruflanir.
n Sjóntruflanir, minnistruflanir, snertiskyn, doði og
dofi í útlimum,ljósnæmi, rafmagnsviðkvæmni.
n Jafnvægistruflanir.
n Kvíði, þunglyndi, svefnvandamál.
n Áreiti í slímhúð – öndunarfæri og melting.
n Þroti, bjúgur.
n Húðvandamál, þurrkur eða útbrot.
n Liðverkir, stingir, eða aðrir óútskýrðir verkir.
n Fæðuóþol, óþol gegn t.d. hnetum, brauði, msg,
mjólkurvörum eða öðru.
n Þyngdaraukning eða þyngdartap án skýringa.
n Einkenni eins og hjá börnum.
Börn
Einkenni – koma ekki öll fram –
einstaklingsbundið
n Nefrennsli, hitasveiflur, eyrnaverkur, þrýstingur
í eyrum (eins og hella).
n Hósti, astmi, lungnabólga, bronkítis.
n Höfuðverkur eða einkenni frá ennisholum.
n Útbrot (líkt exem), þurr húð, roði í kinnum, rauðir
flekkir í andliti, þurrir blettir eða sprungin húð, kláði.
n Sveppasýking á bleyjusvæði eða annars staðar.
n Tíðar sýkingar, RS og bakteríur.
n Verkir í fætur eða liðamót – oft framan á
sköflungi eða í hnjám.
n Magakrampi, meltingartruflanir, niðurgangur
eða harðlífi.
n Óróleiki, athyglisbrestur og einkenni ofvirkni,
einbeitingarskortur, skapbrestir.
n Í slæmum tilfellum hægist á þroska og einkenni
frá taugakerfi koma fram.
n Fæðuóþol t.d. gegn mjólkurvörur o.fl.
HEiMiLd: HusoGHEiLsA.is
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
Fárveik Mæðginin Alda
og Davíð voru fárveik af
völdum myglusvepps.
Mörður vill
þriðja sætið
Mörður Árnason, þingmaður
Samfylkingarinnar, er í framboði
við flokksval flokksins í Reykjavík
og óskar eftir þriðja sæti í kjörinu.
Það jafngildir öðru sæti á fram
boðslista flokksins í Reykjavíkur
kjördæmi norður eða suður í al
þingiskosningunum í apríl. Þetta
kemur fram í tilkynningu sem
Mörður sendi frá sér.
„Ég býð mig fram til þjón
ustu við Reykvíkinga í samræmi
við stefnu jafnaðarmanna,“ segir
Mörður í tilkynningunni. „Við eig
um að halda áfram að byggja upp
samfélag þar sem velferð borgar
anna er tryggð, þar sem atvinnu
líf er fjölbreytt og öflugt, þar sem
jöfnuður og jafnrétti kynja ein
kennir samfélagsgerðina og græn
ar áherslur móta atvinnustefnu,
landnýtingu og daglegt líf. Ég er
líka maður mennta og menningar,
Evrópusamstarfs og þjóðlegrar
hollustu.“
Mörður sat á þingi fyrir Sam
fylkinguna í stjórnarandstöðu
2003–2007 og svo aftur frá 2010.
„Fyrir kosningarnar í vor þarf
Samfylkingin að kynna skýra
framtíðarsýn í anda jafnaðar
manna og sannfæra landsmenn
um að við leggjum okkur í verkin
af heilindum og heiðarleika,“ segir
Mörður í tilkynningunni og bætir
að lokum við: „Ég er reiðubúinn
að taka þátt í því verki og legg þar
fram reynslu mína, hugmyndir,
krafta og trúmennsku.“
Greiðslukortum
stolið í Bláa lóninu
Lögreglan á Suðurnesjum fékk á
mánudag tilkynningu um þjófn
að úr baðskáp í Bláa lóninu. Úr
honum hafði verið stolið tveim
ur greiðslukortum í eigu erlends
baðgests. Í ljós kom að umræddur
gestur átti í einhverju basli með
að læsa skápnum, en taldi sig þó
hafa tekist það áður en hann fór út
í lónið. Svo reyndist þó ekki vera.
Gesturinn hafði þá þegar sam
band við banka í heimalandi sínu
og lét loka kortunum, þannig að
sá óprúttni aðili sem þarna var að
verki hafði ekki erindi sem erfiði.
Fimm reynd-
ust ölvaðir
Rúmlega tvö hundruð ökumenn
voru stöðvaðir í Reykjavík um
helgina í sérstöku umferðar
eftirliti lögreglunnar. Fimm þeirra
reyndust undir áhrifum áfeng
is og/eða fíkniefna og eiga hinir
sömu ökuleyfissviptingu yfir höfði
sér. Einum til viðbótar var gert að
hætta akstri sökum þess að við
komandi hafði neytt áfengis en var
þó undir refsimörkum. Eftirlitið
fór fram í miðborginni og við
eina af verslunum ÁTVR í austur
borginni.
n Alda og sonur hennar veiktust alvarlega vegna myglu í íbúðarhúsi