Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 13
Umræða 13Miðvikudagur 24. október 2012 „Hef notað helling af lyfjum“ Gestur Gylfason Af hverju er ekki skólpið hreinsað og búið til metangas úr því eins og í t.a.m. Stokkhólmi?  Jón Gnarr Skólpið er leitt langt út í Faxaflóa að sögn Guðmundar [B. Friðrikssonar sem var Jóni til halds og trausts á línunni, innsk. blm.]. Rannsóknir sýna fram á að það er ekki þörf á jafn mikilli hreinsun og í Stokkhólmi. Hins vegar er þarna hráefni sem vel mætti nýta og stöðvarnar okkar eru hannaðar þannig að þessu má bæta við. Ásgeir Einarsson Af hverju á ég að flokka ruslið mitt?  Jón Gnarr Hver á að gera það annar? Þú ert eigin húsbóndi. Páll Arnarson Sæll, mér finnst þetta frábært framtak. Hvenær verður hægt að flokka allt sorp heima hjá sér, eins og er til dæmis gert á Akureyri?  Jón Gnarr Þú getur flokkað í nær alveg sömu flokka og á Akureyri og skilað á grenndar- og endurvinnslu- stöðvar. Pappírsgámurinn er með fimm pappírsflokkum í og við stefn- um á að taka jarð- og gasgerðarstöð í notkun árið 2014. Arnór Valdimarsson Sorpböggun Sorpu er enn í Grafarvoginum, en engin endurvinnslustöð er fyrir okkur hér. Og þurfum við því með ærinni fyrirhöfn, tilkostnaði, sliti á vegakerfinu og mengun að aka okkar umframsorpi út úr hverfinu inn á Sævarhöfða eða annað. Eingöngu til að Sorpa, með skattpeningum okkar, greiði verktökum fyrir að keyra sama sorp inn í hverfið aftur. Þetta eru þvílík 2007 vinnubrögð, sem hafa þó viðgengist frá því fyrir hrun, að þetta er löngu hætt að vera fyndið!  Jón Gnarr Guðmundur B. segir að stefnt sé að því að reisa nýja endurvinnslustöð á norðursvæði höfuðborgarsvæðisins, sem líklega verður innan Grafarvogs. Þetta þarf að skoða og eflaust bæta. Þakka ábendinguna. Jóna Jónsdóttir Hvað kostar að innleiða bláu tunnuna? Er það ekki það sama og græna tunnan? Væri ekki nær að nota þessa peninga í félagsstarf fyrir aldraða?  Jón Gnarr Þetta stendur undir sér og verður að kosta eitthvað. Bláa tunnan mun ekki auka kostnað svo framarlega sem íbúar draga úr blandaða sorpinu og hirðu á því. Ása Björg Hvenær ætlar Reykjavíkurborg að ganga fram með sama fordæmi og Dalvíkurbyggð og fleiri, þar sem endurvinnsla er ekki val, heldur skylda íbúa? Er ekki kominn tími til að Reykjavíkurborg líti sér nær og verði borg heimsfriðar OG náttúruverndar!? Ekki má gleyma að endurvinnanlegt sorp er í dag ágætis tekjulind, svo ekki sé talað um hvað sparast í urðunargjöldum. Dalvíkurlausnin er góð lausn, ég legg til að þið kynnið ykkur hana!  Jón Gnarr Erum við ekki að gera það? Eina sem Dalvíkurbyggð er að gera umfram okkur er að flokka lífrænt frá til jarðgerðar. Við stefnum á það sama árið 2014 þegar gas- og jarðgerðarstöð verður tekin í notkun. Tómas Sigurðsson Hefurðu hugsað þér að bjóða þig fram aftur til borgarstjóra, þegar þessu kjörtímabili lýkur?  Jón Gnarr Ég get vel hugsað mér það. En hef ekki ákveðið neitt. Unnar Bjarnason Jón, hvenær koma upphituð strætóskýli? Er það í bígerð?  Jón Gnarr Þetta hefur verið til skoðunar. Veit ekki alveg. Birgir Olgeirsson Ertu hlynntur eða andvígur frumvarpi um jöfnun húshitunarkostnaðar?  Jón Gnarr Ég held ég sé á móti því. Er ekki búinn að skoða það samt, það er þá með þeim fyrirvara. Arnór Valdimarsson Hversu lengi er áætlað að nota Álfsnes (til hvaða árs) til urðunar sorps og er komið plan eftir Álfsnes?  Jón Gnarr Guðmundur B: Við erum að endurnýja starfsleyfið þar þannig að við erum ekki hætt þar. En eftir 2014 verður urðun á lífrænum úrgangi hætt þar með tilkomu gasgerðar- stöðvar. Pétur Sigurbjartsson Varð ekkert úr þeim áformum að stofna sér banka fyrir borgina eða Besta bankann eins og hann var nefndur?  Jón Gnarr Nei, það reyndist allt of flókið og dýrt. Arnór Valdimarsson Þrátt fyrir loforð á loforð ofan hafa fulltrúar okkar innan stjórnmálanna svikið íbúana árum saman. Vinsamlega gætir þú kippt í nokkra lýðræðislega og vitræna spotta og kippt því í liðinn fyrir Grafarvoginn að heimskunni í sorpflutningum með sama sorpið inn og út úr hverfinu linni.  Jón Gnarr Ég skal reyna mitt besta. Pétur Jónsson Að velja bláa tunnu undir sorp frekar en annan lit, var þetta táknrænn gjörningur af þinni hálfu?  Jón Gnarr Nei. Guðmundur B. segir mér að þetta sé alþjóðlegur litur fyrir pappírsflokkun. Ég er með blá augu. Páll Arnarson Er ekki hægt að banna nagladekk á höfuð- borgarsvæðinu? Þar sem það er sannað að þau eyða upp malbikinu á höfuðborgarsvæðinu. Ég vil benda á að strætóferðir innan höfuðborgarsvæðisins féllu aldrei niður síðasta vetur. Hann var einn sá snjómesti í 40 ár.  Jón Gnarr Við erum bundin lögum hvað þetta varðar og bíðum nú eftir nýjum umferðarlögum þar sem skattlagning nagladekkja verður skoðuð sérstaklega. Bjarni Guðmundsson Sæll Jón, er eitthvað í bígerð hjá ykkur sem ýtir undir rafknúin farartæki?  Jón Gnarr Já, heldur betur. Við erum að skoða það og spá í hvernig borgin getur hvatt til rafknúins samgöngu- máta. Guðmundur B: Til skoðunar eru ýmsir hvetjandi kostir, svo sem frátekin stæði, hleðslustaurar, frítt rafmagn og forgangsakreinar. Olga Lúsía Pálsdóttir Láta tæma tunnurnar á 20 daga fresti í stað 10? Er borgarstjórinn alveg genginn af göflunum ? Eiga pítsukassar með matarleifum og fleiri matarumbúðir að úldna í 20 daga? Hvað segir heilbrigðis- eftirlitið um það?  Jón Gnarr Matarleifar eiga ekki að vera í pítsukassanum þegar þú hendir honum í bláu tunnuna. Kassinn úldnar ekki. Guðmundur B: Gráa tunnan er losuð á 10 daga fresti, en ef íbúar flokka þá geta þeir fengið tunnu sem losuð er á 20 daga fresti og greitt helmingi lægri gjöld. Rakel Pétursdóttir Hvernig geturðu réttlætt að rútustæði sé staðsett 20 metra frá næstu íbúðabyggð með tilheyrandi mengun og hávaða. Myndirðu vilja hafa svona starfsemi við svefnherbergisgluggann þinn?  Jón Gnarr Þetta er skipulagsmál sem tengist mér ekki persónulega. Endi- lega hafðu samband við Heilbrigðis- eftirlitið í Reykjavík. Kristinn Guðmundsson Hvaða borg er helsta fyrirmynd Reykjavíkur þegar litið er út fyrir landsteinana, bæði hvað varðar stjórnun og skipulag?  Jón Gnarr Þrándheimur í augnablik- inu. Gísli Björnsson Sæll aftur Jón. Hvernig er með börn fædd 2011, hefur verið tekin ákvörðun um hvenær þau komist inn á leikskólana? J Jón Gnarr Við finnum pláss fyrir öll börn og haldin verður nákvæmlega sama áætlun og alltaf varðandi þessa inntöku. Bjarni Guðmundsson Flott að þið séuð að skoða hvernig borgin getur hvatt til rafknúins samgöngumáta. Nú eru flest rafknúinna farartækja á Íslandi í formi tvíhjóla, gætu þið hugsað ykkur að taka þann kost á næsta stig? (hjólastígarnir sem verið er að leggja er góð byrjun) og ég spyr því ég hef ákveðnar hugmyndir.  Jón Gnarr Enn og aftur erum við bundin af umferðarlögum. Í núver- andi umferðarlögum er ekki til neitt sem heitir hjólreiðastígur. Það setur okkur ákveðnar skorður. Gísli Gíslason Á að beita sér fyrir auknu leiguhúsnæði í Reykjavík? Markaðurinn er gjörsamlega sprunginn með tilheyrandi hækkun á húsaleigu.  Jón Gnarr Það er mikill áhugi hjá okkur fyrir því. Þetta tekur tíma. Lögin gera það að verkum að það er hagstæðara að kaupa en leigja. Þessu þyrfti að breyta. Bergur Ísleifsson Sæll, ég vil endilega að þú bjóðir þig fram til forystu í næstu alþingiskosning- um. Einhver séns á því?  Jón Gnarr Nei, ekki séns en takk fyrir traustið. Björgvin Hólm Hvað fannst þér um þegar Geir Haarde ákvað að allir öreigar þjóðarinnar skyldu bera ábyrgð á þeim sem allt eiga, og bað svo guð að blessa landið?  Jón Gnarr Veit ekki hvort það hafi verið neitt sérstaklega kristilegt. Jóhann Gizurarson Sæll Jón og takk fyrir að vera besti borgarstjóri frá upphafi. Hvenær sér maður þig svo í forsætisráðherrastóln- um?  Jón Gnarr Þegar Reykjavíkurborg verður sjálfstætt ríki. Natan Kolbeinsson Hver er ykkar mesti sigur og mesti ósigur?  Jón Gnarr Orkuveitan er líklega mesti sigurinn og mesti ósigurinn líklega ísbjörninn sem ekki er kominn. Páll Arnarson Er eitthvað á döfinni að láta strætó ganga lengur um helgar? Eins og til dæmis að síðasti vagn færi klukkan tvö, hálf þrjú? Held að það myndi ýta undir að fólk færi fyrr heim. Eins og sést í London þá fer meirihlutinn af fólkinu heim með síðustu lest.  Jón Gnarr Við erum alltaf að reyna að bæta strætó og að reyna að láta hann mæta þörfum. En við rekum hann náttúrulega með hinum sveitar- félögunum á höfuðborgarsvæðinu. Viktor Guðmundsson Kemur til greina að breyta Laugaveginum í varanlega göngugötu, samanber Strikið í Kaupmannahöfn?  Jón Gnarr Já, sterklega. Kristinn Ingvason Ef þú þyrftir að hætta að vera Jón Gnarr og vera einhver af karakterunum sem þú hefur leikið, hver yrði fyrir valinu?  Jón Gnarr Indriði. Gísli Björnsson Sæll Jón, ég vil taka fram að ég er mjög ánægður með að fólk þurfi að flokka ruslið sitt sjálft. Það kallar hins vegar á fleiri tunnur, sem þarf þá meira pláss undir. Sums staðar er ekki rými fyrir slíkt á lóðum eða í ruslageymslum. Þá þarf væntanlega fleiri tegundir af bílum til að tæma allar þessar tunnur. Og jafnvel að fjölga dögum sem tunnur eru tæmdar. Hvernig hyggst borgin leysa þessi vandamál, ef þau koma upp?  Jón Gnarr Guðmundur B: Borgin býður upp á val. Þú þarft ekki að bæta við tunnu heldur getur þú farið sjálfur á grenndarstöðvar. Bergur Ísleifsson Áttu þér einhverja fyrirmynd á meðal stjórnmálamanna sögunnar?  Jón Gnarr Mahatma Gandhi. Edda Kentish Hæ. Ég er ánægð með þig sem borgarstjóra. Svo skemmtilega vill líka til að ég er töluvert hrifin af fyrirbærinu „náttúruleik- völlum“ sem ég þekki frá Danmörku. Er ekki hægt að koma nokkrum slíkum upp fyrir börn með litlum tilkostnaði? Það væri skemmtilegt.  Jón Gnarr Já, við höfum haft þetta að áhugamáli en aðstæðna vegna höfum við meira verið í hagræðingu og sparnaði. Olga Lúsía Pálsdóttir Hvernig er ætlast til að fólk sem býr í fjölbýlishúsi og er með eina ruslalúgu standi að flokkun sorps? Sé ekki hvernig þetta á að vera framkvæmanlegt.  Jón Gnarr Guðmundur B: Þú gengur niður með pappírinn, hann lyktar ekki og þú getur líka geymt hann og þarft ekki að fara eins oft með hann. Þetta er ekkert mál. Sorprennur mega ekki hindra okkur í því að flokka sorpið okkar. Viktor Guðmundsson Kaustu um nýju stjórnarskrána? Ef svo, viltu deila með okkur hinum?  Jón Gnarr Já, já, nei, já, já, já. Steinunn Gestsdóttir Fyrir síðustu kosningar lofaði Besti flokkurinn að viðhafa spillingu (uppi á borðum). Í ljósi þess hvað spilling í stjórnmálum er alvarleg gat ég ekki hugsað mér að kjósa flokkinn, þótt mér litist vel á margt fólk í honum. Ef þú heldur áfram í stjórnmálum, myndir þú ennþá grínast með þetta? Eða myndirðu gera konkret tillögur um hvernig ætti að koma í veg fyrir spillingu í stjórnmálum?  Jón Gnarr Mannlegt eðli hneigist til spillingar, sérhagsmuna. Það er Guðs að breyta því en ekki mitt. Sindri Már Smárason Þú lofaðir mér í útvarpsviðtali að þú myndir ekki hætta í afþreyingarbrans- anum, af hverju ertu nánast hættur að koma fram? Og finnst þér ADHD hafa háð þér mikið í skóla og starfi? Hefur þú notað lyf við ADHD? P.S. þú ert frábær  Jón Gnarr Það er ekki vika síðan ég var Obi-Wan Kenobi. Ég er náttúru- lega að vinna frá kl. 8–7 alla daga. ADHD er ég. Ég hef notað helling af lyfjum en ekkert þeirra hefur gert neitt sérstakt gagn. Sigurður Úlfarsson Nýlega var hætt að skilgreina ljósleiðaranet OR sem hluta af kjarnastarfsemi fyrirtækisins og gert að jaðarmáli. Árið 2012 er ljósleiðarinn einn af mikilvægustu innviðum borgarinnar. Ef hann verður einkavæddur og verðið á þjónustunni hækkað hefur það umtalsverð áhrif á samkeppnishæfni borgarinnar og á alls kyns starfsemi s.s. verslunarrekstur, fyrirtæki, fjölmiðla, sjúkrahús o.fl. o.fl. Af hverju var þessi ákvörðun tekin? Er hægt að vinda ofan af þessari ákvörðun? Getur þú beitt þér í því?  Jón Gnarr Þetta er neyðarbrauð vegna slæmrar stöðu OR. Þetta er hluti af uppbyggingu Orkuveitunnar. Kannski getur OR einhvern tímann keypt hlutinn aftur ef það verður pólitískur áhugi fyrir því. Ísak Hinriksson Hver er þín skoðun á að sameina Reykjavík, Kópavog, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ og fleiri smábæi?  Jón Gnarr Því fyrr þeim mun betra. Örvar Þór Guðmundsson Er ekki orðið tímabært að taka tappann úr Reykjavíkurtjörn og breyta henni í yfirbyggðan vatnsrenni- brautargarð?  Jón Gnarr Nei, endurnar hafa mótmælt því. Reykjavík er fjölskipað stjórnvald og við getum ekki tekið svona ákvörðun án þess að bera hana undir endurnar. Og hvað yrði þá um mávana? Óskar Einarsson Síðustu tvö ár höfum við verið með græna tunnu, þar sem við flokkum pappír, plast, fernur og málma. Fáum við afslátt af sorphirðugjaldi í framtíðinni vegna þessa?  Jón Gnarr Guðmundur B: Íbúar sem láta hirða blandaða sorpið sjaldnar greiða nú þegar lægri gjöld. Bergur Ísleifsson Sú hugmynd að koma upp lokuðum hundaleikvöllum í Reykjavík – hefurðu eitthvað spáð í hana? Ég er að tala um svipaða „leikvelli“ og má sjá víða á t.d. Manhattan þar sem þessi aðstaða er alveg til fyrirmyndar.  Jón Gnarr Einhver svæði eru í uppbyggingu eftir íbúakosningar. En það hefur því miður verið töluverð andstaða við þetta á meðal íbúa. Það þarf að koma þessu haganlega fyrir. Natan Kolbeinsson Hver er framtíðarsýn þín á betrireykja- vik.is?  Jón Gnarr Ég vona að BETRI REYKJA- VÍK eflist og dafni og hvet fólk til að nota vefinn. Fanney Stefánsdóttir Nú borga hundaeigendur ársgjald fyrir að halda hund. Í hvað fer sá peningur? Væri ekki hægt að lappa aðeins upp á Geirsnef með ljósastaurum svo hægt sé að nota svæðið meira yfir vetrartímann?  Jón Gnarr Peningurinn fer í að reka hundaeftirlitið. Við höfum verið að huga að Geirsnefinu t.d. með því að loka þar fyrir bílaumferð en það kemur úr öðrum vasa eins og sagt er. „ADHD er ég,“ sagði Jón Gnarr á Beinni línu á þriðjudag. Þar voru aðallega rædd sorphirðumál en ýmislegt fleira bar á góma. Nafn: Jón Gnarr Aldur: 45 ára Starf: Borgarstjóri Menntun: Grunnskólapróf M y N d IR SIG TR y G G U R A R I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.