Fréttablaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Miðvikudagur 16 H ingað til hefur ekkert lyf fengist við naglasveppum án lyfseðils í apótekum“ segir Hákon Steins-son, lyfjafræðingur hjá LYFIS. „Það er því mjög ánægjulegt að bæta lyfinu við úrval lausasölulyfja LYFIS, en við höfum markvisst unnið að því að auka framboð lyfja sem hægt er að kaupa án lyfseðils.“Lyf sem innihalda amorolfin eru komin í lausasölu í nokkrum öðrum Evrópulöndum og hefur tilkoma lyfsins í lausasölu aukið aðgengi almennings að meðferðarkosti við naglasveppum. Amorolfin er breiðvirkt sveppalyf sem er mjög virkt gegn algengum tegundum af naglasveppum. Amorolfinið smýgur úr lyfjalakkinu inn í og í gegnum nöglina og getur þar af leiðandi útrýmt sveppn-um sem er illa aðgengilegur í naglbeðn-um. Þar sem meðferðin er staðbundin eru aukaverkanir mjög sjaldgæfar og þá aðallega svæðisbundnar, sem er mikill kostur fyrir notandann.Algengustu einkenni naglasveppa-sýkingar eru þykknun naglarinnar og litabreyting. Nöglin getur t.d. orðið hvít, svört, gul eða græn. Verkir og óþægindi geta einnig komið fram.Bera skal lyfjalakkið á sýktar fingur- eða táneglur einu sinni í viku eða samkvæmt ráðleggingu læknis. Meðferð skal haldið áfram óslitið þar til nöglin hefur endurnýjað sig og viðkom- andi svæði er læknað. Amorolfin ratio- pharm má nota með öðrum lyfjum en ekki má nota naglalakk eða gervineglur á meðan verið er að nota lyfið. Mikilvægt er að lesa NAGLASVEPPIR – NÝ LAUSN ÁN LYFSEÐILSLYFIS KYNNIR Amorolfin ratiopharm-lyfjalakk á neglur við naglasveppum fæst nú án lyfseðils í næsta apóteki. AMOROLFIN RATIOPHARMer ætlað til notkunar á bæði tá- og fingurneglur. TÓNLIST Í HÁSKÓLAJapönsk og frönsk tónlist um fegurð og fjúk verður flutt í kapellu Háskóla Íslands í dag klukkan 12.30 til 13. Allir eru velkomnir en frítt er inn. ÍÞRÓTTA HALDARI teg ROYCE SPORT fæst í stærðum 32 4 20% afslát tur AÐEIN S MIÐ VIKUD AG OG FI MMTU DAG Opið: Mán - Fös: 10:00 - 18:00 laugard: 10:00 - 14:00 Sími 551 2070 Stærðir:41 - 46 Verð: 15.485.- Erum á facebook Vandaðir þýskir herraskór úr leðri og skinnfóðraðir frá www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 5. nóvember 2014 | 30. tölublað | 10. árgangur V I Ð ELSKUM A Ð P R E N TA ! Opinber afskipti auka sveifl ur Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur segir að aðkoma stjórnvalda auki sveiflur í byggingarstarf-semi. Nýleg byggingarreglugerð sé dæmi um það. Hún segir að staða byggingargeirans hafi batnað mikið frá hruni. „Við erum á svipuðum stað og árið 2003 þegar hagkerfið var í okkalegu jafnvægi. Skuldast ð- an hefur skánað verulega sam- fara afskriftum skulda og aukn- um umsvifum í hagkerfinu. Eigið fé í greininni var veruleg nei- kvætt á árinu 2010 þegar hag- kerfið gekk í gegnum al- varlegan samdrátt, en hefur nú byggst upp og afkoman batnað “ segir MIKLAR SVEIFLUR Í AFKOMU ICELANDAIR GROUP Afkomumet slegið á þriðja ársfjórðungi e stef ir í lakara gengi á síðustu mánuðum ársins. Hærri launakostnaður og aukin samkeppni í 2 SÉRBLÖÐ Markaðurinn | Fólk Sími: 512 5000 5. nóvember 2014 260. tölublað 14. árgangur MENNING Nelson Goerner átti misgóðan leik á tónleik- unum í Hörpu. 26 LÍFIÐ Spaugstofan er hætt á Stöð 2 eftir fjögurra ára starf og komin í pásu. 34 SPORT Fyrrverandi lands- liðskempur segja HSÍ vera að sofna á verðinum. 30 MARKAÐURINN FRÉTTIR Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka SKOÐUN Læknarnir eru þeir fyrstu sem fara, skrifar Bolli Héðinsson. 16 Á TEPPIÐ Fulltrúar Landhelgisgæslunnar með Georg Lárusson forstjóra í fararbroddi mættu í gær öðru sinni fyrir allsherjar- nefnd Alþingis til að svara fyrir byssukaup frá Noregi. Nefndarmenn þiggja heimboð ríkislögreglustjóra í næstu viku og freista þess að fá botn í málið. Sjá síðu 6 FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TÍSKA Tíu ljósmyndir sem Ásta Kristjánsdóttir tók á Íslandi í sumar hafa birst í indverskri útgáfu tímaritsins heimsfræga, Vogue. „Þetta er ofsalega mikil landkynning fyrir Ísland. Vogue India er lesið í milljón- um eintaka og ég reikna með að fólk eigi eftir að reka upp stór augu þegar það sér landslagið og vilji koma hingað,“ segir Ásta. Ásta Kristjánsdóttir er fyrsti Íslendingurinn sem á ljós- myndir í Vogue India og viður- kennir að það sé mikill heiður. „Maður er búinn að lesa Vogue síðan maður var lítill,“ segir hún. „Þetta er bara óskaplega gaman.“ - fb / sjá síðu 34 Indverjar hrifnir af Íslandi: Ljósmyndir frá Ástu í Vogue ÓDÝRARI FARGJÖLD OG BREIÐARI BROS ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR HÚSNÆÐISMÁL Benedikt Sigurðar- son, framkvæmdastjóri Búseta, telur fulla ástæðu til að kæra Íbúða lánasjóð til umboðsmanns Alþingis og Eftirlitsstofnunar Evr- ópu (ESA), vegna starfsemi leigu- félagsins Kletts. Hann hefur látið útbúa lögfræðiálit vegna þessa og leggur á næstunni kæru fyrir stjórnarfund. Þetta kom fram á aðalfundi Búseta á Norðurlandi í byrjun vikunnar. Málatilbúnaður Búseta byggir á að Íbúðalánasjóð skorti lagaheim- ild til að reka leigufélag. Eins sé það í ósamræmi við góða viðskipta- hætti að eiga og reka íbúðir í sam- keppni við eigin viðskiptamenn. Árið 2012 var bætt við hús- næðislög ákvæði um að verkefni Íbúða lánasjóðs væru til að mynda að eiga leigufélag með íbúðarhús- næði sem sjóðurinn hefur yfir- tekið á nauðungarsölu samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð sem ráðherra setur. Sú reglugerð sem lögin tilgreina hefur hins vegar aldrei litið dagsins ljós. Forsvarsmenn Búseta telja þarna um markaðsskekkjandi ráðstafanir að ræða. Íbúðalána- sjóður sé í of nánum samskipt- um við keppinauta á markaði, þar sem þeir haldi á öllum gögnum varðandi Búseta. Í venjubundnum samkeppnisrekstri væri þetta ekki ásættanlegt ástand. Á aðalfundi Búseta á Norðurlandi á mánudaginn var gagnrýndi Bene- dikt Íbúða lánasjóð harðlega og taldi félagið ekki hafa notið sannmælis í samskiptum við sjóðinn. „Neikvætt viðhorf einstakra stjórnenda Íbúðalánasjóðs til hús- næðissamvinnufélaga hefur gert félaginu erfitt fyrir. Misvísandi, og í sumum tilvikum röng upplýs- ingagjöf, er alvarlegur hlutur.“ Einnig sagði Benedikt frá því á fundinum að með „pólitískum bellibrögðum“ hefði leiðrétting verðtryggðra lána ekki verið látin ná til búseta í almennum íbúðum húsnæðissamvinnufélaganna. Sagði hann frá því að félagið ynni að því í samstarfi við Búseta í Reykjavík og Búmenn að fá einn- ig þann forsendubrest leiðréttan. Búseti á Norðurlandi á og rekur um 220 íbúðir á Akureyri sem félagið leigir út með búsetufyrir- komulagi. Tekist hefur að endur- fjármagna lán Búseta hjá Íbúða- lánasjóði. - sa Kæra Íbúðalánasjóð til ESA Stjórn Búseta á Norðurlandi hefur falið framkvæmdastjóra að láta útbúa kæru til eftirlitsstofnunar EFTA vegna vinnubragða Íbúðalánasjóðs varðandi leigufélagið Klett. Telur hann rekstur sjóðsins skorta lagaheimild. Neikvætt viðhorf einstakra stjórnenda ÍLS til húsnæðissamvinnufélaga hefur gert félaginu erfitt fyrir. Misvísandi og í sumum til- vikum röng upplýsingagjöf er alvarlegur hlutur. Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta. FERÐAÞJÓNUSTA Eigendur Bruggsmiðjunnar Kalda ætla að hefja framkvæmdir við nýtt bjórspa og veitingastað, sem eiga að standa við brugg- hús fyrirtækisins á Árskógssandi, árið 2016. „Bjórinn er svo gríðarlega hollur fyrir húðina, og brugghúsið er við sjóinn, þannig að við munum nota hreinsaðan sjó og Kalda til að búa til spa-paradís,“ segir Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og einn eigenda Bruggsmiðjunnar. Bjórspö eru að sögn Agnesar vel þekkt í Tékklandi. Hugmynd eigenda fyrirtækis- ins gengur út á að sjór og bjór- inn Kaldi verði hitaðir í þar til gerðu kari. „Við fáum hingað gríðar- lega mikið af gestum en það vantar meiri afþreyingu á staðinn og því ætlum við að fara í þessar framkvæmdir,“ segir Agnes og bætir við að framleiðsla brugghúss- ins verði aukin um 36 prósent. - hg / sjá Markaðinn Vilja efla ferðaþjónustu á Árskógssandi og auka bjórframleiðsluna um 36%: Ætla að opna bjórspa í Eyjafirði AGNES ANNA SIG- URÐARDÓTTIR Bolungarvík 0° SA 4 Akureyri 4° S 5 Egilsstaðir 3° SA 5 Kirkjubæjarkl. 6° SA 8 Reykjavík 4° SA 6 Vaxandi SA-átt í dag og má búast við 10-20 m/s síðdegis, hvassast S- og SV-til. Úrkoma í öllum landshlutum. Hlýnar með deginum, hiti að 9 stigum S-til. 4 Miklar sveiflur Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir útlit fyrir að afkoma samstæðunnar á fjórða árs- fjórðungi verði talsvert lakari en á sama tíma í fyrra. Fyrirtækið kynnti metafkomu í síðustu viku. Launadeila enn í hnút Útgjöld ríkisins vegna launa lækna aukast um helming verði farið að kröfum þeirra, segir fjármálaráðherra. 2 Heilsufarsáhrif könnuð Landlæknir fylgist með áhrifum gosmengunar. Kostnaður ríkisins vegna jarðvár við Vatnajökul er áætlaður tæpar 700 milljónir króna. 4 Vígasveitir pynta börn Fjöldi barna er sagður hafa orðið fyrir pyntingum og misþyrmingum á Kúrdasvæðum í norðanverðu Sýrlandi. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.