Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Blaðsíða 23
Fólk 23Miðvikudagur 24. október 2012 Spilar með Svölu n Legend með samning hjá kanadísku fyrirtæki Á stæðan fyrir því að þeir vildu vinna með okkur var auðvitað tónlistin og svo ímyndin. Þeir vildu fá svona listamenn inn í „label“-ið. Þeir telja okkur eiga eft- ir að höfða til breiðs hóps og þar sem þetta er þannig fyrirtæki fáum við að vera við sjálfir áfram, segir tónlistar- maðurinn Krummi Björgvinsson en kanadíska plötufyrirtækið Artoffact gerði nýverið samning við hljóm- sveitina Legend. Plata sveitarinnar verður endur- útgefin og henni dreift í Kanada, Norður-Ameríku og í Evrópu af einu stærsta dreifingarfyrirtæki Kanada í þessum „industrial/goth“-tónlistar- geira. „Platan kemur út 11. desem- ber og þessu fylgja kynningarferðir og tónleikaferðalög. Ég er nákvæm- lega núna að ræða við bókara bæði í Þýskalandi og Kanada og við förum af stað sem fyrst á nýju ári,“ segir Krummi og bætir við að þar að auki muni sveitin troða upp á tónlistarhá- tíðum um víða veröld. „Það er allt að gerast og spennandi tímar fram- undan.“ Þann 1. desember mun svo Legend troða upp ásamt Steed Lord á Gamla Gauknum en þetta verð- ur í fyrsta skiptið sem systkinin Krummi og Svala koma saman með hljómsveitir sínar á svið. „Við hlökk- um rosalega mikið til. Okkar hlust- endahópur er ekkert endilega sá sami og fyrir mér gerir það tónleik- ana fjölbreyttari og skemmtilegri. Fólk sem fílar raftónlist getur hlust- að á báðar sveitir því það er mikið af raf tónlistaráhrifum hjá okkur líka. Við eigum það sameiginlegt. Legend er þó drungalegri en Steed Lord svo þetta verður skemmtileg blanda; drunginn og bjartsýnin saman.“ Krummi segir að þar sem hljóm- sveitarmeðlimir beggja sveita séu miklir vinir hafi lengi staðið til að halda sameiginlega tónleika. „Við fórum að tala um þetta fyrir tveimur árum þegar ég var nýbúinn að stofna Legend. Svo bauðst þetta tækifæri núna hjá strákunum á Gamla Gaukn- um og þetta öskraði á mig að þetta væri rétti tíminn. Steed Lord kem- ur heim um jólin og þetta small allt saman.“ n indiana@dv.is Þ essi mynd er 100 prósent snjóbretti, segir Eiríkur Helgason snjóbrettakappi um snjóbrettamyndina Pepping sem fór í loftið á vefsíðunni helgasons.com í gær, þriðjudag. Eiríkur er ánægður með myndina en segir umdeilt mynd- band sem hefur farið eins og eldur í sinu um internetið ekki hafa verið framleiðslu þeirra bræðra en Eiríkur er eldri bróðir Halldórs Helgasonar snjóbrettakappa. „Við Halldór bjuggum það ekki til en höfum heyrt að fólk sé að stimpla okkur sem eigendur þess. Ég sást til dæmis ekki í þessu myndbandi. Hall- dór sést enda eru þetta vinir okkar sem gerðu það. Þetta eru bara ungir snjóbrettamenn sem langaði að gera svona snjóbretta-, partí-, subbu- myndband.“ Eiríkur segir ímyndina sem snjó- brettafólk hafi á sér ekki endilega rétta. „Það varð allt vitlaust þegar þetta myndband fór í loftið. Nú á allt snjóbrettalið að vera sóðalegt. Ég drekk varla sjálfur og myndi aldrei gera eitthvað svona eins og sést á þessu myndbandi. Ég get alveg hlegið að öðrum sem láta svona en ég myndi aldrei láta svona sjálfur,“ segir hann hlæjandi en bætir við að þessi neikvæða ímynd sem fari af jaðar- íþróttafólki fari ekki fyrir brjóstið á sér. „Ég er fyrir löngu búinn að venjast þessu. Svona hefur þetta verið síðan maður var pínu lítill. Þetta er ekkert nýtt. Það sem skiptir mestu máli hjá okkur, og flestu snjóbrettafólki sem ég þekki, er að hafa eins gaman af líf- inu og við getum. Við erum ekkert að spá í hvað öðru fólki finnst um okk- ur og gerum það sem okkur dettur í hug svo lengi sem það særir engan annan en okkur,“ segir hann og bætir aðspurður við að vissulega geri hann sér grein fyrir að hann sé ákveðin fyrir mynd. „Ég segi samt eins og Halldór. Ég ætla ekki að breyta mér fyrir neinn. Ég er bara eins og ég er. Ég myndi líka telja að ég væri ágætis fyrirmynd. Það eru eflaust margir verri en ég.“ Eiríkur segir þá bræður hafa feng- ið góð viðbrögð við nýju myndinni. „Núna hefur hún verið uppi í eina klukkustund og strax hafa hátt í sex þúsund manns horft á hana. Þetta stefnir í að verða eitthvað gott,“ seg- ir hann og bætir við að það fari mikil vinna í svona mynd. „Við erum bún- ir að vera í heilt ár að filma og klippa efnið. Þetta er búið að vera mjög gott ár.“ Athygli vakti að Eiríkur sást ekk- ert í þættinum Ísþjóðinni þegar sjón- varpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir heimsótti Halldór bróður hans til Mónakó. „Planið var að vera báðir í þættinum en það hittist illa á. Við erum náttúrulega að ferð- ast brjálað mikið báðir tveir og ég var fjarverandi þegar hún kom. Ég verð bara með næst,“ segir hann og bætir við að það séu spennandi tímar framundan. „„Season“-ið er að byrja á fullu aftur og við erum báðir á leið til London að keppa yfir helgina.“ n n Snjóbrettakappinn Eiríkur Helgason segir umdeilt myndband, sem hefur farið eins og eldur í sinu um netið, ekki framleiðslu þeirra bræðra B ragi Valdimar Skúlason, Baggalútur og tónskáld, á von á sínu þriðja barni í febrúar en fyrir á hann tvær dætur sem eru sjö og tveggja ára með konu sinni Þórdísi. Frá þessu er greint í síðasta tölublaði Séð og heyrt en þar segir að ekki sé vitað hvort um dreng eða stúlku sé að ræða. Það sé þó möguleiki að það komi í ljós áður en barnið fæðist þar sem þau geymi upplýsingar um það í umslagi heima. Bragi Valdimar segir því ekki útilokað að þau kíki í umslagið við gott tækifæri. Barnið er væntanlegt í heiminn í febrúar en athygli vekur að Kiddi í Hjálmum, meðstjórnandi Braga Valdimars í Hljómskálanum, á einnig von á barni í febrúar. n n Bragi Valdimar og Kiddi í Hjálmum eiga báðir von á barni í febrúar Baggalútsbarn væntanlegt „Ég drekk varla sjálfur og myndi aldrei gera eitthvað svona eins og sést á þessu myndbandi. „Margir verri en ég“ Snjóbrettakappar Eiríkur er eldri bróðir Halldórs. Hann segir þá bræður ekki hafa komið nálægt framleiðslu myndbandsins umdeilda sem fór fyrir brjóstið á mörgum. Ágætis fyrirmynd Eiríkur segir snjóbrettafólk vilja hafa gaman af lífinu. Hann telur sig ágætis fyrirmynd. Allt að gerast Plata Legend verður endurútgefin og dreift af stóru dreifingarfyrirtæki innan „industrial/ goth“-geirans. Mynd: BrynjAr Snær Fjallar um fjármál á léttum nótum n Jóni Jónssyni er margt til lista lagt J ón Jónsson lætur til sín taka á fleiri sviðum en tónlistarsviðinu en hann er einnig menntaður hagfræðingur og heldur fræðslu- fundi. Þar fræðir hann ungt fólk á framhaldsskólaaldri um fjármál á skemmtilegan hátt og fer með- al annars yfir það hvað það þýðir að verða fjárráða, hvernig peningar virka og mikilvægi þess að setja sér mark- mið. Í lok fundar tekur Jón svo að sjálfsögðu nokkur lög. Hann mun ferðast um allt land með fræðslufundi sína en sá fyrsti, sem haldinn var í Reykjavík á þriðju- dag, var fullbókaður og ljóst að Jón nær til unga fólksins með því að tala um fjármál á léttu nótunum. n F yrstu ljósmyndir af atriðum úr þáttaröðinni Lífsleikni Gillz er að finna á Vísi en þáttaröðin, sem hefur verið endurklippt til sýninga í kvikmyndahúsum, verður frumsýnd nú í nóvember. Þættirnir eru framhald af þátt- unum Mannasiðir Gillz sem sýnd- ir voru á Stöð 2 í fyrra. Egill Einars- son, höfundur og aðalleikari þáttanna, segir í samtali við Vísi að þættirnir séu til þess gerðir að létta fólki lundina og að langt sé síðan gott íslenskt grín hafi sést í kvikmyndahúsum. Þættirnir séu fyndnasta íslenska efnið sem fram hafi komið síðan Sódóma var og hét. Í þáttunum er fylgst með nokkrum misheppnuðum mönn- um sem reyna að fóta sig í ýms- um aðstæðum en klúðra því og þá kemur Gillz eins og frelsandi engill og bjargar málunum.  n n Misheppnaðir menn reyna að fóta sig í ýmsum aðstæðum LífsLeikni giLLz í bíó

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.