Fréttablaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 4
5. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 24 prósenta aukning var á sölu raftækja í september miðað við sama tíma í fyrra. Flokkar byggingavara og húsgagna vaxa hvor um sig um 15 prósent frá sama mánuði í fyrra mælt á föstu verðlagi. Heimild: Rannsóknasetur verslunarinnar. ÖRYGGISMÁL „Það er í okkar augum mikilvægt að gera heilsufarskönn- un til að átta okkur á því hvort mengunin frá eldgosinu hefur áhrif til lengri og skemmri tíma,“ segir Haraldur Briem sóttvarna- læknir um rannsókn sem nú er á teikniborðinu vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni. Fyrir- fram telur Haraldur að áhrifin séu ekki mikil eða alvarleg, nema fyrir þá sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma. Hins vegar sé á litlu að byggja þar sem þetta hefur lítt verið kannað. „Þó há gildi mælist í stuttan tíma þá sýnist okkur að þetta eigi ekki að hafa varanleg áhrif á nokk- urn hátt. En þetta verðum við að vita fyrir víst,“ segir Haraldur og vísar til þess að könnun sem þessi hafi áður verið framkvæmd hér nýlega. Strax í upphafi eldgoss í Eyja- fjallajökli vorið 2010 voru 207 íbúar á bæjum sunnan við jökulinn rann- sakaðir af læknum með öndunar- mælingum meðal annars. Rannsak- aðir voru 100 karlar og 107 konur. Af þessum 207 voru 40 börn. Nið- urstaðan varð að engin merki voru um alvarleg heilsufarsáhrif, en skammtímaáhrif voru nokkur hjá þeim sem veikastir voru fyrir. Viðbrögð vegna eldgosa norðan Vatnajökuls og kostnaður ríkis- sjóðs var á dagskrá ríkisstjórnar- innar í gær. Þar var samþykkt að veita tæpum 700 milljónum króna til þeirra lykilstofnana sem bera hitann og þungann af aðgerðum vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul. Rannsókn landlæknis er innan þessara fjárheimilda, en erindi embættisins um sex mán- aða rannsókn var samþykkt – en um eftirlit vegna áhrifa gasmeng- unar á heilsufar almennings er að ræða. Í tilkynningu forsætisráðuneyt- isins kemur fram að veittar verða 329 milljónir til lykilstofnana vegna aðgerða í ágúst og septem- ber. Fyrir þá þrjá mánuði sem út af standa til áramóta eru 358 millj- ónir til viðbótar eyrnamerktar – til að bregðast við því ef ástandið á gosstöðvunum helst óbreytt. Féð verður nýtt samkvæmt tillögum samráðshóps vegna eldgossins og ríkisstjórnar, eftir atvikum. Innan þessara fjárheimilda er fjölgun nettengdra mengunar- mæla sem mæla styrk brenni- steinsdíoxíðs sem mjög gerir vart við sig víða um land, en einnig er lagt til að hefja mælingar á styrk brennisteinssýru. svavar@frettabladid.is Landlæknir kannar áhrif gosmengunar á heilsu fólks Kostnaður ríkissjóðs vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul er áætlaður tæpar 700 milljónir á þessu ári – mið- að við óbreytt ástand. Landlæknir fylgist með áhrifum mengunarinnar líkt og gert var eftir Eyjafjallajökulsgosið. ■ Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fær 126 milljónir, þar með talið kostnað Landsbjargar og lögregluembætta við gæslu. ■ Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands fær 61 milljón, m.a. vegna verulega aukins kostnaðar við starfsmannahald og ferðalög. ■ Landhelgisgæslan fær 36 milljónir vegna viðbótareftirlits með flugi. ■ Umhverfisstofnun fær 12 milljónir, m.a. vegna tækjakaupa. ■ Vatnajökulsþjóðgarður fær 12 milljónir vegna vöktunar og þátttöku í mælingum vísindamanna. ■ Veðurstofa Íslands fær 59 milljónir vegna verulega aukinnar vinnu og viðveru starfsmanna og tækjakaupa til að geta uppfyllt kröfur Almannavarna. ■ Vegagerðin fær 24 milljónir vegna lokana að ósk Almannavarna og vegna varnarvirkja við brýr til að draga úr líkum á tjóni við aukna vatnavexti. Ágúst og september kosta 326 milljónir MENGUN Töluverð mengun mældist víða um land í gær; hæstu mælingar voru norðanlands en einnig óvenju háar á höfuðborgar svæðinu. Hér glyttir í fjarska í Gljúfrastein í Mosfellsdal í gegn um gosmistrið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þó há gildi mælist í stuttan tíma þá sýnist okkur að þetta eigi ekki að hafa varanleg áhrif á nokkurn hátt. En þetta verðum við að vita fyrir víst. Haraldur Briem sóttvarnalæknir BANDARÍKIN, AP Bandarískir kjós- endur gengu að kjörborðinu í gær og kusu sér nýtt þing, nýja ríkis- stjóra í 22 ríkjum og tóku afstöðu til fjölda annarra mála sem borin voru undir atkvæði. Þar á meðal voru kjósendur í Alaska, Washingtonborg og Oregon spurðir hvort lögleiða eigi maríjúananotkun. Fóstureyð- ingarmál voru borin undir kjós- endur í Colorado, Norður-Dakóta og Tennessee og í Colorado og Oregon voru teknar ákvarðanir um merkingar erfðabreyttra mat- væla. - gb Bandaríkjamenn kjósa: Kosið um fleira en öldungana Á KJÖRSTAÐ Yitzchok Hershowitz skrifar nafn sitt á kjörstað, en Shahnaz Kadir frá kjörstjórn fylgist með. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NOREGUR Norski herinn vill ekki greina frá því hvers vegna liðs- foringi sem þvingaði konu í hern- um til þess að vera nakin í sundi á heræfingu með körlum sleppur við refsingu. Liðsforingjanum var í upphafi gert að greiða 2.500 norskar krónur í sekt auk þess sem hann var fluttur til í starfi. Hann áfrýjaði málinu til aga- nefndar hersins sem felldi niður refsinguna. Norskir stjórnmálamenn hafa krafist þess að ástæðan verði gerð opinber, að því er segir í frétt á vef norska ríkisútvarps- ins. - ibs Liðsforingja ekki refsað: Neydd í nektar- sund í hernum KJARAMÁL Ekkert gekk í samn- ingaviðræðum Félags tónlist- arskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá Ríkis- sáttasemjara í gær. „Það er pattstaða. Okkur er tjáð að til þess að fá sömu laun og leik- og grunnskólakennarar þurfi að gera breytingar í kjarasamningn- um sem fela í sér aukinn sveigj- anleika,“ segir Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskóla- kennara. Horft sé fram hjá því að sveigjanleiki sem sé innbyggður í samninga tónlistarskólakenn- ara sé nú þegar langt umfram það sem stefnt er að í kjarasamningum hjá öðrum skólagerðum. „Kröfur samninganefndar sveitarfélaga eru hreinlega út úr kortinu.“ Fjöldi tónlistarkennara, auk nemenda í tónlistarnámi, mætti í Ráðhús Reykjavíkur í gær til að mótmæla og krefjast sambæri- legra kjara og aðrir kennarar og stjórnendur í skólum. Næsti sáttafundur er fyrirhug- aður næstkomandi föstudag. - glp Fundað var í deilu tónlistarkennara í gær: Illa gengur að semja SAMSTAÐA Ungmenni í tónlistarnámi mótmæltu í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær og afhentu borgarstjóra yfirlýsingu og hvatningu til að semja við tónlistarkennara. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ ht.is Næsta bylgja sjónvarpa er komin UMBOÐSMENN UM LAND ALLT AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • SELFOSS • REYKJANESBÆR • REYKJAVÍK Philips Ambilight sjónvarp með Android stýrirkerfinu Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá ÚRKOMUSAMT NÆSTU DAGA Allhvasst eða hvassviðri NV-til á morgun og á föstudag. Talsverð úrkoma SA-lands á morgun og allhvass vindur. Kólnar heldur fram á föstudag. 0° 4 m/s 3° 7 m/s 4° 6 m/s 8° 11 m/s 8-16 m/s fyrrihluta dags, dregur svo úr 10-20 m/s, NV- og V- til annars hægari Gildistími korta er um hádegi 18° 27° 3° 12° 21° 6° 8° 10° 10° 25° 10° 19° 20° 18° 14° 11° 11° 11° 6° 8 m/s 6° 5 m/s 3° 5 m/s 4° 3 m/s 4° 5 m/s 3° 5 m/s 2° 4 m/s 7° 3° 4° -2° 7° 5° 6° 3° 4° -1° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FÖSTUDAGUR Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.