Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Side 4
Ríflega 51 milljaRði lýst í þRotabú sunds Ekki gripið til aðgerða n Cocoa Puffs-morgunkorn frá Bandaríkjunum leyfilegt á Íslandi H eilbrigðiseftirlitið ætlar ekki að grípa til frekari aðgerða varð- andi sölu verslunarinnar Kosts á Cocoa Puffs-morgunkorni. Ástæðan fyrir því að húsleit var fram- kvæmd fyrr á árinu vegna sölu Cocoa Puffs sem innflutt er frá Bandaríkjun- um var þráavarnarefni sem heitir BHT en samkvæmt aukaefnareglugerð er það ekki leyft í morgunkorni. Þetta kemur fram í svari Guðmundur H. Einarssonar, framkvæmdastjóra Heil- brigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópa- vogssvæðis, en hann segir einnig að það sé þó ekki óleyfilegt að selja um- rætt morgunkorn. „Matvælastofnun komst að þeirri niðurstöðu að efnið væri leyfilegt samkvæmt sérstöku ákvæði í reglu- gerðinni um yfirfærslu,“ segir Guð- mundur. Hann segir að það þýði að ef tiltekið aukaefni er leyfilegt í hráefni sem notað er í fullunna vöru þá megi efnið vera í fullunni vörunni. „Umrætt ,,Cocoa Puffs“ er því heimilt að hafa á markaði hér á landi ef varan uppfyll- ir aðrar reglur sem um hana gilda, s.s. um merkingar,“ segir hann enn fremur í svarinu. Þetta stemmir við það sem Jón Gerald Sullenberger, verslunarmaður í Kosti, sagði í samtali við blaðið á mánudag. Þá sagði hann að það eina sem hann hafi þurft að gera til að fá að flytja inn morgunkornið væri að merkja það sérstaklega. „Við tókum þá ákvörðun að halda áfram að flytja inn amerískt Cocoa Puffs og setja á merkingu um að það væri erfðabreytt þannig að neytandinn gæti valið sjálf- ur,“ sagði Jón Gerald sem sagði mikla eftirspurn vera eftir Cocoa Puffs frá Bandaríkjunum. Neytendur segi að mikill bragðmunur sé á Cocoa Puffs- morgunkorni sem flutt er inn frá Bandaríkjunum og því sem flutt er inn í gegnum Nathan & Olsen, umboðsað- ila Cocoa Puffs á Íslandi, frá Evrópu. n adalsteinn@dv.is 4 Fréttir 24. október 2012 Miðvikudagur Leyfilegt Heilbrigðiseftirlitið segir að leyfilegt sé að selja Cocoa Puffs-morgun- korn frá Bandaríkjunum þrátt fyrir að það innihaldi óleyfilegt þráavarnarefni. Gjaldþrot Sævars Jónssonar: Kaupþing í Lúx tapaði á Sævari Stærsti kröfuhafinn í þrotabú Sæv- ars Jónssonar skartgripasala var félagið Pillar Securitisation S.a.r.l. Um er að ræða dótturfélag kröf- uhafa Kaupþings í Lúxemborg. DV sagði frá því í gær að kröfu- hafar hefðu þurft að afskrifa rúm- lega 230 milljónir króna vegna persónulegs gjaldþrots Sævars sem kenndur er við verslunina Leonard. Sævar var tekinn til gjaldþrotaskipta í febrúar 2010 en engar eignir fundust í búinu sam- kvæmt tilkynningu um skiptalok í Lögbirtingablaðinu á mánudag. DV fékk svo þær upplýsingar hjá skiptastjóra þrotabúsins á þriðjudag að skiptabeiðandi og stærsti kröfuhafinn hafi verið Pill- ar Securitisation sem hefur því þurft að taka á sig stærsta skellinn vegna gjaldþrotsins. Eins og fram kom á DV.is á mánudag heldur Sævar þó Leonard-verslununum og ný- byggðu glæsihýsi sínu í Garðabæ þar sem reksturinn og húsið eru skráð á kennitölu eiginkonu hans. Þóttist hafa lent í árekstri Árekstur varð milli tveggja bíla í Keflavík um helgina. Ökumaður annars bílsins tók sprettinn og lét sig hverfa af vettvangi. Skömmu síðar hringdi maður í lögregluna á Suðurnesjum og kvaðst vera sá brotthlaupni. Lögregla hafði hins vegar grunsemdir um að hann væri að taka á sig sök annars manns. Í tilkynningu frá lög- reglunni á Suðurnesjum kemur fram að haft hafi verið samband við hinn grunaða en hann neitað að hafa verið á staðnum, hvað þá að hafa orðið valdur að umferð- aróhappi. Síðan hætti hann að svara í símann. Þriðji maðurinn, eigandi bílsins, hafði samband við lögreglu til að nálgast bíl sinn. Hann sagðist hafa lánað hlaupa- garpinum bílinn. Honum var bent á að sá sem ber ljúgvitni eigi yfir höfði sér kæru og skelfdist hann þá mjög. Rannsókn málsins er í gangi. R íflega 51 milljarðs króna kröfum var lýst í þrota- bú eignarhaldsfélagsins IceCapital, áður Sunds. Þetta segir skiptastjóri félagsins, Ómar Örn Bjarnþórsson. Kröfulýs- ingarfrestinum í búið lauk fyrr á ár- inu. Ómar segir að nú þegar hafi ein- hverjum af kröfunum verið hafnað. Hann segir ekki fyrir liggja hversu stór hluti krafnanna verði samþykktur. Eignastaða IceCapital liggur ekki fyr- ir en Ómar segist reikna fastlega með því að einhverjar eignir séu í búinu. 64 milljarða skuldir Félagið var í eigu Gunnþórunnar Jónsdóttur, eftirlifandi eiginkonu Óla Kr. Sigurðssonar í Olís, sonar hennar, Jóns Kristjánssonar, og dóttur henn- ar, Gabríelu Kristjánsdóttur. Fram- kvæmdastjóri félagsins var Páll Þór Magnússon. Heildarskuldir Sunds og tengdra félaga námu 64 milljörðum króna við bankahrunið samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is. Eignarhaldsfélög tengd Sundi fjár- festu meðal annars í hlutafé í öllum íslensku viðskiptabönkunum þrem- ur á árunum fyrir hrunið. Félög þeim tengd áttu einnig bifreiðaumboðin Bifreiðar og landbúnaðarvélar og Ingvar Helgason en þau voru keypt fyrir metfé árið 2007. Deloitte rannsakar Ómar segir að bókhald IceCapi- tal sé til rannsóknar hjá endurskoð- endafyrirtækinu Deloitte. Hann segir bókhaldið hafa verið mjög umfangs- mikið. „Það er búið að vera þar í nokkra mánuði og er von á niður- stöðu á næstunni. Þegar rannsóknin liggur fyrir munum við sjá yfirlit yfir útistandandi kröfur, hvort einhverj- ar riftanlegar ráðstafanir eru í bú- inu og eins hversu miklar eignir það á í formi skuldabréfa og annað slíkt. Bókhald félagsins var mjög umfangs- mikið og tekur sinn tíma að fara í gegnum það.“ Skiptastjórinn segir að hann hafi vitneskju um félög sem skuldi IceCapital peninga: „Það eru félög sem skulda IceCapital peninga. En þó að þau skuldi félaginu peninga þá er ekki víst hvort þessir peningar innheimtast,“ segir Ómar og bætir því við, aðspurður, að á þessu stigi málsins vilji hann ekki greina frá því hvaða félög um ræðir. Ómar segir rannsókn Deloitte á búi IceCapital hafa verið gerða með vitund og vilja skiptabeiðanda, Arion banka. Riftunarmál höfðuð Ómar segir aðspurður að ómögulegt sé að segja til um hvenær skiptum á IceCapital ljúki vegna þess að rann- sóknarskýrslan frá Deloitte liggi ekki fyrir. „Það fer allt eftir því hver niður- staðan úr þessari skýrslu verður, með- al annars hvort farið verði í riftunarmál og annað slíkt. Málaferli af þeim toga munu tefja skiptin á búinu, segir Ómar. Skiptastjóri þrotabús eignar- haldsfélagsins IceProperties, sem var í eigu Sunds/IceCapital, hefur stefnt Páli Þór Magnússyni, fyrr- verandi eiganda félagsins, vegna færslu á tíu fasteignum út úr fé- laginu eftir efnahagshrunið 2008. DV greindi frá þessu máli fyrr á ár- inu. Fasteignirnar, meðal annars Hressingarskálinn svokallaði í Aust- urstræti og húsnæði í Kringlunni, voru seldar út úr IceProperties og til IceCapital/Sunds án endurgjalds þann 20. október, 11 dögum eftir fall Kaupþings. Ómar segir að IceCapi- tal/Sund sé aðili að því máli. Þess vegna liggur fyrir að IceCapital/Sund tók við fasteign- um frá IceProperties eftir hrun. Frá IceCapital fóru fasteignirn- ar yfir í eignarhaldsfélag sem heit- ir Fasteignafélagið okkar. Félag- ið er í eigu eignarhaldsfélagsins Pluma ehf. sem aftur er í eigu Páls Þórs Magnússonar. Heildarverð- mæti fasteignanna var um 870 millj- ónir króna samkvæmt ársreikningi IceProperties fyrir árið 2007. Eign- irnar voru hins vegar seldar út úr IceProperties án endurgjalds, líkt og áður segir. Byggir málarekstur IceProperties á því að um gjafagern- ing hafi verið að ræða þar sem ekk- ert endurgjald hafi komið fyrir fast- eignirnar. Af þessu að dæma má ætla að Fasteignafélagið okkar hafi heldur ekki greitt fyrir fasteignirnar þegar þær voru keyptar af IceCapi- tal/Sundi. Þetta gæti bent til að IceCapital/Sund gæti þurft að höfða riftunarmál. n n Deloitte rannsakar bókhald huldufélagsins Sunds n Von á niðurstöðu Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Umfangsmikið bókhald Skiptastjóri IceCapital segir að bókhald félagsins sé mjög um- svifamikið. Framkvæmdastjóri félagsins var Páll Þór Magn- ússon og Jón Kristjánsson var einn af eigendunum. „Bókhald félagsins var mjög umfangs- mikið og tekur sinn tíma að fara í gegnum það

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.