Fréttablaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 33
 9 | 5. nóvember 2014 | miðvikudagur Björgólfur segir fjölgun erlendra ferða- manna ekki hafa skilað aukinni sölu í innanlandsflugi. Hann telur að Flugfélag Íslands, dótturfélag Icelandair Group, eigi mikið inni. „Þar er fækkun á farþegum en félagið hefur einnig verið að sækja meira til Grænlands. Og auðvitað er mjög erfitt að vera með félag sem á möguleika á sama tíma og starfsaðstaða þess er ákveðið bitbein. Það þarf að koma einhver lína í Reykjavíkurflugvöll og þetta er auð- vitað erfið staða ofan í fækkandi farþega í innanlandsflugi því við teljum að við eigum enn inni sóknarfæri í erlendum ferðamönnum.“ FÆKKUN FARÞEGA Í INNANLANDSFLUGINU Velta með hlutabréf í Icelandair Group í gær nam tæpum 1,24 milljörðum. Viðskipti með bréfin skiluðu um helmingi af heildarveltunni á Aðalmarkað- inum í gær. Gengi bréfanna hækkaði þá um 2,78 prósent og endaði í 18,5. HELMINGUR VELTUNNAR Í KAUPHÖLLINNI Í GÆR GENGI BRÉFA FÉLAGSINS Á fimmtudag Í gær 18,35 18,5 frá en tek það fram að menn þurfa oft að vanda sig mjög vel í slíkum vexti, hvort sem um er að ræða þjónustu sem Ice- landair er að bjóða eða hótelin okkar.“ Verkfallsaðgerðir flugmanna höfðu bein áhrif á afkomu fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi. Tímabundinn samn- ingur ykkar við fl ugmenn rann út í lok september. Áttu von á að samningar náist á næstunni? „Já ég hef fulla trú á því að við náum að semja. Það er rétt að við vorum í veru- lega erfi ðri baráttu við ákveðnar stéttir innan félagsins. Það voru verkfallshót- anir og það kom til verkfalls hjá okkur. Því miður var samningurinn við fl ug- menn stuttur. Við erum nú að vinna í nýjum samningi,“ segir Björgólfur og tekur fram að kröfur fl ugmanna séu enn miklar. „Eins og ég hef sagt þá þurfum við að ná að tengja betur hagsmuni starfs- manna og félagsins, svona í ljósi þess sem var að gerast í vor, þannig að góður hagur félags skili sér til starfsmanna, og við munum vinna í því.“ Óttastu ekki að þessi 10,4 milljarða hagnaður sem þið voruð að kynna veiki samningsstöðu ykkar? „Það getur vel verið að hann geri það í núinu. En þetta er auðvitað tvíbent sverð. Ég hef auðvitað áhyggjur gagn- vart starfsfólki okkar ef það fer að ganga verr. Það er ekkert svo langt síðan við vorum í þeirri stöðu mánaðamótin maí- júní 2008 þegar við sögðum upp 600 manns hjá félaginu þar sem við sáum að það var ákveðin hnignun í gangi. Ef menn ætla sér að ná hærri launum við góða afkomu verða þau væntanlega lægri við lélega afkomu.“ Eru teikn á lofti um að þið séu að fara inn í verri tíma? „Nei, nei, langt því frá. Auðvitað hefur maður þó áhyggjur af Íslandi, kjara- samningar eru lausir og það virðist vera ákveðin ólga í þeim efnum. Ég sé hins vegar aukin tækifæri hvað varðar Ísland sem ferðaþjónustuland og held að við eigum mikið inni þar sama hvað ein- hverjir aðrir segja.“ Höfuðstöðvamálin í skoðun Icelandair hefur byggt nýtt þjálfunar- setur í Vallahverfi nu í Hafnarfi rði undir fl ughermi þar sem fl ugmenn á Boeing 757 verða þjálfaðir. Fyrirtækið ætlar einnig að reisa þar skrifstofuhúsnæði og Björg- ólfur segir þau áform vera á áætlun. „Núna erum við að fara að byggja þjálfunarsetrið í annarri byggingu og síðar koma skrifstofur í kjölfarið. Það hefur hins vegar ekki verið tekin nein ákvörðun um að færa höfuðstöðvar fyr- irtækisins þangað. En við eigum þarna tækifæri til þess, lóðin ber það, og það skiptir máli hvað gerist hérna í Vatns- mýrinni. En þetta er í skoðun og er opið eins og allt annað.“ HRAÐI OG FAGMENNSKA Professional fartölvulínan frá Asus er hönnuð fyrir kröfuharða stjórnendur. s r okki hvað varðar hraða áreiðanleika o a naöry i. a einar l sileika o kraft ikla vinnslu fyrir verkefni da sins. FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA 414-1710 / sala@tl.is reddot design winner 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.