Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 16
Dýrkeypt seinkun n Það er dýrt að missa af tengiflugi hafi ferðalangur sjálfur sett saman ferðaáætlun F jölmargir íslenskir ferðamenn þurfa að millilenda að minnsta kosti einu sinni áður en þeir ná áfangastað. Það getur ver­ ið töluvert ódýrara að setja sjálf­ ur saman ferðaáætlun sem inni­ heldur framhaldsflug svo margir ákveða að skipuleggja ferðalag­ ið sjálfir. Réttindi þeirra sem missa af framhaldsflugi eru misjöfn og ódýrasti miðinn getur auðveldlega orðið dýrkeyptur ef maður missir af tengifluginu. Fjallað er um þetta á Túrista, turisti.is, en þar segir að fólk sem missir af tengifluginu eigi sjaldn­ ast kröfu á flugfélögin og þurfi því að kaupa nýjan miða til að komast á áfangastað. Farmiðar keyptir rétt fyrir brottför séu alla jafna dýrir og því kostnaðarsamt að lenda í þessari stöðu en ferðatryggingar bæti ekki tjónið. Túristi gefur ferðamönnum ráð um hvernig þeir geta tryggt sig og þar segir að hjá Icelandair og SAS sé hægt að kaupa farseðla sem gilda einnig fyrir framhaldsflug þó það sé á hendi annars aðila. Félagið sem seldi miðann sé þá skyldugt til að koma fólki á áfangastað og greiða kostnað sem tafir gætu valdið. Hjá Iceland Express og WOW air sé ekki boðið upp á slíka farseðla en farþegum bent á að láta að minnsta kosti þrjá tíma líða á milli komu fyrra flugs og brottfarar þess síðara. Þar segir jafnframt að á heimasíðum lággjaldaflugfélaganna Norwegian, German Wings og Airberlin sé hægt að kaupa miða frá Keflavík með millilendingu en þó aðeins ef bæði flug heyri undir félagið sjálft. EasyJet gefi aðeins færi á að bóka eitt flug í einu. Að lokum segir að stundvísi flug­ félaganna skipti miklu máli fyrir ferðamenn og því hafi Túristi tekið saman stundvísitölur sínar daglega síðan í júní 2011. n gunnhildur@dv.is 16 Neytendur 24. október 2012 Miðvikudagur Algengt verð 254,7 kr. 260,7 kr. Algengt verð 254,4 kr. 260,5 kr. Höfuðborgarsv. 254,3 kr. 260,4 kr. Algengt verð 254,7 kr. 260,7 kr. Algengt verð 256,6 kr. 260,7 kr. Melabraut 254,4 kr. 260,5 kr. Eldsneytisverð 23. október Bensín Dísilolía Dekrað við mann n Lofið fær Heilsustofnun Náttúru­ lækningafélags Íslands en DV fékk eftirfarandi sent: „Mig langar að koma að lofi en ég hef dvalist í heilsuskjóli NLFÍ í Hveragerði. Hérna er dekrað við mann og mað­ ur bókstaflega lagður í bómull. Viðmótið sem maður fær er alveg til fyrirmyndar. Allir starfsmenn boðnir og búnir til að hjálpa og leiðbeina varðandi betri lífsstíl,“ segir ánægður við­ skiptavinur. Slepjulegt salat n Lastið fær Bónus fyrir ólystugt grænmeti. „Ég vil fá að lasta græn­ metisborðið í Bónus í Faxafeni en ég varð mjög svekkt um daginn með grænmeti sem ég keypti þar. Að koma heim með matvörur og komast að því að paprikurnar eru myglaðar að innan og salatið lint og slepjulegt er ekki mín hugmynd að skemmtun,“ segir óánægður við­ skiptavinur. Guðmundur Marteinsson fram­ kvæmdastjóri segir að sér finnist leitt að heyra þessa sögu. „Allar slíkar athugasemdir eru teknar alvarlega og eru skilaboð til okkar um að gera enn betur,“ segir Guðmundur. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Í sinni hreinustu mynd er popp­ korn frekar hollt snakk og ekkert að því að narta í það öðru hvoru. Örbylgjupopp er á hinn bóginn eitt af því alversta sem við getum látið ofan í okkur. Á heilsusíðunni Rodale, rodale.com, eru talin upp nokkur atriði um örbylgjupopp sem gott er að hafa í huga. eitraðar umbúðir Eins og margar matvælaumbúðir þá eru flestir örbylgjupopppokar húðaðir með PFC­efnum sem hafa verið tengd við ýmis krabbamein og truflun á hormónum. Efnin eru notuð þar sem þau hrinda frá sér fitu og geymast í líkama okkur í langan tíma. Þau eru einnig talin geta valdið skjaldkirtilssjúkdóm­ um, haft áhrif á ADHD og stuðlað að öðrum sjúkdómum og eru því afar varhugaverð. „Oft kaupa fram­ leiðendur umbúðirnar frá öðrum framleiðendum og vita jafnvel ekki hvaða efni eru notuð í umbúðirnar,“ segir Olga Naidenko, yfirmaður hjá Environmental Workin Group (EWG), góðgerða­ og umhverfis­ samtökum. „Neytendur ættu að kalla eftir frekari upplýsingum um þetta.“ Hættuleg bragðefni Það eru ekki bara efni í umbúðum poppsins sem valda áhyggjum því framleiðendur setja efni í poppið sjálft sem gera það að verkum að varan virðist fersk. Algengast af þeim er efnið „diacetyl“ en það gefur smjörbragð og hefur verið bendlað við lungnaskemmdir hjá starfsmönnum í verksmiðjunum sem og hjá neytendum poppkorns­ ins, þó í færri tilfellum. „Vísinda­ menn við bandaríska vinnueftirlitið komust að því að starfsmenn sem önduðu að sér efnunum þróuðu með sér slæma lungnasjúkdóma,“ segir Olga. Í kjölfarið skiptu margir poppkornsframleiðendur efninu út fyrir annað efni en í ljós hefur komið að það hefur sömu skaðlegu áhrifin. erfðabreytt matvæli Það hefur ekki verið hægt að sanna að langtímaneysla á erfðabreyttum matvælum hafi engin áhrif á mannslíkamann. Frumniðurstöður nokkurra dýrarannsókna á áhrifum matvælanna sýna að þau geta valdið meltingarsjúkdómum, ofnæmi og jafnvel æxlamyndun. Kaupir þú ör­ bylgjupopp sem er ekki lífrænt þá eru góðar líkur á að olían og bragð­ efnin innihaldi erfðabreytt efni. Falin transfita Transfita er eitur fyrir hjartað og hefur verið tengd við vandamál við getnað og legslímuflakk. Framleið­ endur eru þó mjög hrifnir af transfit­ unni þar sem hún lengir endingar­ tíma matvælanna. Það getur þó verið erfitt að koma auga á trans­ fituna á innihaldslýsingum því þótt það standi að varan innihaldi enga transfitu þá getur hún verið falin. Ef varan inniheldur herta fitu í ein­ hverri mynd þá er það vísbending um transfitu en framleiðendur þurfa ekki að taka slíkt fram á um­ búðum nema varan innihaldi meira en 0,5 prósent. Hitað plast Sérfræðingar í heilbrigðisvísindum segja okkur að við eigum aldrei að hita matvæli í plasti. Ástæða þess er sú að við hitun losna efni úr plast­ inu sem berast í matvælin. Þá hafa bandarísku krabbameinssamtök­ in hvatt fólk til að forðast plast til að koma í veg fyrir krabbamein. Þó eru margir örbylgjupoppspokar fóðrað­ ir að innan með plasti. Hollari kostir Poppaðu með gömlu góðu að­ ferðinni – að poppa í potti er alltaf best. Kauptu þá lífrænt popp og bættu við örlítilli olíu eða smjöri. Enn betra er að nota kókosolíu eða aðrar hollari olíur. Settu lok yfir pottinn og hristu varlega til á hell­ unni þar til poppið er tilbúið. Stráið svo hollri tegund af salti eða kryddi yfir. Það má einnig búa til sitt heima­ gerða örbylgjupopp. Þá setur þú poppmaís í brúnan bréfpoka. Brjóttu upp á opið nokkrum sinn­ um og hitaðu í örbylgjuofninum. Taktu pokann út þegar einungis eru um það bil fimm sekúndur á milli poppa. n VarhugaVert örbylgjupopp n PFC-efni, transfita og erfðabreytt efni má finna í flestu örbylgjupoppi „Neytend- ur ættu að kalla eftir frekari upplýs- ingum um þetta Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Hollt snakk Ef það er í örbylgju- umbúðum með viðbættum efnum þá er það allt annað er hollt. seinkun og tengiflug Margir setja sjálfir saman flugáætlun en það getur orðið dýrt ef seinkun verður á fyrra fluginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.