Fréttablaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 50
5. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 30 visir.is Meira um leiki gærkvöldsins ÍBÚASAMTÖKIN BETRA BREIÐHOLT Miðvikudaginn 12. nóvember kl. 20:00 Gengið inn að neðanverðu. Aðalfundur í Gerðubergi Dagur B Eggertsson borgarstjóri verður gestur fundarins og fer yfir málefni hverfisins. Fundarstjóri verður Óskar Dýrmundur Ólafsson hverfisstjóri hverfisins. Stjórn ÍBB www.lyfja.is Lægra verð í Lyfju w.lyfja.is Now D-vítamín 20% afsláttur Gildir til 17. nóvember. Rannsóknir sýna að D-vítamín spilar mikilvægt hlutverk í virkni ónæmis- kerfisins og sem vörn gegn flensu. Hágæða D3-vítamín í olíubasa sem tryggir hámarks nýtingu. SPORT FÓTBOLTI Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, hefur hafnað tilboði frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Åtvidaberg en hann æfði með liðinu fyrir skömmu. Aðalmarkvörður félagsins, Henrik Gustavsson, er orðinn 38 ára gamall og var vilji hjá forráðamönnum liðsins til að semja við Ingvar. „Ingvar stóð sig mjög vel á æfingu með liðinu en til- boðið var þess eðlis að við ákváðum að hafna því,“ sagði Hafþór Hafliðason, umboðsmaður hans, við Fréttablaðið. „En við erum enn í sambandi við félagið og gefum þeim vikuna til að koma með nýtt og betra tilboð.“ Ingvar var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla af leikmönnum deildarinnar í haust og var í lykilhlutverki í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar. Hann er 25 ára Njarðvíkingur en skipti yfir í Stjörnuna árið 2011. - esá Hafnaði tilboði frá Åtvidaberg ÚRSLITIN Í GÆR MEISTARADEILD EVRÓPU A-RIÐILL MALMÖ - ATLETICO MADRID 0-2 0-1 Koke (30.), 0-2 Raul Garcia (78.) JUVENTUS - OLYMPIACOS 3-2 1-0 Andre Pirlo (21.), 1-1 Alberto Botía (24.), 1-2 Delvin Ndinga (60.), Roberto, sjm (65.), 3-2 Paul Pogba (66.) Staðan: Atletico 9 stig, Juventus 6, Olympiakos 6, Malmö 3. B-RIÐILL BASEL - LUDOGORETS 4-0 1-0 Breel Embolo (34.), 2-0 Derlis Gonzalez (41.), 3-0 Shkelzen Gashi (59.), 4-0 Marek Suchy (65.) REAL MADRID - LIVERPOOL 1-0 1-0 Karim Benzema (27.) Staðan: Real 11 stig, Basel 6. Ludogorets 3, Liverpool 3. C-RIÐILL ZENIT - BAYER LEVERKUSEN 1-2 0-1 Son Heung-Min (68.), 0-2 Son Heung-Min (73.), 1-2 Salomon Rondon (89.). BENFICA - MONACO 1-0 1-0 Anderson Talisca (82.). Staðan: Leverkusen 9 stig, Monaco 5, Zenit 4, Benfica 4. D-RIÐILL ARSENAL - ANDERLECHT 3-3 1-0 Mikel Arteta, víti (25.), 2-0 Alexis Sanchez (29.), 3-0 Alex Oxlade-Chamberlain (58.), 3-1 Anthony Vanden Borre (61.), 3-2 Anthonu Vanden Borre, víti (73.), 3-3 Aleksandar Mitrovic (90.). DORTMUND - GALATASARAY 4-1 1-0 Marco Reus (39.), 2-0 Sokratis Papastathopou- los (55.), 2-1 Hakan Balta (70.), 3-1 Ciro Immobile (74.), 4-1 Semih Kaya, sjm (85.). Staðan: Dortmund 12 stig, Arsenal 7, Anderlecht 2, Galatasaray 1. HRESS Benzema fagnar marki sínu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HANDBOLTI Valdimar Grímsson og Bjarki Sigurðsson upplifðu kynslóðaskiptin í landsliðinu fyrir 24 árum. Þeir hafa báðir áhyggjur af því að meðalaldur íslenska liðsins sé farinn að nálgast 31 ár. „Við þurfum að girða okkur í brók og hefja undirbúning fyrir þá drengi sem eru efnilegir og góðir. Eftir að liðinu tókst ekki að komast á stórmót núna í janúar hefði þurft að búa eitt- hvað til fyrir þá til að þeir séu tilbúnir í verkefnið þegar kemur að því,“ segir Bjarki Sigurðsson og nefnir sérstaklega 1990-árganginn sem vann silfur á HM 19 ára árið 2009. Bjarki vill sjá B-landslið. „Það kemur að því að þessir leikmenn í dag lenda á endastöð og það styttist óðfluga í það. Þá þarf að koma nýjum leikmönnum inn. Það er til fullt af ungum og efnilegum drengjum en það þarf bara að fara að gefa þeim tækifærið,“ segir Bjarki. „Tímarnir eru breyttir en engu að síður eru þetta mjög alvarlegir hlutir sem eru að gerast. Þegar meðaldur liðs- ins er farinn að nálgast 31 ár eru hlutir sem við þurfum að huga að og passa upp á. Það er ekkert sjálfgefið að vera þarna sem við erum,“ segir Valdimar Grímsson sem telur að við höfum gleymt okkur í velgengni síðustu ára. „Samkeppnin er alltaf að verða meiri og meiri og við erum dálítið að sofna á verðinum. Á næsta áratug getur brugð- ið til beggja vona. Ef að þú dettur út þá er gríðarlega erfitt að komast aftur inn. Við sjáum dæmi um það hjá Svíum. Svíar voru alltaf þjóð sem við litum upp til sem bestu handboltaþjóðar í heimi. Núna er hún bara horfin og ekki einu sinni með. Þeir komast ekki inn. Ef við dettum út þá getum við séð langt skeið þar sem við sjáum ekki íslenska landsliðið á stórmót- um,“ segir Valdimar. Valdimar segir reynslu mikilvæga en hann vill sjá yngri mennina fá að spila þegar allt er undir. „Við erum með gríð- arlega skemmtilega unga stráka inn á milli og þeir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikj- um,“ segir Valdimar og nefnir sem dæmi vinstri hornastöðu liðsins. Vill sjá Guðjón Val sitja meira „Ef við tökum sem dæmi Guðjón Val (Sigurðsson) sem er frábær leikmaður. Við erum með tvo frábæra hornamenn á eftir honum en þeir eru ekki ennþá búnir að fá að spila leik sem skiptir máli þar sem Guðjón er bara á bekknum og kemur bara inn ef þeir eru að klikka. Í staðinn fyrir að fara hina leiðina og leyfa þeim bara að taka konfektið þegar það er búið að klára leikinn. Ég veit að Guðjón Valur er það mikill keppnismaður að hann vill aldrei sitja eins og ég var í gamla daga. Maður vill aldrei sitja en við skiljum þetta alveg samt. Það þarf að rækta upp menn. Ég veit að hann móðgast ekki og þarna erum við með okkar efnilegustu leikmenn í einmitt þessari stöðu í dag,“ sagði Valdimar. ooj@frettabladid.is Erum dálítið að sofna á verðinum „Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega útungunarstöð liðsins. ÞURFUM AÐ HORFA FRAM Á VEGINN Guðjón Valur Sig- urðsson og Arnór Atlason. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Úrslit leikja í kvenna- körfunni hafa oft verið fyrirsjáan- leg í gegnum tíðina en það er allt annað upp á teningnum í vetur og útlit fyrir æsispennandi baráttu um fjögur efstu sætin sem skila farseðli í úrslitakeppnina í vor. Nú munar aðeins tveimur stig- um á efsta liðinu (Keflavík) og lið- inu í fimmta sæti (Valur), öll lið deildarinnar hafa tapað leik og til að ítreka lítinn mun á efstu lið- unum vann Keflavík leik liðanna í síðustu umferð eftir framleng- ingu. Þetta var þriðji sigur Kefla- víkurliðsins í röð en á undan unnu Keflavíkurkonur Íslandsmeistara Snæfells sannfærandi á útivelli. Keflavík var spáð yfirburðasigri í spá fyrir mót og þar er allt til alls til að bæta fleiri titlum við mynd- arlegt titlasafn liðsins. Spútniklið fyrstu fimm umferð- anna eru án vafa Haukakonur, sem misstu marga lykilmenn frá því í fyrra og töpuðu síðan fyrir Íslandsmeisturunum í fyrsta leik. Síðan þá hefur þetta unga lið unnið alla sína leiki og stimplað sig fyrir alvöru inn í toppbaráttuna þar sem fáir bjuggust við að sjá þær í vetur. Íslandsmeistarar Snæfells mæta með nokkuð breytt lið en hafa samt unnið fjóra af fyrstu fimm- leikjum sínum þrátt fyrir að allir nema einn hafi verið á móti efstu fimm liðum deildarinnar. Snæfell fær heimaleik gegn Hamri í kvöld. Grindavík og Valur hafa bæði tapað tveimur leikjum en á meðan bæði töp Valsliðsins hafa verið naum töp á útivelli á móti liðum í efstu þremur sætunum hafa Grindavíkurkonur tapað tveim- ur heimaleikjum í röð. Grindavík og Valur eiga bæði eftir að vinna lið í efstu fimm sætunum en fá tækifæri til að breyta því í kvöld þegar Valur tekur á móti Haukum og Grindavík heimsækir Keflavík. Breiðablik, Hamar og KR hafa ekki fengið stig á móti efstu fimm liðunum í vetur og KR-konur eiga enn eftir að vinna leik. Þessi lið eru ekki líkleg til að berjast um sæti í úrslitakeppninni en keppast öll við að sleppa við fall. KR tekur á móti nýliðum Breiðabliks í kvöld. Bandarískir leikmenn liðanna eru eins og áður í stórum hlut- verkum og skipa sér í sjö efstu sætin á listanum yfir hæsta fram- lag til síns liðs. Það vekur hins vegar athygli að þær stelpur sem eru með hæsta framlag af íslensku leikmönnunum eru allar að spila inni í eða í kringum teiginn. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir hjá Hamri, Valskonurnar Ragnheið- ur Benónísdóttir og Ragna Mar- grét Brynjarsdóttir og María Ben Erlingsdóttir úr Grindavík hafa skilað mestu til sinna liða í upp- hafi móts af íslenskum leikmönn- um deildarinnar. Keflavík, KR og Breiðablik eru líka með íslenska miðherja eða stóra framherja inni á topp tuttugu í framlagi. Stóru stelpurnar okkar eru því að standa sig í spennandi deild. - óój Spennandi tímabil Dominos-deild kvenna í körfubolta fer vel af stað. ÖFLUG Hin 18 ára gamla Sara Rún Hinriksdóttir fer fyrir liði Keflavíkur í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Samninganefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli Emils Atlasonar og knattspyrnudeildar KR vegna ágreinings um ákvæði í samningi hans við deildina. Emil skrifaði undir tveggja ára samning við KR í febrúar árið 2012 sem rann út í síðasta mánuði. KR ákvað hins vegar að virkja ákvæði í samningnum um framlengingu til eins árs. Samninganefnd komst að þeirri niðurstöðu að KR hefði verið í fullum rétti og er því samningurinn gildur. „Það er alveg klárt mál að mínu mati að samningurinn er runninn út. KR-ingarnir vilja meina að þeir hafi átt rétt á að framlengja samninginn án þess að ég hefði neitt um það að segja. Þetta var aldrei útskýrt þannig fyrir mér,“ sagði Emil í samtali við Morgunblaðið þann 23. október og sagðist hann vilja losna frá KR. „Þetta eru auðvitað ekki ákjósan- legar aðstæður en hann er ungur og óharðnaður leikmaður. Við setjumst nú niður og ákveðum framhaldið,“ segir Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, sem sagði að afstaða KR í málinu hefði verið skýr frá fyrsta degi. „En nú er búið að úrskurða að þetta hafi allt saman verið rétt, eins og við töldum ávallt.“ Ekki náðist í Emil í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. - esá Neyðist til þess að spila áfram með KR EMIL ATLASON.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.