Fréttablaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 6
5. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Við ætlum að heimsækja ríkislögreglu- stjóra til að reyna að loka þessu máli. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, meðlimur allsherjarnefndar Alþingis. VEISTU SVARIÐ? Á morgun 6. nóvember gefur Íslandspóstur út jólafrímerkin 2014 og frímerkjaröð tileinkaða íslenskri myndlist. Myndefni jólafrímerkjanna er fengið úr miðaldahandritinu Íslenska teiknibókin. Þau eru: Fæðing Jesú, boðun Maríu og tilbeiðsla vitringanna. Jólaprýði Póstsins 2014 er tileinkuð þremur kirkjum. Hóladómkirkju, Akureyrar- kirkju og Víðimýrarkirkju. Safnaðu litlum lis taverkum Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkja sölunni. Sími: 580 1050. Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is facebook.com/icelandicstamps 1. Hverrar gerðar er bifreið í eigu Strætó sem framkvæmdastjóri notar? 2. Hver er formaður SFR? 3. Í hvaða sveitarfélagi var starf bæjar ritara lagt niður fyrir skömmu. SVÖR 1. Mercedes Benz 2. Árni Stefán Jónsson 3. Mosfellsbæ STJÓRNSÝSLA Ef Norðmenn gefa Íslendingum ekki umtalaðar hríð- skotabyssur sem sendar voru hing- að til lands og ríkið leggur ekki fram fé til kaupa á þeim er hugs- anlegt að Landhelgisgæslan greiði fyrir byssurnar með því að veita þjónustu í staðinn. Þetta kom fram í máli Georgs Lárussonar, forstjóra Landhelgis- gæslunnar, sem mætti í gær öðru sinni fyrir allsherjarnefnd Alþing- is vegna hríðskotabyssumálsins. „Það er óeðlilegt í sjálfu sér að gæslan þurfi að koma tvisvar. Af hverju lá þetta ekki bara alveg fyrir og var allt saman sagt á síð- asta fundi?“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem situr í allsherj- arnefnd fyrir Vinstri græna. Bjarkey kveðst hafa spurt for- stjórann hvers vegna æft hafi verið með ótollafgreiddum hríð- skotabyssum á Keflavíkurflug- velli og hvort það hafi gerst áður. „Hann sagði að þetta væri ein- angrað tilvik.“ Enn er óljóst hvort hríðskota- byssurnar eru gjöf frá Norðmönn- um eins og Georg segir. „Hann nefndi að þeir hefðu hitt ein- hverja Norðmenn á ráðstefnu í Hörpunni um helgina og það var hvorki reikningur né gjafabréf sem þeir höfðu fram að færa,“ hefur Bjarkey eftir forstjóranum. „Hann heldur sig við að þetta hafi átt að vera gjafagjörningur. Bakki menn út úr því sé ekkert annað en að leita til ráðuneytisins með hvort það á þá að kaupa helminginn af þessu á móti ríkislögreglustjóra eða hvort það á að senda þetta til baka.“ Bjarkey segir enn ekki öll kurl komin til grafar. Þar vísar hún meðal annars í reglur um vopna- burð lögreglunnar sem meðlim- ir allsherjarnefndar fengu að sjá í trúnaði í gær. „Þar komu fram hlutir sem vöktu töluverðar spurn- ingar og ekki má ræða – sem er auðvitað afar óþægilegt,“ segir hún og upplýsir að ríkislögreglu- stjóri hafi í gær boðið allsherjar- nefnd í heimsókn í næstu viku. „Við ætlum að heimsækja ríkis- lögreglustjóra til að reyna að loka þessu máli.“ Að sögn Bjarkeyjar sagði Georg að útvega þyrfti vopn með ein- hverjum hætti. „Hann hefur viðr- að það að greiða fyrir þetta með einhvers konar þjónustuskiptum. Það er algerlega órætt en það á ábyggilega að reyna að fara þá leið,“ segir Bjarkey. Þá segir Bjarkey að óskað hafi verið eftir því formlega að tekin verði saman tímalína í málinu. „Þá kemur kannski að því að við sjáum hvort fólk talar einu máli í þessu eða ekki,“ segir hún. Georg Lárusson sagði eftir fund- inn hjá allsherjarnefnd í gær að byssurnar yrðu áfram innsiglað- ar. „Meðan ekki er búið að leysa úr þessu eru vopnin undir inn- sigli og fara hvergi enda engin brýn þörf á þeim hér alveg á næstunni.“ gar@frettabladid.is Óeðlilegt að Gæslan þurfi að koma tvisvar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir í allsherjarnefnd Alþingis segir að upplýsingar um vopnakaup hafi verið misvísandi. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hitti Norðmenn í Hörpunni sem hvorki færðu honum gjafabréf né reikning fyrir hríðskotabyssum. Á TEPPINU Forstjóri Landhelgisgæslunnar mætti ásamt fylgdarliði og svaraði öðru sinni fyrir allsherjarnefnd Alþingis spurning- um um vopnamálið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HAFNARFJÖRÐUR Vinstri grænir fá ekki áheyrnarfulltrúa í tveim- ur nefndum Hafnarfjarðar. Tillaga þess efnis var felld á fundi forseta- nefndar 30. október síðastliðinn. „Til stendur að gera úttekt á nefndum og ráðum bæjarins og ákvörðunin endurspeglar afstöðu meirihlutans að svo stöddu, “ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartr- ar framtíðar og forseti bæjar- stjórnar. Fjög- urra mánaða afgreiðslu- tími tillögunn- ar segir hún að hafi ráðist af því að nefndin hafi ekki verið fullskipuð fyrr en í byrjun október. „Fyrir skemmstu var því hafnað að minnihlutinn fengi sæti í starfs- hóp um skólastefnu bæjarins og nú þetta. Það fer ekki fyrir samstöð- unni sem talað var um í upphafi,“ segir Guðrún Ágústa Guðmunds- dóttir, fulltrúi Vinstri grænna. - joe GUÐLAUG KRIST- JÁNSDÓTTIR Tillögu um áheyrnarfulltrúa í tveimur nefndum Hafnarfjarðarbæjar hafnað: Vinstri grænir fá ekki fulltrúa FERÐAÞJÓNUSTA „Þetta er fyrsta rafbílaleigan á landinu,“ segir Aðalsteinn Lárus Skúlason hjá fyrirtækinu ElectricCarrental í Hafnarfirði. Aðalsteinn er aðeins 21 árs gamall og segir rafbílaleiguna því verða fyrstu skref sín í fyrir- tækjarekstri. Fyrsti bíllinn verði keyptur eftir næstu helgi. Það verði bíll sem dregur um 130 kíló- metra á 80 prósent hleðslu sem ná megi á tuttugu mínútum á hrað- hleðslustöðvum. Síðar sé ætlunin að huga að langdrægari tegund- um. „Mest erum við að höfða til vist- vænna náttúruunnenda og held að við eigum sterkan leik með því að vera með alveg grænt verkefni,“ segir Aðalsteinn. Að sögn Aðalsteins er ætlunin að kynna rafbílaleiguna í gegn um Google-leitarvélina. Þar verði spjótunum sérstaklega beint að Bandaríkjunum og Spáni þaðan sem margir ferðamenn komi til Íslands. - gar Ungur athafnamaður að koma fyrstu rafbílaleigu landsins á fót í Hafnarfirði: Rafbílar fyrir græna ferðamenn AÐALSTEINN LÁRUS SKÚLASON Höfðar til vistvænna ferðamanna með rafbílaleigu. RÚSSLAND, AP Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að taka ekki þátt í leiðtogafundi um kjarnorkuöryggi, sem halda á árið 2016. Rússar hafa áður tekið þátt í leiðtogafundum af þessu tagi, en þeir hófust árið 2010 að frumkvæði Baracks Obama Bandaríkjaforseta. Talið er að spennan vegna átakanna í Úkraínu eigi sinn þátt í ákvörðun Rússa að þessu sinni. Á síðasta leiðtogafundi komu fulltrúar 35 ríkja saman til að ræða um alþjóðlegar reglur um kjarnorkuöryggi. - gb Rússar ekki með á leiðtogafundi um kjarnorkuöryggi: Ætla að hunsa kjarnorkufund VLADIMÍR PÚTÍN Rússlandsforseti verður ekki með árið 2016. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Alþjóðlegu blaða- mannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoð- armanns innanríkisráðherra, um fangelsisdóm yfir blaðamönnum DV, Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni. Sérstakur ráðgjafi samtakanna í ritstjórnarlegu frelsi, Scott Griffen, segir að samtökin séu slegin yfir kröfunni. Stjórnvöld eru hvött til að breyta meiðyrða- löggjöf í átt til þess sem gerist í öðrum löndum. - kak Fordæma kröfu Þóreyjar: Hvetja til breyt- inga á lögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.