Fréttablaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 16
5. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Gamla íhaldið tekur til varna Framganga Jóns Gnarr hjá þjóðinni veldur víða usla. Til eru menn, helst komnir af léttasta skeiði, sem geta ekki með nokkrum hætti skilið að Jón fái hljómgrunn hjá þjóðinni. Að mati þeirra var hann vondur borgarstjóri. Hann rúntaði ekki um á Kadillakk, rak ekki skúringakonuna, gekk ekki um með borgarstjórakeðjuna, vill ekki brjóstmynd af sér í ráðhúsið og kannski má telja fleira til. Gamla íhald- ið með Jón Magnússon, Davíð Oddsson, Eið Guðnason og fleiri ámóta kappa berst nú um hefðunum til varnar. Nú skal ekkert til sparað og meira að segja grípa þeir í hvert það hálmstrá sem þeir finna, meira að segja Ástþór Magnússon. Nafnlausi ritstjórinn Nafnlausi ritstjóri Morgunblaðsins skrifar trúlegast oftast Staksteina blaðsins. Sér til hjálpar hefur hann valið hóp manna sem hann sækir stöðugt til verði honum sjálfum orða- vant. Sem greinilega kemur fyrir. Í hópi ritstjórans eru menn einsog Styrmir Gunnarsson og Björn Bjarnason, samherjar ritstjórans úr pólitíkinni, og félagarnir Páll Vilhjálmsson, sem kemur í hópinn frá vinstri, og Jón Magnússon, sem meðal annars sat á þingi fyrir Frjálslynda flokkinn. Saman skrifa þeir svo Staksteina Morgun- blaðsins. Sjaldan berjast þeirra kumpánar meir og betur en þegar þeirra eigin hefðum er ógnað. Flugumenn lögreglunnar Hinn nafnlausi ritstjóri Morgunblaðsins hefur nefnt það fólk, sem kemur saman til að mótmæla framferði stjórnvalda, óaldarlýð. Slíkur hópur, skipaður þúsundum karla og kvenna, kom saman í gær. Full ástæða er til að ætla að lögreglan hafi sent nýliða og rannsóknarlögreglumenn út á meðal fólksins til að skrifa niður nöfn, orðfæri og annað sem að mati hinnar gömlu valdaklíku landsins þykir gott að eiga á skrá. Sem hinn nafnlausi ritstjóri Morgunblaðsins hefur stutt. Enda hafa ráðendur þar á bæ alist upp við upplýsingaöflun um borgarana. Nú er þess að bíða að nýja samantektin verði lesin upp í musterinu að Háaleitisbraut 1, samkvæmt venju. sme@frettabladid.is V ið erum komin hérna, fólk úr ólíkum áttum. Ég sé í þessum hópi fullt af fólki sem ég þekki og þykir vænt um: vinstri villinga, sófakomma, anarkista, stúdenta, lækna, tónlistarkennara, sjálfstæðismenn og meira að segja fólk sem hefur kosið Framsóknarflokkinn. Það kemur fyrir bestu menn. Ég þekki líka fólk sem hefur svarað Nígeríubréfi. Ágætisfólk. Tímabundinn dómgreindarbrestur gerir fólk ekki verra. Þetta er stuttur kafli úr ræðu Svavars Knúts, sem hann flutti við upphaf mótmælanna á Aust- urvelli síðdegis á mánudag. Ein- hver kann að segja að þar hafi verið samankominn þverskurður þjóðarinnar, meðan aðrir eru jafnvel þeirrar skoðunar að á Austurvelli síðdegis á mánudag hafi verið samankominn óaldarlýður, lýður 4.500 einstaklinga. En hvað veldur? Hvers vegna kemur allt þetta fólk saman þegar hag- vísarnir sýna allir betri stöðu en í langan tíma? Enginn mótmælir að hér er hagvöxtur, enginn mótmælir að kaupmáttur hafi aukist, þetta liggur allt fyrir. Er þá eitthvað að? Meðalþyngd Gög og Gokke er eflaust ágæt. Hitt er augljóst að annar er of feitur, meðan hinn er kannski of léttur. Meðaltal af þyngd þeirra félaga segir í raun ekkert og er til einskis nýtanlegt. Sama er um kaupmáttinn. Kaupmáttur þeirra sem hækkuðu í launum um hundruð þúsunda á mánuði hækkaði meðaltalið nokkuð mikið. Kaupmáttaraukning sem það fólk fékk bætir ekki stöðu þeirra sem sættust á um þriggja prósenta hækkun og margt af því fólki hefur það ekki gott, þó meðalkaupmáttur hafi aukist. Ríkisstjórnin sem og stjórnarandstaðan er gagnrýnd. „Hroki, dónaskapur, dólgsháttur og fáránlegt yfirlæti eru ekki góð fram- koma hjá nýrri ríkisstjórn. Ekki gamalli heldur, en hvað þá nýrri,“ sagði Svavar Knútur. Ljóst er að hann er ekki einn þessarar skoð- unar. Þarna nefnir hann líka fyrrverandi ríkisstjórn, sem í dag er stjórnarandstaðan. Fólk sem starfar í stjórnmálum verður að taka þessi orð til sín. En gerir það það? Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra sagði þetta í samtali við Ríkissjónvarpið: „Það er sjálfsagt allur gangur á því hvers vegna menn eru óánægðir eins og þeir sem voru hér í dag. Sumum er ég sam- mála og sumum ekki. Ég sá til dæmis að tónlistarskólakennarar voru mjög áberandi hérna úti, ég skil afstöðu þeirra mjög vel að vilja fylgja öðrum kennurum í launaþróun. Svo eru einhverjir að mótmæla að þeirra flokkar séu ekki við völd og á vissan hátt hefur maður skilning á því líka.“ Í stað auðmýktar ákvað hann að kenna tvennu um mótmælin. Sveitarfélögunum, fyrir að semja ekki við tónlistarkennara, og svo blessaðri stjórnarandstöðunni fyrir fúllyndi yfir að vera ekki í ríkisstjórn. Hvort tveggja eflaust rétt, en ástæður þess að fólk kom saman á Austurvelli voru langtum fleiri og ristu eflaust dýpra en það sem forsætisráðherrann kaus að nefna í viðtalinu. Og það er hluti skýringarinnar. Ræðumaðurinn Svavar Knútur sagði jú: „Hroki, dónaskapur, dólgsháttur og fáránlegt yfirlæti eru ekki góð framkoma.“ Og það er örugglega rétt. Ljóst er að ekki eru allir á einu máli um hvort einhver og þá hver sýnir dólgs- hátt. Óaldarlýðurinn svokallaði eða stjórnmálafólkið. Trúlega verður áfram mótmælt. Reitt fólk og ósátt kom saman á Austurvelli: Hverju mótmæltu 4.500 Íslendingar? Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Það er mikil einföldun að halda að verk- fall lækna sé aðeins afmörkuð kjara- deila hóps sem vill sækja kjarabæt- ur. Kjaradeila lækna er aðeins toppur ísjakans, birtingarmynd þess sem koma skal í hinu hægfara hnignandi hagkerfi Íslendinga. Hagkerfi sem líður fyrir for- ystuleysi og skort á framtíðarsýn fyrir samfélag sem þarf að keppast um að halda í hvern einasta einstakling, ekki aðeins lækna. Landflótti menntaðs vinnuafls er stað- reynd svo eðlilegast er að horfa til þess hverju menntafólkið og aðrir sem kjósa að flytja til útlanda eru að sækjast eftir. Laun hljóta að vega þar þungt en afkom- an ræðst af svo miklu fleira en greidd- um launum. Þar skipta önnur lífsgæði ekki síður máli s.s. frítími en ekki síst stöðugleiki, það að vita að hverju maður gengur í rekstri heimila og fyrirtækja. Breytt nálgun Stjórnlagaráð og endurskoðun stjórnar- skrárinnar, loforð um innköllun fisk- veiðikvóta og útleigu þeirra gegn sann- gjörnu gjaldi, ESB-umsókn til að fá að vita hvort þar væri eftir einhverju að slægjast (leið sem nær allar nágranna- þjóðir okkar hafa farið), hugmyndir um að gera hlutina einfaldlega öðru vísi en gert var fyrir hrun, allt var þetta til þess fallið að skapa vonir um breytta tíma, breytta nálgun í samfélaginu þar sem þjóðin sjálf fengi einhverju ráðið, milliliðalaust, en væri ekki eilífur leik- soppur helmingaskiptaflokkanna sem fengju óáreittir að ráðskast með þjóð- ina og eignir hennar. Hvernig til tókst er orðið hluti af sögunni, hvernig sem okkur þykir að hafi verið að verki staðið. Allar vonir af þessu tagi hurfu end- anlega á vordögum 2013 og það frum- legasta sem nýjum stjórnvöldum datt í hug voru ný helmingaskipti og reyna að vinda ofan af sem flestu sem reynt hafði verið að gera kjörtímabilið á undan. Reyna einfaldlega að færa klukkuna aftur til þess tíma er þeir réðu lögum og lofum á árunum fyrir hrun. Um leið tóku þeir í burtu vonina um breytta tíma. Þetta er almenningi nú orðið ljóst og þá fer fólk að hugsa sér til hreyfings í meiri mæli en áður. Læknarnir eru einfald- lega þeir fyrstu sem fara. Þegar vonin hverfur EFNAHAGSMÁL Bolli Héðinsson hagfræðingur ➜ Kjaradeila lækna er aðeins toppur ísjakans, birtingarmynd þess sem koma skal í hinu hægfara hnignandi hagkerfi Íslendinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.