Fréttablaðið - 05.11.2014, Side 4
5. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
24 prósenta aukning var á sölu raftækja
í september miðað við sama tíma
í fyrra.
Flokkar byggingavara og húsgagna
vaxa hvor um sig um 15 prósent frá
sama mánuði í fyrra mælt á föstu
verðlagi.
Heimild: Rannsóknasetur verslunarinnar.
ÖRYGGISMÁL „Það er í okkar augum
mikilvægt að gera heilsufarskönn-
un til að átta okkur á því hvort
mengunin frá eldgosinu hefur
áhrif til lengri og skemmri tíma,“
segir Haraldur Briem sóttvarna-
læknir um rannsókn sem nú er á
teikniborðinu vegna mengunar
frá eldgosinu í Holuhrauni. Fyrir-
fram telur Haraldur að áhrifin séu
ekki mikil eða alvarleg, nema fyrir
þá sem glíma við undirliggjandi
sjúkdóma. Hins vegar sé á litlu
að byggja þar sem þetta hefur lítt
verið kannað.
„Þó há gildi mælist í stuttan
tíma þá sýnist okkur að þetta eigi
ekki að hafa varanleg áhrif á nokk-
urn hátt. En þetta verðum við að
vita fyrir víst,“ segir Haraldur og
vísar til þess að könnun sem þessi
hafi áður verið framkvæmd hér
nýlega.
Strax í upphafi eldgoss í Eyja-
fjallajökli vorið 2010 voru 207 íbúar
á bæjum sunnan við jökulinn rann-
sakaðir af læknum með öndunar-
mælingum meðal annars. Rannsak-
aðir voru 100 karlar og 107 konur.
Af þessum 207 voru 40 börn. Nið-
urstaðan varð að engin merki voru
um alvarleg heilsufarsáhrif, en
skammtímaáhrif voru nokkur hjá
þeim sem veikastir voru fyrir.
Viðbrögð vegna eldgosa norðan
Vatnajökuls og kostnaður ríkis-
sjóðs var á dagskrá ríkisstjórnar-
innar í gær. Þar var samþykkt að
veita tæpum 700 milljónum króna
til þeirra lykilstofnana sem bera
hitann og þungann af aðgerðum
vegna jarðhræringanna í og við
Vatnajökul. Rannsókn landlæknis
er innan þessara fjárheimilda, en
erindi embættisins um sex mán-
aða rannsókn var samþykkt – en
um eftirlit vegna áhrifa gasmeng-
unar á heilsufar almennings er að
ræða.
Í tilkynningu forsætisráðuneyt-
isins kemur fram að veittar verða
329 milljónir til lykilstofnana
vegna aðgerða í ágúst og septem-
ber. Fyrir þá þrjá mánuði sem út
af standa til áramóta eru 358 millj-
ónir til viðbótar eyrnamerktar – til
að bregðast við því ef ástandið á
gosstöðvunum helst óbreytt. Féð
verður nýtt samkvæmt tillögum
samráðshóps vegna eldgossins og
ríkisstjórnar, eftir atvikum.
Innan þessara fjárheimilda er
fjölgun nettengdra mengunar-
mæla sem mæla styrk brenni-
steinsdíoxíðs sem mjög gerir vart
við sig víða um land, en einnig er
lagt til að hefja mælingar á styrk
brennisteinssýru. svavar@frettabladid.is
Landlæknir kannar áhrif
gosmengunar á heilsu fólks
Kostnaður ríkissjóðs vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul er áætlaður tæpar 700 milljónir á þessu ári – mið-
að við óbreytt ástand. Landlæknir fylgist með áhrifum mengunarinnar líkt og gert var eftir Eyjafjallajökulsgosið.
■ Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fær 126 milljónir, þar með talið kostnað
Landsbjargar og lögregluembætta við gæslu.
■ Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands fær 61 milljón, m.a. vegna verulega aukins
kostnaðar við starfsmannahald og ferðalög.
■ Landhelgisgæslan fær 36 milljónir vegna viðbótareftirlits með flugi.
■ Umhverfisstofnun fær 12 milljónir, m.a. vegna tækjakaupa.
■ Vatnajökulsþjóðgarður fær 12 milljónir vegna vöktunar og þátttöku í
mælingum vísindamanna.
■ Veðurstofa Íslands fær 59 milljónir vegna verulega aukinnar vinnu og viðveru
starfsmanna og tækjakaupa til að geta uppfyllt kröfur Almannavarna.
■ Vegagerðin fær 24 milljónir vegna lokana að ósk Almannavarna og vegna
varnarvirkja við brýr til að draga úr líkum á tjóni við aukna vatnavexti.
Ágúst og september kosta 326 milljónir
MENGUN Töluverð mengun mældist víða um land í gær; hæstu mælingar voru norðanlands en einnig óvenju háar á
höfuðborgar svæðinu. Hér glyttir í fjarska í Gljúfrastein í Mosfellsdal í gegn um gosmistrið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þó há
gildi mælist í
stuttan tíma
þá sýnist
okkur að þetta
eigi ekki að
hafa varanleg
áhrif á nokkurn hátt.
En þetta verðum við að
vita fyrir víst.
Haraldur Briem
sóttvarnalæknir
BANDARÍKIN, AP Bandarískir kjós-
endur gengu að kjörborðinu í gær
og kusu sér nýtt þing, nýja ríkis-
stjóra í 22 ríkjum og tóku afstöðu
til fjölda annarra mála sem borin
voru undir atkvæði.
Þar á meðal voru kjósendur
í Alaska, Washingtonborg og
Oregon spurðir hvort lögleiða
eigi maríjúananotkun. Fóstureyð-
ingarmál voru borin undir kjós-
endur í Colorado, Norður-Dakóta
og Tennessee og í Colorado og
Oregon voru teknar ákvarðanir
um merkingar erfðabreyttra mat-
væla. - gb
Bandaríkjamenn kjósa:
Kosið um fleira
en öldungana
Á KJÖRSTAÐ Yitzchok Hershowitz
skrifar nafn sitt á kjörstað, en Shahnaz
Kadir frá kjörstjórn fylgist með.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NOREGUR Norski herinn vill ekki
greina frá því hvers vegna liðs-
foringi sem þvingaði konu í hern-
um til þess að vera nakin í sundi
á heræfingu með körlum sleppur
við refsingu. Liðsforingjanum
var í upphafi gert að greiða 2.500
norskar krónur í sekt auk þess
sem hann var fluttur til í starfi.
Hann áfrýjaði málinu til aga-
nefndar hersins sem felldi niður
refsinguna.
Norskir stjórnmálamenn hafa
krafist þess að ástæðan verði
gerð opinber, að því er segir í
frétt á vef norska ríkisútvarps-
ins. - ibs
Liðsforingja ekki refsað:
Neydd í nektar-
sund í hernum
KJARAMÁL Ekkert gekk í samn-
ingaviðræðum Félags tónlist-
arskólakennara og Sambands
íslenskra sveitarfélaga hjá Ríkis-
sáttasemjara í gær.
„Það er pattstaða. Okkur er tjáð
að til þess að fá sömu laun og leik-
og grunnskólakennarar þurfi að
gera breytingar í kjarasamningn-
um sem fela í sér aukinn sveigj-
anleika,“ segir Sigrún Grendal,
formaður Félags tónlistarskóla-
kennara. Horft sé fram hjá því að
sveigjanleiki sem sé innbyggður
í samninga tónlistarskólakenn-
ara sé nú þegar langt umfram það
sem stefnt er að í kjarasamningum
hjá öðrum skólagerðum. „Kröfur
samninganefndar sveitarfélaga
eru hreinlega út úr kortinu.“
Fjöldi tónlistarkennara, auk
nemenda í tónlistarnámi, mætti í
Ráðhús Reykjavíkur í gær til að
mótmæla og krefjast sambæri-
legra kjara og aðrir kennarar og
stjórnendur í skólum.
Næsti sáttafundur er fyrirhug-
aður næstkomandi föstudag. - glp
Fundað var í deilu tónlistarkennara í gær:
Illa gengur að semja
SAMSTAÐA Ungmenni í tónlistarnámi mótmæltu í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær og afhentu
borgarstjóra yfirlýsingu og hvatningu til að semja við tónlistarkennara. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
ht.is
Næsta bylgja
sjónvarpa er
komin
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • SELFOSS • REYKJANESBÆR • REYKJAVÍK
Philips Ambilight
sjónvarp með
Android stýrirkerfinu
Snjólaug Ólafsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
ÚRKOMUSAMT NÆSTU DAGA Allhvasst eða hvassviðri NV-til á morgun og á
föstudag. Talsverð úrkoma SA-lands á morgun og allhvass vindur. Kólnar heldur fram á
föstudag.
0°
4
m/s
3°
7
m/s
4°
6
m/s
8°
11
m/s
8-16 m/s
fyrrihluta
dags,
dregur
svo úr
10-20 m/s,
NV- og V-
til annars
hægari
Gildistími korta er um hádegi
18°
27°
3°
12°
21°
6°
8°
10°
10°
25°
10°
19°
20°
18°
14°
11°
11°
11°
6°
8
m/s
6°
5
m/s
3°
5
m/s
4°
3
m/s
4°
5
m/s
3°
5
m/s
2°
4
m/s
7°
3°
4°
-2°
7°
5°
6°
3°
4°
-1°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
FÖSTUDAGUR
Á MORGUN