Fréttablaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 10
5. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 MEXÍKÓ, AP Fyrrverandi bæjarstjóri í Iguala í Mexíkó hefur verið hand- tekinn ásamt eiginkonu sinni. Bæj- arstjórinn er sakaður um að hafa skipað mönnum sínum að gera árás á hóp háskólanema í lok september. Sex námsmenn létu lífið í árás- inni og 43 virðast hafa verið numd- ir á brott. Málið hefur varpað nýju ljósi á náin tengsl ráðamanna sums staðar í Mexíkó við fíkniefnagengi, sem vaða þar uppi. Bæjarstjórahjónin fyrrverandi, þau Jose Luis Abarca og Maria de los Angeles Pineda, sýndu engan mótþróa þegar þau voru handtekin í Mexíkóborg snemma þriðjudags. Talsmaður mexíkósku sambands- lögreglunnar staðfesti handtökuna á Twitter-síðu sinni í gær. Enn er allt óljóst um afdrif námsmannanna 43 þrátt fyrir að lögregla hafi lagt töluvert kapp á að upplýsa málið. Íbúar í Iguala og víðar í Guerrero-héraði hafa kraf- ist svara og staðið fyrir mótmæl- um nánast daglega. Það voru lögreglumenn sem réð- ust á námsmenn við lítinn kenn- araháskóla í Ayotzinapa, sem er skammt frá Iguala, þann 26. september síðastliðinn. Þessi til- tekni hópur lögreglumanna hefur starfað náið með glæpamönnum úr fíkniefnagenginu Guerreros Unidos. Stjórnvöld í Mexíkó segja nú að skipun um árásina á skólann hafi komið beint frá bæjarstjóran- um. Hann hafi staðið í þeirri trú að námsmennirnir hafi ætlað sér að trufla ræðu bæjarstjórafrúar- innar síðar um daginn, en hún er jafnframt sögð hafa starfað með glæpagenginu. Leitin að náms- mönnunum hefur meðal annars borist upp í hæðirnar fyrir ofan Iguala, þar sem um þrjátíu lík hafa fundist í fjöldagröfum. Enn hefur þó ekki fengist staðfest að neitt af þessum líkum sé af námsmönn- unum. Þann 19. október tók stjórnin í Mexíkóborg ákvörðun um að senda sambandslögreglumenn til Iguala og taka þar við löggæslu. Lögreglumönnum bæjarins hefur verið vikið frá störfum. gudsteinn@frettabladid.is Bæjarstjórahjónin í Iguala handtekin Bæjarstjórinn sakaður um að hafa í lok september fyrirskipað árás á háskólanema sem hafi ætlað að trufla ræðu bæjarstjórafrúarinnar. Málið hefur varpað nýju ljósi á tengsl mexíkóskra ráðamanna við uppivöðslusöm fíkniefnagengi. REIÐI Íbúar í Chilpancingo, höfuðstað Guerrero-héraðs, kasta grjóti í hús héraðsstjórans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BÆJARSTJÓRA HJÓNIN FYRRVERANDI Jose Luis Abarca ásamt eiginkonu sinni Mariu de los Angeles Pineda Villa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 06/13, ekinn 36 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 4.130 þús. Rnr. 142545. HONDA ACCORD Nýskr. 07/13, ekinn 34 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.490 þús. Rnr. 282149. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is KIA CEED EX Nýskr. 10/12, ekinn 47 þús. km. dísil, beinskiptur. Rnr. 142539. TOYOTA YARIS HYBRID Nýskr. 10/12, ekinn 28 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.890 þús. Rnr. 282157. NISSAN NOTE VISIA Nýskr. 05/13, ekinn 31 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.570 þús. Rnr. 141822. DACIA DUSTER 4x4 Nýskr. 03/13, ekinn 75 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 2.760 þús. Rnr. 142533. RENAULT MEGANE SP. TOURER Nýskr. 06/13, ekinn 55 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.990 þús. Rnr. 142531. Frábært verð! 2.860 þús. GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Skoðaðu úrvalið á bilaland.is ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! Takið vel á móti fermingarbörnunum Þau safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar PIPA R \ TB W A SÍA 122 90 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.