Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 21
Sport 21Miðvikudagur 24. október 2012 V ið erum að melta þetta og fáum á morgun [miðviku- dag, innsk.blm.] greiningu á fyrri leiknum. Við höfum smá tíma fram að leik til að ákveða hvernig við ætlum að nálgast leikinn á fimmtudag,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu. Ísland mæt- ir til leiks á fimmtudag í einum mik- ilvægasta leik sem íslenskt landslið hefur leikið. Sigri stelpurnar þenn- an síðari umspilsleik við Úkraínu eða geri jafntefli tryggja þær sér farseðil- inn á lokamót EM í knattspyrnu sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári. Liðinu gæti nægt að tapa leiknum með einu marki nema um mikinn markaleik verði að ræða og gestirnir skori fjög- ur mörk. Sigurður Ragnar segist ekki vera búinn að gera upp hug sinn hvað varðar hvernig hann mun leggja upp leikinn. Hann játar aðspurður að það geti orðið varasamur leikur að ætla að einblína á varnarleikinn. „Það eru alltaf skoruð mörk í kvennalands- leikjum, eða því sem næst. Mjög fáir kvennalandsliðsleikir eru marka- lausir,“ segir hann í samtali við DV. Áþekk lið að getu Ísland vann fyrri leikinn gegn Úkra- ínu 3–2. Liðið er því í lykilstöðu fyr- ir síðari leikinn en íslenskt A-lands- lið hefur aðeins einu sinni áður náð þeim áfanga að leika á lokakeppni stórmóts. Það gerði liðið, einnig und- ir stjórn Sigurðar Ragnars, árið 2009. Því yrði það gríðarlega góður árang- ur hjá Sigurði að koma liðinu þangað aftur. Ljónið í veginum til Svíþjóðar, þar sem lokakeppnin verður haldin, er hins vegar firnasterkt lið Úkraínu. Á pappírunum virðast liðin áþekk að getu. Rétt eins og Ísland hafnaði Úkraína í öðru sæti í sínum riðli, á eftir Finnum, en aðrar þjóðir í riðlin- um voru Hvíta-Rússland, Slóvakía og Eistland. Úkraína vann alla leiki sína á útivelli í riðlinum en gekk ekki eins vel á heimavelli. Þar tapaði liðið fyr- ir Finnum og Hvít-Rússum og gerði jafntefli gegn Slóvakíu. Ísland er í 16. sæti heimslistans í knattspyrnu kvenna en Úkraína í því 23. Það er því stutt á milli. Sigurinn verðskuldaður Sigurður Ragnar segir í samtali við DV að hann hafi heilt yfir verið ánægður með leik liðsins í Úkra- ínu. Úrslitin hafi auðvitað verið mjög góð og þrjú útivallarmörk vegi auð- vitað þungt, en skilji liðin jöfn eftir báða leikina ráða skoruð mörk á úti- velli því hvort liðið fer áfram. „Það var mjög jákvætt að vinna leikinn og við útfærðum vel það sem við lögð- um upp með.“ Hann segir að fyrstu tvö mörkin hafi verið afrakstur góðr- ar pressu framarlega á vellinum. „Við refsuðum þeim eftir feilsendingar í vörninni.“ Ísland komst í 2–0 í leikn- um en Úkraína jafnaði. Íslenska liðið fékk aðeins fjögur mörk á sig í 10 leikjum í riðlakeppninni og er því ekki vant að fá á sig tvö mörk í leik. Spurður um skýringar á því segir Sigurður Ragnar að Úkraína hafi ein- faldlega á að skipa góðum leikmönn- um; sérstaklega í sókninni. „Þær halda boltanum vel innan liðsins og eru tæknilega góðar. Þegar leið á leikinn gerði þreytan það að verkum að við féllum aftar á völlinn.“ Ísland hafi fengið fyrra markið á sig eftir skyndisókn en það síðara eftir auka- spyrnu. „Mér fannst liðið sýna góðan karakter með því að koma til baka og skora sigurmarkið,“ segir hann. Leik- urinn var ekki sýndur í sjónvarpi svo fáir Íslendingar eru til frásagnar um hann aðrir en þeir sem tóku í honum þátt. Spurður hvort sigurinn hafi ver- ið verðskuldaður segist hann auð- vitað ekki vera hlutlaus en að hann meti það svo. „Við vorum að spila við sterkt lið, hörkulið sem var á síðasta lokamóti EM, en mér fannst við út- færa leik okkar vel. Þær sköpuðu sér þó hættuleg tækifæri eftir horn- og aukaspyrnur.“ Ætla að vinna leikinn Hann segir aðspurður að markmiðið á fimmtudaginn verði það sama og alltaf; að vinna leikinn. Vel hafi verið farið yfir hvernig verjast megi föstum leikatriðum; hornspyrnum og auka- spyrnum, en liðið verði að gæta sín á því að brjóta af sér rétt utan teigs. Það gæti reynst dýrkeypt. Sigurður Ragnar segir að úkraínska liðið sé ekki ósvipað að getu og norska liðið, sem vann riðil- inn naumlega eftir sigur á Íslandi í síðasta leik. Varnarlínan sé líklega ekki eins sterk en á móti komi að þær séu virkilega góðar framar á vellin- um. „Þær hafa nokkra betri einstak- linga en eru í norska liðinu.“ Hann ítrekar að Úkraína hafi náð góðum árangri á undanförnum árum. 1.000 krónur á völlinn Spurður hvort hann ætli að gera breytar á liðskipan sinni segist Sigurður Ragnar ekki hafa tekið ákvörðun þar að lútandi en bætir við að þær verði ekki miklar. Liðið sem hann stillti upp úti hafi leikið vel. Allar stúlkurnar séu heilar ef frá eru talin smávægileg veikindi Katrínar Ómarsdóttur. Hann gerir ráð fyrir að hún verði orðin hraust á leikdegi. Hann segir aðspurður að stuðn- ingur við liðið á Laugardalsvelli á fimmtudag geti skipt sköpum. „Það skiptir rosalega miklu máli að fólk mæti og styðji við bakið á liðinu. Við höfum fengið góðan stuðning á heimavelli en núna er hann kannski enn nauðsynlegri en áður. Það er mikið undir.“ Miðaverði á leikinn er stillt mjög í hóf en miðinn kostar aðeins 1.000 krónur. Frítt er fyrir 16 ára og yngri. Óhætt er að hvetja fólk til að mæta á völlinn en leikurinn hefst klukkan 18.30. n Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Alltaf skoruð mörk í kvennalandsleikjum“ n Íslenskt A-landslið gæti komist í lokakeppni EM í annað sinn í sögunni n Stefnir á sigur„Mér fannst liðið sýna góð- an karakter með því að koma til baka og skora sigurmarkið. Hefur gert frábæra hluti Sigurður Ragnar gæti á fimmtudag leitt liðið á stór- mót í knattspyrnu í annað sinn. Fagnað á Laugardalsvelli Ísland er í lykilstöðu til að kom- ast á lokamót EM, í annað sinn í sögu íslenskra A-landsliða. Líklegt byrjun- arlið Íslands Markvörður Þóra B. Helgadóttir Hægri bakvörður Dóra María Lárusdóttir Vinstri bakvörður Hallbera Gísladóttir Miðverðir Katrín Jónsdóttir (F) og Sif Atladóttir Tengiliðir Katrín Ómarsdóttir, Edda Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir Hægri kantmaður Fanndís Friðriksdóttir Vinstri kantmaður Hólmfríður Magnúsdóttir Framherji Margrét Lára Viðarsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.