Fréttablaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 28
FÓLK|FERÐIR
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Hermann Aðalsteinsson, formaður Skákfélagsins Hugins, fór á sitt fyrsta skákmót sem haldið var í
útlöndum fyrir nokkrum dögum. Hann
byrjaði með trompi en mótið var haldið
í Las Vegas í Bandaríkjunum. „Las Vegas
er auðvitað þekkt fyrir allt annað en
skák en þetta mót var sérstakt að því
leyti að peningaverðlaunin voru þau
hæstu sem hafa verið greidd á opnu
skákmóti. Mótið hét „Millionaire Chess“
eða Milljónamótið og voru fyrstu verð-
laun hundrað þúsund dollarar eða rúm-
lega tólf milljónir íslenskra króna.“
Á mótinu voru 560 þátttakendur frá
44 löndum og þar af voru 34 stórmeist-
arar og 28 alþjóðlegir meistarar. Fimm
íslenskir keppendur tóku þátt en hópur-
inn sem fór héðan taldi níu manns því
kvikmyndagerðarmaður og aðstoðar-
menn hans voru með í för en verið er
að vinna að heimildarmynd um skák á
Íslandi. „Við vorum úti í rúma viku en
mótið stóð í fimm daga. Ég tók þátt í
U-1600 flokki sem er flokkur keppenda
með 1400-1600 skákstig og endaði í 23.
sæti með fjóra vinninga af sjö mögu-
legum. Alls tóku 67 skákmenn þátt í
þessum flokki og var ég einn Íslendinga
í honum. Ég er svona sæmilega sáttur
við það en ætlaði mér að ná inn á topp
tíu, en það mistókst,“ segir Hermann
léttur í bragði. Hann stefnir þó á að gera
betur næst en hann langar að fara á
annað Milljónamótið sem haldið verður
en hvorki er búið að ákveða stað né
tíma fyrir það.
Öryggisgæslan á skákmótinu var
mjög ströng en ekki mátti fara inn í sal-
inn sem mótið var haldið í með raftæki
af neinu tagi. „Það voru málmleitarhlið
sem allir þurftu að ganga í gegnum áður
en þeir fóru inn í salinn. Þetta var bara
eins og á flugvöllunum og er gert til að
koma í veg fyrir svindl. Þetta er orðið
svona á öllum stærri mótum.“
Hermann segir Las Vegas hafa verið
meira spennandi og allt stærra í sniðum
þar en hann hafi búist við. „Það var
alls staðar gríðarlega margt fólk. Líka
eldsnemma á morgnana. Ég fór nokkra
morgna mjög snemma í göngutúr og
það kom á óvart hve margir voru á
ferðinni, og líka hversu heitt var orðið
en það var um þrjátíu stiga hiti klukkan
átta á morgnana. Við náðum að skoða
okkur um í borginni og vorum mest á
„The Strip“ sem er aðalgatan þar sem
öll spilavítin eru. Við prófuðum að
sjálfsögðu að spila fjárhættuspil en það
fór enginn illa út úr því. Annars er það
náttúrulega þannig að það sem gerist í
Vegas verður eftir í Vegas,“ segir hann
og hlær.
Á SKÁKMÓTI Í VEGAS
LAS VEGAS Bóndinn og skákáhugamaðurinn Hermann Aðalsteinsson er ný-
kominn heim frá Las Vegas þar sem hann tók þátt í Milljónamótinu í skák.
THE STRIP Í Las Vegas er margt að sjá og þá sérstaklega við aðalgötuna, The
Strip. MYND/GETTY
MILLJÓNAMÓT Á mótinu voru 560 þátttakendur frá 44 löndum. Heildarverðlaunafé mótsins var ein milljón dollara.
SKÁKSTJARNA Kepp-
endur á skákmótinu
fengu að upplifa það
hvernig er að vera
stjarna og mátuðu sig á
rauða dreglinum.
AÐSENDAR MYNDIR
RÝMINGARSALA
Allt að
60%
afsláttur!
Opið alla
virka daga
í nóvember
kl. 13:00-18:00
í Háholti 23, Mosfellsbæ
Umhverfisvænar toppgæða
vörur í miklu úrvali
Mirella ehf – heildverslun
Háholt 23, 270 Mosfellsbær
Sími: 586 8050 / Netfang: mirella@simnet.is
Fæst í öllum apótekum – Hagkaup – Fjarðarkaup
– Heimkaup – Heilsuver – Heilsulausn.is
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 9-17.
óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín