Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 10
Ævintýrið sem sligar Kópavog 10 Fréttir 24. október 2012 Miðvikudagur Þ að var í ágúst árið 2005 sem byggingaverktakar hófu að sýna svæði hestamanna- félagsins Gusts við Glað- heima í Kópavogi áhuga. Þá gerði KGR-eignarhaldsfélag tilboð í nokkur hesthús á svæðinu. Á þeim tíma voru verktakarnir Guðbjartur Ingibergsson og Kristján Gunnar Ríkharðsson í forsvari fyrir hópn- um sem stóð að tilboðinu. Engilbert Runólfsson tók samkvæmt heimild- um DV líka þátt í uppkaupunum. Þess skal getið að á þessum tíma var Glaðheimasvæðið í eigu Kópa- vogsbæjar. Félagsmenn hesta- mannafélagsins Gusts höfðu gert 50 ára leigusamning við Kópa- vogsbæ um afnot af lóðum á svæð- inu fyrir hesthús sín til ársins 2038. „ Þessir verktakar geta ekki byggt eitt né neitt nema Kópavogsbær breyti deiliskipulaginu og við ætlum okk- ur ekki að gera það,“ var haft eft- ir Gunnari Birgissyni, þáverandi bæjar stjóra Kópavogsbæjar, í lok ágúst árið 2005. Af sama tilefni full- yrti Guðbjartur Ingibergsson að það væri engin spurning hvort það yrði byggt þarna – einungis hvenær. Á fundi með félagsmönnum Gusts á sama tíma fullyrti Gunnar enn frekar að Gustsmenn skyldu ekki „láta ein- hverja seppa utan úr bæ,“ rugla í sér. Verktakar með loforð frá Gunnari Samkvæmt heimildum DV sann- færði Gunnar Birgisson verktakana um að byggt yrði á landinu áður en þeir hófu uppkaup þar í ágúst 2005. Þannig virðist ljóst að Gunnar hafi verið missaga þegar hann fullviss- aði liðsmenn Gusts um að ekki stæði til að byggja á Glaðheimasvæðinu. Heimildarmaður DV segir að án lof- orðs frá Gunnari hefði aldrei verið farið í þessa fjárfestingu á svæðinu – án loforðs frá honum hefði slíkt ver- ið glapræði. Mikil andstaða kom strax upp hjá félagsmönnum hestamanna- félagsins Gusts vegna tilboðs verk- takanna. Í kjölfar fundar um 200 fé- lagsmanna hestamannafélagsins var haft eftir Þóru Ásgeirsdóttur, þáver- andi formanni Gusts, að hún teldi tilboð verktakanna vera „aðför að starfandi íþróttafélagi í Kópavogi“. Sex milljarða samkomulag við Straum-Burðarás Samkvæmt heimildum DV höfðu forsvarsmenn KGR-eignarhalds- félags og Ingimundar hf. gert samkomulag við fjárfestingabank- ann Straum-Burðarás um að kaupa allt svæðið fyrir alls sex milljarða króna í mars árið 2006. Á þeim tíma hafði Kristján Gunnar selt sinn hlut til Engilberts. KGR hafði þá þegar greitt um 1.400 milljónir króna fyrir uppkaup á hesthúsum og höfðu veitt hestamannafélaginu Gusti vil- yrði fyrir kaupum á restinni af hest- húsunum fyrir þrjá milljarða króna. Heimildir DV herma að Gunnar Birgisson hafi komið í veg fyrir umrætt samkomulag við Straum- Burðarás. Ástæðan hafi meðal annars verið ósætti á milli Gunnars og Engilberts. KGR-eignarhalds- félag og Ingimundur hf. hafi síðan verið þvinguð af Gunnari til að selja svæðið. Lögmannsstofan SS ehf., sem Sveinbjörn Sveinbjörnsson héraðsdómslögmaður í Kópavogi á, tók þátt í að gera samninga fyr- ir Kópavogsbæ. Þá samninga hefur DV undir höndum. Einn heimildar- manna DV segir að mikil reiði hafi ríkt á milli Engilberts og Gunnars frá þessum tíma allt til dagsins í dag. Í janúar árið 2007 tilkynnti Kópa- vogsbær að Glaðheimasvæðið hefði verið selt fyrir 6,4 millj- arða króna. Kaupendur voru Kaupangur eignarhaldsfélag sem keypti 2/3 hluta svæðisins á 4,3 milljarða króna og Fasteignafélagið SMI ehf., sem keypti þriðjungshlut á 2,1 milljarð króna. Sama svæði keypti bærinn af hestamanna- félaginu Gusti fyrir 3,2 milljarða króna í maí 2006. Bærinn hafði jafnframt samið við hestamenn um að borga kostn- að við flutning á hesthúsahverfinu yfir á Kjóavelli sem og fjármögn- un á uppbyggingu á nýju svæði auk reiðhallar og reiðvega. Var talið að sá kostnaður myndi nema um tveimur milljörðum króna. „Okkur sýnist að nettóniðurstaðan sé um 1,5 milljarðar í plús,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson, þáverandi forseti bæj- arstjórnar Kópavogsbæjar. Óhætt er að segja að þessi fullyrðing Ár- manns hafi langt í frá staðist. Hann er sem kunnugt er bæjarstjóri Kópavogsbæjar í dag. Bæði situr bærinn enn uppi með svæðið og verður auk þess af um 500 milljóna króna tekjum sem gert var ráð fyrir af ári af svæðinu. Greiddu einungis 10 prósent Kaupangur og SMI greiddu einung- is tæp tíu prósent af umsömdu 6,4 milljarða króna kaupverði árið 2007. Við bankahrunið féllu áform kaupendanna um uppbyggingu á verslunar- og skrifstofuhúsnæði á þessu 100 þúsund fermetra svæði. Afganginn af kaupverðinu, eða 90 prósent, átti að greiða með skulda- bréfi. Heimildarmaður sem DV ræddi við sagði svona samninga einfaldlega vera afleiðusamninga – án mikillar áhættu. Í nóvember árið 2008 skilaði fé- lagið SMI, sem þá var í eigu Jákub á Dul Jacobsen, sem kenndur er við Rúmfatalagerinn sínum hluta af Glaðheimasvæðinu sem félagið hafði keypt árið áður af Kópavogs- bæ. Greiddi Kópavogsbær félaginu til baka þær 210 milljónir króna sem félagið hafði þegar greitt eða 10 prósent af kaupverðinu sem hafði verið samið um. SMI var stórtækt á íslenskum fasteignamarkaði í góðærinu og byggði meðal annars 20 hæða turninn á Smáratorgi, Glerártorg á Akureyri sem og Korputorg við Vesturlandsveg. Í dag er SMI að stærstum hluta í eigu Arion banka og nýja Landsbankans en Jákub á sjálfur enn 18 prósent í félaginu. Viðskiptablaðið birti nýlega frétt af því að SMI hefði fengið tæplega fjóra milljarða króna afskrifaða eft- ir hrun. Kaupangur fékk líka lán fyrir útborgun Eigendur Kaupangs, sem keypti 2/3 hluta af Glaðheimasvæðinu, eru þeir Bjarki Júlíusson og Jóhann- es Sigurðsson. Félagið er líklega þekktast fyrir að hafa selt Reykja- víkurborg, undir forystu Ólafs M. Magnússonar, þáverandi borgar- stjóra, Laugaveg 4–6 fyrir um 580 milljónir króna í upphafi árs 2008. Kaupangur skilaði sínum hluta af Glaðheimasvæðinu sem félag- ið hafði keypt árið 2007 árið 2011. Var það samþykkt í bæjarráði Kópa- vogs þann 25. febrúar árið 2010. Jafnframt greiddi bærinn félaginu til baka þau tíu prósent af kaup- verðinu sem greidd höfðu verið árið 2007. Samkvæmt heimildum DV lánaði Landsbankinn Kaupangi fyrir kaupunum árið 2007. Þurfti félagið einungis að reiða fram 50 milljónir króna í eigið fé. Engilbert þátttakandi í kaupunum Samkvæmt heimildum DV var Engilbert Runólfsson þátttakandi í kaupum Kaupangs á 2/3 hluta svæðisins. Var hlutur hans um 50 prósent á móti forsvarsmönnum Kaupangs. Er þetta nokkuð athyglis- vert eftir átök hans við Gunnar Birg- isson á vormánuðum 2006 þegar forsvarsmenn KGR-eignarhaldsfé- lags og Ingimundar hf. voru þving- aðir til að selja hesthús sín á Glað- heimasvæðinu eftir að hafa ætlað að selja Straumi-Burðarás svæðið. Skiluðu lóðunum til bæjarins n Höfðu keypt af bænum á 6,5 milljarða árið 2007 Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is n Gunnar Birgisson lofaði verktökum að byggt yrði á Glaðheimasvæðinu árið 2005 n Tjónið af Glaðheimaævintýrinu var komið upp í 12 milljarða króna árið 2011 Staðan 2011 Fréttatíminn fjallaði um Glaðheima- ævintýri Kópavogsbæjar árið 2011. Þar var vitnað í kostnaðarúttekt fjármála- stjóra bæjarins. Í janúar árið 2011 var talið að ævintýrið hefði þegar kostað Kópavogsbæ um 12 milljarða króna. Þurftu ekki að greiða fyrir leiguréttinn Kópavogsbær borgaði sexfalt fasteignamat fyrir húsin á svæðinu. Mynd EyÞór árnaSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.