Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 14
Sandkorn B akkabræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir áttu að minnsta kosti níu milljarða króna í reiðufé eftir hrunið árið 2008. Þetta voru peningar sem þeir höfðu tekið í arð út úr íslenskum hlutafélögum sínum á árunum fyrir hrunið. Hlutafélögin sem þeir áttu og stýrðu fyrir hrunið urðu öll gjald­ þrota eða gengu í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu með tilheyrandi afskriftum – meðal annars Kaupþing, Exista og Bakkavör. Áætlaðar afskrift­ ir félaga sem tengdust Bakkabræðr­ um nema um 170 milljörðum króna. Þar af eru tæplega 22 milljarðar vegna tapaðra lána til hollensks eignarhalds­ félags þeirra, Bakkabræður Holding B.V. Þetta er sama eignarhaldsfélag og fékk 9 milljarða króna arðgreiðslur frá fyrir tækjum sem þeir bræður áttu hluti í fyrir hrunið. Þá töpuðu íslenskir líf­ eyrissjóðir 171 milljarði króna á fyrir­ tæki þeirra bræðra, Exista. Sjáið hvað þetta er pervertísk staða? Eignarhaldsfélag í eigu Bakkabræðra fékk 22 milljarða króna lán frá bönkum á Íslandi til að kaupa hlutabréf í ís­ lenskum fyrirtækjum. Fyrirtækin skil­ uðu myljandi, bókfærðum hagnaði um nokkurra ára skeið vegna fáheyrðr­ ar hlutabréfa­ og eignabólu sem var „tjökkuð upp“ með gegndarlausum lántökum erlendis, markaðsmisnotkun og sýndarviðskiptum þar sem tak­ mörkuð verðmætasköpun átti sér stað. Þegar sá sýndarveruleiki var á enda hrundu fyrirtækin sem Bakkabræður höfðu keypt í með lánunum og veðin fyrir þeim urðu verðlaus með tilheyr­ andi afskriftum. Bakkabræður halda hins vegar arðgreiðslum upp á millj­ arða sem þeir tóku út úr eignarhalds­ félaginu sem þarf að afskrifa 22 millj­ arða hjá. Arðgreiðslurnar byggðu því á blekkingum. Þá hefur verið sagt frá því að bræð­ urnir hafi keypt hlutabréf í Bakkavör Group, fjölskyldufyrirtækinu sem fað­ ir þeirra stofnaði á sínum tíma og þeir byggðu upp saman, af kröfuhöfum fé­ lagsins fyrir um sex milljarða króna á síðustu misserum. Þau uppkaup kunna að vera fjármögnuð með arðgreiðslun­ um sem þeir tóku út úr íslenska hag­ kerfinu á árunum fyrir hrunið. Svipaða sögu má segja um hugs­ anlegan uppruna þeirra peninga sem nokkrir aðrir íslenskir fjárfestar, meðal annars Pálmi Haraldsson, hafa notað í rekstur fyrirtækja sinna hér á landi eftir hrunið. Pálmi hefur sett á annan milljarð króna inn í ferðaskrifstofuna Iceland Express frá hruninu en hann fékk meðal annars 8 milljarða arð­ greiðslu til félags síns, Matthews Holding í Lúxemborg, árið 2007. Er það eðlilegt eða réttlátt að þessir einstaklingar sitji á þessum fjármun­ um? Nei. Er hægt að gera eitthvað í því? Nei, ekkert. Ástæðan fyrir því er sú að embætti sérstaks saksóknara eða slitastjórnir bankanna, meðal annars Kaupþings í tilfelli Bakkabræðra, þyrftu að sýna fram á það með rökstuddum hætti að lögbrot hafi átt sér stað við útgreiðslu arðs út úr íslenskum hlutafélögum. Embætti sérstaks saksóknara hefur náð að kyrrsetja fjármuni á bankareikning­ um í Lúxemborg með því að sýna fram á rökstuddan grun um lögbrot. Heim­ ild embættisins til slíkrar kyrrsetningar er því fyrir hendi ef grunur um lög­ brot er mikill eða sönnun liggur fyrir. Slík sönnun liggur hins vegar ekki fyrir varðandi arðgreiðslurnar úr Kaupþingi og Exista fyrir hrun. Að sama skapi hafa slitastjórnir bankanna, meðal annars Kaupþings, skoðað möguleikana á því að rifta arð­ greiðslum út úr bankanum. Slíkar riftanir eru hins vegar háðar ströng­ um tímamörkum. Sýna þarf fram á að stjórnendur og hluthafar bank­ ans hafi vitað það, allt að fjórum árum fyrir hrun hans, að bankinn myndi hrynja og því hafi þeir verið að koma fjármunum undan kröfuhöfum hans með útgreiðslu arðs. Sannanir um slíka vitneskju liggja hins vegar ekki fyrir. Niðurstaðan er því sú að ekki er hægt að sýna fram á að lögbrot hafi verið framin við útgreiðslu arðs út úr íslensku bönkunum og stórum eignarhaldsfélögum eins og Exista fyr­ ir hrun. Þar af leiðandi er ekki hægt að sækja arðgreiðslurnar til Bakkabræðra og annarra þekktra auðmanna sem stýrðu bönkunum og þessum stóru eignarhaldsfélögum. Bakkabræður ættu ekki að eiga níu milljarða króna miðað við afrekaskrá þeirra síðustu ár, sem meðal annars felur í sér meint lögbrot í hlutafjár­ aukningu Exista sem annar þeirra hef­ ur verið ákærður fyrir. Einn af heim­ ildarmönnum DV segir að þetta sé merkileg staðreynd en að ekkert sé hægt að gera í þessu. „Réttlæti er ekki til.“ Fyrir vikið geta Bakkabræður og aðrir höfuðpaurar hrunsins setið á þessum auðæfum sínum erlendis og komið svo með þessa fjármuni aftur til Íslands og keypt upp eignir sem eru til sölu eftir hræringar hrunsins. Þetta er ekki ólöglegt, bara svo andskoti órétt­ látt og siðlaust. Framsýnn útvarpstjóri n Það þykir hafa hitnað und­ ir Páli Magnússyni útvarps­ stjóra eftir að Ríkisútvarpið lét næstum eins og kosningar um tillögur stjórnlagaráðs væru ekki til. Páll hefur verið gagnrýndur mjög vegna þess að fréttastofan sé með póli­ tíska slagsíðu. Nú velta menn fyrir sér hvort hann sé með skeytingarleysinu um kosn­ ingarnar að ganga í augun á sjálfstæðismönnum í þeirri trú að þeir taki við stjórnar­ taumum í vor. Þorgerður heit n Brottrekstur Sigrúnar Stef- ánsdóttur af Ríkisútvarpinu hefur kallað á vangaveltur um arftaka hennar sem verða tveir. Nafn Þorgerð- ar Katrínar Gunnars- dóttur, fyrr­ verandi menntamálaráðherra, ber oft á góma og til eru þeir sem trúa því að þegar sé ákveðið að hún taki við sem dagskrár­ stjóri útvarpsins. Hermt er að hún sé heit. Þetta yrði nokkuð skondið þar sem það var Þor­ gerður sem á sínum tíma sem menntamálaráðherra réð Pál sem útvarpsstjóra eftir að Davíð Oddsson gerði hana aft­ urreka með hugmynd um að ráða Þorstein Pálsson. Súr á ofurlaunum n Margir velta fyrir sér á hvaða vegferð Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, sé eftir að hann hraktist úr Hæstarétti undan óvild samstarfsmanna. Svo er að sjá sem hann hverfi bitur til eftirlauna sinna sem eru þreföld lágmarkslaun í landinu. Jón Steinar heggur á báðar hendur og eirir fáum. Þetta kom skýrt fram í viðtali við hann í Mogganum en því var slegið upp á forsíðu að hann hygðist skrifa „fræði­ grein“ um Hæstarétt. Góðráð Friðriks n Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár, var gestur Jóns Ársæls Þórðarsonar í Sjálf­ stæðu fólki. Friðrik á að baki feril í viðskiptum en hann var einn helsti ráðamaður­ inn í sjávar­ útvegi um árabil. Um þetta fjallaði hann ítarlega. Athygli vakti þó að hann sagði ekkert um veru sína hjá Símanum þar sem hann var stjórnar­ formaður. Upplýst var í DV á sínum tíma að hann hefði tekið sér milljónir í ráðgjaf­ arlaun umfram stjórnarlaun­ in í gegnum hið fræga félag sitt, Góðráð. Hraktist hann skömmu síðar af stóli. Hann vill ekki vinna með mér Þetta er náttúru- lega skrípaleikur Séra Bryndís Valbjarnardóttir er hætt sem prestur í Fríkirkjunni. – DV Jón Gerald Sullenberger um Cocoa Puffs-deiluna. – DV Ættu Bakkabræður að eiga níu milljarða?„Réttlæti er ekki til Þ jóðaratkvæðagreiðslan um síðustu helgi var söguleg og hún markar mikilvæg þáttaskil í því lýðræðis­ lega mótunarferli nýrrar íslenskrar stjórnarskrár sem Alþingi Íslendinga samþykkti að hefja á vormánuðum 2010. Þjóðin hefur nú tekið afstöðu til fimm mikilvægra tillagna sem stjórnlagaráð af­ henti Alþingi og tveir af hverjum þremur kjósendum eru fylgjandi því að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvall­ ar að nýrri stjórnarskrá. Um helmingur atkvæðisbærra Ís­ lendinga tók þátt í þjóðaratkvæðagreiðsl­ unni. Þátttakan var því meiri en títt er um þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök mál af þessu tagi, til að mynda í Sviss, þar sem rík hefð er fyrir slíkum almennum atkvæðagreiðslum. Til samanburðar er það einnig í frá­ sögur færandi að þegar sambands­ lagasamningurinn, sem færði Íslandi fullveldi árið 1918, var borinn undir þjóðina tóku 44% þátt í atkvæðagreiðsl­ unni. Niðurstöðurnar eru því býsna afger­ andi. Þjóðinni hefur nú tekist það sem þinginu hefur ávallt mistekist, að móta Íslandi nýja stjórnarskrá í stað þeirr­ ar sem samþykkt var til bráðabirgða við stofnun lýðveldisins. Við getum öll verið afar stolt af þessu afreki og full ástæða er til að þakka þeim mikla fjölda fólks sem lagt hefur sitt lóð á vogarskálarnar í þessu merka lýðræðisferli, ekki síst með­ limum stjórnlagaráðs. Skyldur okkar við þjóðina Nú er komið að Alþingi að taka frum­ varp að nýrri stjórnarskrá til afgreiðslu. Við það verk eigum við þingmenn að vanda okkur og það munum við gera. Mikill og vandaður undirbúningur hef­ ur þegar farið fram og síðastliðið vor fól stjórnskipunar­ og eftirlitsnefnd Alþingis hópi sérfræðinga að undirbúa frumvarp að nýrri stjórnarskrá á grundvelli til­ lagna stjórnlagaráðs. Hópnum var falið að fara yfir laga­ tæknileg atriði í tillögum stjórnlaga­ ráðs meðal annars með tilliti til al­ þjóðlegra sáttmála sem íslenska ríkið er skuldbundið af, innra samræmis og fleiri þátta. Þar við bætist að þjóðin sjálf greiddi atkvæði gegn tillögu stjórnlaga­ ráðs um þjóðkirkjuákvæði stjórnarskrár­ innar. Þannig geta komið fram bæði tæknilegar og efnislegar breytingar á til­ lögum stjórnlagaráðs en stjórnalagaráð opnaði sjálft fyrir svigrúm til breytinga eftir aukafund ráðsins í sumar, meðal annars að Alþingi hækkað þröskuldinn vegna þjóðaratkvæðagreiðslna. Yfir þessi atriði öll þurfum við að fara og kappkosta að sem víðtækust sátt verði um útkomuna, bæði innan þings og utan. Ég hef fulla trú á því að slík sátt náist um málið. Við erum komin á þann stað að öllum má vera ljóst að tillaga stjórnlagaráðs verður alltaf grundvöllur að nýrri stjórnarskrá Íslands og ákvæð­ um þar ætti ekki að breyta nema til þess standi sterk og efnisleg rök. Ný stjórnarskrá 17. júní 2013 Um hálft ár er til alþingiskosninga og það er skylda okkar alþingismanna að standa þannig að málum að í þeim kosningum geti þjóðin kveðið upp sinn endanlega dóm um nýja full­ búna stjórnarskrá sem sitjandi þing hefur samþykkt fyrir sitt leyti. Um þetta verkefni eigum við að sameinast hvar í flokki sem við stöndum. Takist okkur það gæti ný stjórnarskrá hæg­ lega tekið gildi strax á næsta ári. Vel færi á því að það yrði þann 17. júní líkt og núverandi stjórnarskrá gerði fyrir um 69 árum síðan. Standist þingið þessa prófraun spái ég því að það muni reynast einn mikilvægasti áfangi okkar í að endur­ reisa traust þjóðarinnar á þessari merku stofnun eftir ágjöf undan­ genginna ára. Trúverðugleiki Alþingis í húfi Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 24. október 2012 Miðvikudagur Kjallari Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra „Ég hef fulla trú á því að slík sátt náist um málið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.