Fréttablaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 26
FÓLK|FERÐIR TORONTO Í KANADA Mikið verður um að vera í borginni á næsta ári. Til dæmis er búist við 250 þúsund gestum á Pan American-leikana. Veitingastaðamenningin þykir með betra móti í Toronto sem nýtur þess að vera í nálægð við New York og Montreal. CHENNAI Á INDLANDI Ný lestarstöð í Chennai á að lyfta ferðamannaiðnaðinum í borginni á annað stig. Margt er að sjá. Ýmis musteri, áhugaverð söfn, virki frá tímum Breta í landinu, strönd og næststærsta kvikmyndaveldi Indlands, Kollywood. VÍN Í AUSTURRÍKI Á næsta ári verða 150 ár frá því að keisarinn Franz Josef lét byrja á Ringstrasse, sem liggur frá ráðhúsinu að óperunni í Vín, og er meistaraverk með til- liti til arkitektúrs. Fjöldi viðburða verður vegna þessa auk þess sem borgin mun hýsa Eurovision-keppnina þetta árið. SALISBURY Í BRETLANDI Áður stoppuðu ferðamenn stutt í Salisbury á leið sinni að Stonehenge en á því verður breyting á næsta ári. Þá mun Salisbury halda upp á að 800 hundruð ár eru liðin frá undirritun Magna Carta, frelsisskrár Englands. Best varðveitta eintakið af skjalinu er að finna í borginni. PLOVDIV Í BÚLGARÍU Plovdiv þykir einn af fallegri eldri bæjum Evrópu. Í fjarska eru Rhodope-fjöllin, í bænum má finna sögulegar minjar auk frábærs næturlífs. Fornminjar og söguleg hús í miðbænum hafa nýlega verið gerð upp og breytt í söfn, veitingastaði og hótel. BORGIR OG BÆIR ÁRSINS 2015 MÆLT MEÐ Sérfræðingar Lonely Planet hafa útbúið lista yfir tíu borgir og bæi sem skemmtilegt væri að heimsækja á næsta ári. VALLETTA Á MÖLTU Mikil endurbygging hefur átt sér stað í Valletta sem þykir hafa heppnast vel í borginni þar sem margar byggingar eru frá 17. öld. Árið 2015 verður þess minnst að 450 ár eru frá umsátrinu mikla á Möltu. ZERMATT Í SVISS Vinsæll bær meðal göngu- fólks, klifurkappa og skíðaáhugamanna. Fjallið Matterhorn (4.478m) gnæfir yfir bæinn en 2015 verða 150 ár frá því það var klifið fyrst. Fjórir af sjö göngumönnum hröpuðu til bana á leið niður fjallið. Einhverjar uppákomur verða í bænum í til- efni af tímamótunum. MÍLANÓ Á ÍTALÍU Glæsileiki er einkennismerki Mílanó. Borgin er sú næststærsta á Ítalíu og er vin- sæl meðal allra tegunda ferða- manna. Á næsta ári verður haldin þar Expo 2015 með áherslu á mat. EL CHALTÉN Í ARGENTÍNU Hið 3.405 metra háa fjall Monte Fitz Roy gnæfir yfir bænum El Chaltén. Allt í kring eru hátt í átta hundruð þúsund hektarar af ósnertri náttúru, jöklum, vötnum, skógi og fossum innan þjóð- garðsins Parque Nacional Los Glaciares. Bærinn á 30 ára afmæli á næsta ári en hefur á stuttum tíma orðið afar vinsæll meðal útivistarfólks. WASHINGTON DC Í BANDARÍKJUNUM Frábær borg með tilliti til safna og minnisvarða. Smithsonian-safnið trónir þar efst. Árið 2015 verða 150 ár liðin frá morðinu á Abraham Lincoln og verða ýmsir munir tengdir morðinu til sýnis á safninu. Til dæmis hattur forsetans auk byss- unnar sem varð honum að bana. Grensávegi 46, Reykjavík Opið mán. – fös. 9-18, lau. 11-15 sími 511 3388 en við seljum ekki borvélar fyrir skapandi fólk á öllum aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.