Fréttablaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 36
| 10 5. nóvember 2014 | miðvikudagur
Tilhugsunin um að ná snilldartökum á ein-
hverju, sem skiptir okkur miklu máli, er
hrikalega góð – ekki satt?
Daniel Pink segir, að rótina að snilldar-
tökum megi finna í fyrirbæri sem hann
kallar „flæði“ en flæði verður til í kjörað-
stæðum þar sem áskoranir koma heim og
saman við hæfileika okkar. Í flæðinu verða
markmiðin kristaltær og skilin milli við-
fangsefnis og okkar sjálfra verða
óskýr – við rennum saman við það
sem við erum að gera. Pink segir
jafnframt að þótt snilldartökum
verði ekki náð án flæðis, tryggi
flæði á engan hátt að snilldar-
tökum verði náð. Flæði getur
orðið til í augnablikinu eða deg-
inum en það tekur mánuði eða
ár, jafnvel áratugi, að ná snilld-
artökum á einhverju.
Kynda undir ástríðunni
Mikilvægast er að geta
séð hæfni sína í því
ljósi að hana megi
endalaust þroska og
efla. Í þessu sam-
hengi verða fram-
farir umfram allt
eftirsóknarverðar. Markmiðin eru lærdóms-
tengd, mistök ekki alvarlegt mál og fyrir-
höfnin sjálfsögð.
Að vera tilbúin til að leggja það á sig sem
þarf, þrautseigja og úthugsuð framkvæmd.
Að þola mótsagnir, óvissu og sveiflur, sem
til skiptis valda gremju eða kynda undir
ástríðunni. Að skilja að þetta hvort tveggja
er tímabundið og að sveiflan er viðvarandi
er mikilvægt. Ef allt gengur á afturfótunum
þá vitum við að það gengur yfir og það sama
gildir um velgengnina, hún gengur líka yfir.
Fáir útvaldir
Ég held það séu engar ýkjur þegar sagt er
að það taki allt að tíu ár að ná snilldartökum
á einhverju og þrautseigja sé sá eiginleiki
sem ráði úrslitum – en skilgreina má þraut-
seigju sem ástríðu og úthald til að ná lang-
tímamarkmiðum. Í ljósi þess er það engin
tilviljun að margt bendir til að við ráðn-
ingar hafi þrautseigja náð forystusætinu af
greindarvísitölu (IQ), sem besta forspár-
gildi um frammistöðu í starfi.
Þetta bendir líka til að meðfæddir eigin-
leikar séu lítils virði ef ástríðu og úthald
skortir til að ná þeim snilldartökum sem við
sækjumst eftir – útskýrir líka af hverju svo
margir eru efnilegir en fáir útvaldir.
Svo margir efnilegir en …
Martha Árnadóttir,
framkvæmdastjóri
Dokkunnar
Hin hliðin
M
ótmælin á Austurvelli í fyrradag voru
fjölmennari heldur en mig hafði grunað
að þau gætu orðið. Samkvæmt fréttum
taldi lögreglan að 4.500 manns hefðu
lagt leið sína þangað. Mótmælin voru
friðsamleg og það er ekki annað hægt en
að fagna því að fólk beiti þessum lýðræðislega rétti sínum
til þess að koma skoðunum á framfæri.
Hugurinn reikar til loka ársins 2008 og byrjunar
ársins 2009 þegar gríðarleg reiði skók samfélagið eftir
bankahrunið og búsáhaldabyltingin svokallaða stóð sem
hæst. Þá var reiðin skiljanleg. Stjórnvöld höfðu beinlín-
is tilkynnt fólkinu í landinu að hagkerfið hefði hrunið.
Fólk mátti búast við verulegri kjararýrnun. Sumir stóðu
frammi fyrir beinni launaskerðingu, verðbólgan fór
hátt í tuttugu prósent, margir misstu vinnuna og sumir
misstu húsnæðið sitt.
Aðstæður virðast vera allt aðrar
núna, eins og lýst er í nýlegri
hagspá hagdeildar Alþýðusam-
bands Íslands. „Horfur í íslensku
efnahagslífi eru þannig bjartari
en um langt árabil en fjárhagsleg
staða heimilanna hefur batnað og
lagt grunn að umtalsverðum vexti
einkaneyslu á þessu ári. Skuldir
heimilanna fara lækkandi, kaup-
máttur launa vaxandi, vænting-
ar hafa aukist og dregið hefur úr
efnahagslegri óvissu. Þetta, sam-
hliða skuldalækkunaraðgerðum
stjórnvalda og skattkerfisbreyt-
ingum, mun ýta undir töluverðan
vöxt einkaneyslunnar á tíma-
bilinu,“ segir beinlínis í hagspá
ASÍ.
Þess vegna er svo áhugavert
að velta því fyrir sér hvers vegna
4.500 manns eru reiðubúnir til
þess að koma saman og mótmæla
þegar aðstæður í efnahagslífinu
virðast vera svo miklu betri og
hagur fólks almennt að vænka.
Þegar rætt er við mótmælend-
ur um ástæður þess að það tók
þátt voru fjölmargar ástæður
nefndar. Samfélagið logar vegna
kjaradeilna, fólk hefur áhyggjur
af heilbrigðiskerfinu, fólki finnst vanta réttlæti í skatt-
kerfið og fólki finnst stjórnmálamenn ekki bera ábyrgð á
gjörðum sínum.
Allir stjórnmálaflokkarnir á Íslandi eiga í grunninn
sameiginleg markmið. Stefnt skal að bættum kjörum
almennings, góðri menntun og öflugu heilbrigðis- og vel-
ferðarkerfi. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins hafa lagt upp með ákveðna stefnu til
að ná þessum markmiðum. Þá stefnu má meðal annars
finna í stjórnmálaályktunum flokkanna, stefnuyfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar og þingræðum ráðherra. Bjarni
Benediktsson fjármálaráðherra sagði í útvarpsviðtali
í gær að hann hefði hlustað eftir því sem fólk væri að
segja í mótmælunum. Það er mikilvægt að hann og for-
sætisráðherra bæði hlusti og skýri betur hvert þeir ætla
að stefna það sem eftir er af kjörtímabilinu. Annars er
hætt við því að mótmælafundum á Austurvelli fjölgi.
Mikil mótmæli þrátt fyrir gerbreyttar aðstæður.
Samtal
við þjóðina
Þess vegna er
svo áhugavert
að velta því fyrir
sér hvers vegna
4.500 manns
eru reiðubúnir
til þess að
koma saman
og mótmæla
þegar aðstæður
í efnahagslífinu
virðast vera svo
miklu betri.
Markaðshornið
Jón Hákon Halldórsson
jonhakon@frettabladid.is
Í Markaðshorni síðustu viku mátti lesa
þá fullyrðingu Þorbjörns Þórðarson-
ar fréttamanns að engin raunveruleg
verðmætasköpun eigi sér stað í bönk-
um. Fullyrðingin var sett fram til að
skjóta fótum undir umræðu um launa-
mál í bönkum og hagnað þeirra. Hugs-
unin var sú að þar sem fjármálafyrir-
tæki skapa ekki raunveruleg verðmæti
en væru bakhjarlar raunverulegrar
verðmætasköpunar ættu laun og hagn-
aður í geiranum að vera lág.
Hér er ekki ætlunin að draga úr
gildi þess að hagkvæmni sé gætt í allri
efnahagsstarfsemi. Hagfræðin kenn-
ir og reynslan sýnir að það er líkleg-
ast til að gerast þegar saman fer frelsi
á markaði og lýðræðislegt skipulag í
stjórnmálum.
Sú hugsun sem Þorbjörn styðst við
er býsna gamaldags. Hún tilheyrir
þeim kenningum sem skildar voru
eftir í vegkantinum við framgang hag-
fræðinnar, þó hún fyrirfi nnist enn í
marxískri hugmyndafræði. Uppruni
þessara hugmynda um að skipta megi
efnahagsstarfseminni í framleiðslu
raunverulegra verðmæta og aðra
starfsemi, með áherslu á gildi þeirr-
ar fyrri, má rekja til frönsku búauðgi-
stefnunnar frá miðri átjándu öld.
Búauðgistefnan taldi að landbúnaður
væri uppspretta allra raunverulegra
verðmæta, en seinni tíma fylgjendur
stefnunnar útvíkkuðu hana þannig að
áherslan er á vöruframleiðsluna sem
hina raunverulega uppsprettu verð-
mæta í hagkerfi nu. Áhrif marxisma
á þróun þessarar hugmyndar er því
greinileg.
Nútímahagfræði byggir að megin-
stofni á tveimur kenningum. Annars
vegar kenningum Adams Smith frá
seinni hluta átjándu aldar sem í riti
sínu Auðlegð þjóðanna lagði áherslu á
að efnahagsstarfsemi væri samfelld
keðja þar sem hlekkir keðjunnar mót-
uðust af verkaskiptingu í efnahags-
starfseminni. Enginn hlekkur væri
í raun mikilvægari en annar. Hins
vegar á kenningum Alfreds Marshall
(og reyndar fl eiri) frá seinustu árum
nítjándu aldar um verðmyndun vöru
og þjónustu, þar sem framboð og eft-
irspurn eftir vöru og þjónustu á jaðr-
inum ákvarðar viðskiptaverð. Þessar
kenningar gera engan greinarmun á
efnahagsstarfsemi hvort sem hún er
framleiðsla á vörum eða veiting þjón-
ustu: hvort tveggja er nauðsynleg-
ur hlekkur í efnahagsstarfseminni
og verð beggja ákvarðast með sama
hætti. Sömu efnahagslögmál gilda um
rekstur, laun og arðsemi fyrirtækja
óháð því hvort um er að ræða fram-
leiðslu á vörum eða þjónustu.
Engin hlutlæg rök liggja því til grund-
vallar fullyrðinga um að ein tiltekin
efnahagsstarfsemi skapi raunveru-
leg verðmæti en aðrar ekki. Þannig er
verslun sem selur aðföng til vörufram-
leiðslu, þjónustufyrirtækja eða neyt-
enda mikilvægur hlekkur í efnahags-
starfseminni og veitir raunverulega
þjónustu. Eins er um lánastofnun sem
veitir lán til fjárfestingar eða rekstr-
ar. Sama gildir um tryggingafélag sem
tryggir rekstur og eignir fyrirtækja og
heimila. Sama gildir um aðra fjármála-
þjónustu og þjónustu á sviði rannsókna,
mennta, heilbrigðismála og löggæslu
svo fl eiri dæmi séu tekin.
Fjármálafyrirtæki veita fyrirtækj-
um og heimilum margvíslega þjón-
ustu. Grunnþættir í starfsemi þeirra
eru þrír: greiðslumiðlun, miðlun á
sparnaði og dreifing áhættu. Hag-
ræði af greiðslumiðlun bæði innan-
lands og milli landa er oft vanmet-
ið. Eilítil umhugsun ætti þó að leiða
í ljós hvílíkur tímasparnaður nútíma
greiðslumiðlun er fyrir fyrirtæki og
heimili. Aðilar sem ætla að skiptast
á greiðslum þurfa ekki að hittast á
sama stað og sama tíma til að inna af
hendi greiðslu og ekki að burðast með
reiðufé. Gildi hinna ýmsu tegunda
fjármálafyrirtækja við söfnun sparn-
aðar og miðlun fjármagns heimila og
fyrirtækja og dreifi ngu áhættu er hins
vegar augljósara og þekktara.
Það sem við höfum lært
Skoðun
Yngvi Örn Kristinsson,
hagfræðingur Samtaka
fjármálafyrirtækja.
8 Vöruflokkar · 200 PLU númer
· Sjálfvirk dagsetning og tími
· Hitaprentun · Rafrænn innri strimill
· Mjög auðveld í notkun
Verð kr. 49.900
LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS
99 vöruflokkar · Allt að 2000 PLU númer · Rafrænn innri
strimill 9000 línur · Stór LCD skjár · SD kortarauf – hægt að
flytja gögn yfir á PC · Sjálfvirk dagsetning og tími
· Hitaprentun · íslenskur strimill · Mjög auðveld í notkun
Verð kr. 74.900
99 vöruflokkar · Allt að 10,000 PLU númer
· SD kortarauf – hægt að flytja gögn yfir á PC
· Sjálfvirk dagsetning og tími · Hitaprentun
· íslenskur strimill · Mjög auðveld í forritun
Verð kr. 89.900
XE-A307XE-A207BXE-A147B
ÖRUGGAR OG
ENDINGARGÓÐAR
40 ÁR Á ÍSLANDI