Fréttablaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 33
9 | 5. nóvember 2014 | miðvikudagur
Björgólfur segir fjölgun erlendra ferða-
manna ekki hafa skilað aukinni sölu í
innanlandsflugi. Hann telur að Flugfélag
Íslands, dótturfélag Icelandair Group, eigi
mikið inni.
„Þar er fækkun á farþegum en félagið
hefur einnig verið að sækja meira til
Grænlands. Og auðvitað er mjög erfitt að
vera með félag sem á möguleika á sama
tíma og starfsaðstaða þess er ákveðið
bitbein. Það þarf að koma einhver lína
í Reykjavíkurflugvöll og þetta er auð-
vitað erfið staða ofan í fækkandi farþega
í innanlandsflugi því við teljum að við
eigum enn inni sóknarfæri í erlendum
ferðamönnum.“
FÆKKUN FARÞEGA Í INNANLANDSFLUGINU
Velta með hlutabréf í Icelandair Group í gær nam tæpum 1,24 milljörðum.
Viðskipti með bréfin skiluðu um helmingi af heildarveltunni á Aðalmarkað-
inum í gær. Gengi bréfanna hækkaði þá um 2,78 prósent og endaði í 18,5.
HELMINGUR VELTUNNAR Í KAUPHÖLLINNI Í GÆR
GENGI BRÉFA FÉLAGSINS
Á fimmtudag Í gær
18,35 18,5
frá en tek það fram að menn þurfa oft að
vanda sig mjög vel í slíkum vexti, hvort
sem um er að ræða þjónustu sem Ice-
landair er að bjóða eða hótelin okkar.“
Verkfallsaðgerðir flugmanna höfðu
bein áhrif á afkomu fyrirtækisins á
öðrum ársfjórðungi. Tímabundinn samn-
ingur ykkar við fl ugmenn rann út í lok
september. Áttu von á að samningar
náist á næstunni?
„Já ég hef fulla trú á því að við náum
að semja. Það er rétt að við vorum í veru-
lega erfi ðri baráttu við ákveðnar stéttir
innan félagsins. Það voru verkfallshót-
anir og það kom til verkfalls hjá okkur.
Því miður var samningurinn við fl ug-
menn stuttur. Við erum nú að vinna í
nýjum samningi,“ segir Björgólfur og
tekur fram að kröfur fl ugmanna séu enn
miklar.
„Eins og ég hef sagt þá þurfum við
að ná að tengja betur hagsmuni starfs-
manna og félagsins, svona í ljósi þess
sem var að gerast í vor, þannig að góður
hagur félags skili sér til starfsmanna, og
við munum vinna í því.“
Óttastu ekki að þessi 10,4 milljarða
hagnaður sem þið voruð að kynna veiki
samningsstöðu ykkar?
„Það getur vel verið að hann geri það
í núinu. En þetta er auðvitað tvíbent
sverð. Ég hef auðvitað áhyggjur gagn-
vart starfsfólki okkar ef það fer að ganga
verr. Það er ekkert svo langt síðan við
vorum í þeirri stöðu mánaðamótin maí-
júní 2008 þegar við sögðum upp 600
manns hjá félaginu þar sem við sáum
að það var ákveðin hnignun í gangi. Ef
menn ætla sér að ná hærri launum við
góða afkomu verða þau væntanlega lægri
við lélega afkomu.“
Eru teikn á lofti um að þið séu að fara
inn í verri tíma?
„Nei, nei, langt því frá. Auðvitað hefur
maður þó áhyggjur af Íslandi, kjara-
samningar eru lausir og það virðist
vera ákveðin ólga í þeim efnum. Ég sé
hins vegar aukin tækifæri hvað varðar
Ísland sem ferðaþjónustuland og held að
við eigum mikið inni þar sama hvað ein-
hverjir aðrir segja.“
Höfuðstöðvamálin í skoðun
Icelandair hefur byggt nýtt þjálfunar-
setur í Vallahverfi nu í Hafnarfi rði undir
fl ughermi þar sem fl ugmenn á Boeing 757
verða þjálfaðir. Fyrirtækið ætlar einnig
að reisa þar skrifstofuhúsnæði og Björg-
ólfur segir þau áform vera á áætlun.
„Núna erum við að fara að byggja
þjálfunarsetrið í annarri byggingu og
síðar koma skrifstofur í kjölfarið. Það
hefur hins vegar ekki verið tekin nein
ákvörðun um að færa höfuðstöðvar fyr-
irtækisins þangað. En við eigum þarna
tækifæri til þess, lóðin ber það, og það
skiptir máli hvað gerist hérna í Vatns-
mýrinni. En þetta er í skoðun og er opið
eins og allt annað.“
HRAÐI OG FAGMENNSKA
Professional fartölvulínan frá Asus er hönnuð fyrir kröfuharða stjórnendur.
s r okki hvað varðar hraða áreiðanleika o a naöry i.
a einar l sileika o kraft ikla vinnslu fyrir verkefni da sins.
FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA
414-1710 / sala@tl.is
reddot design
winner 2013