Fréttablaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 5. nóvember 2014 | SKOÐUN | 17 Fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa kynna styrki og samstarfsmöguleika. Kjörið tækifæri fyrir skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök að kynna sér möguleika til samstarfs á flestum sviðum menntunar, menningar og atvinnulífs. Háskólatorgi, 6. nóvember 2014 kl. 15:00-17:00 Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráæ tlun Erasm us+ m enntun, æ skulýðsm ál og íþróttir Evrópa unga fólksins EURES – evrópsk vinnum iðlun Enterprise Europe N etw ork ESPON – byggðaþróun Creative Europe – kvikm yndir og m enning eTw inning – rafræ nt skólasam starf N orðurslóðaáæ tlun Europass – evrópsk ferilskrá og fæ rnipassi Erasm us for Young Entrepreneurs N ORA – N orræ nt Atlantshafssam starf COST rannsóknasam starf Alm annavarnaráæ tlunin Euraxess – evrópskt rannsóknastarfatorg N ordplus – norræ n m enntaáæ tlun PROGRESS – jafnrétti og vinnum ál Daphne – gegn ofbeldi Evrópustofa Heilbrigðisáæ tlun ESB Uppbyggingarsjóður EES Komdu og hittu okkur á Háskólatorgi: Allir velko mnir! www.evropusamvinna.is Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína á greinar@visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta. Fjöldi norrænna þingmanna og ráðherra sótti 66. þing Norður- landaráðs í Stokkhólmi í síðustu viku. Á dagskrá voru málefni sem varða sameiginlega hags- muni Norðurlanda, eins og norð- urslóðir, umhverfismál, mennt- un og heilbrigðismál. Sumir segja að nú, eftir ára- tuga samstarf, hafi norrænt samstarf runnið sitt skeið. Sagt hefur verið að það sé þungt í vöfum og skili litlu. Skiptir sam- starf Norðurlanda enn þá máli árið 2014? Okkar svar er afdráttarlaust JÁ. Samstarf Norðurlanda er ein- stakt á heimsvísu. Það er ein- stakt að þingmenn alls staðar af Norðurlöndum komi saman, eins og nú er gert í sænska þing- húsinu, til að kryfja sameigin- leg hagsmunamál til mergjar og ræða við ríkisstjórnir og for- sætisráðherra landanna. En norrænt samstarf er miklu meira en bara umræðuvett- vangur. Í dag tökum við þeim mikilsverða árangri sem náð- ist á fyrstu árum samstarfsins sem sjálfsögðum hlut. Afnám vegabréfaskoðunar, félagsmála- samþykktin og sameiginlegur vinnumarkaður Norðurlanda eru allt norrænar lausnir sem hafa verið notaðar sem fyrir- myndir í samstarfinu innan ESB. Íbúar Norðurlanda njóta árangurs samstarfsins daglega, til dæmis með því að sækja menntun í öðru norrænu landi eða með því að leita nýrrar atvinnu í einhverju Norður- landanna sé atvinnuástandið slæmt heima fyrir. Norrænt samstarf lifir ekki bara á fornri frægð. Við erum enn að finna sameiginlegar lausnir sem gagnast íbúum Norðurlanda. Umhverfismerkið Svanurinn og matvælamerking- in Skráargatið hjálpa norrænum neytendum að velja vistvænar og hollar vörur. Svanurinn er um leið til marks um mikil áhrif Norðurlanda í umhverfismálum á heimsvísu. Þann áhrifamátt höfum við skapað með sam- starfi. Með sama hætti höfum við í sameiningu gert samninga við meira en 40 skattaskjólsríki og þannig tryggt marga millj- arða í skattatekjur, sem annars hefðu horfið í þessi skjól. Önnur hlið á samstarfinu sem er ekki eins sýnileg en ekki síður mikilvæg er miðl- un reynslu. Slík miðlun á sér stöðugt stað á margbreytileg- um sviðum. Með henni má auka gæði og fá meira út úr þeirri starfsemi sem fram fer í ein- stökum löndum. Til dæmis ligg- ur viðamikið norrænt samstarf um næringarfræði að baki ráð- leggingum um mataræði sem stofnanir í hverju landi gefa út. Samtakamátturinn gerir okkur öflugri. Þegar við stönd- um saman getum við áorkað meiru en hvert í sínu lagi. Nær nútímanum Í framtíðinni viljum við, sam- starfsráðherrar Norðurlanda, efla norrænt samstarf til þess að fækka svokölluðum landamæra- eða stjórnsýsluhindrunum milli Norðurlandanna þannig að þau verði sveigjanlegra og opnara atvinnusvæði þar sem nýsköpun blómstrar. Við viljum að Norður- lönd finni sameiginlegar lausnir þegar það er hagkvæmara – til dæmis varðandi sérhæfðar læknismeðferðir og sameigin- leg rannsóknarverkefni. Við viljum að Norðurlönd markaðs- setji sig á heimsvísu og noti hugtakið „Norden“ sem vöru- merki á alþjóðavettvangi. Eftir því sem fjarlægðin frá Norður- löndum verður meiri, þeim mun hagkvæmara er að markaðs- setja löndin sem heild í stað þess að hvert land fyrir sig reyni að koma sér á framfæri. Almenn- ingur á fjarlægum slóðum þekk- ir Norðurlönd oft betur en ein- stök norræn ríki. Við viljum að Norðurlönd nýti sameiginlega styrkleika í alþjóðasamstarfi – til dæmis í alþjóðlegum lofts- lagsviðræðum og innan ESB þegar það á við. Norðurlönd eru mikið í umræðunni úti í hinum stóra heimi. Rætt er um að samfélags- gerð Norðurlanda sé góð fyrir- mynd sem önnur samfélög geti haft til hliðsjónar þegar tekist er á við viðfangsefni framtíðar- innar. Í skýrslunni „The Nordic model – challenged but capable of reform“ segir að Norður- landabúar verði að vera opnir fyrir umbótum ef norræna vel- ferðarríkið á áfram að vera fyr- irmynd fyrir aðra í framtíðinni. Það sama á við ef við ætlum að ná markmiðum okkar um landa- mæralaus, nýskapandi, sýnileg og opin Norðurlönd. Þá þarf nor- rænt samstarf að vera kraftmik- ið og vera fært um að endurnýj- ast í takt við breytta tíma. Vegna þessa höfum við, samstarfsráðherrar Norður- landanna, ákveðið að færa nor- rænt samstarf nær nútímanum. Við ætlum að leggja áherslu á þau mál sem ríkisstjórnir og íbúar Norðurlanda telja mikil- væg. Við ætlum að tryggja að norrænt skattfé sem fer til nor- ræns samstarfs sé nýtt á skyn- samlegan hátt. Við ætlum að tryggja að árangur náist með skilvirku samstarfi án óþarfa skrifræðis og seinagangs. Nú þegar velferðarsamfélög Norðurlandanna standa frammi fyrir alþjóðavæðingu, hækk- andi meðalaldri íbúanna, lofts- lagsbreytingum, efnahags- kreppu, átökum á nærsvæðum okkar og hryðjuverkaógn er ekki tímabært að draga úr sam- starfi. Þvert á móti: við þurfum að efla samstarfið og forgangs- raða betur. Það er þetta sem við, samstarfsráðherrar Norður- landanna, ætlum að beita okkur fyrir. Norðurlönd – sam- an erum við öfl ugri NORÐURLÖND Elisabeth Aspaker Carsten Hansen Eygló Harðardóttir Kristina Persson Lenita Toivakka Veronica Thörnroos Annika Olsen samstarfsráðherrar Norðurlanda ➜ Norðurlönd eru mikið í umræðunni úti í hinum stóra heimi. Rætt er um að samfélagsgerð Norðurlanda sé góð fyrirmynd sem önnur samfélög geti haft til hlið- sjónar þegar tekist er á við viðfangsefni framtíðarinnar. Höfuðstólsleiðrétting ríkis- stjórnarinnar skilar hátt í 70 þúsund heimilum lækk- un á húsnæðisskuldum sem nemur samtals 80 milljörð- um. Aðgerðin er fjármögnuð með hækkun skatta á fjár- málafyrirtæki og ekki síst með því að afturkalla skatt- undanþágu sem fyrri ríkis- stjórn hafði veitt slitabúum gömlu bankanna. Það er dapurlegt að ríkis- stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur (JS) hafi ákveðið að undanskilja slitabúin og þar með erlenda kröfu- hafa frá skatti upp á tugi milljarða. Þess í stað var í þrígang reynt að koma skuldum fallinna einkabanka á herðar íslenskra heimila með Ice- save-samningum. Það er ljóst að sá gríðarlegi niðurskurður í heilbrigð- is- og velferðarkerfi sem ríkisstjórn JS fór í hefði ekki þurft að koma til hefði ríkisstjórnin ákveðið að skatt- leggja eignir erlendu kröfuhafanna eins og Framsóknarmenn bentu á. Um 69 þúsund heimili sóttu um niðurfærslu lána vegna húsnæðis- kaupa. Sýnir það hve þörfin var brýn, enda þurftu heimilin í landinu að bera uppi kostnaðinn á hruninu, með auknum sköttum, hækkandi verðlagi á sama tíma og húsnæðis- lán heimilanna hækkuðu mikið. Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili verður líklega vel yfir 1 mkr. 110%-leið fyrri ríkisstjórnar nýttist aðallega tekjuhæstu heim- ilum en skildi þau tekjulægri eftir með vandann. 110%-leiðin fól í sér að bankar afskrifuðu lán sem voru yfir 110% af markaðsvirði fast- eigna. Leiðin nýttist aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir. Um 1% heimil- anna hreppti helming niðurfærsl- unnar, rúmlega 20 milljarða króna. Þessi 775 heimili fengu hvert yfir 15 mkr. niðurfærslu og var meðal- tal niðurfærslu um 26 mkr. Dæmi eru um einstaklinga sem fengu meira en 100 milljónir afskrifaðar. Fyrri ríkisstjórn ber þannig ábyrgð á 20 milljarða króna niðurfærslu á lánum auðugasta hluta þjóðarinn- ar. Ríkisstjórn JS lækkaði skuldir tekjumesta fólksins á sama tíma og erlendir kröfuhafar voru undan- skildir eðlilegum skattgreiðslum. Skuldaleiðrétting Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fór aðra og sanngjarnari leið. Hámarks- leiðrétting á hvert heimili var ákveðin fjórar milljónir króna. Skuldaleiðréttingin er þannig útfærð að þeir tekju- lægri fá hlutfallslega meira. Hátt í helmingur leiðrétting- arinnar fer til heimila með undir 6 milljón krónur í árs- laun. Heimili þar sem tveir einstaklingar eru hvor um sig með undir 250 þús. krónur í mánaðarlaun. Skuldaleiðréttingin er efna- hagsleg aðgerð og fær jákvæð- ar umsagnir hjá erlendum aðilum og lánshæfismatsfyrirtæki hafa t.d. hækkað lánshæfismat Íslands. Þá hefur alþjóðlegt lánshæfismat fjármálafyrirtækja hér á landi einnig hækkað. Lækkun skulda er að mati margra erlendra hagfræð- inga skilvirkasta leiðin til að draga úr neikvæðum afleiðingum efna- hagsáfalls og flýta fyrir endurbata hagkerfisins. Talsmenn stjórnarandstöðunnar, sem á hátíðarstundum kenna sig við velferð og jöfnuð, reyna að gera lítið úr leiðréttingu ríkisstjórnarinnar á skuldum heimilanna. En hið rétta er að leiðréttingin dreifist mun jafnar en aðgerðir fyrri ríkisstjórnar og heimilin munar um að fá skulda- lækkun upp á 80 milljarða. Í stað þess að slá ryki í augu almennings ættu þingmenn stjórnarandstöð- unnar að styðja ríkisstjórnina í því að lækka skuldir íslenskra heimila. Skuldir lækka um 80 milljarða FJÁRMÁL Ásmundur Einar Daðason Frosti Sigurjónsson Willum Þór Þórsson alþingismenn Framsóknarfl okksins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.